Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Mvnd þessi sýnir Dennis Tueart skora sigurmark Manchester City I úrslitaleik við Newcastle United um fvrri helgi. A laugardaginn var Newcastle slegið út úr bikarkeppninni ensku, en Manchester City burstaði botnliðið Sheffield United í 1. deildar keppninni. Crystal Palace í undanúrslitin! A LAUGARDAGINN tryggðu þrjú lið sér rétt til þess að leika í undanúrslitum ensku bikar- keppninnar í knattspvrnu, og eitt þessara liða er úr þriðju deild, Crvstal Palace sem vann nokkuð óvæntan sigur yfir Sunderland 1—0. Er þetta í fvrsta sinn síðan árið 1959 að lið úr 3. deild kemst í undanúrslit ensku bikarkeppn- innar, en Crvstal Palace hefur verið sannkallað spútniklið í keppninni og lagt hvert liðið af öðru af velli. Hin liðin tvö sem komin eru í undanúrslitin eru Derbv sem sigraði Newcastle 4—2 og Southampton sem sigraði Bradford Citv 1—0. Jafntefli varð hins vegar I leik Manchester United og Wolverhampton Wanderes á Old Trafford í Manchester, 1—1, þannig að liðin verða að leika að nýju og þá á heimavelli Ulfanna. Þeir munu hafa verið fáir sem spáðu því að Cyrstal Palace myndi sækja gull í greipar Sunderland á laugardaginn, enda hefur það sýnt sig að Sunderland- liðið er ekkert lamb að leika við á heimavelli og hafði ekki tapað þar leik í um það bil ár, er flautað var til leiksins á laugardaginn. Áhorf- endur fjölmenntu mjög á leikinn, þar sem þeir voru samtals 50.850, eða fleiri en verið hafa á nokkrum leik hjá Sunderland í vetur. Voru heimamenn ákaft hvattir, og til að byrja með höfðu þeir góð tök á leiknum. Þeir höfðu þó ekki heppnina með sér sem meðal annars má sjá af því að í fyrri hálfleik átti Sunderland tvö stangarskot. Crystal Palace gaf aldrei upp baráttuna í þessum leik, þótt við ofurefli virtist að etja, og öðru hverju átti liðið ágætar sóknir, þótt megin áherzl- an væri reyndar lögð á varnar- leikinn. Þar kom, á 76. mínútu, að góð sókn Lundúnaliðsins bar árangur og Peter Taylor skoraði. Reyndist þetta vera sigurmark leiksins, og má með sanni segja að Crystal Palace sé komið lengra í keppninni en nokkurn hafði órað fyrir og hefur á leið sinni til undanúrslitanna lagt að velli ekki slakari lið en Chelsea á útivelli og sjálft meistaraliðið Leeds United. Sunderland situr nú eftir með sárt ennið, en bæði leikmenn, for- ráðamenn og áhangendur liðsins höfðu gert sér vonir um að Sunderland tækist nú að leika sama leikinn og árið 1973 er liðið sigraði i bikarkeppninni. Derby County hefur góða mögu- leika á að hreppa bæði bikar- meistaratitilinn og enska meist- aratitilinn i ár, eftir 4—2 sigur yfir Newcastle á Baseball Ground. Þarna var um mjög fjörugan og skemmtilegan leik að ræða, þar sem Derby var betri aðilinn og sýndi oft ljómandi góða knatt- spyrnu. Mörk Derby í leiknum skoruðu Bruce Rioch tvö og Charlie George tvö, en Alan Gowling skoraði mörk Newcastle. Rúmlega 59.000 áhorfendur voru að ^leik Manchester United og Ulfanna og komu þeir flestir til þess að sjá heimaliðið mala gestina, en sem kunnugt er þá hafa Ulfarnir átt i miklum erfið- leikum að undanförnu og eru í mikilli fallhættu í 1. deildar keppninni. En áhorfendurnir á Old Trafford urðu fyrir miklum vonbrigðum. Manchester United átti reyndar miklu meira í leikn- um, en Ulfarnir börðust mjög vel og markvörður þeirra stóð sig frá- bærlega. Kom þar á 58. minútu að Ulfarnir náðu forystu með marki John Richards, en Gerry Daly tókst að jafna fyrir United skömmu síðar. Róðurinn verður því þyngri en ætlað var hjá Framhald á bls. 23 Q.P.R. á toppinn QUEENS Park Rangers náði forystunni í ensku 1. deildar keppninni í knattspyrnu á laugardaginn er liðið lék Coventry sundur og saman og sigraði 4—1. Þótt Queens Park hafi nú tveggja stiga forystu í deildinni er sagan ekki fullsögð, þar sem liðið hefur leikið einum leik meira en Liverpool, sem er i öðru sæti og tveimur leikjum meira en Manchester United sem er í þriðja sæti. Eigi að síður er staða Queens Park Rangers góð, og liðið sem er greinilega að ná sér mjög vel á strik að nýju á að eiga fulla möguleika á að hreppa titilinn i ár. Á laugardaginn skoraði Queens Park Rangers þrjú mörk á 10 mínútna leikkafla og gerði þar með út um leikinn. Fyrsta markið kom þegar á 6. mínútu og var það Dave Thomas sem það skoraði. Skeði siðan ekkert fyrr en á 62. minútu að Gerry Francis skoraði annað markið. Þriðja markið kom svo á 70. mínútu og var það Don Givens sem það skoraði og á 72. minútu bætti Don Masson fjórða markinu við. Dave Powell skoraði svo mark Coventry City þegar aðeins 9 mínútur voru til leiksloka. Rúmlega 41 þúsund áhorfendur fylgdust með viðureign Liverpool og Middlesbrough, en með sigur i þeim leik hafði Liverpool bætt verulega stöðu sina i deildinni. Leikmenn Middlesbrough voru ekki á þvi að gefa neitt og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleiknum. í seinni hálfleiknum sótti Liverpool svo án afláts, en Middlesbrough sem þekkt er fyrir góða vörn sina, gaf ekki höggstað á sér og Liverpool varð að bíta i það súra epli að ganga stigalaust af velli fyrir þennan leik. Hinir nýbökuðu deildarbikarmeistarar, Manchester City, sigruðu botnliðið f deildinni Sheffield United með yfirburðum, 4—0. Staðan í hálfleik var þó þannig að ekkert mark hafði verið skorað. Fyrsta mark leiksins skoraði Asa Hartford á 59. mfn. Dennis Tueart bætti öðru marki við á 67. mínútu og eftir það var Manchesterliðið allsráðandi f leiknum. Boyle skoraði þriðja markið með skalla á 71. mínútu og skömmu fyrir leikslok bætti Hartford öðru marki sínu við. Aston Villa og Ipswich Town deildu með sér stigum á laugardaginn, og þrátt fyrir að ekkert mark væri skorað bauð leikurinn upp á mörg skemmtileg augnablik við mörkin. í leik Leicester og Everton var það Frank Worthington sem skoraði eina mark leiksins tveimur mfnútum fyrir lok fyrri hálfleiksins. í seinni hálfleiknum var svo oftast um að ræða stórsókn Leicester að marki Everton, en ekki tókst að bæta um betur, þannig að úrslitin urðu 1 —0. í leik Norwich og Tottenham virtist svo sem Lundúnaliðið myndi ganga með sigur af hólmi, en það var mun betri aðili leiksins f fyrri hálfleiknum sem þó lauk með því að ekkert mark var skorað. í seinni hálfleiknum náði Tottenham svo snemma forystu með marki Martin Chivers. En hinn gamli Tottenham- leikmaður sem nú leikur með Norwich Martin Peters, dreif félaga sfna áfram og hann ásamt Colin Suggert tókst fljótlega að breyta stöðunni í 2—1 fyrir Norwich með fallega undirbúnum mörkum. Skömmu fyrir lok leiksins bætti svo Phil Boyer þriðja markinu við. West Ham United virðist nú heillum horfið lið og færist stöðugt neðar í röð liðanna f deildinni. Á laugardaginn varð liðið að gera sér það að góðu að tapa fyrir einu af neðri liðunum f deildinni, Birmingham City, f fremur lélegum leik. Með slakri frammistöðu félagsins að undanförnu hefur mjög dregið úr aðsókn að leikjum þess á heimavelli, svo sem sjá má af þvf að aðeins 1 9.686 áhorfendur voru að leiknum á laugardaginn. Stoke City virðist hins vegar í ham um þessar mundir og burstaði Burnley, 4—1, eftir að staðan hafði verið 3—1 í hálfleik. Dennis Smith skoraði tvö marka Stoke f leiknum á 1 7. mín. og 30. mínútu, en hin mörk Stoke skoruðu Greenhoff á 24. mín. og John Mahoney á 75. mín. Ray Hankin skoraði mark Burnley. Áhorfendur voru 1 6.019. í 2. deild hefur nú Bristol City forystu eftir 3—0 sigur sinn yfir Luton Town, en baráttan um 1. deildar sætin þrjú verður greinilega gífurlega hörð. í 3. deild hefur svo Hereford forystu með 45 stig eftir 32 leiki, Brighton er í öðru sæti með 41 stig eftir 34 leiki, en næstu lið eru Crystal Palace og Shrewsbury sem bæði eru með 39 stig. Crystal Palace eftir 33 leiki og Shrewsbury eftir 32 leiki. I 1 1. DEILD L HEIMA UTI STIG I Queens Park Rangers 34 13 4 0 33—10 4 7 6 18—6 45 Liverpool 33 10 5 2 32—18 5 8 3 17—9 43 Manchester United 32 12 4 0 30—9 5 5 6 21—20 43 Derby County 33 13 1 2 34—21 4 8 5 19—21 43 Leeds United 31 10 2 4 29—15 6 5 4 19—17 39 Middlesbrough 33 7 7 2 18—7 6 3 8 19—22 36 Manchester City 31 11 5 1 36—9 2 4 8 15—19 35 Ipswich Town 31 7 5 3 23—15 3 8 5 14—17 33 Stoke Citv 31 7 4 5 24—20 6 3 6 16—17 33 Everton 32 7 6 2 29—17 4 5 8 19—37 33 Leicester City 33 7 7 3 23—20 2 8 6 12—2 33 West Ham United 33 10 3 5 24—20 3 4 8 17—30 33 Norwich City 31 8 4 4 27—19 3 4 8 20—28 30 Aston Villa 33 9 6 2 29—16 0 6 10 10—29 30 Tottenham Hotspur 33 3 9 4 19—26 5 5 7 24—27 30 Coventrv City 33 5 6 5 16—16 5 4 8 19—29 30 Newcasle United 30 8 4 2 37—14 3 3 10 16—29 29 Arsenal 32 9 3 4 24—13 2 4 10 11—25 29 Birmingham Citu 32 8 4 4 26—21 2 1 13 18—38 25 Burniey 34 5 5 6 20—20 2 4 12 18—36 23 Wolverhampton Wanderes 32 5 5 6 18—19 2 3 11 16—34 22 Sheffield United 33 2 6 8 12—23 0 3 14 10—41 13 2. DEILD L HEIMA UTI STIG I Bristol City 32 10 5 2 30—10 6 5 4 19—16 42 Bolton Wanderes 31 9 3 2 26—9 7 6 4 23—20 41 Sunderland 30 14 1 0 36—8 3 4 8 11—21 39 Notts County 32 9 4 3 26—11 7 3 6 20—20 39 West Bromwich Albion > 31 6 7 1 17—8 8 3 6 18—19 38 Southampton 31 14 1 1 39—11 2 4 9 18—27 37 Luton Town 33 10 4 2 27—12 5 3 9 18—27 37 Oldham Athletic 33 10 6 1 29—18 2 4 10 19—33 34 Chelsea 33 7 5 4 22—15 5 4 8 22—27 33 Bristol Rovers 32 6 7 3 17—12 4 6 6 13—23 33 Notthingham Forrest 32 7 1 7 22—17 4 9 4 19—17 32 Charlton Athletic 31 9 2 4 32—24 4 4 8 14—29 32 Fulham 32 7 5 4 23—12 4 4 8 17—25 31 Blackpoo! 32 6 8 3 21—20 4 3 8 10—17 31 Carlisle United 32 7 7 3 23—19 3 4 9 14—27 31 Orient 32 8 4 4 16—9 2 6 7 11—19 30 Plvmouth Argvle 34 11 3 4 32—18 0 5 11 11—29 30 IIull City 33 8 3 6 22—16 4 3 9 13—23 30 Blaekburn Rovers 32 4 6 7 17—21 3 6 6 13—19 26 Oxford United 33 3 7 6 17—21 3 4 10 13—26. 23 Portsmouth 33 2 5 9 9—18 5 1 11 14—30 20 York City 32 5 1 10 18—28 1 4 11 8—29 17 Knatls py rnufirsllt ^........- .............■ - .--J ENGLAND 1. DEILD: SKOTLAND 2. DEILI): Aston Villa — Ipswich Lefccster — Everton 0—0 1—0 Stirling— Raith Rovers 0—1 Liverpoo! — Middlcsbrough Manchester Citv — 0—2 VESTIJR-ÞVZKALAND 1. DEILD: Ilertha BSC Berlín — Sheffield lltd. 4—0 Fortuna Diisseldorf 2—2 Norwich — Tottenham 3—1 Hamburgcr SV — FC Köln 2—1 QI*R —Coventry 4—1 Stoke — Burnley 4—1 Eintracht Braunswick — West Ham — Birmingham 1—2 Bayern Uerdingen 1—0 ENGLAND 2. DEILD: Blackhurn — W’erder Bremen 2—0 Bristol Hovers 1—2 Borussia Mönchengladbach 2—0 Blackpool — Bolton 1—1 Bavern Munchen —Chalke04 3—2 Bristol City — Luton 3—0 Rotweiss Essen —HannoverOO 1—0 Carlisle — Nott hinj'ham 1—1 Fulham — Porlsmouth 0—1 1—0 IIull —öxford 2—0 MSV Duishurg — NottsCounty — W.B.A. Oldham — Orient 0—2 1—1 FC Kaiserslautcm 1—2 Plymouth —Chelsea 0—3 ACSTCRRiKI 1. DCILD: Southampton —Charlton frestað Austria Klagenfurt — Sundcrland — York frestað SW’ Innsbruck 0—1 ENGLAND 3. DEILD: Austri W’AC — Sturm (írax 3—1 Brighton — Peterboroush 5—0 Linzer — Vo<*st Linz 2—0 Burv — Grimsbv 1—1 Grazer — Admira Wacker 2—0 Chester — Shrewsbury Chesterfield — Cardiff 1—0 1—1 Rapid — Austria Salzburg 0—1 Gillingham — Aldershot 1—1 AUSTUR-ÞVZKALAND 1. DEILD Mansfield — Wrexham 0—0 BFC Dynamo Berlin — Rothcrham — Port Vale 1—2 FC Magdeburg 4—0 Sheffield Wed. — Walsall 2—1 Energie Cottbus — Swindon — Southend 0—0 Chemie Leipzig 1—1 Colchester — Millwall frestað \orwaerts Frankfurt — Hereford — Preston frestað Dynamo Dresden 2—3 Crystal Palace — Halifax frestað Sachsenring Zwickau — W ismut Aue Rot W eiss Erfurt — 1—2 ENGLAND 4. DEILD: Karl Marx Stadt 0—0 Cambridj'e — Bournemouth 0—1 FC Ia>k. Leipzig — IIartlep<H>l — Huddersfield 1—1 Chemie Halle 3—1 Lincoln — Crewe 2—0 Stahl Riesa — Reading — Doncaster Scunthorpe —Brentfod 0—1 2 — 1 Carl Zeiss Jena 3—4 Tranmere — Rochdale 0—1 TÉKKÖSLÓ VAKlA 1. DEILD: Watford — Northampton 0—1 Lokomotiva Kosice — Slavía Praga 4 — 1 SKOTLAND Jednota — Banik Ostrava 0—0 CNDANÚRSLIT BIKARKEPPNINNAR: Bohemiane Prag — Dumharton — Kilmarnock 2—1 Spartak Trnava 2—0 Montrose — Hearts 2—2 Skoda Pizen — VSS Kosice 2—1 Motherwell — Hihcrnian 2—2 Sklounion Teplice — Queen of the south — Rangers 0—5 Zhrojovak Brno Z VL Zilina — Liaz Jablonec Inter Bratislava — Dukla Prag I—0 I —1 1—0 SKOTLAND 1. DEILD: Aírdrionians — Berchin 2—1 TZ Trined —Slovan Bratislava 1—0 Alloa — Falkirk 3—1 UNG VERJALAND 1. DEILI): Clvde — C'lvdebank 1—3 Ferencvaros —Tatabanya 4—1 (;owenbeath — Ilamilton 3—0 Ujpest Doza — Kaposvar 4—0 East St irling — Morton 1—2 Zalaegerzeg —Honved 1—0 Forfar — Partick 0—1 Diosgyor —Vasas 1—0 Meadowbank — St. Mirren 0—4 Bekescsaba — Csepcl 2—1 Quecns Park — Dunfermline 1—1 Videoton — llaladas 3—0 Stenhousemuir — Arbroath 0—2 RabaEto — MTK VM 0—0 Stranraer — East Fife 1—0 Szeged — Salgotarjan 1 — 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.