Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 83000 Okkur vantar allar stærðir af íbúðum og einbýlishúsum. Verðmetum samdægurs. Við Kópavogsbraut Kóp, vönduð og falleg 5 herb. sérhæð um 146 fm á 2. hæð í 6 ára húsi, sem er aðeins tvær hæðir. íbúðin skiptist í stóra stofu, borðstofu, sjónvarpsskála, eld- hús með 1. flokks innréttingum og tækjum. Hægt að afgreiða úr eldhúsi gegnum lúgu inn í borð- stofu. í svefnálmu fallegt rúm- gott baðherbergi, flísalagt, 3 svefnherbergi, stórar svalir. I fremri forstofu rúmgott þvotta- hús, stórt búr með glugga og flísalagður sturtuklefi. Ennfrem- ur gestasnyrting, sérhiti (hita- veita). Sérmngangur, stór bíl- skúr, ásamt geymslu. Lóð rækt- uð, fjölærum gróðri Laus eftir samkomulagi. Við Grænuhlíð góð 5 herb. íbúð um 119 fm á 2 hæð i fjórbýlishúsi. Sam- liggjandi stofur 3 svefnherbergi, flísalagt baðherbergi, eldhús og rúmgóður skáli. í kjallara þvotta- hús og geymsla. Sérhiti. Bíl- skúrsréttur. Við Skipasund góð 4ra herb. íbúð efri hæð (portbyggð) i tvíbýlishúsi um 100 fm. Stofa, 3 svefnherbergi, eldhús og bað. Er í góðu standi. Sérhiti. Jörð til sölu góð jörð sem er um 100 km frá Reykjavík fyrir austan fjall. Jörðin er um 200 hektarar að stærð og hefur mikla möguleika á búfjárrækt og garðrækt. í byggingu nýtt 1 70 fm íbúðarhús á emum grunni. Rúmlega fok- helt. Loftplata steypt. Eldra hús á tveimur hæðum (steinhús) Marg- ar aðrar byggingar eru á jörðinni svo sem gripahús ofl. Mikið af allslags vélum bæði nýjum og öðrum flestum frá 1970. Jörðin selst með öllum mannvirkjum og tækjum, en án búpenings. Skipti á fasteign í Reykjavík og nágrenni, kemur til greina. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Einbýlishús við Framnes- veg Einbýlishús steypt sem er um rúmlega 70 fm grunnflötur. Hæð og kjallari á hæðinni 4 herbergi og eldhús, þvottahús geymslur ofl. í kjallara. Áður samþykkt stækkun á húsinu, sem yrði ýfið stærri að flatarmáli. í garðinum er góður verkstæðis- skúr. Laust eftir samkomulagi. Við Barónsstíg góð 2ja herb. íbúð á jarðhæð (gengið beint inn í íbúðina). Rúmgóð stofa, svefnherbergi, baðherbergi, innbyggt eldhús í stofu. Sérinngangur, sérhiti. Hagstætt verð. Við Ægissiðu 4ra herb. íbúð á 1. hæð í góðu standi. Þar af eitt forstofuher- bergi. í kjallara góð geymsla aðild að þvottahúsi og annarri sameign. Bílskúrsréttur. Ibúðin getur losnað fljótlega. Byggingarlóð undir einbýlishús á einum bezta stað í Seljahverfi úr erfðafestu- landi. Byggingarlóð í Mosfells- sveit. Byggingarlóð sem er um 1250 fm undir einbýlishús (í Helga- fellslandi). Lóðin er hornlóð innst í lokaðri götu (botnlanga). Einbýlishús við Dranga- götu Hafn. eínbýlishús sem er vandað og fallegt og er hæð, ris og jarðhæð með innbyggðum rúmgóðum bílskúr. í eldhúsi, nýlegar vandaðar innréttingar, stofur með teppum. Góður frágangur á öllum herbergjum. Möguleg skipti á 5—6 herb. ibúð. Falleg lóð. Við Álfaskeið, Hafn vönduð 4ra herb. endaíbúð á 4. hæð í blokk. Parket á gólfum. Bílskúrsréttur. Einbýlishús við Marargrund Garðabæ Einbýlishús sem er um 1 50 ferm að mestu fullbyggt. Húsið skiptist í samliggjandi stofur sem eru um 50 ferm, stórt eldhús, skáli úr skála gengið upp í svefn- álmu sem er hjónaherb. tvö barnaherb. og baðherb. úr skála gengið niður í kjallara, þar er 3ja herb. íbúð, eldhús og bað, og með sérinngangi. Bílskúrsréttur. Stór lóð. Skipti á 4ra—5 herb. íbúð koma til greina. Teikningar á skrifstofunni. Við Kapalaskjólsveg Stór og vönduð 2ja herb. íbúð á 3. hæð í nýlegri blokk. íbúðin er stór stofa rúmgott eldhús með borðkrók, hægt að hafa þvotta- vél í eldhúsi. Stór svefnherbergi, fallegt baðherb. og skáli. í kjallara góð geymsla ásamt sam- eign í þvottahúsi. Við Hrísateig Góð 3ja herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Stofa tvö svefn- herb , eldhús með borðkrók, baðherb. með sturtu. Stór garður. Bílskúrsréttur. Getur losnað fljótlega. Við Nýbýlaveg Kóp Vönduð og falleg 2ja herb. íbúð um 60 ferm. íbúðin er stór stofa með útsýni yfir Fossvogsdalinn rúmgott svefnherb. fallegt bað- herb. með vönduðum tækjum, eldhús með fallegum innrétting- um, rúmgóður skáli, ný teppi, suðursvalir. Á jarðhæð stór geymsla með glugga, Innbyggð- ur bílskúr. Sameign í þvottahúsi. Skipti á 4ra herb. íbúð kemur til greina. Við Álfhólsveg Kóp. Vönduð 4ra herb. íbúð um 100 ferm. á jarðhæð. Með sér inngangi og sér hita. íbúðin er stofa, 3 svefnherb. stórt eldhús með borðkrók, lagt fyrir þvotta- vél í eldhúsi. Baðherbergi með sturtu, búr, sameign í þvotta- húsi, hitaveita. Laus í maí—júní. Við írabakka neðra- Breiðholti sem ný 3ja herb. íbúð um 90 ferm. á 1. hæð. Verð rúmar 6 millj. Við Skipasund 3ja herb. íbúð í kjallara með sér inngangi og sér hita. Laus eftir samkomulagi. Við Einarsnes Skerjafirði 4ra—5 herb. íbúð um 100 ferm. í jarnvörðu timburhúsi. Bíl- skúr um 25 — 30 ferm. upp- hitaður. Sérinngangur í íbúðina. Stór eignarlóð. Laus eftir sam- komulagi. Okkur vantar góða 2ja herb. ibúð þarf að vera stór stofa, ekki í kjallara eða risi. Mikil útborgun. Okkur vantar 2ja og 3ja herb. íbúðir i Norðurbæ, Hafnarfjarðar. Mikil eftirspurn. Gpið alia daga til kl. 10 e.h. Geymið auglýsinguna. FASTEIGNAÚRVALIÐ QIIV/II Q7nnn SHfurteigii Sölustjön 11V11 O O\J \J\J Auöunn Hermannsson Sveinn Benediktsson: Markaðsmál í deiglunni Úr dreifibréfi Félags íslenzkra fiskmjölsframleiðenda, nr. 2/1976 ATVINNUVEGIR ISLENDINGA Island er harðbýlt land og hafa landsmenn oft mátt á því kenna. Sjávaraflinn við strend- ur landsins og lax- og silungs- veiði í ám og vötnum hafa gert landið byggilegt. Landbúnaður- inn einn hefði ekki megnað að halda við byggð landsins í 11 hundruð ár. Hvorttveggja þarf að haldast í hendur, ásamt nýtísku iðnaði, fiskvernd og fiskrækt. Ekki komst verulegur skriður á efnahagsframfarir landsins fyrr en sjávarútvegur- inn færðist í nýtísku horf fyrir atbeina framfaramanna, sem brutu ísinn, i skjóli þess tak- markaða stjórnfrelsis, sem þjóðin hafði fengið fyrir atbeina Jóns Sigurðssonar, forseta og fleiri stjórnmála- skörunga. A fyrsta áratug 20. aldar- innar gerðist allt í senn, að Is- lendingar hófu síldveiðar með reknetum og herpinótum. Hafin var útgerð nýtízku togara og smárra vélbáta. Islenzkur sjávarútvegur var í örri þróun, þegar fyrri heims- styrjöldin braust út. Þrátt fyrir eyðileggingar styrjaldarinnar og kreppu, sem henni fylgdi, reis sjávarút- vegurinn upp með miklum blóma 1924, þegar Halamiðin fundust út af Isafjarðardjúpi. Saman fór mokafli hjátogurum og ágætt verð á saltfiski. Verzlunareinokunin, sem stofnsett var árið 1602, hafði ásamt siglingabanninu, er henni fylgdi, komið Islend- ingum á nátrén. Verzlunin var ekki gefin frjáls að fullu og öllu fyrr en árið 1854. Varð það landi og lýð til heilla. Jón Sigurðsson var aðal baráttumaðurinn fyrir verzlunarfrelsinu. Svipull er sjávarafli. Er þess skemmst að minnast, þegar algjörlega tók fyrir veiði vorgotssíldarínnar, sem veiðst hafði fyrir Norður- og Austur- landi um langt skeið í þeim mun ríkari mæli sem veiði- tækni óx, eftir því sem lengra leið fram á20. öldina. Arið 1966 námu útfluttar sildarafurðir um 44% af verð- mæti heildarútflutnings lands- ins. Síldveiðarnar brugðust 1967 og 1968 hrapalega bæði á fjar- lægum miðum að sumrinu og heimamiðum fyrir Austurlandi að hausti. Síldveiðarnar fyrir Suðurlandi fóru sömu leiðina á næstu tveim árum. Á árunum 1967 — 68 féll verðlag á hrað- frystum fiski og fleiri útflutn- ingsvörum stórkostlega. Jafn- framt varð mikil hækkun á framleiðslukostnaði vegna dýr- tíðar þeirrar, er fylgdi í kjölfar FASTEIGN ER FRAMTÍÐ 2-88-88 Parhús Kópavogur ca 150 fm hús á glæsilegum útsýnisstað 4 svefnherb., stór stofa, góðar geymslur, arinn i tofu. Raðhús Garðabær 150 fm raðhús á einni hæð. Bilskúr. Við Háaleitisbraut 4ra til 5 herb. glæsileg ibúð. Sérhiti Bilskúr. Við Álfheima 4ra til 5 herb. íbúð að auki eitt herb. í kjallara. Við Seljaland 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Einnig einstaklingsibúð á jarðhæð. Við Fögrubrekku 125 fm 5 herb. ibúð i fjórbýlis- húsi. Við Þverbrekku 5 herb. rúmgóð endaibúð. Gott útsýni. Við Búðagerði 4ra til 5 herb. ibúð á 2. hæð. Sérinngangur. Við Grettisgötu 3ja herb. snyrtileg ibúð í stein- húsi. Ný innrétting og tæki i eldhúsi. Nýtt parket. Við Skólagerði 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Sér- inngangur. 3ja herb. íbúðir við Asparfell, Dúfnahóla, Kríu- hóla, Bröttukinn og Öldutún. 2ja herb. ibúðir við Hrisateig og Þverbrekku. AÐALFASTEIGNASALAN Vesturgötu 17, 3. hæð sími 28888 kvöld- og helgarsími 82219. 28444 Öldugata 4ra herb. 1 06 fm íbúð á 2. hæð. íbúðin er 2 stofur, 2 sve iher- bergi, eldhús og bað. Ibúð í góðu ástandi. Kóngsbakki 2ja herb. 76 fm íbúð á 1. hæð. íbúðin er stofa, skáli, svefnher- bergi eldhús og bað. Sérþvotta- hús. Mjög vönduð íbúð. Hraunbær 2ja herb. 60 fm íbúð á 1. hæð. íbúðin er stofa, skáli, svefnher- bergi, eldhús og bað. Góð íbúð. Þverbrekka 2ja herb. 60 fm íbúð á 6. hæð í fjölbýlishúsi. Laus fljótlega. Mikið útsýni. Kópavogur raðhús fullfrágengið að utan en fokhelt að innan í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð tilbúin undir tréverk. Eignaskipti hjá okkur er mikið spurt um skiptamöguleika. Hafið sam- band, ef þér hafið hug á að skipta á stærri eða minni íbúð. Fasteignir óskast á sölu- skrá. Hafið samband strax, ef þér hyggist selja, því kaupendur eru á skrá hjá okkur. OPIÐ í DAG TIL KL. 17. HÚSEIGNIR VELTUSUND11 SlMI 28444 wlllr Sveinn Benediktsson hinnar miklu hækkunar á oliu, sem varð haustið 1973, samfara styrjöld Egypta og Arabaþjóða við Israel. A árunum 1967—68 gerði ríkisstjórn og Alþingi ýmsar efnahagsráðstafanir, sem mörg- um þótti orka tvimælis, þegar þær voru gerðar, en allir sáu eftir á, að gert höfðu þessi gífurlegu áföll, sem þjóðin varð fyrir, bæði léttbærari og skammvinnari en ella hefði orðið. BJARTARI HORFUR I VIÐSKIPTA- MÁLUM HEIMSINS. Talið er að viðskipti í veröldinni hafi dregist saman um meira en 6% á árinu 1975, Hinsvegar er því spáð, að heimsviðskipti muni á þessu ári aukast aftur um svipaðan hundraðshluta og um nærri 10% á árinu 1977. Heimsframleiðsla var talin hafa minnkað á árinu 1975 um 2—3%, þegar talin er verg framleiðsla einstakra landa. Er samdrátturinn rakinn til fjár- hagsörðugleika stórra iðnfyrir- tækja. Gert er ráð fyrir, að framleiðslan vaxi um 4% á þessu ári og um 6% 1977. A ráðstefnunni í Ram- boulillet (sumarhöll forseta Frakklands skammt frá Ver- sailles), sem haldin var af fremstu fjármálamönnum hins vestræna heims og Japans, í siðustu viku nóvembermánaðar 1975, var því lýst yfir og undir- strikað, að náttúruhamfarir, styrjaldir og harðir stjórnmála- legir árekstrar þjóöa á milli, geti gjörbreytt og spillt sam- starfi iðnaðarþjóða á skömmum tima. Ef ekkert óvænt kemur fyrir, er talið að verulegur bati verói í efnahagsmálum hinna iðn- væddu þjóða á árinu 1976, hlið- stætt þvi sem orðið hefur í Bandaríkjunum á s.l. ári. ANSJÓVETUVEIÐAR VIÐ PERÚ STÖÐVAÐAR Hinn 23. febrúar bárust þær fréttir frá Perú, að heildar- veiðarnar á bræðslufiski hafi hinn 18. febrúar numið um 420.000 tonnum frá áramótum. Svari þetta til um 90.000 tonna af fiskmjöli og um 19.000 tonna af lýsi. Frá 1. febrúar hafa veiðar verið bannaðar á öllum veiði- svæðum nema Ilo, vegna þess hve ansjóvetan hefur verið blönduð kræðu (peladilles). Ekki hefur verið ákveðið hvenær veiðar verða leyfðar aftur. Er tilkynningar um það vart að vænta fyrr en um 15. marz. Margir telja að Perúmenn hafi spillt framtíðarveiði síðar á árinu og næsta ár með kræðuveiðinni i janúarmánuði s.l., og með ofveiði fyrri hluta árs 1975. Endanlegar tölur liggja nú fyrir um það, hve Perúmenn veiddu mikið af bræðslufiski á s.l. ári. Nam aflinn alls um 3.1 milljón tonna og framleidd voru á árinu 1975 um 686.000 tonn af fiskmjöli í stað 1.1—1.2 milljón tonna, sem áætlað hafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.