Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 33 félk í fréttum Haraldur Kröyer heiðraður + Haraldur Kröyer, sendiherra Islands I Kanada og Bandaríkj- unum, hefur verið valinn tii að hljóta heiðursviðurkenningu, sem nefnist „Walter E. Haas International Áward", frá rfkisháskóla Kalifornfu f Berkeley. Þessi heiður er veittur árlega einum fyrrverandi nemanda (alumnus) erlendis frá, fyrir framúrskarandi starf, en Har- aldur stundaði nám við Berkeley-háskóla á fimmta tugi aldarinnar. — Hann verður formlega sæmdur heiðrinum á stofndegi háskólans, 2. apríl n.k. (Lögberg—Heimskringla) + New York — AP. HVORT I SlNA ATTINA: Elizabeth Taylor sést hér yfirgefa veitingahús I miðborg New York kvöld eitt fyrir skömmu, ásamt kvikmyndaleikstjóranum og -framleiðandanum Elliott Kastner. Eiginmaður hennar, Richard Burton, fer sfnar götur, þó ekki einn á báti. Hann er hér að koma út úr Lombardy- hóteli í New York þetta sama kvöld og fylgikona hans þarna er fyrirsætan Susan Hunt, en þau höfðu dvalist saman þar á hótelinu. Lögfræðingur Burtons sagði fyrir skömmu að hann hefði gert skilnaðarsáttmála fyrir hjónin, en bætti við að sáttmálinn hefði enn ekki borist honum í hendur undirritaður. BO BB& BO rC''EFÞÚ 5LÆRD MÍG MER VBRÐUR ÞÚ 'AÐ &BRA MÍG 'l RÚMÍÐ ELSKAN UY ^ÍSSKÍINÍNGUR [ LjÚFURÍNN // V ~G"6~Y6 go fc, <&- fc, Co 3 4 m i&MUA/D Syngja sig til Islands + Elma Gíslason í Winnipeg er um þessar mundir að kalla saman hinn góðkunna barna- kór sinn, Icelandic Centennial Children’s Choir og æfa radd- irnar, í þeim tilgangi að setja á svið óperettu þegar vorar. Hún ætlar flokknum að syngja sig á leið til lslands og óperettan á að vera fyrsti áfanginn. — Fleiri skemmti- þættir og söngsamkomur liggja fyrir og arðurinn af þeim öllum á að ganga f einn sjóð til að borga ferðakostnað flokksins til Islands. Elma hefur góða von um að þetta takist, svo vin- sæll var söngur barnanna alstaðar, þar sem þau létu til sín heyra sfðastliðið ár, en flokkurinn var stofnaður i til- efni af aldarafmæli landnáms- ins Í975 og söng við mörg hátíð- artækifæri. Flokkurinn kom fyrst fram á Frónsmóti á Þjóð- ræknisþinginu f fyrra, efndi sfðan til söngskemmtunar á eigin spýtur snemma á sfðast- liðnu sumri, kom fram á Is- lendingahátiðinni á Gimli og á hátíðarsamkomunni í Winni- peg í október, svo aðeins fátt sé upp talið. Alstaðar var honum vel tekið og klappað lof í lófa. (Lögberg—Heimskringla) + Los Angeles — AP. — Natalie Cole, dóttir Nat King Cole, heldur hér á verðlauna- grip, sem hún vann til i Los Angeles síðast i febrúar. Hún var kjörin „besti nýi lista- maður ársins“. Þá má geta þess að hún vann nýlegaönnur verð- laun f samkeppni blues- söngkvenna á vegum National Academy of Recording Arts and Sciences. Búnaðarþing: Búnaðarfélagið sjái um hreinræktun forystufjár A FUNDI Búnaðarþings 5. marz s.I. voru þrjú mál til fyrri um- ræðu, þau voru: Erindi Guðmund- ar Jónassonar o.fl. um skipulagn- ingu búvöruframleiðslunnar. Er- indi Búnaðarsambands Austur- lands um ráðstafanir til að bægja búfé frá þjóðvegum landsins og erindi Búnaðarsambands Suður- Þingevinga um nýtingu jarð- varma fyrir dreifbýli. Þá afgreiddi Búnaðarþing 4 mál og fara ályktanir um þau hér á eftir. „I. Búnaðarþing leggur til, að við 18. gr. búfjárræktarlaga nr. 31 24. apríl 1973 bætist eftirfar- andi: „Búnaðarfélagi Islands ber að sjá um að hreinrækta fslenzka forustuféð. Semja ber við ein- staklinga, sauðfjárræktarfélög eða ríkisbú um að annast þetta verkefni undir umsjón og eftirliti félagsins. Framlag til þessarar stofn- ræktar skal vera tvöfalt miðað við aðra stofnrækt sauðf jár. Aðeins einn aðili getur notið framlags í hverjum landsfjórð- ungi auk Vestfjarða eða mest 5 á landinu öllu. Framlag til stofnræktar forustufjár miðist minnst við 8 ær, skýrslufærðar, og mest 15 hjá hverjum stofnræktaraðila." II Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands að hefja þegar undirbúning að stofn- ræktun forustufjár.” „Búnaðarþing beinir því til landbúnaðarráðherra, að hann láti gera áætlun um alhliða efl- ingu bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Sé áætlunin við það miðuð, að framkvæmd hennar sé lokið, þegar skólinn á 100 ára afmæli árið 1982. GREINARGERÐ Arið 1882, „árið sem ekkert sumar kom á Norðurlandi”, hóf bændaskólinn á Hólum í Hjalta- dal göngu sína. Kjarkur og bjart- sýni þeirra manna, sem hrundu því hugsjónamáli í framkvæmd, eins og þá var háttað högum þjóðarinnar, eru í sannleika að- dáunarverð. Fá fslenzkir bændur, og þó öðrum fremur Norðlend- ingar, seint fullþakkað það fram- tak, sem svo giftusamlega tókst til, að skólinn hefur komizt klakk- laust yfir alla erfiðleika til þessa dags og er nú einn elzti starfandi skóli landsins. Ekki er því að leyna, að nokkuð skortir á, að nægilega vel hafi verið að Hólaskóla búið af hálfu ríkisvaldsins um framlög til við- halds og uppbyggingar skóla- setursins. Að margra áliti er skól- inn of lítill að húsakosti og nem- endafjölda. Af því leiðir, að mannafli til kennslu, félagsstarfs og annarra nauðsynja margs kohar er alls ónógur, til þess að staðurinn megi rísa undir þeim kröfum, sem til hans verður að gera vegna samtíðar og sögu. Þá skortir mikið á, að útihús skóla- búsins séu viðunandi og samboðin slíkum stað, og hitaveita er draumur, sem forráðamenn heima á Hólum hafa alið með sér um nokkurt skeið. Maklegt væri að minnast aldar- afmælis skólans árið 1982 með myndarlegu, vel skipulögðu átaki til eflingar hans. Til þess, að slíkt megi gerast í viðráðanlegum áföngum, er ekki seinna vænna að hefjast handa um gerð áætl- unar.“ „Búnaðarþing harmar þann drátt, sem orðinn er á afgreiðslu frumvarps til jarðalaga, sem af- greitt var frá Búnaðarþingi 1973. Þingið felur stjórn Búnaðar- félags Islands að fylgjast* með endurskoðun þeirri, er nú fer fram á frumvarpinu, og fylgja því fast eftir, að þeirri endurskoðun ljúki sem fyrst og frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi það, er nú situr.” „Búnaðarþing vill vekja athygli á þvi, að svo virðist að orðin séu timamót í baráttunni við sauðfjár- sjúkdóma, þar eð s.l. haust voru liðin 10 ár siðan mæðiveiki varð siðast vart I sauðfé hérlendis. Mun þar með talið nokkurn veg- inn óhætt að lita svo á, að útrýmt hafi verið örlagaríkasta vágesti, sem sótt hefur heim islenzkan landbúnað á þessari öld. Af þessu tilefni vill þingið sérstaklega Framhald á bls. 29 novi/ FYRIR VIÐRAÐANLEGT VERÐ Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki á öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem leita að litríkum hillu- og skdpasamstæðum, sem byggja mö upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. ÚTSÖLUSTAÐIR: Siglufjörður: Bólsturgerðin Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. Akureyri: Augsýn hf. J L Húsið Húsavík: Hlynur sf. Híbýlaprýði Selfoss: Kjörhúsgögn Dúna Keflavík: Garðarshólmi hf. Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan FRAMLEIÐANDI: Bolungarvík: Verzl. Virkinn, KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. Bernódus Halldórsson HÚSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.