Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 17
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 17 ííþrðwrl Eddi þjálfar Sandgerðinga HINN góð- og gamalkunni þjálfari Eggert Jóhannesson hefur nú verió ráðinn þjáifari knattspyrnumanna i Sandgerði næsta keppnistimabil. Eggert hefur undanfarin tvö ár starfað hjá færeyska féiaginu B—36 og einnig haft afskipti af þjálfun færeyskra landsliðsmanna. Áð- (ir þjálfaði hann m.a. hjá Ar- manni og Vfkingi í mörg ár. Eggert er enn i Færeyjum og þar til hann kemur hingað til lands munu Sandgerðingar æfa eftir æfingaprógrammi frá honum. Erlendur með Skallagrím Ungmennafélagið Skaila- grímur í Borgarnesi hefur nú ráðið sér þjálfara fyrir kom- andi keppnistímabil í knatt- spyrnu, en sem kunnugt er leikur lið félagsins í þriðju deild. Er það Erlendur örn Magnússon sem tekið hefur að sér þjálfun hjá félaginu, en Er- iendur starfaði sem þjálfari i Færeyjum f fyrrasumar við góðan orðstfr. Mun Erlendur þjáifa meistaraflokk Skalla- gríms og auk þess vngri flokka félagsins, en ætlun Skalla- grfmsmanna er sú að revna að leggja aukna rækt við þá KR-þjálfararnir Guðmundur Pétursson og Olafur Lárusson ásamt Heimi Guðjónssyni fyrrum markverði KR. „Tveir ÍMingar befri en einn Breti” FYRIR nokkru tóku þeir Guðmundur Pétursson og Ólafur Lárusson við þjálfun meistaraflokks KR. Munu þeir í sameiningu sjá um liðið og stjórna því í baráttunni í 1. deildinni í sumar. Höfðu KR-ingar hug á að fá jafnvel erlendan þjálfara um mitt sumar, en munu nú vera hættir við það, sannfærðir um að tveir sæmilega klárir Islendingar geti þjálfað eins vel og atvinnulaus Breti, eins og góður KR- ingur orðaði það á dögunum. KR lék við Víking á laugardaginn og vann 2:1 þá lék Valur æfingaleik við Breiðablik og vann 6:0. Átti sízt von á þessu núna — Ég var satt að segja alveg hissa á hvað mér tókst vel upp. Ég átti sízt von á þessu núna, sagði Friðrik Þór Öskarsson, sem á laugardaginn bætti Islandsmetið í langstökki innanhúss um hvorki meira né minna en 22 sentimetra, en það heyrir líklega til undantekninga að frjálsíþróttamet sé bætt svo rösklega. Stökk Friðrik Þór 7,10 metra og átti flest sín stökk, gild og ógild yfir 7 metra. Verður þetta að teljast ágætur árangur hjá Friðrik, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess að ekki eru aðstæðurnar í Baldurshaga alltof góðar. — Ég hef æft mjög vel i vetur, sagði Friðrik Þór, — enda stefni ég að því að kom- ast á Ölympíuleikana í Montreal. M^ð tilliti til þess að ég tel mig eiga meiri mögu- leika á að ná lágmarkinu í þrístökki en í langstökki hefi ég mest búið mig undir þrístökk i vetur og aldrei stökkið langstökk með fullri atrennu fyrr en nú á mót- inu. Eg hef heldur ekki miðað undirbúning minn við að ná árangri núna og kom þetta því verulega á óvart. Má vel vera að aðalskýringin sé sú, að ég hef æft lyftingar töluvert í vetur og tel mig vera sterkari í fótunum en ég var áður. Ölympíulágmarkið i þrí- stökki er 15,90 metrar og er alls ekki ólíklegt að Friðrik Þór nái því. Hann ætlar sér til Þýzka- lands innan tíðar, þar sem hann mun dvelja við æfingar um tíma og þá einkum æfa á tartanbrautum, en þeim sagðist hann vera svo óvanur, að hann næði venjulega ekki eins góð- um árangri þegar hann keppti á slikri braut eins og venjulega. Friðrik Þór kvaðst einnig vongóður um að sér tækist að slá Islandsmet Vilhjálms Ein- inu á laugardaginn bendir arssonar i langstökki í sumar og sannarlega til þess að svo geti hinn góði árangur hans í mót- orðið. —stjl. Ingi sigraði í bikarglímnnni INGI Yngvason, HSÞ, varð sigur- vegari i bikarglímu Islands sem fram fór á Húsavík á sunnudag- inn. Lagði Ingi alla keppinauta sina í gifmunni og hlaut 7 vinn- inga. Kom þessi sigur hans nokkuð á óvart, því þótt Ingi hafi verið í fremstu röð glimumanna hérlendis undanfarin ár hefur hann sjaldan sigrað á stórmótum. Meðal þeirra sem Ingi lagði í keppninni var glímukóngur Islands, Pétur bróðir hans, en Pétur var ekki f essinu sfnu að þessu sinni og varð að gera sér f jórða sætið að góðu. Guðmundur Olafsson úr Ár- manni varð í öðru sæti í keppn- inni með 6 vinninga, tapaði aðeins fyrir Inga. Þorsteinn Sigurjóns- son, sá er sigraði í skjaldarglímu Ármanns á dögunum, varð í þriðja sæti með 5 vinninga og Pétur hlaut 4 vinninga. I unglingaflokki urðu Þing- eyingarnir Hjörleifur Sigurðsson og Eyþór Pétursson jafnir með 4'/b vinning. Urðu þeir að glíma til úrslita og sigraði Eyþór i þeirri viðureign. Þriðji varð svo Jón Magnússon, KR, með 3 vinninga og fjórði Árni Unnsteinsson, Vík- verja, með 2 vinninga. Ingi Yngvason, HSÞ 0 ly mp íumeis tararni r urðu heimsmeistarar BANDARÍSKA stúlkan Dorothy Hamill, sú er hlaut gullverðlaun I listhlaupi kvenna á skautum á Olympluleikunum I Innsbruck hreppti heimsmeistaratitilinn I þess- ari grein, en heimsmeistarakeppnin fór fram I Gautaborg I Sviþjóð og lauk nú um helgina. Keppnisgreinar þar voru listhlaup karla og kvenna, paralisthlaup og listdans og fór svo að allir Olympiusigurvegararnir urðu jafnframt heimsmeistarar. Keppni kvenna þótti taka öðru fram I Gautaborg og var lengi vel um tvlsýna viðureign að ræða milli Hamill og Austurþýzku stúlkunnar Christine Errath, en sú varð heimsmeistari í listhlaupi kvenna árið 1974. Var það ekki fyrr en i siðustu keppnisgreininni sem Dorothy Hamill tókst að tryggja sér endanlega sigurinn, en þá æfingu gerði hún nánast gallalaust Hlaut Hamill samtals 192,66 stig i keppn- inni, Christine Errath varð önnur með 190,04 stig og þriðja varð kanadiska stúlkan Dianne de Leeuw sem nú kepp- ir fyrir Holland, en hún hlaut 189,94 stig. Næstar urðu svo Anett Potzsch frá Austur-Þýzkalandi sem hlaut 185,16 stig og Linda Sratianne frá Banda- rikjunum sem hlaut einnig 185,16 stig. í listdansinum höfðu þau Ludmila Pakhomova og Alexander Gorshkov umtalsverða yfirburði Náðu þau forystu þegar i fyrstu greininni og héldu henni til loka. Þar urðu i öðru sæti Irina Mpiseeva 0g Andrei Minekov frá Sovétrikjunum og i þriðja sæti urðu þau Jim Mills og Colleen O'Connor frá Bandarikjunum f listhlaupi karla sigraði Bretinn John Curry eftir harða keppni við Sovétmanninn Vladimk Kovalev Hafði Kovalev forystu i keppninni fram til slðustu greinarinnar, en þá varð hann fyrir þvl óhappi að detta og kostaði það hann sigurinn. Þetta var siðasta keppni Curry sem áhugamanns, en framvegis mun hann taka þátt i sirkussýningum og leika I kvikmyndum. IJrslitw NÚ FER senn aö liða að loktint tslands- mótsins I körfuknattleik, og er keppn- in viða vel á veg komin þótt mörgum leikjttm hafi orðið að fresta vegna sam- gönguerfíðieika. Verður hér getið um stöðuna i deildununt og öðrum flokkunt fullorðinna. 1 2. deild er allt útlit fvrir óvenju- jafna keppni. Þar er UBK í efsta sæti þessa stundina með 12 stig, hefur tapað 6 stigum. ÚMFG er í öðru sæti með 10 stig, hefur tapað 4 stigum. Staða Þórs- ara er einnig góð, þeir hafa 8 stig, en nálgast í hafa aðeins tapað einunt leik. Það var í leiknunt gegn Haukunt um helgina, en Ilaukar eru I harðri botnbaráttu ásamt l.B.I. og ÚMFS. Haukar og IBl eru neðst með 4 stig — Ilaukar eftir 8 leiki, en IBl eftir 6 leiki. Um helgina fékk lBt tvö stig gegn ÚMFS á Akranesi vegna þess að Borgnesingar mættu of seint. ÚMFS er með 6 stig — hefur tapað 12 stigum sem kemur mjög á óvart. t 3. deild eru úrslit fengin f riðla- keppninni. Tindastóll bar sigur úr býtum f Norðurlandsriðli eftir harða keppni við KA og spila þurfti aukaleik til að fá úrslit. Úr Suðurlandsriðli koma lið ÚMFL (Laugdælir) og tV (Iþróttafélag Vestm.evja), og i þriðja riðlinum sigraði lið ÚtA lið Patreks- firðinga tvivegis og kemur þvi i úrslita- keppnina sem fram fer um naslu helgi. t m.fl. kvenna stefnir i keppni ntilli Þórs og KR sem bæði eru taplaus. Lslandsmeistarar IR hafa aftur á nióti tapað tvívegis. t 2. fl. karla urðu lið ÚMFN og Fram efst og jöfn, og Valur getur náð þeim að stigum ef þeir sigra IBK f leik sem er eftir. t 1. fl. karla fær okkert stöðvað sigurgöngu KR sem skorar yfir 100 stig í hverjum leik og hefur sigrað alla leiki með yfirburðum. úm stöðuna f 3. og 4. fl. karla hefur verið skrifað hér f blaðið, en úrslit í þeint flokkum fara fram uni næstu helgi. gk-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.