Morgunblaðið - 09.03.1976, Page 7

Morgunblaðið - 09.03.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Tjón bænda Bændur urðu fyrir veru- legu tjóni I verkfallinu á dögunum og urðu að hella niður miklu magni af mjólk, sem þar af leiðandi fór til spillis. Neytendur hafa orðið fyrir miklum óþægindum af þessu tjoni bænda eins og allir vita, sem búa á þéttbýlis- svæðinu hér á suðvestur- horni landsins og hafa ýmist ekki fengið mjólk og mjólkurvörur nú i heila viku eða orðið að standa i biðröðum i mjólkurbúðum til þess að fá þessar neyzluvörur. í Timanum siðastliðinn föstudag birtist viðtal við einn stærsta kúabónda á landinu, Hauk Halldórs- son í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd, en hann er með 80—90 mjólkandi kýr, auk um 50 kálfa og geldneyta Mjólkur- magníð úr kúnum er um 1000 lítrar á dag. Mjólkurtankar eru fyrir um 3600 litra, en að auki reyndi bóndinn að geyma 4000 litra í plastpokum, sem hann setti í plast- tunnu og gróf í snjóskafl. Allri þessari mjólk eða tæplega 8000 litrum varð Haukur i Sveinbjarnar- gerði að hella niður, en verðmæti mjókurinnar er um hálf milljón króna. Um þetta segir Haukur Halldórsson i viðtali við Tímann: „Verkföll eru að mínum dómi öllum til skaða. Bændur eru lág- launastétt og við megum illa við þeim búsifjum er við höfum nú orðið fyrir. Hjá okkur er þetta bein kjaraskerðing. Við verðum að gefa skepnum sama magn af fóðri og áður, þótt við losnum ekki við afurðirnar. Tökum sem dæmi, að stæði verk- fall yfir í hálfan annan mánuð og ég orðið að hella niður allri mjólkinni á þeim tíma hefðu svo að segja allar mínar árstekjur runnið út í sandinn. Er slíkt forsvaranlegt? Það má ef til vill segja, að verkföll hafi verið nauð- synleg aðgerð fyrir 30—40 árum, en undan- farin ár hafa þau ekki reynzt verkafólki það vopn i kjarabaráttunni, að dugað hafi til kjarabóta. Kjarasamningar gerðir undir verkfallsaðgerðum eru alltaf nauðungar- samningar, sem fólk telur sér yfirleitt ekki skylt að halda Sú er lika raunin, að bæði atvinnurekendur og verkalýðsforystan eru pressuð til samninga eftir að út í verkfall er komið. " Launajöfnunar- stefna Siðar Í viðtalinu við Timann fjallar Haukur Halldórsson Í Svein- bjarnargerði um launa- jöfnunarstefnuna og segir: „Stóran galla á kerfinu tel ég vera, að launþegasamtökin skuli ekki öll vera með sama samningstíma, því að meðan svo er ekki geta smáhópar launþega lamað og jafnvel stöðvað stórar atvinnu- og þjónustu- greinar. ASÍ-forystan talar mikið um láglaunastefnu þ.e.a.s. að bæta hag hinna lægst launuðu en raunin er hins vegar sú, að hún framfylgir alls ekki láglaunastefnu ! reynd að minum dómi. Hinar svo- kölluðu launajöfnunar bætur voru upphaflega greiddar til að jafna launa- misrétti en síðan gerist það, að allir fá þessar bætur. Svona aðgerðir álit ég alls ekki launajöfn- unarstefnu i framkvæmd. ^Bændur áttu einnig að fá og fengu sumir hverjir láglaunabætur, en fram- kvæmd þeirra var hreint út sagt skripaleikur. Ég álit einnig, að launamis- rétti sé allt of mikið. Hvaða réttlæti er i þvi, að vissir starfshópar hafi margföld laun bænda og verkamanna og hvaða rök eru fyrir þvi, að t.d. mjólkurfræðingar og kjöt- iðnaðarmenn er vinna úr afurðum bænda hafi langtum hærri laun en þeir? Og framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að fyrir erfiðustu og sóðalegustu störfin bera menn ævinlega minnst úr býtum, þó svo að þau störf séu jafn nauðsynleg öðrum störf- um þjóðfélagsins." Hátíðleg athöfn? Loks segir þessi um- svifamikli bóndi: „Verka- lýðsleiðtogi nokkur lét svo um mælt fyrir skömmu, að samningarnir og verkfallsaðgerðirnar færu vel og hátíðlega fram, en ég sé afar Iftið hátíðlegt við það að þurfa að hella niður verðmæt- um fyrir mörg hundruð þúsund krónur, en hátið- leg verður hins vegar sú stund er við íslendingar losnum við verkföll og vinnudeilur og það óbæt- anlega tjón er það veldur þjóðfélaginu i heild." 5 mínútup Taflan sýnin ánlegt tjón fynintækis ef FIMM MÍNÚTUR TAPAST daglega af tima hvens stanfsmanns VIKUKAUP FJÖLD 5 I STARFS 10 FÖLKS 30 Kr. 20.000 53.950 107.900 323.700 Kr. 25.000 6 7.600 135.200 405.600 Kr. 30.000 81.250 162.500 487.500 TÍÍMHNN ÍR RiNHNGAR STIMPILKLUKKA hvetur starfsfólk til stundvísi 5HII5TIHIEUI l.f. c/a ------1#----------- Nýkomin á ágætu veröi ARMOR handskriftarkalki pappír — blár Stærðir: DIN-4, DIN-5, Ennfremur allar aðrar stærðir til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. HEILDVERZLUN AGNAR K. HREINSSON HF. Pósthólf 654, Sími: 16382, R. Hverfisgötu 33 Sími 20560 ELDTRAUSTIR SKJALASKÁPAR 3ja og 4ra skúffu. SÆNSK GÆÐAVARA E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS Utip KARNABÆR ? Útsölumarkaðurinn, < Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.