Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Séra Kristinn Stefáns- son — Minningarorð Fæddur 22. nóvember 1900. Dáinn 2. marz 1976 Hugur minn hverfur til liðinna tima og nemur staðar við fyrstu kynni okkar í Reykholti. Með okkur tókst vinátta, einlæg og sönn, sem ég held að hafi verið okkur báðum nokkurs virði. Þessi orð eru úr bréfi, sem séra Kristinn skrifaði mér á ferm- ingardegi minum. Þau gerí ég nú af heilum hug að minum, i upp- hafi þessarar kveðju til hans. Séra Kristinn varð fyrsti skóla- stjóri hins nýstofnaða Héraðs- skóla í Reykholti árið 1931. Þá hófst vinátta okkar, svo og ævi- löng vinátta hans og foreldra minna, en þau mátu séra Kristinn meira en flesta menn. 1 hans hlut féll að móta starf og leik i hinum nýja skóla og samstarfið við kenn- arana. Hvoru tveggja tókst séra Kristni svo að til fyrirmyndar varð öðrum skólasetrum. Nem- endur hans og kennarar i Reyk- holti virtu hann og dáðu. Auk þess að vera mikilhæfur stjórn- andi skölans var hann afburða kennari. Reykholtsskóli mun enn búa að verkum séra Kristins. Þessa ágæta manns verður að verðleikum lengi minnst í byggð- um Borgarfjarðar. Foreldrar mínir söknuðu hans mikið eftir að hann fluttist frá Reykholti. Þó samfundum fækk- aði hélst vináttan óbreytt og hluta af sjálfum sér, sonin Þráinn, fól hann foreldrum minum til upp- eldis um skeið. Hann varð foreldr- um mínum jafn kær og faðirinn. Leið séra Kristins lá til Reykja- víkur. Þar biðu hans ný og fjöl- breytt störf og hamingja, en sá þáttur ævi hans mun vafalítið verða rakinn af öðrum. En á öllum vegum þinum óska ég þér góðs farnaðar og að ávalt megir þú geta sagt, eins og skáldið: „Himneskt er að lifa.“ I þeirri ósk minni felst meðal annars það, að þú eigir jafnan þá bjartsýni, sem horfir kvíðalaust til framtíðarinnar, að þú verðir dugmikill og sterkur, þegar á móti blæs og að þú vaxir af hverju því verkefni, sem þú tekur þér fyrir hendur að leysa. Þetta eru lokaorðin úr bréfi Séra Kristins, sem ég vitnaði til i upphafi þessarar kveðju. Ferm- ingardrengurinn geymir ennþá bréfið þitt góða og drýpur höfði f virðingu og þakklæti fyrir heil- ræðum þinum og vináttu. Þú varst einn af dýrmætustu horn- steinum bernsku minnar. Frú Dagbjörtu og börnum séra Kristins Stefánssonar votta ég dýpstu samúð. Birgir Þorgilsson. „Hann veit þótt sjálfur hnigi hann f val að hugsjónin hans fagra lifaskal." Guðm. Guðm. Merku lífsstarfi er lokið. Mikill öldungur er í val fallinn. Foringi er hniginn en merki hans skal standa. Séra Kristinn Stefánsson var kjörinn í Afengisvarnaráð við stofnun þess árið 1954. Hann var áfengisvarnaráðunautur og for- maður Afengisvarnaráðs frá 1958 til miðsumars 1971 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Séra Kristinn tók við starfi eftir svip- legt andlát brautryðjandans, Brynleifs Tobíassonar. Hann reyndist farsæll leiðtogi og var hlýr vinur samstarfsmanna sinna sem margt eiga að þakka og margra góðra stunda að minnast. Séra Kristinn Stefánsson var um margt óvenjulegur maður. Hann var hámenntaður og fjöl- greindur. Hann var bundinn tryggðaböndum hugsjónum þeim sem kveiktu þann neista er varð upphaf alls félagsmálastarfs íslenskrar alþýðu. Hann var frábær ræðusnillingur. Kjarngóð íslenska hans var ekki af bók lærð heldur var þar komið lifandi t Móðir mín, tengdamóðir og amma, MARGRÉT í. GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Vestmannaeyjum, Lönguhlíð 23, Reykjavík, lézt að Vifilsstöðum, sunnudaginn 7 marz Þorfinnur Óli Tryggvason, Alda Berg. Óskarsdóttir, og börn. t Maðurinn minn INGIMUNDUR BJARNASON járnsmiður Suðurgötu 5, Sauðárkróki lézt laugardaginn 6 marz Fyrir mina hönd og annarra vandamanna Sveinsina Bergsdóttir t Eigmmaður minn ARNÓR ÞORVARÐARSON frá Jófrlðarstöðum Hringbraut 55, Hafnarfirði lést á St Jósepsspítala sunnudaginn 7 marz. Sólveig Sigurðardóttir t Eiginmaður minn og faðir, JÓN SVEINSSON. Hraunteigi 10, lézt laugardaginn 6 marz Halldóra Hafliðadóttir, Kristjana Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur minn, ÓLAFUR NICOLAISON bifvélavirki, Yrsufelli 3, Reykjavlk, andaðist 5 mars Guðrún Frimannsdóttir og börn. Sigríður Ólafsdóttir. t Útför eiginmanns mins, sonar, föður okkar og afa, PÁLS s. pálssonar, Geitlandi 39, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 10 marz kl 13:30 Sigrún Eliasdóttir. Páll Ásmundsson, börn og barnabörn. t Maðurmn minn, STEINN ÁRNASON Hjarðarhaga 64, lést á Landspítalanum að kvöldi 7. þ m F h aðstandenda Guðrún R. Guðmundsdóttir. t Eiginkona min og móðir STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Hvassaleiti 22, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikúdaginn 10 marz kl. 1.30 e.h Magnús Jónasson, Benedikt Bogason. t Móðir okkar, GUÐLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR Miklubraut 1 3, lézt 7 marz s I Sigurður Guðmundsson, Baldur Guðmundsson. t Útför ÞÓRUNNAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Frá Efra-Hofi GarSi sem andaðist 23 febrúar, að heimili sínu Rauðalæk 7, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10 marz kl 10 30 Fyrir mina hönd og barna hennar GuSjón GuSmundsson. Fósturmóðir mín og systir okkar, RAKEL SIGURÐARDÓTTIR, frá Klukkulandi, til heimilis að Fjarðargötu 32, Þingeyri, lézt í Borgarspítalanum 16 febrúar Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu Þökkum mnilega sýnda samúð og vinarhug og sérstakar þakkir til Jens Guðmundssonar, læknis og starfrfólks sjúkrahússins á Þingeyri Þórdís Garðarsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Aðalheiður Sigurðardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu RÍTU STEINSSON, Búðargerði 1, Þorkell Steinsson, Eric Steinsson, Sigríður Oddgeirsdóttir, Steinn Steinsson, Þorgerður Friðriksdóttir, Reymond Steinsson, Anna Kjaran. og barnabörn tungutak þeirra forfeðra hans, frænda og vina, sem bjuggu í Fljótum, snjóþungum en sumar- grænum, yrktu jörð og veiddu hákarl. — Honum var lagið að laða menn til samstarfs. Hann var samvinnuþýður en þó ákveðinn og brást aldrei því sem hann vissi sannast og réttast. Hann sam- einaði á sérstæðan hátt mildi og ósveigjanleik sem var þó jafnan grundvallaður á þeirri siðgæðis- vitund sem hefur einstaklinga og þjóðir af stigi blindrar og sérgóðr- ar villimennsku. — Hann var raunsæismaður en átti sér þó draum um þá tíð þegar „stökkt er hverju böli á bug og börn vor frjáls og góð“. Afengisvarnaráð þakkar störf séra Kristins Stefánssonar, mikil og merk, og sendir eiginkonu hans og öðru skylduliði hugheilar samúðarkveðjur. F.h. Afengisvarnaráðs, Olafur Haukur Arnason 1 dag er borinn til moldar frá Dómkirkjunni f Reykjavík einn þeirra manna, sem markað hafa djúp spor og heillavænleg í þró- unarsögu íslenzkra félagsmála á þessari öld. Það er séra Kristinn Stefánsson, fyrrum áfengisvarna- ráðunautur. Kristinn Stefánsson var fæddur 22. nóvember 1900 á Brúna- stöðum í Fljótum og var því á 76. aldursári er hann lézt 2. marz sl. Foreldrar hans. Stefán Pétursson og Guðrún Hafliðadóttir, voru bæði ættuð úr Fljótum. Hafði sá ætthringur um langan aldur tekið drjúgan þátt í harðri lífsbaráttu fólksins þar i sveit. Stefán faðir Kristins var sjómaður og settust þau hjón að á Akureyri, en Krist- inn ólst upp í Fljótum. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1921 og stúdentsprófi í Reykjavík 1924 með 1. einkunn og guðfræðiprófi frá Háskóla Islands 1928, einnig með 1. einkunn. Veturinn 1929—30 var hann við framhalds- nám í félagssiðfræði.við háskól- ann í Marburg í Þýzkalandi. Það var ríkt í fari þeirra félaga Kristins i guðfræðideild að þeir vildu leggja fram lið sitt til þess að gera islenzkt mannfélag betra. Hafa margir þeirra látið mikið að sér kveða á vettvangi félagsmála og menningarmála, Kristinn ekki siður en aðrir. Þeir gáfu í fjögur ár út rit um trúmál og skyld efni (1927—30). Það hét Straumar, djarfmannlegt rit i frjálslynda stefnu og vakti mikla eftirtekt. Kristinn var meðal útgefendanna og skrifaði í ritið, enda snemma prýðilega ritfær. Hann var einnig meðritstjóri Stúdentablaðsins árið 1927. Ekki sneri Kristinn sér að prestsstörfum að sinni. Hann var einn vetur að loknu guðfræði- prófi stundakennari við skóla í Reykjavik, og veturinn 1930—31 var hann kennari við héraðsskól- ann á Laugarvatni. Haustið 1931 gerðist hann skólastjóri við hinn nýreista héraðsskóla Borgfirð- inga i Reykholti og gegndi því starfi til 1939. Það féll þvi i hans t Faðir minn, bróðir okkar og stjópsonur minn JAKOB ZÓPHANÍASSON, lést af slysförum 3 marz s I Fyrir hönd aðstandenda Björgvin Þorsteinsson. t INGIBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR Grettisgötu 33 b, Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 10. marz, kl 3 e.h. Ágústa Guðmundsdóttir Guðlaugur Davíðsson börn, barnabörn, tengdasynir, bræður og mágkonur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.