Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Krefjast 20 miUj, doUara bóta Nýlega var höfðað mál í Banda- ríkjunum sem vakið hefur gifur- lega athygli og með úrslitum þess verður víða fylgst. Það eru erfingj- ar bandarfska kappakstursmanns- ins Mark Donohue sem höfða málið gegn hjólbaðaverksmiðju,| verksmiðju sem framleiðir öryggishjálma og fyrirtækis er gerir út kappakstursbifreiðar , Samtals nemur bótakrafan um 20 milljónum dollara. Mark Donohue. eða kapteinn Nice, eins og hann var oft kallaður lézt af völdum áverka er hann varð fyrir við æfingar fyrir Grand Prix kappaksturinn í Austurríki 1 7 ágúst s I Fimm klukkustundum áður en keppnin átti að hefjast var Donohue að æfingum á brautinni og var á um 260 kilómetra hraða er hjólbarði undir bifreið hans splundraðist skyndilega með þeim afleiðingum að Donohue missti vald á bifreið sinni, sem flaug í gegnum fjórfalda girðmgu með hænsnaneti og hafnaði síðan á auglýsingaskiltum. Brotnuðu þau niður og féll burðar- stólpi eins þeirra á þak bifreiðar- innar og lagði það að mestu saman. þegar að var komið var Mark Donu-| hue með fullri meðvitund og virtist ekki hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum, en tveimur dögum síðar fékk hann höfuðkvalir og var þá fluttur á sjúkrahús þar sem hann lézt skömmu síðar. Kom í Ijós að dánar- mein hans var heilablæðing sem rekja mátti til þess höfuðhöggs er hann varð fyrir í árekstrinum. Kona Mark Donohue, Pat, ogl aðrir erfingjar hans hafa nú höfðað mál á hendur Roger Penske, eiganda fyrirtækisins Penske! A/S, en það fyrirtæki gerði út kappakstursbifreiðina sem Donohue ók er slysið varð' Roger Penske, eigandi fyrirtæk-' isins, var bezti vinur Donohue ogi það var á bifreiðum Penske sem| Donohue tókst að skapa sér nafn sem einn bezti kappakstursmaður Bandaríkjanna Þegar Donohue ætlaði að draga sig í hlé, gat Roger Penske talið hann á að reyna fyrir sér i formúlu 1 bifreiðum, áður en hann léti af því, en bifreiðar þessar eru kraftmestu kappakstursbifreið- arnar Jafnframt því að gera skaðabóta- kröfu á Roger Penske, krefjast erfingjarnir einnig bóta af Good- Year hjólbarðafyrirtækinu og Rubber Co. en fyrirtæki þessi eru aðalframleiðendur hjólbarða fyrir kappakstursbifreiðar og var bifreið Donohue á slíkum hjólbörðum er slysið varð Segja erfingjarnir að gallaðir hjólbarðar hafi fyrst og fremst verið orsök slyssins og hafa lagt fram í réttinum bæði Ijósmyndir og kvikmyndir af slysinu, þar sem greinilega má sjá að einn hjólbarð- inn bókstaflega spryngur í tætlur á brautinni Þá er og krafist bóta af fyrirtækinu Bell A/S en það fram- leiddi öryggishjálminn sem Mark Donohue var með er slysið varð, en hjálmurinn lét mjög á sjá er stólpi auglýsingaskiltisins féll á bifreiðina Erfitt er talið að sjá fyrir málalok í máli þessu, en kappakstursbifreiða- stjórar fylgjast með þvi af miklum áhuga. Ekki eru þó allir sammála um réttmæti krafna erfingjanna og lét t d Niki Lauda, núverandi heims- meistari í kappakstri, þau orð falla að slíka kröfur sem þarna væru gerðar væru ekki i anda Mark Dono- hue Hann hefði jafnan gert sér grein fyrir þeirri miklu áhættu sem fylgdi því að vera kappakstursmaður og þótt ef til vill mætti oft rekja slys sem yrðu á kappakstursbrautunum til utanaðkomandi aðstæðna, þá gætu kappakstursmenn ekki horft til þess — Við vitum hver áhættan er, og síðan er það í okkar valdi að meta hvort við viljum taka hana eða ekki, sagði Lauda Piet Kleine — hinn nýi f ljúgandi Hollendingur. Kleine varð heimsmeistari HOLLENDINGURINN Piet Kleine, sá er sigraði í 10 km skautahlaupi á Olvmpíuleikunum í Innsbruck, varð heimsmeistari f skautahlaupi, en sú keppni fór fram i Heerenveen f Hollandi um fvrri helgi. Komu þessi úrslit mjög á óvart, en sanna að frábær frammistaða Kleine á Olvmpíu- leikunum var engin tilviljun. Keppnisgreinar í heimsmeist- arakeppninni eru fjórar: 500 metra hlaup, 5000 metra hlaup, 1500 metra hlaup og 10.000 metra hlaup. I 500 metra hlaupinu sigr- aði Eric Helden, Bandaríkjunum á 39,11 sek., en Kay Stenshjemm- et frá Noregi varð annar á 39,65 sek. I 5000 metra hlaupinu sigraði Hans van Helden frá Hollandi á 7:08,72 mín., Piet Kleine varð annar á 7:09,32 mín. og Norð- maðurinn Sten Stensen varð þriðji á 7:16,11 mín. I 1500 metra hlaupinu sigraði Kleine á 2:03,33 mín. Jan Storholt frá Noregi varð annar á 2:03,76 mín og Sten Sten- sen frá Noregi varð þriðji á 2:03,81 min. Þegar siðasta keppnisgreinin hófst var ljóst að einungis Kleine og Stensen áttu möguleika á heimsmeistaratitlinum og þurfti Stensen að sigra með töluverðum mun til þess að hljóta titilinn. En Hollendingurinn gaf heimsmet- hafanum ekkert eftir, hljóp frá- bærlega vel og kom í markið á 15:12,25 mín. Sten Stensen náði næst beztatímanum 15:13,10 mín. og Victor Varamov frá Sovétríkj- unum varð þriðji í þessari grein á 15:29,47 mín., þannig að af þvi má sjá að Hollendingurinn og Norð- maðurinn voru þarna í algjörum sérflokki. Urslit í stigakeppninni urðu þau, að Piet Kleine hlaut 170,255 stig. Sten Stensen varð annar með 170,956 stig. Hans van Helden varð þriðji með 171,108 stig. I fjórða sæti varð Norðmaðurinn Kay Arne Stenshjemmet með 172.028 stig., fimmti varð Banda- rikjamaðurinn Eric Heiden sem hlaut 172.738 stig og í sjötta sæti varð Jan-Egil Storholt frá Noregi með 172.759 stig. Það sem einkum og sér í iagi vakti athygli í keppni þessari var að Sovétmenn skyldu ekki ná að blanda sér neitt í baráttuna, en slíkt er ekki algengt á mótum sem þessu. Muhammad AIi barði Jean-Pierre Coopmann sundur og saman f San Juan f Puerto Rico, en fékk fyrir það mun rainni peninga en hann hefði getað fengið hjá Amin. Amin reiður við Ali — og greiðir Conteh gífurlega fjárhœð fyrir að berjast í Uganda Hinn mjög svo umdeildi leiðtogi Ugandamanna Idi Amin reiddist heimsmeistaranum í hnefaleik- um þungavigtar, Muhammad Ali, ofsalega þegar f Ijós kom að Ali hélt þvf ekki til streitu að berjast við Belgíumanninn Coopmann í Uganda, en Ali hafði lýst því yfir þegar verið var að finna þeirri keppni stað að hann vildi helzt að hún færi fram f Uganda og að Amin yrði sérlegur verndari sinn f slagnum. Reyndi Ali oftsinnis að ná sfmasam- bandi við Amin, en þegar það tókst ekki féllst Ali á að leikurinn færi fram annars staðar. John Conteh fær meiri peninga en nokkru sinni fyrr og Idi Amin borgar brúsann. Amin fannst hins vegar, að heimsmeistarinn hefði átt að gera meira í að ná sambandi við sig og til þess að sýna Ali að hann er ekki eini eftirsóknarvtrði hnefaleikarinn þá hefur Amin gert Bretanum John Conteh til- boð sem hann getur ekki hafnað, og 28. marz n.k. mUn Conteh keppa við Bandarikjamanninn Al- varo Lopez í Campala, höfuðborg Uganda, og leggur Conteh heims- meistaratitil sinn i léttþungavigt að veði. Idi Amin kveðst ætla að greiða í verðlaunin í keppni þessari úr eigin vasa og svona rétt til þess að sýna Muhammad Ali hverju hann hefur misst af mun Amin greiða Conteh upphæð sem svarar til 60 milljóna íslenzkra króna fyrir leikinn og Lopez mun fá um 7,5 milljónir króna í sinn hlut, en tölur þessar þykja ævintýralegar fyrir keppni í léttþungavigt, en í þeim þyngdarflokki hafa verð- laun jafnan aðeins verið brot af því sem gerist með verðlaun fyrir þungavigtarkeppni. Idi Amin mun hafa fengíð áhuga á því að láta heims- meistaraleik í hnefaleikum fara fram í landi sinu, eftir að Zaire var vettvagnur George Foremann og Muhammads Ali á sínum tíma, en það umtal sem var þá um land og þjóð gerði Amin afbrýðisaman og lýsti hann því margsinnis yfir að Uganda væri nákvæmlega 50% merkilegra land en Zaire, Ugandamenn nákvæmlega 75% merkilegri en Zaire-búar og hann sjálfur 100% merkilegri en þjóð- höfðingi Zaire. Sem fyrr greinir var gefin upp sú ástæða fyrir því að Ali og Coop- mann berðust ekki í Uganda að ekki hefði náðst símasamband við Amin, en þyngst á metunum mun þó hafa vegið að Belgíumaðurinn aftók mtð öllu að keppa í Uganda. Varð Amin ofsareiður er hann frétti að Ali ætlaði ekki að koma og fór strax að kanna hver gæti komið í hans stað. Hafði hann um tíma mikinn áhuga á að fá Argen- tínumanninn Monzon til keppni og var farið að undirbúa það mál, er Amin frétti að Monzon væri hvítur maður og væntanlega keppinautur hans líka, og var þá hið snarasta hætt við að fá hann og lýsti Amin mikilli vanþókp.un á þeim sem hefðu verið að nefna Monzon við sig. Conteh sem er kynblendingur fékk hins vegar náð hjá Amin, og eftir að búið var að ákveða slag- inn sagði Amin, að hann væri stoltur yfir því að stjórna heims- meistaraleik. Sjálfur væri hann fyrrverandi þungavigtarhnefa- leikari og vissi því alveg hvað tilheyrði slíkri keppni. Conteh sagði hins vegar, að það væri sér ánægja að Amin vildi fá sig og keppinaut sinn, en senni- lega hefur Conteh þó meiri áhuga á peningum Amins en honum sjálfum og hefur búið svo um hnútana að greiðslan til hans á að vera komin í banka í Englandi viku fyrir keppnina. Varla þarf Conteh að vera hræddur við and- stæðing sinn. Þótt hann sé númer sex á lista yfir áskorendur á heimsmeistarann hefur Lopez lítið æft að undanförnu og er sagður úr öllu formi. Mun Conteh, gagnstætt venju, taka fjölskyldu sína með til Uganda til þess að hún geti fylgst með leiknum, og hann hefur meira að segja boðið 80 ára ömmu sinni, sem á heima í Sierra Leone, að koma og sjá leikinn. UEFA reiðir vöndinn UEFA — Evrópuknattspyrnusambandið — hefur nýlega látið hamar sinn falla og dæmt nokkur félög og knattspyrnumenn í sektir vegna brota á reglum sem gilda um knattspyrnuleiki sem fram fara á vegum sambandsins, en það eru einkum Evrópubikar- leikir. Skozka knattspyrnusambandið fékk þannig 90 þúsund króna sekt vegna þess að skozka unglinga- landsliðið i knattspyrnu neitaði að leika i Norður-írlandi og portúgalska knattspyrnusambandið var dæmt til að greiða 60 þúsund krónur 1 sekt vegna þess að ólæti voru á áhorfendapöllum I leik milli Portúgals og Englands sem fram fór i Lissabon 19 nóvember i fyrra. Tyrkneska knattspyrnusambandið var dæmt til að greiða sömu upp- hæð I sekt fyrír að einn áhorfanda kastaði epli á eftir sovézkum knatt- spyrnumanni eftir leik Tyrklands og Sovétrikjanna i Ankara 23. nóvem- ber s.l og búlgarska knattspyrnu- sambandið var dæmt til að greiða 30 þúsund krónur í sekt vegna þess að það neitaði að viðurkenna dómara sem valinn hafði verið til þess að dæma unglingalandsleik Búlgariu og Póllands i fyrra Þá var portúgalska knattspyrnu- félagið FC Porto dæmt frá heima- velli sinum I UEFA-bikarkeppninni vegna þess að áhangendur félagsins sýndu leikmönnum Hamburger SV óvirðingu I leik milli liðanna i desember. Verður Porto að leika í Lissabon i UEFA-keppninni Franski knattspyrnumaðurinn Jean Michel Larque var svo dæn.d- ur i þriggja leikja bann i UEFA- leikjum vegna framkomu sinnar í leik Frakklands og Belgiu i Evrópu- bikarkeppni landsliða, en i leik þess- um reif Frakkinn kjaft við dómarann og var að lokum rekinn af velli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.