Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 27 — Fórnarvika Framhald af bls. 16 sama hátt og aðrar manneskjur. Loks á samfélagið að tryggja hinum vangefnu sama fjárhags- lega og félagslega öryggið og öðrum sem þjóðfélagið sér fyrir er veitt. Um eðlileg þroskastig segir Bengt Nirje: „Normalisering þýðir einnig að vangefnir einstaklingar hafi möguleika á að ganga í gegnum hin eðlilegu þroskastig lífsins: a. Vangefið barn á að alast upp í hlýju umhverfi sembýðurupp á þroskandi reynslu og andlegt jafnvægi. Andlegaog líkamlega fötluð börn hafa geysilega mikla þörf fyrir örvun — mikla örvun — sem aukið getur þekk- ingu þeirra og færni. I þeim tilvikum sem barnið getur ekki búið heima hjá sér er þetta sérstaklega mikilvægt. Við eðli- legar aðstæður lifir lítið barn í heimi sem sérstaklega er út- búinn fyrir það og fáir einstakl- ingar ala það upp og verða barninu mjög mikils virði. A vistheimilum fyrir vangefin börn er það mikilsvert að þau njóti umönnunar sama starfs- fólks í eins ríkum mæli og unnt er, því að á þann hátt einan er hægt að gefa barninu grund- vallaröryggi og möguleika til að skynja þá sem ganga því í for- eldra stað sem slíka. Reynst hefur næstum ómögulegt að fullnægja þessum lífsnauðsyn- legu þörfum á stórum hælum þar sem fólk er á ýmsum aldursstigum. Þess vegna er alrangt að láta vangefin börn búa á stofnunum sem einnig eru fyrir fullorðna. b. Börn og unglingar á skóla- aldri lifa oftast nær lífi, sem kemur til móts við sérstakar þarfir þeirra. A þessum aldri er þroskinn geysimikill og hraður. Þetta er mikilvægt timabil. Börnin verða að kynnast skap- gerð sinni og hæfileikum. Þau verða að skilja sjálft sig um leið og þau byggja upp sjálfstraust, sem verður þeim leiðarljós í lífinu eftir að náminu lýkur. A þessu tímabili er einnig það sem gerist utan veggja skólans mikilvægt fyrir persónulegan þroska þeirra og sem andleg örvun. Vangefin börn og ungl- ingar á skólaaldri eiga þess vegna alls ekki að búa í lokuðu umhverfi með fullorðnum vangefnum einstaklingum, því að félagsþroski þessa unga fólks verður að mótast í sam- skiptum við eðlilegt líf fremur en í afbrigðilegu umhverfi að svo miklu leyti sem það er mögulegt. c. Að verða fullorðinn er oft erfitt fyrir hinn vangefna. Það tekur lengri tíma en hjá öðru fólki og öryggisleysió er meira Sjálfsmynd hinna vangefnu er oft brengluð eða trufluö. Þeir eru ekki alltaf viðurkenndir, meðhöndlaðir og virtir sem fullorðið fólk. Viðmót annarra í þeirra garð hefur mjög mikla þýðingu, hvort sem um er að ræða foreldra, ættingja, starfs- fólk á stofunum eða almenning. Vangefnir eiga því að fá að verða varir við þá breytingu sem fylgir því aö verða full- orðinn með breyttum umhverfisaðstæðum og breytt- um lífsháttum. Eins og það er eðlilegt fyrir börn að búa hjá foreldrum sínum þá er einnig eðlilegt fyrir úngt fólk að flytja að heiman og læra að standa á eigin fótum eins og mögulegt er. Þess vegna er rangt að láta fullorðið, vangefið fólk búa með börnum og unglingum því að það minnir hið vangefna fólk stöðugt á að það sé öðru vísi en annað fullorðið fólk og litið sé á það sem börn. Þjálf- unaráætlanir fyrir vangefna unglinga og fullorðna eiga að stuðla að því að gera þessa einstaklinga eins sjálfbjarga og sjálfstæða og mögulegt er hvað snertir hinar persónulegu daglegu lífsvenjur. Einnig á að stuðla að því að þroska hina félagslegu hæfni þannig að þeim sé kleift að taka þátt í félagslífi að svo miklu leyti sem þeir vilja og geta. d. Þegar ellin færist yfir og fólk getur ekki lengur unnið eru tengsl við þá hluti sem gefa lifinu tilgang og innihald mikil- væg. Einnig er þá mikilvægt að búa í umhverfi sem fólk þekkir og vera nálægt vinum og kunningjum. Þess vegna á gamalt, vangefið fólk að búa nálægt stöðum þeim sem það hefur búið á meðan það lifði manndómsárin ef það getur ekki búið lengur á sama stað og áður." Og Bengt Nirje lýkur hinni gagnmerku lýsingu sinni á „normaliseringu" þannig: „Normalisering" hefur mikla þýðingu, ekki aðeins fyrir hinn vangefna heldur einnig fyrir almenning, fyrir þá sem annast þroskahefta og fyrir foreldra þeirra. Þegar stofnanir fyrir vangef- in börn eru mótaðar og staðsett- ar þannig að þær séu álitnar heimili fyrir börn og reknar sem slíkar, þegar þjálfunar- skólar fyrir vangefin börn eru komnir inn í hið almenna skóla- kerfi og þegar farið er að líta á heimili þar sem fullorðnir van- gefnir einstaklingar búa innan um hinn almenna borgara sem venjuleg heimili fyrir fullorðið fólk og byggja þau upp sem slík, þá koma bein og óbein sambönd við samfélagið til með að gera afstöðu almennings til hinna vangefnu eðlilega. Ein- angrun og aðskilnaðarstefna nærir fáfræðina og fordómana, en hópblandanir og aðlögun vangefinna að eðlilegum lifnað- arháttum bætir skilning og öll eðlileg mannleg samskipti. Þetta er í rauninni grundvöllur þess, að nokkur einstaklingur geti aðlagast samfélaginu. Normalisering á umhverfi hinna vangefnu gerir einnig starfsaðstöðu þeirra sem annast þá eólilegri. Gæslufólkið skynj- ar hinn vangefna, hlutverk hans og sitt eigið hlutverk á allt annan hátt. Þetta gerir einnig það að verkum, að þetta starfs- fólk verður litið öðrum augum í samfélaginu. Það verður virt- ara sem þjóðfélagshópur og fær aukið sjálfstraust, sem óhjá- kvæmilega leiðir til betri vinnu og meiri árangurs. Þegar sett hafa verið á fót vistheimili (várdhem), útveg- aðar íbúðir handa vangefnu (inackorderingshem) og komið á laggirnar frambærilegum skólum, allt með eðlilegri stað- setningu í normal umhverfi, þegar einnig er búið að koma upp dagheimilum, afþreyingar- iðjuheimilum og vernduðum vinnustöðum, þá geta foreldrar hins vangefna valið honum stað f samræmi við þarfir hans og fjölskyldunnar. Valið verður frjálslegra og óþægindalaust i stað þess að vera angistarfullt og þvingað val' á milli þess ómögulega og óhugsanlega. Því betur sem þeir starfs- menn samfélagsins, sem ákvarðanir taka um vistun og uppeldi þroskaheftra, kynnast þeim, þeim mun auðveldara verður það fyrir þá að komast að niðurstöðum sem leiða til markvissra og árangursríkra uppeldis- og þjálfunaráætl- ana. “ Heimilispóst- ur Grundar A ELLIHEIMILINU Grund er gefið út mánaðarrit. Blað þetta heitir Heimilispósturinn og er fyrir vistfólk og starfsfólk stofn- unarinnar. Þetta rit hefir komið út í mörg ár, vandað að efni og frágangi, og teldi ég mikils virói að greinar þess kæmu almenningi fyrir sjónir. En ekki mun upplag vera mikið. Forstjóri heimilisins, Gísli Sigurbjörnsson, hinn sívökuli baráttumaður fyrir hag hinna öldruðu og lands og þjóðar yfirleitt, sér um blaðið og ritar i það margar mjög athyglisverðar greinar. Gísli er löngu þjóðkunn- ur maður fyrir störf sín og vak- andi áhuga á öllu því sem betur má fara í þjóðlifi okkar. Mér barst nýlega í hendur 134. og 135 tbl. Heimilispóstsins og þar las ég margt athyglisvert. Þess er þar minnzt í tilefni aldar- afmælis séra Sigurbjörns Á. Gíslasonar hver stórvirki voru unnin þegar Elliheimilið var byggt og hverjir lögðu þar braut- ina. Þar rita bæði Jón Gunnlaugs- son fv. stjórnarráðsfulltrúi og Gísli Sigurbjörnsson forstjóri nokkrar endurminningar. Mér þykir rétt að taka hér upp nokkur atriði úr þessum minningum til að lofa fleiri að njóta þeirra. „Sagan um Grund er saga um hugsjónamenn sem tókust á við vandann og þeir báru málið fram til sigurs. Grund við Kaplaskjóls- veg var lítið Irús en þó voru þar 20—25 vistmenn og vissulega var plássið lítið en þörfin — eða réttara sagt neyðin — var mikil en reynt var að bæta úr. Áfram var haldið og stórhýsi reist við Hringbraut ög var það hús tekið til notkunar fyrir aldrað fólk i sept. 1930. Um sumarið dvöldust á Grund Vestur-lslendingar sem komu hingað til lands vegna Alþingishátiðarinnar. Bygging Grundar var stórkost- legt átak á þeim tímum, þurfti dug og þrek til að koma því í höfn — en það höfðu þeir allir — frum- herjarnir, og annað sem mest var um vert. Þeir vissu að þeir voru að starfa fyrir hugsjón, hjálpa fólkinu sem brautina hafði rutt og nú var orðið ellilúið og mjög vinafátt, átti sér athvarf í ellinni. . ..“ Og enn segir Gísli: „Faðir okkar tók þátt i kristilegu starfi, bindindisstarfi, líknar- og mannúðarmálum. Þáttur hans í þessu öllu var mikill.. . Hann var harðduglegur maður, einbeittur. Reglusamur, svaraði bréfum samstundis og kenndi okkur hirðusemi. Hann vildi láta hlutina ganga og honum var illa við leti og ómennsku." Þetta er áreiðanlega sannmæli og undir þetta taka allir sem kynni höfðu af séra Sigurbirni. Ég hefi oft undrazt hve miklu hann kom í verk. Hann var sístarfandi og síleiðbeinandi og trúin gaf honum kjark. Hversu margir skyldu þeir vera nú, hugsjónamennirnir, sem gleyma sjálfum sér í að alheimta daglaun að kveldi? „Hann svaraði bréfum samstundis. . .“ Nú svara menn oft ekki bréfum nema þeir megi til — hafi gagn af og ábata—. Eg hefi áður bent á það í blöð- um hver óvirðing það sé við menn að svara ekki bréfum þeirra. Oft kemur það sér illa. En það er nú svo að á meðan þetta veldur mönnum ekki óþægindum sjálfum þá hafa þeir litlar áhyggj- ur af því hvernig öðrum liður, þeim sem bíða eftir svari. „Hann tók þátt i kristilegu starfi, bindindisstarfi, líknar- og mannúðarmálum. “ Þetta þarf ekki allt að tíunda því að kristi- legu starfi fylgir áhugi á bindindis- og liknarmálum. Þetta fer allt saman. . . Og aldrei hugsaði hann um hvað upp úr þessu var að hafa. Ég minnist þess að þegar leitað var til sr. Sigurbjörns utan af landi um biblíumyndir fyrir börn þá kom fyrirgreiðslan strax og hvorki heildsölu- né smásöluálagning. Allt var gert eins auðvelt og ódýrt og hægt var. Tvisvar þurfti ég að leita til sr. Sigurbjörns út af við- kvæmum vandamálum. Eg var undrandi hve hann leysti fljótt og vel úr þeim og geymi bréf hans sem dýrgrip. Þá setti ég mig ekki úr færi þá sunnudaga sem ég var i Reykjavík að koma i messu til hans. Þær voru svo persónulegar og lifandi. Utvarpsmessur hans voru eins. Menn lögðu hlustir við. Þetta var allt svo einlægt. Ég var að minnast á Heimilis- póstinn og þá blessun sem hann veitir þeim er lesa hann. Þar eru margar athyglisverðar greinar og erindi. I þessu hefti er erindi um sjúkrahús í einkarekstri, — athyglisverð grein. Og margt annað er þarna á ferð enda fátt eitt í mannlegum samskiptum sem ekki ber þar á góma. Sá andi, sem þar ríkir yfir, væri betur kominn viðar um landið á þeim breytinga- og öryggisleysistímum sem nú eru. Árni Helgason, Stykkishólmi. toí*5® í>9 & ®°, . \\G~ - \ J. L&ð^VfeXeð®’ I ofeXð'® \Veð FÁLKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.