Morgunblaðið - 18.12.1975, Side 34

Morgunblaðið - 18.12.1975, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Fjárveitingar til einstakra stofnana og málaflokka Ég mun þð vtkja me8 nokkrum orðum að þeim breytingartillögum sem fjárveitinganefnd flytur á þing- skjali nr. 169. Kemur þar fyrst breytingartillaga við Raunvísindastofnun Háskólans, þar sem laun hækka vegna sérfræðings í reiknistofu um 665.000 - kr . sem eru hálf laun sérfræðings Og b-liðurinn við (100) tekjur lækkar um 7 millj króna, en það er vegna þess að tekjur voru upphaflega áætlaðar i frumvarp- inu með tilliti til að keypt yrði ný tölva, frá því var hins vegar fallið og af því leiðir umrædd tekjulækkun Við stofnun Árna Magnússonar eru tvær breytingartillögur sem fela I sér að laun hækka um 500 000 - og liður- inn gjaldfærður stofnkostnaður lækkar um sömu upphæð Hér er gert ráð fyrir því að ráðinn verði að stofnuninni Ijósmyndari, ungur maður, sem numið hefur sérstaklega Ijósmyndun handrita Það er talin skylda islendinga að geta látið fræðimönnum og visindastofnun- um í té Ijósmyndir af handritum þeim, sem við fáum frá Danmörku að sjálf- sögðu gegn hæfilegri þóknun Slík þjónusta er nú veitt af sambærilegum stofnunum vlðs vegar um heim Þá er næst breytingartillaga við Rannsóknaráð rikisins þar sem lagt er til að inn sé tekinn nýr liður ylræktar- verkefni i Hveragerði að upphæð 3 millj króna Rannsóknaráð ríkisins gerði fyrir tveimur árum frumathugun á hagkvæmni ylræktar, sem er um- fangsmikil ræktun I gróðurhúsasam- stæðu með fyllstu nýtingu jarðhitans og raflýsingu. Slíkur atvinnurekstur virðist mjög álitlegur Var þvl ákveðið að ráðast I sérstaka rannsókn á þeim þáttum sem óvissastir eru, hagkvæmni hámarks lýsingar og markaðsmálin Leitað var til Sameinuðu þjóðanna um tækniaðstoð og fékkst aðstoð samtals að upphæð Islenzkar krónur 8,1 milljón Mótframlag fslands var áætlað samtals 14,774 millj. króna Það er með tilliti til þessa að lagt er til að tekin sé upp nýr liður að upphæð 3 millj. króna Næst er breytingartillaga við Bygg- ingarsjóð rannsókna i þágu atvinnu- veganna, liðurinn hækkar um 3,862 þús kr , en það er vegna vanáætl- unar á vöxtum. SKÓLAMÁL Til námskrárgerðar á verknámsstigi, hækkar fjárveiting um 3 millj kr. og verður samtals 1 4,820 þús kr. Til Tækniskóla íslands hækkar gjald- færður stofnkostnaður um 7,5 millj. kr. og verður þá samtals 36 millj. kr. Næst er tillaga nefndarinnar varð- andi iðnskóla, að liðurinn gjaldfærður stofnkostnaður að upphæð 32,3 millj kr. verði skipt á milli hinna ýmsu iðnskóla I landinu, samkvæmt yfirliti á þingskjali nr. 1 69 Til Fiskvinnsluskólans hækkar liður- inn gjaldfærður stofnkostnaður um 2 millj.r kr. og verður þá samtals 5,8 millj kr en upphæð sú er sérstaklega ætluð til tækjakaupa fyrir skólann Lagt er til að liðurinn hússtjórnar- skólar gjaldfærður stofnkostnaður, sem er I frumvarpinu að upphæð 5,7 millj. kr skiptist á milli tveggja hús- stjórnarskóla, þannig að Laugarvatn fái 4,7 millj. kr. og Laugar 1 millj kr. Til Myndlista- og Handfðaskólans hækkar fjárveiting um 500 þús kr og verður samtal 1,327 þús kr., sem sérstaklega er ætlað til áhaldakaupa fyrir textideild skólans, sem að mikil nauðsyn er á að endurbæta Þá er næst lagt til að liðurinn viðhald við Sjómannaskólahúsið hækki um 6,4 millj. kr og verði samtals að upphæð 14 millj kr Hér er mikið verk að vinna við að koma þessu stóra skólahúsi I viðunandi ástand þar sem viðhald skólans hefur allt um of verið vanrækt á undanförnum árum Með þessari upphæð ætti að vera unnt að taka fyrir vissan þátt I viðhaldi skóla- hússins. Næst koma tillögur nefndarinnar um skiptingu á fjárveitingu til héraðsskóla, samtals að upphæð 120,65 millj kr , en það er óbreitt fjárupphæð frá þvl sem er I fjárlagafrumvarpinu Um skiptingu á milli hinna einstöku héraðsskóla visast til þess sem fram kemur á þingskjali nr. 169 Þá er næst lagt til að inn sé tekinn nýr liður, Skálholtsskóli, fjárveiting að upphæð 5 millj kr , sem er framlag vegna stofnkostnaðar skólans. Þá koma næst tillögur um framlög til byggingar grunnskóla og Ibúða fyrir skólastjóra Er þar lagt til að heildar- fjárveiting hækki um 3,072 þús kr. og verður því samtals 1,022,236 þús. kr Um skiptingu milli einstakra fram- kvæmda visast til þess sem fram kem- ur I yfirliti á þingskjali nr 1 69 Til Myndlistaskólans í Reykjavik, er lagt til að fjárveiting hækki um 360 þús. kr. og verður samtals 1,200 þús. kr. Næst eru tillögur um hækkun fjár- veitinga til leiklistastarfssemi Lagt er til að styrkur til Leikfélags Reykjavikur hækki um 800 þús kr og til leiklistar- starfsemi undir liðnum 982—-08 hækki um 1 millj kr og að hlutur Leikfélags Akureyrar úr þeirri upphæð verði hlutfallslega hinn sami og var af þessum fjárlagalið á yfirstandandi ári Til Tónlistaskóla Garðakaupstaðar er tillaga um 500 þús kr byggingar- styrk ÍÞRÓTTA OG ÆSKULÝÐSMÁL Þá er næst tillaga um hækkun fjár- veitinga til íþróttasjóðs vegna rekstra- styrkja að upphæð 1,950 þús. kr. og til bygginga Iþróttamannvirkja, hækkar liðurinn um 292 þús kr og verða þvi gjöld samtals vegna þess 94,842 þús kr Um skiptingu milli einstakra fram- kvæmda og styrkveitinga vlsast til þess sem fram kemur á þingskjali nr 1 69 Þá kemur liður um æskulýðsmál Lagt er til að fjárveiting til Æskulýðs- ráðs lækki um 400 þús kr., en inni komi nýr liður með sömu upphæð til Æskulýðssambands fslands Er þessi breyting gerð að höfðu samráði við báða aðila sem óskuðu eftir þeirri breytingu sem hér er lagt til Til Olympiunefndar hækkar fjárveit- ing um 1 millj. kr. og verður samtals 2,5 millj kr. Til sumarnámskeiða I Leirárskóla hækkar fjárveiting um 500 þús. kr Til Sædýrasafnsins i Hafnarfirði vegna stofnkostnáðar er tillaga um 400 þús. kr hækkun, en fjárveiting verður þá til Sædýrasafnsins samtals 2 millj kr. LANDBÚNAÐUR Þá er lagt til að fjárveiting til Rann- sóknastofnunar Landbúnaðarins hækki um 1 millj kr , en það er vegna verðtryggingar Landgræðsluáætlunar. Skógrækt rlkisins hækkar af sömu ástæðum fjárveiting um 7,300 þús kr Til Landgræðslu ríkisins hækkar framlag um 15,900 þús kr. sem greinist þannig að liðurinn 'önnur rekstrargjöld hækkar um 2,500 þús kr og gjaldfærður stofnkostnaður um 13,400 þús kr Þar af vegna verð- tryggingar ákvæða landgræðslu og gróðurverndaráætlunar um 10,900 þús kr Til Landnáms rlkisins er lagt til að liðurinn til byggingar Ibúðarhúsa hækki um 3 millj kr Hérertaliðaðsé um verulegan skuldahala að ræða mið- að við þær reglur sem landnámsstjórn- in hefur sett. Við embætti yfirdýralæknis er lagt til að inn sé tekinn nýr liður Dýraiækna- bústaðir: Viðhald, að upphæð 2 millj kr. Þá er á þingskjali nr 169 tillögur fjárveitinganefndar um skiptingu á fé til fyrirhleðsla, samtals að upphæð 23,944 þús kr Um skiptingu á milli einstakra verk- efna vlsast til þess sem fram kemur á þingskjalinu Hér er um óbreytta heildarupphæð að ræða. Sama máli gegnir um skiptingu á fé til Landþurrkunar Þá er lagt til að liðurinn jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir hækki um 675 þús kr Og lagt er til að inn sé tekinn nýr liður til heykökuverksmiðju á Sval- barðsströnd að upphæð 650 þús kr. Til Bændaskólans á Hvanneyri hækkar fjárveiting um 3 millj kr sem er vegna byggingar skólastjóralbúðar. Þá er tillaga um að launaliður við Bændaskólann á Hólum hækki um 1,020 þús. kr., en það er vegna ráðingar á einum nýjum kennara, sem skólinn á rétt á, samkvæmt lögum um skólann Síðari hluti SJÁVARÚTVEGUR Þá er lagt til að inn sé tekinn ný liður til sjóvinnunámskeiða að upphæð 2,5 millj. kr. Á undanförnum árum hefur á vegum Fiskifélags íslands verið efnt til sjóvinnunámskeiða út um land, en nú er hins vegar gert ráð fyrir að sjóvinnukennsla verði I rlkari mæli tek- in upp I gagnfræðaskólakerfínu Samt sem áður eru ný lög um Sjóvinnuskóla fslands frá 23 mai 1975, þar sem heimilt er að stofna farskóla I sjó- mennsku og skal Menntamálaráðu- neytið sitja reglugerð um námskeið og , — AIÞinGI kennslutima, en Fiskifélag (slands annast rekstur skólans. Það er talið nauðsynlegt að þessu sinni að verja þeirri fjárupphæð sem hér um ræðir til þessa námskeiðahalds. Þá er breytingatillaga um að liður- inn önnur rekstrargjöld á skrifstofu Rannsóknastofnana atvinnuveganna hækki um 1,929. þús kr., en þar var um augljósa vanáætlun að ræða DÓMSMÁL Vegna fangelsis í Síðumúla er lagt til að liðurinn önnur rekstrargjöld hækki um 1 millj kr., sem einnig er vegna vanáætlunar Næst er breytingatillaga um hækkun fjárveitinga til Bifreiðaeftirlits rikisins. það er að liðurinn önnur rekstrargjöld hækki um 3,6 millj. kr., er það vegna hækkunar á kostnaði vegna húsnæðis, Ijóss og hita En stofnun þessi hefur nú tekið á leigu allstórt húsnæði að Bildshöfða 8 hér i bæ FÉLAGSMÁ4. Lagt er til að styrkur til Slysavarnar- félags íslands hækki um 1 millj kr., en það er vegna aukins kostnaðar við tilkynningarskildu fiskiskipa. HEILBRIGÐISMÁL Þá er næst tillögur nefndarinnar um skiptingu á fjárveitingu til bygginga sjúkrahúsa, sjúkraskýla, læknamið- stöðva og læknabústaða, annarra en rlkissjúkrahúsa, samtals að upphæð 795,625 þús. kr. og visast til þess sem fram kemur á þingskjali nr. 1 69 um skiptingu fjárveitinga á milli ein- stakra framkvæmda Inn I þessari upp- hæð er liðurinn elliheimili að upphæð 50,790 þús. kr en ákvörðun um hvernig farið verður með þann lið blður 3 umræðu eins og ég hef áður að vikið. Þessu næst eru tillögur nefndarinnar um styrktarfé og ýms eftirlaun, embættismenn, þar sem upphæðin lækkar um 1.161 þús kr Að öðru leyti vlsast til þess sem fram kemur á þingskjali nr 169 um þá sem falla niður af styrktarfjárskrá og hina sem viðbætast. SAMGONGUMÁL Til hafnarmála leggur nefndin til að liðurinn hafnarmannvirki og lendingar- bætur verði 675 millj kr. og skiptist sú upphæð til einstakra hafnarmann- virkja eins og fram kemur á sérstökum lista á þingskjali nr. 169. Hér er um 9,6 millj. kr. lækkun frá þvl sem er I frumvarpinu, en við 3. umræðu er gert ráð fyrir að fjárveitingar til ferjubryggja verði afgreiddar og mun þá þessi upp- hæð væntanlega verða fullnýtt. Við liðinn flugmálastjórn, hækkar liðurinn I a-hluta fjárlagafrumvarpsins um 5,139 þús. kr og verður þá 621.268 þús. kr, samtals. í b-hluta hækkar hins vegar liðurinn alþjóðlegt flugsamstarf um 15 139 þús. kr. og liðurinn seldar vörur og þjónusta hækkar þar á móti um 10 millj kr. Þegar gengið var frá fjárlagafrumvarp- inu lágu ekki fyrir endanlegar tölur um greiðsluskyldu islendinga hjá Alþjóða- flugmálastofnuninni, var þá byggt á bráðabyrgða áætlun, en endanlegar tölur liggja nú fyrir Það er með tilliti til þessa að talið er nauðsynlegt að gera þá breytingu sem hér er lagt til ATHUGUNARSTÖO Þá kemur næst tillaga um 280 þús. kr. fjárveitingu til reksturs athugunar- stöðvar á Rjúpnahæð við Reykjavlk til að fylgjast með brennisteins- og sýru- magni I lofti og úrkomu Gert er ráð fyrir að þessi rannsókn fari fram á vegum Veðurstofunnar. Hér er ekki um nýja starfsemi eða rannsókn að ræða frá byrjun, þar sem sllk rannsókn hefur áður átt sér stað á byrjunarstigi En undir þeim kostnaði hefur Rannsóknar- ráð rlkisins staðið, það sér sér hins- vegar ekki fært að standa undir þess- um kostnaði lengur. Er þv! talið rétt að verða við þeirri beiðni sem hér er farið fram á IÐNAÐUR Þessu næst leggur fjárveitinganefnd til að orðalagsbreyting eigi sér stað, það er að liðurinn 1 1207 verði til þjálfunar og eftirmenntunar I rafiðnaði Svo sem kunnugt er, er fjárlagaliður með þessu sama nafni I fjárlögum yfirstandandi árs að upphæð 3,5 millj. kr Þeirri fjárveitingu hefur verið ráð- stafað til námskeiðahalds viðs vegar um landið, en námskeið þessi eru árangur af samstarfi rafiðnaðarmanna I Danmörku, byggð á rannsóknum og reynslu aðila vinnumarkaðarins. Alls hafa verið haldin hér á landi 14 nám- skeið sem rúmlega 190 manns hafa sótt, en til viðbótar er búið að ákveða 4 námskeið á Akureyri, Selfossi, Keflavlk og Reykjavik, þannig að heildartala þátttakenda verður um 240 manns. Þessi eftirmenntun rafiðnaðarmanna verður að teljast mjög nauðsynleg og þá sérstaklega með tilliti til nauðsyn- legrar þjónustu við fiskiskipaflotann I sambandi við hin margbrotnu sigl- ingar- og fiskileitartæki sem sjávarút- vegurinn hefurtekið I þjónustu sina. Þá er næst tillaga um að framlag til Iðnlánasjóðs hækki um 2,5 millj. kr og sömuleiðis er lagt til að framlag til Iðnrekstrarsjóðs hækki um sömu upp- hæð, þannig að heildarfjárveiting til sjóðanna verður þá 50 millj. kr. til hvors. Til kaupa á hlutafé I Iðnaðarbanka (slands er lagt til að fjárveiting hækki um 800 þús. kr., en það er til þess að Rlkissjóður kaupi sinn hluta af hluta- fjáraukningu bankans. Næst er breytingartillaga nefnd- arinnar um að inn verði tekinn nýr liður, hagræðingarverkefni skipa- smlðastöðva að upphæð 6 millj. kr. Hér er um að ræða framhald tækniað- stoðar sem hófst I október 1974 og miðar að þvt að auka samkeppnishæfni skipasmlðaiðnaðarins með nýjum vinnuaðferðum. Talið er að nú þegar hafi náðst verulegur árangur I þessum efnum og að náðst hafi allt að 15—20% framleiðniaukning við byggingu skipsskrokka með nýjum vinnuaðferðum Þá er einnig gert ráð fyrir þvl að I þessu sambandi fari fram sérstök athugun á þvi hvernig gera megi skipaviðgerðarstöðvar hér á landi betur undir það búnar að sinna við- gerðarverkefnum fyrir togaraflota landsmanna, sem vaxið hefur verulega á undanförnum árum svo sem kunnugt er. Næst er lagt til að inn sé tekinn nýr liður undir nafninu iðnkynning að upphæð 2,5 millj kr. Og að lokum leggur nefndin til að fjárveiting til Hagstofu íslands undir liðnum þjóðskráin, laun, hækki um 250 þús kr en þar er talið að hafi verið um vanáætlun að ræða á þessum lið Ræða Jóns Árnasonar formanns fjárveitinga- nefndar við aðra umræðu fjárframlaga á Alþingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.