Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 15 70 ára: GísliFr. Petersen fyrrv. prófessor Gisli Fr. Petersen fyrrverandi prófessor og yfirlæknir varð sjötugur laugardaginn 21. febrúar s.l.. Á þessum hátíðisdegi færi ég Gísla og eiginkonu hans mínar innilegustu heillaóskir um leið og ég þakka þeim hjónum ánægju- legar samverustundir og vináttu á liðnum árum. Oft er sagt, að fjöldi æviára segi lítið um aldur manna, en á fáum mun það sannast betur en Gisla, sem er svo ungur bæði andlega og likamlega, að einstakt má telja. I þvi á hans ljúfa skapferli vafa- laust sinn stóra þátt sem og sú lífshamingja, er honum hefur hlotnast bæði i ævistarfi og sér- staklega þó i fjölskyldulífi, en eins og þeir vita, sem til þekkja, er leitun á jafn samrýmdum og samhentum hjónum sem Gísla og Sigríði. Gísli er fæddur i Reykjavík, en ættaður frá Vestmannaeyjum og ólst þar upp fram til fermingar- aldurs, þegar hann hóf skóla- göngu í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Guðbjargar Gísladóttur og Aage Lauritz Petersen sím- Tónleikar Sunnukórsins Isafirði 5. marz. SUNNUKÖRINN á Isafirði og kammersveit Vestfjarða efndu til miðsvetrartónleika í Alþýðuhús- inu á Isafirði á miðvikudag og fimmtudag í þessari viku. Á efnis- skránni voru lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Stjórnandi var Hjálmar Helgi Ragnarsson. Tón- leikarnir voru mjög vel sóttir og bæði kórnum og hljómsveitinni mjög vel tekið. —fréttaritari. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU AUGLVSINGA- SÍMINN KK: 22480 stjóra. Eftir læknapróf árið 1930 valdi Gísli sér geislalæknisfræði sem sérgrein og varð hann doktor í þeirri grein árið 1942. Mestan starfsaldur sinn hefur Gísli starf- að á röntgendeild Landspítalans, en þar réðst hann fyrst sem að- stoðarlæknir árið 1934, þá undir stjórn hins merka læknis Gunn- laugs Claessen. Gísli varð eftir- maður hans og var skipaður yfir- læknir röntgendeildar árið 1948. Það voru því liðin 40 ár frá þvi Gísli réðst fyrst til Landspítalans, og þar til hann lét þar af störfum á árinu 1974. Gísli varð dósent í læknadeild Háskóla Islands árið 1960 og siðan fyrsti prófessor í geislalæknisfræði árið 1967. I stuttri afmælisgrein er ekki unnt að lýsa að neinu marki gifturíkum starfsferli Gísla 4 röntgendeild Landspitalans og enn siður unnt að lýsa þeim mörgu félags- og trúnaðarstörf- um, sem honum hafa verið falin. Þó mætti nefna setu hans i stjórn Krabbameinsfélags Reykjavikur um langt árabil, sömuleiðis veru hans sem formanns læknaráðs Landspítalans um skeið og setu hans i kennslunefnd og deildar- ráði læknadeildar. I öllum störf- um Gísla hefur hans aðalsmerki verið einstök lagni og ljúf- mennska i samskiptum við aðra, og er ég ekki í vafa um, að þegar til lengdar lætur eru slikir eigin- leikar happadrýgri í starfi heldur en flestir aðrir, og má marka það af þeim vinsældum, sem Gísli hefur áunnið sér á sínum langa starfsferli. Einn þátt af starfi Gisla langar mig til að minnast sérstaklega á, þar sem hann er mér persónulega talsvert viðkomandi, en það er brauðryðjendastarf hans í upp- byggingu geislavarna og síðar geislaeðlisfræði álslandi. Þessum greinum hefur Gísli sýnt alveg einstakan áhuga, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, að hann er menntaður í annarri fræðigrein. Gísli hafði um langt árabil haft áhuga á því, að hér yrði komið upp skipulögðu geisla- varnaeftirliti, og i gegnum þátt- töku sína í norrænu samstarfi um þessi mál og með samvinnu við íslensk heilbrigðisyfirvöld, varð hafin til þess, að eðlisfræðingur var ráðinn árið 1965 til þess að sinna geislavarnaeftirliti almennt og geislaeðlisfræði við Land- spítalann. Gísli átti síðan stöðug- an og mikilvægan þátt í upp- byggingu þessara greina i íslenskri heilbrigðisþjónustu, og má vissulega þakka honum það, að íslendingar urðu ekki langt á eftir öðrum þjóðum í þessum greinum. Það er nú á annað ár síðan Gisli lét af störfum á röntgendeild Landspítalans. Er ekki ofmælt, að þá hafi starfsfólk þeirrar deildar séð eftir ljúfum og góðum hús- bónda. Gísli hefur þó sem betur fer ekki sleppt tengslum við deildina, því að þar sinnir hann enn reglubundnum verkefnum. Við, sem þar störfum eigum því vonandi eftir enn um mörg ókomin ár að njóta starfskrafta hans i gleðiríkri samvinnu, sem alltaf hlýtur að fylgja Gisla. Að lokum endurtek ég heilla- óskir mínar til Gísla og fjölskyldu hans í tilefni dagsins, og vona ég, að gæfan fylgi þeim um ókomna framtíð. Guðmundur S. Jónsson. VITIÐ ÞID aö nýja prjónavélin okkar Brother KH 820 kostar aðeins kr. 57.355.00 og að sama vél kostar yfir kr. 100.000.00 í Danmörku? Ný sending komin. Pað er leikur að læra I bfother prjónabókinni eru 1000 munstur. Auk þess getió þér prjónaó á vélina hvaöa munstur sem yöur þettur í hug Á BROTHER PRJÓNAVÉL, SEM ER SÚ FULLKOMNASTA Ef viðauglýstum að BROTHER KH820 hefði útbúnað fyrir brugðið prjón fram yfir aðrar prjónavélar, værum við að segja ósatt og auglýsa fáfræði okkar um prjónavélar, þvíallar prjónavélar hafa nú slíkan útbúnað. Hinsvegar hefir nýjasta gerð BROTHER KH 820 þetta fram yfir allar aðrar prjónavélar, sem hér eru boðnar: 1. sjálfvirkur nálaveljari i sleöa, 2. mynsturkort gengúr í hring, þannig að ekki þarf að setja það i aö nýju. 3. 24ra nála breidd á mynstri og prjónar þvi helmingi stærra mynstur en aðrar vélar. 4. stærð á sniðreiknarafilmu er 63x104 cm. KH 820 hefur einnig alta bestu kosti annara prjónavéla: brothef KH 820 prjónar 2 liti i einu sjáltvirkt. brather KH 820 prjónar allt mynstur sjalfvirkt eftir tölvukorti brather KH 820 prjónar auðvitaó bæði slétt og brugóió. txother hefir einnig sleða fyrir sjálfvirkt knipplingaprjón. ÖfOther skilar einnig ofnu munstri. Með bfOthef KH 820 getió þér fengið sniðreiknara. Þér þurfið aðeins að teikna stykkið inn á filmuna. Reiknarinn segir siðan til um hvenær á að fella af eða auka i. bfother kh 820 er langfullkomnasta heimilisprjóna - vélin á markaðinum. Komiö, sjáið, sannfærist BORGARFELL 9 Skólavöröustíg 23 simi 11372 Á morgun veröur dregió í 3. flokki. 8.640 vinningar aó fjárhœó 110.070.000 króna. I dag er síóasti endurnýjunardagurinn. 3.f lokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9 - 500.000 — 9 - 200.000 — 198 - 50.000 — 8.397 - 10.000 — 8.622 Aukavinningar: 18 á 50.000 kr. 9.000.000 kr. 4.500.000 — 1.800.000 — 9.900.000 — 83.970.000 — 109.170.000 kr. 900.000 — 110.070.000.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.