Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Tillagalandbúnaðarráðherra: Niðurgreiðslur á kjöti lækkaðar en ull verði niðurgreidd Verð kindakjöts til neytenda hækkar ekki Landbúnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson, hefur lagt fyrir ríkis- stjórnina tillögu þess efnis að niðurgreiðslur á dilkakjöti verði lækkaðar og þeim fjármunum, sem þannig fást, varið til að greiða niður ull. Breyting þessi á ekki að valda hækkun á verði kjöts til nevtenda, því verð dilka- Manns saknað á Akureyri Akureyri H. marz. GEIR Elvar Halldórsson Furu- lundi 10 M, 24ra ára fór að heiman frá sér klukkan 21.30 á laugardagskvöld f bíl sínum A-2602, sem er grænn Volks- wagen. Síðan hefur ekkert til hans spurzl og híllinn ekki fundizt þrátt fyrir mikla leit. Hjálparsveit skáta og Flug- björgunarsveit Akureyrar leit- uðu í gær bæði í bænum sjálf- um og á öllum nærliggjandi vegum. Auglýst var í útvarpi eftir marninum, haft var sam- band við lögreglu í næstu hér- uðum og fleiri eftirgrennslan- ir voru uppi hafðar, en allt var það árangurslaust. — Sv.P. kjöts lækkar til bænda en þá lækkun eiga þeir hins vegar að fá bætta með hækkuðu verði á ull. 1 samtali við Halldór E. Sigurðsson kom fram, að sennilega þýddi þessi brevting einhverja lækkun á heildarupphæð niðurgreiðsln- anna auk þess, sem hún hefði í för með sér lækkun útflutnings- bóta, því hagstæðara væri að flvtjaút ullarvöruren kjöt. A undanförnum árum hefur þótt skorta mjög á að sú ull sem til fellur í landinu skilaði sér til vinnslu og telja menn að þar hafi Framhald á bls. 39 Stjórnarfrumvarp: Jafnstaða kvenna og karla Jafnstöðuráð skal skipað 5 mönnum: einum skipuðum af Hæstarétti, formaður ráðsins, ein- um skipuðum af félagsmálaráð- Freigátan Mermaid F 76 99 NV freigáta hefur bætzt f hóp þeirra Sevllu, Bacchante og Naiad, sem nú gæta 32ja brezkra togara, sem í gær voru allir á friðaða svæðinu úti fvrir Austur- landi. Er það freigátan Mermaid F 76, sem er nokkru minni en þær freigátur, sem hér hafa verið við iand, en þær hafa allflestar verið af svokallaðri Leander-gerð. Mermaid er 2.300 tonna skip og kom á míðin f gærmorgun. Freigátan Mermaid er FRAM var lagt á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp um jafnstöðu kvenna og karla. Frumvarpið er samið að tilhlutan Gunnars Thoroddsen, félagsmálaráðherra, af Guðrúnu Erlendsdóttur, hæstaréttarlögmanni, sem jafnframt er formaður Kvennaársnefndar og Jafnlaunaráðs, og Hallgrfmi Dalberg, ráðunevtisstjóra. Frumvarpinu er ætlað að stuðla að jafnstöðu karla og kvenna, ef að lögum verður, og skal Jafnstöðuráð annast framkvæmd laganna. herra, einum af BSRB, einum af ASI og einum af Vinnuveitenda- sambandmu. Frumvarpsgreinar fjalla um jafna möguleika til atvinnu og menntunar og jafna greiðslu launa fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf. Skal atvinnu- rekendum óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði og gildir það m.a. hvað varðar ráðningu og skipan í starf, stöðuheiti, stöðu- hækkun og veitingu hvers konar hlunninda sem og almenn vinnu- skilyrði. Fyrsta grein frumvarpsins er stefnuyfirlýsing löggjafans um jafnstöðu kynjanna og útilokun hvers kyns mismununar. Önnur grein frumvarpsins fjallar um jafnan rétt í menntun og starfi og útrýmingu misréttis, sem nú ríkir. Þriðja greinin er í samræmi við samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar frá í júní 1958, varðandi misrétti með tilliti til atvinnu. Með fullgildingu þeirrar samþykktar 1964 hefur íslenzka ríkið skuldbundið sig til að fylgja stefnu, er miði að því að koma á jafnrétti um vinnumöguleika og er frumvarpsgreinin árétting á þessu. Fjórða greinin fjallar um aug- lýsingu starfa, sem þann veg skulu orðaðar, að af taki öll tví- mæli um, að auglýst störf skuli vera „opin jafnt körlum og kon- um“. Fimmta grein fjallar um upplýsingaskyldu atvinnurek- enda. Sjötta grein frumvarpsins fjall- ar um jafna menntunaraðstöðu, eftir að í starf er komið, endur- hæfingar- og starfsnámskeið. I sjöundu grein er svo fjallað um hluta menntastofnana og fræðslu- kerfis til að tryggja jafnstöðu kynjanna. Áttunda grein bannar auglýs- endum að birta þær auglýsingar í orðum eða myndum sem „geti orðið öðru kyninu til minnkunar eða litilsvirðingar". Níunda til þréttánda grein fjalla um starfssvið Jafnlauna- ráðs og upplýsingaskyldu opin- berra stofnana og félagasamtaka gagnvart ráðinu. Þær fjalla m.a. um hvern veg skuli með farið ef Jafnstöðuráð kemst að þeirri nið- urstöðu að ákvæði laganna hafi verið brotin. Einstaklingur, sem leitar til Jafnstöðuráðs, á að geta notið allrar lögfræðilegrar aðstoð- ar, ef svo langt gengur, að málið fari fyrir dómstóla. Mál af þessu tagi eru i eðli sínu mannréttinda- mál ekki síður en kjaramál og þykir þvi eðlilegt, að almennir dómstólar fjalli um slik málefni en ekki Félagsdómur. Greinar þessar fjalla og um sektarákvæði gegn brotum á lögunum og hvern veg skuli standa að uppkvaðningu dóma i því efni. Snekkja Nkrumah” í þorskastríðið Víkingi breytt í loðnuskip Tekur 1300 lestir eftir breytinguna frábrugðin öðrum freigátum að því leyti að hún á sér allsérstæða sögu. Hún var eitt sinn kölluð „hin fljótandi barhöll" (floating Gin Palace) og var upphaflega smíðuð fyrir forseta Ghana, Kwame Nkrumah, sem ætlaði að nota hana sem eins konar skemmtisnekkju og um leið sem flaggskip Ghanaflota. Atti freigát- an að kosta 5 milljón sterlings- pund, sem þá voru jafnvirði 14 Framhald á bls. 39 ÞEIR Guðbjartur Einarsson, framkvæmdast jóri, og Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri, hafa ákveðið að kaupa togarann Víking frá Akranesi og breyta skipinu þannig að það verði heppilegt til nótaveiða. Meðal annars ætla þeir sér að byggja vfir þilfar togarans, breyta lest- um og jafnvel setja í hann frysti- tæki, þannig að unnt verði að frysta loðuu og loðnuhrogn um borð í skipinu. Söluverð skipsins mun vera um 80 m. kr. Eftir breytingarnar er gert ráð fyrir að Vísismenn krefjast ómerkingar ummæla: Mafía merkir á nútímamáli klíka segir Ólafur Jóhannesson HINN 4. marz sl. var lögð fram I bæjarþingi Reykjavlkur stefna rit- stjóra og þriggja stjórnarmanna dagblaðsins Vlsis á hendur Ólafi Jóhannessyni, dómsmálaráðherra. vegna ummæla. er ráðherrann við- hafði I útvarpsþætti hinn 1. febrúar sl. I stefnu þessari er krafizt ómerkingar á tilteknum ummælum dómsmálaráðherra um aðstandendur Vlsis og máls- kostnaðar að skaðlausu. Þegar mál þetta var tekið fyrir I bæjar- þingi Reykjavlkur var ekki mætt I þvl af hálfu ráðherrans. Hins vegar birtir Ólafur Jó- hannesson opið bréf til Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Vlsis, I Ttman- um sl. sunnudag og er grein sú nefnd fyrsti hluti. f grein þessari leitast dómsmálaráðherra við að leiða rök að þvl, að orðið mafla „merkir I máli nútlmamanna nánast það sama og orðið kllka og er þannig notað um vlða veröld. bæði I daglegu tali og rituðu máli". Nefnir Ólafur Jóhannesson ýmis dæmi um þetta. í lok þessa fyrsta hluta boðar ráðherrann aðra grein til að „rifja upp aftökutil- raunina á Alþingi, sem fór nú eins og alþjóð veit", segir Ólafur Jó- hannesson I lok greinar sinnar. Hér fer á eftir stefna að- standenda Vlsis og kafli úr grein Ólafs Jóhannessonar: STEFNAN Gerir kunnugt: að hann þurfi f.h Þorsteins Pálssonar, ritstjóra, Háa- leitisbraut 43, Rvík, Guðmundar Guðmundssonar, forstjóra, Víðivöll- um, Rvik, Ingimundar Sigfússonar, forstjóra, Grenimel 45, Rvlk og Þór- is Jónssonar, framkvæmdastjóa Blikanesi 23 Garðahreppi að höfða mál fyrir bæjarþingi Reykjavikur á hendur Ólafi Jóhannessyni, ráð- herra, Aragötu 13, Reykjavik til ómerkingar á eftirtöldum ummæl- um, sem Ólaíur Jóhannesson við- hafði i útvarpsþættinum „Bein lína" þ. 1. febrúar 1976. 1......heldur auðvitað sú Mafia, sem stendur á bak við þessi skrif . . . 2. ,,Það er Visis Mafian" 3. „Já, það horfir þannig frá minu sjónarmiði, að það sé glæpahringur, sem æ ofaní æ kemur með aðdrótt- anir, rangar, i minn garð." Þá er einnig krafizt málskostnaðar að skaðlausu Málavextir eru þeir, að mennta- skólakennari nokkur i Reykjavik, Vil- mundur Gylfason, hefur á undan- förnum mánuðum skrifað vikulegar greinar i dagblaðið Visi um margvis- leg málefni. Hafa greinar þessar birzt i blaðinu á föstudögum og ævinlega undir fullu nafni höfundar. Framhald á bls. 39 Víkingur beri 1300—1400 lestir af loðnu eða 400 lestum meira en Sigurður, sem er systurskip Vfkings. Þess má geta að ekki hefur verið bvggt yfir þilfar Sigurðar. Guðbjartur Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki þyrfti að breyta Víkingi mjög mikið. Á sínum tíma hefði togarinn verið gerður út á sfld- veiðar og þá verið brevtt. M.a. var settur stðr nótapallur á skipið, stórt stýri og asdic-tæki. Einnig væru hliðarskrúfur í skipinu. Enn er ekki ákveðið hvar byggt verður yfir skipið, en til greina getur komið að Véltak byggi yfir þilfarið. Fyrirtækið er nú búið að fá nýtt húsnæðí i Hafnarfirði og er öll aðstaða þar mjög góð. Guðbjartur sagði, að ef allt gengi að óskum hæfust breyt- ingar á skipinu i maímánuði n.k. og tækju þær eflaust nokkurn tíma. Auðvelt væri að koma fyrir loðnufrystingartækjum í skipinu og ýmsu öðru en hvað hægt yrði að gera réðist af f jármagni. Valdimar Indriðason á Akranesi sagði í gærkvöldi, að ekki væri búið að ganga að fullu frá samningum en það yrði senni- lega gert á næstu dögum. Nafnlaust Rabb I Lesbók Morgunblaðsins, sem út kom um helgina, féll niður nafn höfundar að Rabbi. Höfund- ur Rabbsins er Áslaug Ragnars og eru þessi mistök hér með leiðrétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.