Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Á hættu- slóðum í ÍsraelíilíKa,e Sigurður Gunnarsson þýddi En María sagði: „Þá sé ég aldrei hlut- ína mína framan.“ Það heyrói enginn til hennar, enda gerði þaö ekkert til, eins og komið var. Þau sneru jeppanum við, kvöddu varð- mennina og óku til baka. Og þegar þau komu til vinnubúðanna, sáu þau strax, að nýr hópur landnema var kominn, sá hópur, sem taka átti við störfum af Jesemel, Míron og félögum þeirra. Þegar viss hópur hafði unnið sex mánuði í eyðimörkinni, kom annar og leysti hann frá störfum í jafnlangan tíma. Nýi hópurinn hafði með sér gjöf handa þessari yztu varðstöö í eyðimörk- inni. Gjöfin var tré, sem gróðursett var þennan dag. Daginn eftir ákváöu þau aó leggja af staö norður á bóginn, Jesemel* Míron, María og gamli maðurinn. Óskar ætlaði líka að fá að fylgjast meó þeim. En áður en þau lögðu af stað, kom Móses gamli til Jesemels og sagði: „Ertu nokkuð andvígur því, að viö stönzum lítið eitt í Jerúsalem áóur en við höldum til Galileu?" „í Jerúsalem? Nei, vissulega ekki.“ „Ég þarf að koma þar við og kveðja . . .“ Gamli maöurinn varð innilega glaður, en svo var sem syrti yfir svip hans á ný. Hann var sannarlega hyggið og virðulegt gamalmenni. Nú hafði hann séð þessa eyðimörk, sem unga fólkið ætlaði aó breyta í gróöurlendur, og þar sem það mundi innan skamms rækta tómata, döól- ur og appelsínur. Ef til vill hefur honum fundizt að tréð væri gróðursett honum til heiðurs. Svo lögðu þau af stað og kölluðu glað- lega kveðjuorð til þeirra, sem eftir urðu viö störfin í eyðimörkinni. SJÖTTI KAFLI Að nokkrum tíma liðnum stóðu fjögur ungmenni og einn gamall maður við gamla, þykka múrinn, sem skiptir Jer- úsalem í tvo hluta. Þeirra megin var borgarhluti Gyðinga, en hinum megin hluti Araba. Og það gat kostað þau lífiö, ef þau færu yfir múrinn. Þau, sem hing- aö voru komin, voru vinir okkar Móses, Míron, Jesemel, María og Óskar. Gamli maðurinn virtist furðu fölur og þreyttur, og hvítir lokkar hans blöktu í blænum. Þau komu til Jerúsalem snemma morg- uns, þegar nætursvalinn lá enn eins og létt slæða yfir fjallshlíðunum. Trjám hafði verið plantað meðfram veginum, sem hlykkjaðist frá einni hæð til annarr- ar. Einmana kaktusar uxu hér og þar, og harðgerðar blómategundir i brekkuhöll- um. Bændurnir unnu á ökrunum og litu upp frá vinnu sinni, þegar ferðafélagarn- ir fimm óku fram hjá í jeppanum. Móses gamli haföi ekki sagt neitt á leiöinni hingað. Hann var dúðaður í asnaskinn, DRÁTTHAGI BLÝANTURINN Þessir hvítu kalla þetta brenni- Hvaö sem þessu líður núna þá vínsdauða. og hann lækna and- hefur hjónaband okkar gengið arnir! árekstralaust? Ég gerðist skáti til að revna að glevma ungri stúlku suður með sjó. Ég vil heldur bréf að fljúga með en þessa eilífu brauömola! — Á hvaða grundvelli sækirðu um skilnað? — Sundurþvkkju. Ég vil skilja en konan mín vill það ekki. X Klæðskerinn: — Hvenær fæ ég reikninginn greiddan. Ég er orðinn dauðleiður á loforðum þínum. Rithöfundurinn: — Það verður bráðum. Þú færð pen- ingana strax og ég fæ ritlaunin, sem útgefandinn á að greiða, ef hann kaupir skáldsöguna, sem ég ætla að senda honum, þegar hún er tilbúin. Ég ætla að bvrja jafnskjótt og ég dett niður á hæfilegt efni. X — Hvar varstu í ga*r? — Hvergi. — Það var ég nú llka, en ég sá þig ekki. X — Þú ert alltaf að tala um einhvern asna. Þú átt þó væntanlega ekki við mig. — Taktu það ekki nærri þér. Það eru til fleiri asnar en þú. V_______________________________ — Er það satt, Elisabet, að þú ætlir að gifta þig bráölega? — ne-ei, það er það nú ekki — en ég hef mikinn hug á þvf. X — Afsakaðu, en ert þú ekki f ætt við Jón Jónsson. — Ég er Jón Jónsson. — Nú, þá furðar mig ekki þótt þið séuð líkir. X Haft er á orði að kvenfólki sé óljúft að segja til um aldur sinn, það er að segja þegar talan fer að hækka. Við mann- tal sváraði stúlka spurningunni á þessa leið: — Ég hefi séð 19 sumur. — Hum, hum, sagði sá, sem manntalið tók, en mætti ég þá spvrja, hve lengi þú hefur verið blind. X — Hvað á ég að gera til þe'ss að ég fái nettar og fallegar hendur? — Ekkert, Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 13 komu. Kn við frelsuðum okkur sjálf I þessu héraði. Þjóðverjar fóru tii að komast hjá því að verða innilokaðir, þegar svnt var að hverju stefndi. Carrier er áhrifamaður hér I bænum og vin- sæll maður. Það er fátt sem hann hefur ekki bein eða óbein af- skipti af. Hann á stórkostlegt heimili. ég er viss um að þér munið hafa gaman af að skoða það. — Ég sé að skemmtilegur tími getur verið i vændum. Gaulier hlóð við og sló kumpán- lega á öxl honum. — Hafið nú engar áhyggjur. Við skulum gætayðar. Svo kallaði hann á eftir honum. — Og sofið nú ve! og vært. En andlit konunnar i rúminu leitaói á hann í draumum nætur- innar. Vegurinn frá ánni lá upp hæðina upp i gamla bæjarhlut- ann. Þegar komið var upp þrengdust göturnar enn og sums staðar var ekki hægt að aka I bíl. I einu þessara öngstræta var hús Mme Desgranges. Eða þar hafði hún að minnsta kosti búið. — Þetta er dálftið furðulegt, sagði Gautier við David. — Ilún virðist vera á bak og burt. Hann hafði komið árla til gisti- hússins þar sem David var að reyna að ná sér eftir svefnlitla nótl með þvl aö hella i sig lút- sterku kaffi. — Ég héll það mvndi spara tíma, sagði Gautier — ef ég skvtist til hennar áður en ég ka*mi til yðar. — Mér skildist hún fa*ri I húsið á hverjum degi. Ég man hún sagði mér I gærkveldi að ég gæti alllaf fundið hana þar. Ég ætlaði að stinga upp á því að við færum þangað. — Hún fer ekki þangað á hverjum degi, þegar enginn er I húsinu. — Nú skil ég ekki. — Hún þarf ekki að hreinsa I húsinu á hverjum degi, þegar enginn býr þar. sagði Gautier þolinmóður og fékk sér brauð- snúð úr körfunni á borðinu fyrir framan David. — Hún fer ekki einu sinni í tiltekl daglega þegar leigjendur eru þar. Nema náttúrlega leigjendurnir I það og það skiptið hafi sérstaklega óskað eftir því. Ég hef borgað henni fvrir að taka húsið I gegn tvisvar í viku. 1 dag ætti hún samkva-nit þvi ekki að vera þar. Gautier tók hreinan vasaklút upp úr pússi sínu og þurrkaði sér snyrtilega um munninn og dustaði brauðmylsnu af fötum sínurn. — Þess vegna fór ég rakleítt heim til hennar. — Og þar var hún ekki, sagði David. — Fjölskylda hennar er dálltið einkennileg Af einhverri ásta*ðu á ég ekki upp á pallborðið hjá þeim. Látin var I Ijós eindregin ósk um að ég hætti að skipta mér af málunum — Eigið þér viö að hún hafi stungið af? — Hún er bara ekki ht-ima Meira veit ég ekki. Viljið þér rannsaka málið frekar? — Ég held það væri ráð. Fyndist vður það ekki tilvalið? Eftir það sem gerðist I gær- kvöldi? Gautier vppti öxlum. — Það er ekki vlst slíkt hefði neitt upp á sig. Ég spyr sjálfan mig að þvi hvort nokkuð sé at- hugavert víð þ;w) þólt hún hafi brugðið sér frá. Fjölskvldan vildi ekki tjá sig um hvert hún hefði farið. Ég verð að játa að ég veit hvers vegna þeim er í nöp við mig. Það hafa veriö ákveðnir erfiðleikar milli þessa kvenmanns og min. Hún er bara vinnukraftur sem fær greitt fvrir sitt framlag en samt sem áður hegðar hún sér eins og húsið sé hennar eigin eign. Ég hef revnt að losa mig við hana nokkrum sinnum, en hún lætur það sem vind um evru þjóta og það sem meira er, hún virðist hafa lag á því að hrekja þá starfskrafta I burtu sem ég hef revnt að fá I staðinn fyrir hana. Ég hef engan áhuga á að vera að hrella yður með minum smámálum, en það er ein ástæðan fyrir því að það gæti verið að vður auðnaðist að fá eitt- hvað að vita sem mér er ekki tjáð neitt um. — Ég ætla að fara I kvöld. Það getur verió að hún hafi bara brugðið sér ba'jarleið og verði komin heim þá. Ér nokkuð að frétta af týndu konunni okkar? — Ég hringdi I kunningja minn í lögreglunni I morgun og spurði hann hvort vitaö va*ri um einhver slvs, hvort einhverra va*ri saknaó og allt I þeim dúr — án þess að greina honum frá hvers ég va*ri að leita. En ekkert kom út úr því. Ekki nokkur skapaður lilutur. Hann gaf þjöninum merki og pantaði kaffi fvrir sig. — Með yðar levfi? — Það væri nú annaöhvort.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.