Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Stúdentaráðskosningar á fímmtudag: Tilgangur náms- lána er efnahagslegt jafnrétti til náms — segir í stefnuskrá Vöku MBL. HEFUR borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Vöku: Næstkomandi fimmtudag munu fara fram kosningar til Stúdentaráðs og Háskólaráðs Há- skóla Islands. Kosningarnar fara fram f hátfðarsal Háskólans frá kl. 9 til 18. Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta, hefur lagt fram framboðslista sfna. Til Háskólaráðs: Aðalmaður Bogi Agústsson sagnfræðinemi. Varamaður Asdís Rafnar laga- nemi. 8 efstu sætin til Stúdenta- ráðs: Steingrímur A. Arason við- skiptafrn., Sigurður ö. Hektors- son, læknanemi, Pétur Þ. Sigurðs- son laganemi, Rósa Isdal hjúkrun- arfræðinemi, Arnór Egilsson læknanemi, Kjartan G. Kjartans- son heimsp., Dögg Pálsdóttir laga- nemi, Ólafur Isleifsson stærð- fræðinemi. Vaka telur að lengur verði ekki við það unað að Stúdentaráð sé leikvangur pólitiskra loddara og ævintýramanna úr brotabrotum íslenzkrar „vinstri hreyfingar". Vaka hefur sett fram skýra stefnuskrá og eru henni gerð góð skil í nýútkomnu Vökublaði en rétt þykir að drepa hér á örfá atriði. Lánamál: Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. Frum- varp þetta er afsprengi hug- mynda vinstri manna f stjórn S.H.I. Frumvarpið gerir ráð fyrir fullri verðtryggingu miðað við framfæsrluvísitölu og að endur- greiðslur verði miðaðar við tekj- ur. Vaka hefur markað sér þá stefnu að námslán skulu ætíð vera meðal hagstæðustu lána i þjóðfé- laginu á hverjum tíma. Þess vegna telur Vaka fráleitt að verð- tryggja námslán að fullu meðan engin önnur lán þjóðfélagsins bjóða slfka skilmála. Tilgangur námslána á fyrst og fremst að vera að tryggja efnahagslegt jafn- rétti til náms. Af fyrrgreindum ástæðum telur Vaka frumvarp ráðherra óraunhæft. Vaka vill vekja athygli á því, að það er í raun Gestur Guðmundsson for- maður S.H.I. með Kjarabaráttu- nefnd að skálkaskjóli sem er „frumkvöðull" þeirrar lánamála- stefnu sem lítur dagsins ljós f frumvarpi ráðherra og vinstri menn f Stúdentaráði ásamt Gesti hafa nú snúizt gegn. Aðalrök þeirra gegn frumvarpinu eru, að ekki liggi fyrir fullvissa um 100% brúun umframfjárþarfar, að við- miðunartekjur séu 50000 í dag auk verðbóta og að ekki sé tekið nógu mikið tillit til tekna að námi loknu. Krafa Vöku I þessum málum er; að námsaðstoð verði fyrst og fremst lánafyrirgreiðsla. Þá er nauðsynlegt að sem allra fyrst verði samin reglugerð fyrir L.I.N. með langtímamarkmið f huga svo komizt verði hjá óþægindum og ósamræmi í framtíðinni. Félagsstof nunin. Stofnunin hefur undanfarið verið rekin undir herleiðingu vinstri afla Stúdentaráðs. Gffur- legt tap er á matstofunni eða allt að Ví milljón á mánuði. Enda varla við öðru að búast þegar stór hluti hráefnisins er keyptur í smásöluverzlunum. Verðlag er mjög hátt, miklu hærra en gengur og gerist f svipuðum mötuneytum. Vaka telur að skera megi niður launakostnað um 40% og forkast- anlegt sé að kaupa hráefni í sma- sölu. Vaka gerir að tillögu sinni að kannað verði hvort ekki sé hægt að fá vanan veitingamann til að annast rekstur matstofunn- ar á eigin reikning enda hlíti hann fullkomlega reglum stjórn- ar Félagsstofnunar um verðlag. Garðarnir. Vaka telur það frum- kröfu að hagnaði af rekstri sum- arhótelsins sé veitt f endurbætur Garðanna en ekki f niðurgreiðslur á túristamat sem gert var sfðast- liðið sumar en þá var til þess varið 1.8 milljónum króna. Slíkt fordæmir Vaka ekki sízt vegna þess, að Garðarnir eru óðum að drabbast niður og ekki má langt líða unz viðgerð verður að fara fram. Vaka ítrekar stuðning sinn við byggingu hjónagarða og lýsir andstöðu sinni við tilraunir vinstri manna til að seinka bygg- ingaframkvæmdum við þá. Vaka leggur til að þegar verði hinn svokallaði skattaafsláttur notaður til aukningar á barnaheimilis- rými stúdenta. Vaka styður dyggi- lega hugmynd um Háskólaforlag og bendir um leið á að Háskóla- fjölritun er stefna í rétta átt. Vaka ítrekar að söluskattur af rekstri Félagsstofnunar verði af- numinn en ríkisstyrkur til hennar nemur nú helmingi söluskatt- greiðslna stofnunarinnar. Framhald á bls. 39 Ljósm. Mbl. Steingrimur Kristinsson FRA SLYSSTAÐ — Efri mvndin sýnir op Strákagangna og fjarlægð- ina fram að brún vegar, en hún mun vera um 35—40 metrar. Neðri mvndin er tekin frá bílflakinu upp hlíðina. ýtá bilnum út úr göngunum svo að talstöðvarsamband næðist við fyrri rútuna. En þegar bremsurn- ar virkuðu ekki og allar aðrar leiðir til að stöðva bílinn árangurslausar skipaði Gestur fólkinu að yfirgefa bílinn enda stefndi hann með sívaxandi hraða að vegarbrúninni. Fjarlægð frá opi ganganna að vegarbrún er 35 —40 m. Gekk fólkinu vonum framar að komast úr út bflnum. Sem fyrr segir var Magnús heitinn sofandi og á leiðinni út var ýtt við honum. Var talið að hann hefði vaknað en svo reyndist ekki vera. Piltur sá, sem síðastur fór út úr rútunni, Valbjörn Skarphéðinsson, ætlaði eineinmitt að fara að athuga með Magnús en varð frá að hverfa því billinn var þá kominn með fram- hjólin útaf veginum og gat Val- björn með naumindum forðað sér. Sá fólkið eftir rútunni í myrkrið en hún staðnæmdist ekki fyrr en tæpum 100 m neðar. 22 ára gamall maður lézt þegar rúta féll niður 100 metra hlíð: Framhjólin komin út- af er sá síðasti slapp MAÐURINN, sem beið bana þegar 17 manna rútan fór útaf Sigluf jarðarmegin við Stráka- göng aðfararnótt s.l. sunnudags, bét Magnús Sævar Viðarsson, Suðurgötu 24, Siglufirði. Magnús var skipverji á skut- togaranum Sigluvfk. Magnús heit- inn var sofandi þegar atburðirnir gerðust og var ýtt við honum og reynt að vekja hann þegar fólkið flýtti sér út. Var ekki vitað betur en hann hefði vaknað en hið rétta uppgötvaðist ekki fyrr en I þann mund er bifreiðin var að fara útaf brúninni og var þá um seinan að koma honum til bjargar. Magnús mun hafa fallið út úr rútunni á miðri leið niður hllðina og er talið að hann hafi látizt sam- stundis. Fólkið, sem var I rútunni hafði farið á dansleik á Hofsósi kvöldið áður, en þar sýndu gagnfræða- Magnús Sævar Viðarsson. skölanemendur frá Siglufirði leikritið „Svefnlausa brúð- gumann." Var farið á tveimur rút- um. Rúturnar voru á heimleið þegar slysið gerðist og var rútan sem bilaði sú seinni. Allt gekk vel þar til að kom í Strákagöng, að bilstjórinn varð var við bilanirn- ar. Eins og kemur fram í samtal- inu við bilstjórann, Gest Halldórs- son, á baksiðunni, var ætlunin að Valbjörn lagði nú af stað niður flughála híðina til að svipast um eftir Magnúsi og komst hann alla leið niður að bilnum þar sem hann hafði stöðvast í slakka 15 metra fyrir ofan sjó og þótti það tíðindum sæta miðað við aðstæð- ur. Fann hann ekki Magnús i bíln- um. Um sama leyti lagði annar ungur piltur, Guðmundur Blön- dal af stað fótgangandi til Siglu- fjarðar eftir hjálp. Bankaði hann upp hjá Steingrími Kristinssyni. Hann hafði strax samband við bil- stjóra hinnar rútunnar, Hafliða Sigurðsson, og fór Hafliði strax á staðinn en kom áður boðum til lögreglu og björgunarliðs. Einnig var Iæknir kallaður til. Fannst Magnús eftir skamma leit og var hann þá látinn. Hafði hann fallið úr bilnum þegar hann var kominn hálfa leið niður hliðina. Hvað felst í E-lið bókunar með varnarsamningi?: „ Aðeins rætt um nánari sam- vinnu á sviði björgunarmála” _ r — sagði Einar Agústsson, utanríkisráðherra 3. desember 1974 I FRÉTTATILKYNNINGU, sem dómsmálaráðuneytið sendi frá sér s.l. föstudag varðandi öflun hraðskreiðs skips fyrir Landhelgisgæzluna er skýrt fra því, að þess hafi verið farið á leit við utanrlkisráðuneytið, að það beini formlegri málaleitan til Bandaríkjastjórnar um að láta I té skip af tiltekinni gerð I þessu skyni og „er vitnað til ákvæðis I viðauka frá 1974 við varnarsamning við Bandarikin þessari málaleitan til stuðn- ings“, segir orðrétt í fréttatil- kynningu dómsmálaráðuneytis. Akvæði það, sem hér er vitn- að til, á einungis við um nánari samvinnu landhelgisgæzlu og varnarliðs á sviði björgunar- mála. 1 Morgunblaðinu 3. des. 1974 eru birt ummæli Einars Agústssonar, utanrikisráð- herra, sem Morgunblaðið hafði beðið að skýra nánar, hvað í þessu ákvæði fælist. I Morgun- blaðinu er eftirfarandi haft eft- ir utanríkisráðherra þennan dag: „Aðspurður sagði Einar Agústsson, um það atriði sam- komulagsins, sem birt er i sér- stakri bókun, sem því fylgir, undir liðnum E, en þar segir, að athuga skuli leiðir til sam- vinnu varnarliðsins annars veg- ar og landhelgisgæzlunnar, al- mannavarna og flugmálastjórn- arinnar hins vegar, að þar væri aðeins rætt um nánari sam- vinnu á sviði björgunarmála, m.a. með þvi að tslendingar tækju ríkari þátt i því björgun- arstarfi. sem varnarliðið hefui látið tslendingum í té.“ UMRÆÐUR A ALÞINGI Hinn 3. des. 1974 uróu einnig umræður á Alþingi um þetta ákvæði. I þeim umræðum, sagði talsmaður Alþýðubandalagsins, GilsGuðmundsson m.a.: „Þá vil ég víkja nokkuð að E-lið þeirrar bókunar, sem sam- komulaginu fylgir og er raun- verulega hluti af þvi. Þar segir svo, með leyfi hæstv. forseta: „Báðar ríkisstj. munu athuga leiðir til þess að efla samvinnu milli varnarliðsins annars veg- ar og islensku landhelgis- gæslunnar, almannavarna og flugmálastjórnarinnar hins, vegar," Ég vil nú leyfa mér að spyrja hæstv. utanrrh. hvað felist í raun og veru að baki þessa ákvæðis Er það ætlun ískenskra stjórnvalda að semja um það, að bandariska herliðið á Keflavikurflugvelli taki að sér einhverja ákveðna þætti þeirra málaflokka sem hér hafa verið nefndir, þ.e.a.s. mála- flokka, sem heyra undir land- helgisgæslu, almannavarnir og flugmálastjórn? I hve ríkum mæli er ætlunin að auka þá samvinnu sem þarna er verið að nefna? Er að því stefnt að gera okkur á tilteknum mjög viðkvæmum sviðum sumum hverjum sem háðasta her- stöðvarfólkinu? Getur það verið að sagan um herstöðvar- sjónvarp kostað af bandarikja- mönnum handa íslendingum Framhald á bls. 39 Spánarferðirnar..., . . eru að hefjast aftur til Blanca, Mynda- og verðlistar á skrifstofunni. Benidorm pi Feröamiöstöðin hf. Aðalstræti 9, simar 28133, 11 255, 1 2940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.