Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 21 Jóhanna H alldórsdóttir i oft I leiknum. Jafntefli dregið í land á elleftu stundu ÍSLENZKT kvennalandslið hefur áreiðanlega aldrei leikið eins sorglega illa og I fyrri hálfleiknum gegn bandarlska landsliðinu á sunnudaginn. Bandarlska liðið hefur litlu bætt við fyrri getu stna og þvt var ömurlegt að verða vitni að þvl að tslenzka liðið skyldi vera heilum sjö mörkum undir t leikhléi Hafa aðeins skorað eitt einasta mark — það úr vttakasti — en fengið átta mörk á sig. i seinni hálfleiknum var allt annað að sjá til tslenzku stúlknanna og þær tóku andstæð- inginn greinilega alvarlegar en 1 fyrri hálf- leiknum. Seinni hálfleiknum lauk með sigri landans. sem skoraði 10 mörk gegn 3 og leiknum lauk þvi með jafntefli 11:11. Þó svo að þessi leikur hafi verið skráður sem a-landsleikur þá tefldi landsliðsnefnd kvenna að þessu sinni fram unglingalands- liðinu og hafa fæstar stúlkurnar þar mikla leikreynslu i stórleikjum. Samt sem áður hafa þær enga afsökun fyrir frammistöðunni t fyrri hálfleiknum. Varnarleikurinn var óákveðinn og ! sókninni var Ittið skipulag Til að mynda var það illskiljanlegt að fyrir- liði landsliðsins að þessu sinni, Hrefna Bjarnadóttir, skyldi leika fyrir utan allan fyrri hálfleikinn og taka þar með pláss frá skyttunum, en Hrefna er vön að leíka á linunni og stóð sig þokkalega á þeim stað i seinni hálfleiknum. Þá var skotanýting is- lenzka liðsins, með afbrigðum slæm og Ijós- myndararnir, sem stóðu metra eða meira frá markstöngum voru i mestri hættunni þegar islenzku stúlkurnar skutu „að markinu" í seinni hálfleiknum var leikur liðsins allur annar, liðið tók á i vörninni og þegar skotin fóru að hitta á milli markstanganna var ekki svo erfitt að koma knettinum framhjá mark- manninum bandariska. Erla Sverrisdóttir var i algjörum sérflokki islenzku stúlknanna og það var fyrst og fremst einstaklingsframtak hennar sem halaði jafnteflið i land. Einnig stóð Gyða Úlfarsdóttir sig vel i markinu, en hún varði markið allan seinni hálfleikinn. Reyndar má segja að Álfheiður Emilsdóttir hafi ekki staðið sig illa I fyrri hálfleiknum, en hún átti ekki mikla möguleika á að verja þau skot sem framhjá henni fóru. skoruð ýmist úr vitaköstum eða úr þægilegum færum úr hornunum. í leiknum vörðu mark- verðirnir islenzku þrjú vitaköst. Óþarft er að rekja gang þessa leiða leiks öllu nánar. Auk þeirra stúlkna sem fyrr eru nefndar stóð Harpa Guðmundsdóttir sig þokkalega, en Jóhanna Halldórsdóttir. sem gerði margt vel, var mað fádæmum óheppin I leiknum og fjórum sinnum missti hún mark, vegna þess að hún steig á linu Mörk íslenzka liðsins gerðu: Erla Sverrisdóttir 6, Harpa Guðmundsdóttir 2, Jóhan>-a 2, Mar- grét Brandsdóttir 1. Glanton, Lillis og Leight skoruðu flest mörk Bandarikjastúlknanna, sem islenzkt kvennalandslið á að geta unnið. þó ekki sé nema með þokkalegum leik. Dómarar voru Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson og dæmdu vel. -áij. Fimm bregtingar á kvennalandsliðinu FIMM breytingar hafa verið gerðar á kvennalandsliðinu, sem á föstudaginn leikur aftur gegn Bandarikjastúlkunum — að þessu sinni i Hafnarfirði. Er liðið sem leikur á föstudaginn mun leikreyndara en tiðið sem lék á laugardaginn, enda var þar um unglingalandslið kvenna að ræða Landsliðið á föstudaginn skipa eftirtaldar stúlkur: Magnea Magnúsdóttir Ármanni (5 landsleikir) Gyða Úlfarsdóttir Ármanni (7) Hansina Melsted KR (18) Hjördis Sigurjónsdóttir KR (4) Guðrún Sigurþórsdóttir Ármanni (11) Erla Sverrisdóttir Ármanni (11) Harpa Guðmundsdóttir Val (2) Hrefna Bjarnadóttir Val (6) Oddný Sigsteinsdóttir Fram (10) Jóhanna Halldórsdóttir Fram (2) Margrét Brandsdóttir FH (1) Kristin Jónsdóttir UBK (0) Á fundi með fréttamónnum á sunnudag- inn var rætt vitt og breitt um málefni kvennahandknattleiksins. Kom þar m.a. fram að stjórn HSÍ hefur mikinn áhuga á að gera hlut stúlknanna stærri en verið hefur undanfarin ár og fjölga verkefnum landsliðs kvenna. Hafði stjórnin ráðgert að í vor yrði farin keppnisferð til Hollands, V-Þýzkalands og Danmerkur og yrði sú ferð æfingaferð fyrir Norðurlandamót kvenna. Þar sem nokkrar af sterkustu handknattleikskonun um sáu sér ekki fært að fara i þessa ferð, var ákveðið að hætta við hana Það hefðu verið mikil vonbirgði fyrir HSÍ hversu margar þeirra, sem leitað var til um æfingar með landsliði síðastliðið haust, gáfu neikvæð svör. Væri það vilji stjórnarinnar að byggja því upp nýtt ungt lið, en það tæki tima og ekki'væri ráðlegt að byrja slikt uppbyggingarstarf á keppni gegn sterkum andstæðingum. Það væri hæpinn ávinning ur fyrir stúlkurnar sjálfar og islenzkan kvennahandknattleik að fara í leiki t.d. gegn Hollandi eða V-Þýzkalandi og tapa stórt. Til að mynda fengi liðið á sig lélegan gæða stimpil, sem siðan gerði það að verkum að erfitt yrði að fá landsleiki, jafnvel þótt um verulegar framfarir hefði verið að ræða. Á fundinum kom fram að skoðanir eru mjög skiptar milli blaðamanna annars vegar og stjórnarmanna i HSl hins vegar, en það verður ekki nánar rakið hér. __ áij Kanadamenn vilja landsleiki Kanadamenn sendu Uand- knattleikssambandi Islands ný- lega skeyti þar sem þeir segjast hafa áhuga á að leika tvo lands- ieiki karla hér á landi i iok næsta mánaðar. Kanadamenn hafa sýnt umtalsverðar framfar- ir í handknattieik að undan- förnu og m.a. unnið Kandaríkja- menn örugglega. Kanadamenn- irnir munu fara i kappnisferð til Evrðpu í b.vrjun maí og yrðu leikirnir hér fyrstu leikirnir í ferðinni ef af verður. Einnig munu Kanadamenn vilja leika kvennalandsleiki. Júgóslavar imnn heppnissignr eftir að Is- lendingar höfðn haft forystn nær allan leikinn Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Morgunblaðsins á landsleik Júgóslaviu og Islands i undankeppni Ólympiuleikanna: Mikið má vera ef íslenzka handknattleiksliðið hefur ekki náð þeim bezta leik sem það hefur nokkru sinni náð á útivelli á sunnudaginn er það keppti við Júgóslava i undankeppni Ólympíuleikanna á sunnudaginn. Að vísu tapaðist leikurinn með einu marki 22—23, en það er líka nokkuð sem mjög sjaldan skeður að Ólympiumeistararnir og bronsverðlaunahafarnir frá siðustu heimsmeistarakeppni lendi í erfiðleikum i landsleikjum i heimalandi sinu. Eina landsliðið sem virðist hafa eitthvað i þá að gera þar er lið Sovétmanna sem að undanförnu hefur haft góð tök á leikjum sinum við Júgóslava. Með tilliti til leiksins i Reykjavik 18. desember s.l. er tapaðist með 6 marka mun verður ekki annað sagt en að leikurinn á sunnudaginn hafi verið sigur fyrir íslenzka landsliðið og islenzkan handknattleik i heild. Að visu verður ekki um neina Ólympíuferð að ræða að þessu sinni, en á þvi átti heldur enginn von eftir að fyrri leikurinn hafði tapast. Páll Björgvinsson í landsleiknum við Júgóslava f desember. Hann átti mjög góðan leik I Júgóslaviu og varð skarð fyrir skildi er hann fótbrotnaði í upphafi seinni hálfleiksins. Það gekk mikið á hér í Júgóslaviu áður en leikurinn hófst á sunnudaginn Þá fyrr um daginn hafði verið blaða- mannafundur þar sem forráðamenn og þjálfarar íslenzka og júgóslavneska landsliðsins sátu fyrir svörum Eins og eðlilegt má teljast höfðu blaðamennirn- ir mestan áhuga á að frétta af júgóslav- neska liðinu og var þjálfarinn m.a spurður um áframhaldandi undirbún- ing liðsins fyrir lokakeppnina í Mon- treal og skýrði hann frá honum i stór- um dráttum. Bergur Guðnason, farar- stjóri islenzka liðsins, var hins vegar ekkert banginn þegar spurningum bar beint til hans og benti á að Júgóslav- arnir væru nú ekki búnir að tryggja sér þann þátttökurétt íslendingar ættu leik sinn við þá eftir og þeir ætluðu sér ekkert minna en sigur Hefur blaða- mönnunum eflaust þótt þetta nokkur kokhreysti, þar sem allir áttu von á stórsigri heimamanna i leiknum Síðan hófst leikurinn Fyrir hann hafði verið mikið fjallað um vörn júgó- slavneska liðsins og hvernig mætti snúa á hana. Áttum við von á því að Júgóslavarnir myndu leika 2 — 4 vörn á islenzka liðið og var ákveðið að haga sóknarleiknum eftir því Þetta kom lika á daginn, og það að þessi undirbún- ingur hafði gefið góða raun. Á fyrstu 1 3 mínútum leiksins átti íslenzka liðið alls átta sóknir í leiknum og þær gáfu átta mörk! Slík nýting verður að teljast með ólikindum á móti jafnsterku liði og Júgóslavarnir eru. Má segja að á þess- um minútum hafi þeir bókstaflega ver- ið leiknir sundur og saman og mark- verðir þeirra, sem þykja þó meðal beztu markvarða i heimi, vissu tæpast sitt rjúkandi ráð Og eftir þessar 1 3 mínútur var stað- an 8—4 fyrir ísland, og hefur blaða- mönnunum sem sátu fundinn fyrr um daginn eflaust verið hugsað til orða Bergs Guðnasonar Þessi leikkafli ís- lenzka liðsins var hreint út sagt frá- bær Vörnin var mjög þétt og ákveðin og f sóknarleiknum var boðið upp á margt það bezta sem sjá má í hand- knattleiknum um þessar mundir En þegar hér var komið sögu breyttu Júgóslavarnir um vörn og fóru að leika flata vörn Var íslenzka liðið nokkra stund að finna svar við þeirri breyt- ingu og á meðan tókst Júgóslövunum að jafna 8—8 Voru þá liðnar 18 mínútur af leiknum. Og það sem eftir var hálfleiksins var leikurinn i allgóðu jafnvægi íslendingarnir þó greinilega betri aðilinn, enda höfðu þeir tveggja marka forystu í leikhléi 1 3— 1 1 I byrjun seinni hálfleiksins þegar Islendingar voru einum færri á vellin- um tókst Júgóslövum að jafna 13— 13, en Gunnar Einarsson náði svo aftur forystu fyrir íslenzka liðið með marki úr viiakasti í næstu sókn liðsins kom fyrir afdrifarikur atburður og má vera að hann hafi ráðið úrslitum i leiknum. Páll Björgvinsson, sem verið hafði einn bezti leikmaður islenzka landsliðsins og i sannkölluðu ,,bana- stuði ', fótbrotnaði og varð að bera hann af vellinum og siðan flytja hann i sjúkrahús Júgóslavarnir náðu að jafna 14— 14, en næsta mark var sannar- lega mark leiksins ef eitthvert eitt getur kallast slíkt. Eftir uppstökk átti Jón Hjaltalín skot á mark Júgóslavanna sem fór í vinkilinn uppi af slíku heljar- afli að allt nötraði og skalf Leið undr- unarstuna frá áhorfendum og mark- vörðurinn fórnaði höndum, sýnilega feginn að verða ekki á vegi knattarins að þessu sinni Aftur náðu Júgóslavar að jafna 15—15, en I næstu sókn skoraði Ólafur H Jónsson glæsilegt mark með einu af sínum frægu undir- skotum, þar sem knötturinn straukst við andlit markvarðarins á leiðinni í markið Var greinilegt að eftir þessi tvö mörk þótti Jógóslövunum nóg um En þeir eru hins vegar frægir fyrir að gefast ekki upp og á 20 minútu hálfleiksins náðu þeir forystu í leiknum f fyrsta sinn er staðan var 20—19 Tvívegis eftir það var staðan jöfn, 20—20 og 21—21, en þá skoraði hinn leikreyndi fyrirliði þeirra Horvant 22 mark þeirra. íslendingar fengu svo gott færi á að jafna er dæmt var vítakast á Júgóslavíu, en þá kom loks að þvi að hinn frægi markvörður þeirra varði frá Gunnari Einarssyni Júgóslav- arnir náðu knettinum, brunuðu upp og skoruðu sitt 23. mark og þar með voru úrslit leiksins ráðin Árni Indriðason átti hins vegar lokaorðið í leiknum og minnkaði muninn niður í eitt mark Sem fyrr segir er óhætt að slá því föstu að þarna var um að ræða einn bezta, ef ekki bezta leik sem íslenzka liðið hefur nokkru sinni leikið á útivelli, og þegar á heild leiksins er litið verður ekki annað sagt en að hann hafi boðið upp á það bezta sem handknattleikur getur boðið upp á Varnir beggja lið anna voru góðar, og sóknarleikurinn mjög fjölbreyttur, ógnandi og skemmtilegur Að vísu var tvívegis dæmd töf á islenzka liðið, en I annað skiptið var um hreina óheppni að ræða Ólafur Einarsson var þá í upp- stökki er dómarinn flautaði og skot hans hafnaði í markinu Og svo mikið fannst Júgóslövum um leikinn, að þeir ákváðu að sjónvarpa völdum köflum úr honum aftur þrátt fyrir að hann hefði allur verið sýndur beint. í islenzka liðinu var þar einkum einn leikmaður sem átti öðrum fremur góð- an leik Sá var Ólafur H Jónsson, sem lék þarna sinn 93. landsleik Ólafur var hreint út sagt stórkostlegur í leiknum, enda var hann inná allan leikinn. Páll Björgvinsson átti einnig stórgóðan leik, og var skarð fyrir skildi þegar hann meiddist og varð að fara útaf Jón Hjaltalín komst einnig mjög vel frá leiknum og var gifurleg ógnun í leik hans og þurftu Júgóslavarnir ævinlega að vera á verði gagnvart honum og stöðva hann framarlega ef ekki átti illa að fara Ástæða er einnig til þess að nefna Bjarna Jónsson, sem að venju var mikill baráttuhestur i vörninni, en aðall íslenzka liðsins i þessum leik var þó öðrum fremur sá, að liðið vann allt saman sem ein heild og það var fyrst og fremst það sem skapaði þennan góða árangur Mörk íslands í leiknum skoruðu Ólafur H Jónsson 6, Gunnar Einars- son 5, Páll Björgvinsson 4, Jón Hjalta- lín Magnússon 3, Bjarni Jónsson 1, Árni Indriðason 1, Jón Karlsson 1, Ólafur Einarsson 1 Fyrirliði Júgóslavneska landsliðsins, Horvant, reynir að stöðva Sigurberg Sigsteinsson í fyrri landsleiknum við Júgóslava. Horvant átti góðan leik á sunnudaginn og var maðurinn á bak við sigur liðs síns. Bauð upp á allt það fallegasta sem handknattleikur hefurupp á að bjóða Ölafur H. Jónsson, fyrirliði fslenzka landsliðsins, átti frábæran leik í Júgóslavfu og skoraði 6 mörk. — AÐ MÍNU áliti bauö þessi leikur upp á allt það fallegasta sem handknatt- leikur getur boðið upp á, sagði Birgir Björnsson, annar af fararstjórum ís- lenzka liðsins við blaða- mann Morgunblaðsins að loknum leiknum í Júgó- slavíu á sunnudaginn. Þarna var um fjölbreyttan leik að ræða, góð vörn, góð markvarzla, skemmtilegt línuspil og stórkostlega fallegskot. — Islendingar geta sannarlega verið stoltir af liði sínu eftir þennan leik. Það eru ekki mörg lið sem náð hafa svo góðum árangri gegn Júgóslövum á heimaveili. Nú þarf að fara að vinna að undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistarakeppnina, sem hefst eftir 12 mánuði, og þessi lcikur fyllir mann bjartsýni að þar megi takast að ná langt — helzt vinna sigur í B-riðlinum. Ölafur H. Jónsson, fyrirliði ís- lenzka liðsins í leiknum, sagði: — Þessi úrslit færa okkur heim sanninn um það hvað leik urinn heima i Reykjavík i desember var lélegur af okkar hálfu. Með sæmi- lega góðum leik þar, væri ekki víst að það hefðu verið Júgóslavar sem hefðu fengið farseðlana á Olympiuleikana. Það var fyrst og fremst liðsandinn sem varð þess valdandi að árangurinn var svo góður, og liðið lék að minum dómi einn sinn allra bezta leik. Þessi úrslit verða sjálfsagt vonbrigði fyrir þá sem verið hafa að krafsa i bakið á okkur að undanförnu, en til gleði fyrir þá sem staðið hafa með okkur. Rúmensku dómararnir sem dæmdu leikinn í Júgóslavíu hafa oft áður dæmt landsleiki Is- lendinga erlendis. Þeir sögðu að íslenzka liðið hefði komið þeim mjög á óvart í leiknum með frá- bærum handknattleik sínum. — Þeir voru jafngóðir eða betri en Júgóslavarnir og hefðu verð- skuldað að vinna þennan leik, sögðu þeir, og bætti því við að Islendingar ættu sannarlega möguleika á að gera stóra hluti í næstu heimsmeistarakeppni ef þeir byggju sig vel undir hana. Beztu menn Islands í leiknum sögðu þeir að hefðu verið Ölafur H. Jónsson, Olafur Benediktssonf Gunnar Einarsson og Jón Hjalta- lín. Júgóslavneski landsliðsþjálf- arinn sagði eftir leikinn, að það væri erfitt fyrir sig að tjá sig um leikinn, svo undrandi hefði hann verið á frammistöðu íslenzka landsliðsins og þeim handknatt- leik sem það hefði sýnt í leiknum. Slíkan handknattleik sýna ekki nema afburðalið, sagði hann, og bætti því við að Júgóslavar hefðu mátt teljast heppnir í fyrsta lagi með að vinna sigur í leiknum á sunnudaginn, og i öðru lagi með að slíkur hamur skyldi ekki vera á islenzka liðinu þegar leikið var í Reykjavík. — Það er hreint ótrú- legt hvað liðið var gott í dag, sagði þjálfarinn, — og nú á maður auð- veldara með að skilja hvernig það mátti vera að Sovétmenn töldust góðir að ná jafntefli við ykkur í Reykjavík um áramótin. Vilhjálmur Sigurgeirsson dregur ekki af sér og f markinu hjá DBK hafnaði kmmurinn. Áhugaleysi allra er ALGJÖRT áhugaleysi virtist vera á leik ÍR og Breiða bliks I 2. deildar keppni íslandsmótsins i handknattleik sem fram fór ? Ásgarði í Görðum á sunnudajinn. Leikurinn gat ekki hafist fyrr en hálfri klukkustundu eftir auglýstan tíma, þar sem annar dómarinn sem átti að dæma hann, Olfert Naabye, lét ekki sjá sig og Breiðabliksliðið mætti aðeins með einn skiptimann til leiks. Handknattleikurinn sem boðið var uppá í leiknum var svo í fullkomnu samræmi við þetta og þann mikla styrkleikamismun sem á þessum liðum er. ÍR-ingarvoru næstum helmingi betri I flestu sem þeir gerðu en Breiðabliksmenn enda urðu úrslitin þau að ÍR sigraði 26—1 5 eftir að staðan hafði verið 13 — 7 í hálfleik. Má samt mikið vera ef ÍR-liðið hefur i annan tima leikið öllu slakari leik, og þótt segja megi að leikur sem þessi gefi ekki tilefni til mikils þá má vist vera að ÍR-ingarnir þurfa að taka sig til í andlitinu ef þeir ætla sér upp i 1. deildina. Varla var á öðru von hjá Breiðabliki en að þessi vetur yrði liðinu mjög erfiður. Æfingaaðstaða liðsins hefur engin verið meginhluta vetrarins og skiljanlegt að ekki sé áhugavert að taka þátt í mótum við slikar aðstæður. Liðið hefur þó átt sæmilega leiki af og til i vetur, en á ÍR vann IIBK 26:15 sunnudaginn var það greinilega eingöngu skylduverk að mæta til leiksins. í þessu liði eru þó nokkrir einstaklingar sem geta örugglega látið að sér kveða i framtíðinni og skal þar fyrst og fremst tilnefna ungu mennina Jón Karlsson markvörð, Ólaf Björnsson og Kristján Gunnarsson sem báru af öðrum Blikum í þessum leik. í ÍR-liðinu var það helzt Gunnlaugur Hjálmarsson sem var hróss verður, en ákaflega er leiðinlegt að heyra stöðugar glósur um dómara og and- stæðinga eins og Gunnlaugur lét sér sæma að viðhafa í þessúm leik. Þá er einnig ástæða til að hrósa markverði ÍR-liðsins, Erni Guðmundssyni fyrir þátt hans i leiknum sem var góður. MÖRK Breiðabliks: Kristján Gunnarsson 8 (1 v), Ólafur Björnsson 3, Daniel Þórisson 2 og Magnús Steinþórs- son 2 (2 v). MÖRK ÍR: Brynjólfur Markússon 7 (1 v), Vilhjálmur Sigurgeirsson 5 (1 v), Gunnlaugur Hjálmarsson 4 (1 v), Sigurður Á. Sigurðsson 3 (1 v), Hörður Hákonarson 2, Bjarni Hákonarson 2 (1 v), Bjarni Bessason 2, Úlfar Samúelsson 1. Dómarar voru Ólafur Steingrimsson og Gunnar Kjartansson og dæmdu allsæmilega. — stjl. KR burstaði daufa Keflvíkinga KEFLVlKINGAR voru auðveld bráð fvrir KR-inga í leik liðanna f 2. deildar keppni lslandsinótsins í handknattleik sem fram fór í Njarðvíkum á laugardaginn. Úrslit leiksins urðu 29—16 fvrir KR-inga eftir að staðan hafði ver- ið 15—7 f hálfleik. Tóku KR-ingar forvstuna þegar í upphafi leiksins og tókst Keflvfkingum aldrei að ógna þeim. Var þessi sigur sennilega sætur fvrir KR- inga sem töpuðu fvrri leiknum við Keflavfk, og má segja að sá ósigur hafi orðið til þess að binda enda á vonir KR-inga um sigur í deildinni. Hilmar Björnsson, sem verið hefur aðalmarkaskorari KR-inga í vetur, lék ekki þennan leik með liði sínu — var erlendis, en Hauk- ur Ottesen, sem lítið hefur verið með KR í vetur, kom í hans stað og átti þarna ágætan leik. Skoraði Haukur 10 mörk og átti auk þess margar góðar línusendingar sem gáfu mörk. Atti Haukur einna beztan leik KR-inga. I Keflavíkurliðinu var Þor- steinn Olafsson atkvæðamestur eins og oft áður, en í heild átti Keflavíkurliðið ekki góðan leik og voru leikmennirnir flestir dauflegir og áhugalitlir. MÖRK IBK SKORUÐÖ: Þor- steinn 7, Sævar 4, Guðmundur 3, Jón 1 ogSigurbjörn 1. MÖRK KR: Haukur 10, Simon 5, Ingi Steinn 4, Olafur 2, Þor- varður 2, Kristinn 2, Sigurður 2, Friðrik 1, Asgeir 1. Vítaskytta brást á örlagastundu og A-Þjóðverjar sitja heima Hoffmann, markvörður vestur- þýzka handknattleikslandsliðs- ins, var hetja liðs síns á leik þess við Austur-Þjóðverja í undan- keppni Olvmpíuleikanna í hand- knattleik sem fram fór í Karl- Marx Stadt á laugardaginn. Þegar leiktiminn var liðinn var staðan 11—8 fvrir Austur-Þjóðverja og dæmt hafði verið vitakast á Vest- ur-Þjóðverja. Ef skorað var úr því höfðu Austur-Þjóðverjar unnið leikinn með 4 mörkum, og voru þar moð komnir áfram i keppn- inni.en efekki þá komust Vestur- Þjóðverjar áfram, þar sem þeir höfðu unnið fvrri leikinn 17 —14. Engel, sem tekið hafði vítaköst Austur-Þjóðverja fvrr í leiknuni án þess að mistakast lét Hoff- mann verja þetta örlaga vítakast frá sér, og silfurverðlaunahafar síðustu heimsmeistarakeppni mega því sitja heima þegar loka- keppni leikanna fer fram i Mon- treal. Gifurleg barátta var i leiknum í Karl-Marx Stadt, og varnir beggja liðanna og markvarzla var stór- kostleg. Þegar 2 minútur voru til leiksloka var staðan 9—8 fyrir Austur-Þjóðverja en á lokaminút- unni voru dæmd tvö vítaköst á Vestur-Þjóðverja og skoraði En- gel úr þeim báðum, en brást svo bogalistin í þvi þriðja, sem fyrr greinir. Lokastaðan i fimmta riðlinum i undankeppninni varð þessi: Vestur- Þýzkaland 4 3 0 1 80—41 6 Austur- Þýzkaland 4 3 0 1 87—54 6 Belgia 4 0 0 4 45—117 0 Pólverjar unnu Norðmenn 25:17 PÖLVERJAR hafa tryggt sér þátttökurétt í loka- keppni Olvmpiuleikanna í handknattleik. Sigruðu þeir Norðmenn í seinni leik liðanna sem fram fór í Varsjá á laugardaginn með 25 mörkum gegn 17 eftir að staðan hafði verið 13—9 i hálfleik. Sigruðu Pólverjar þvi i öllum leikjum sínum í riðlinum, en Norðmenn hlutu 4 stig, sigruðu Breta tvívegis. I leiknum á laugardaginn tóku Pólverjar þegar forystuna og héldu henni til leiksloka. Leikurinn var þó nokkuð jafn lengst af í fvrri hálfleiknum. Mörk Póllands skoruðu: Jerzy Klempel 8, Kaluzinski 5, Brozozowski 4, Gmyrek 2, Melcer 2, Dvol 2 og Przvsbvsz 2. Mörk Noregs skoruðu: Erik Nessem 4, Rune Sterner 3, Allan Gjerde 3, Einar Ilunsager 3, Kristen Grislingaas 2, Rolf Lundberg 1 og Jon Reinertsen 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.