Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 37 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. Ljósm. RAX # Vatnselgur í görð- um í Hlíðunum. íbúi við ofanverða Drápu- hlíð hringdi og sagði: „Nú er alllangt um liðið síðan ráðizt var í byrjunarframkvæmd- ir við hækkun Drápuhlíðarinnar og fleiri gatna hér i nágrenninu. Byrjað var á ræsunum, en þar var látið staðar numið, og enn er ekki búið að hækka götuna sjálfa. Af- leiðingin er sú, að nú rennur mik- ið vatn inn i garðana, — sérstak- lega hefur mikið verið um það í leysingunum að undanförnu. Mig langar til að fá svör við þvi hvenær hafizt verði handa um að Ijúka þessu verkefni. A vorin er oft mikil vætu tið, þannig að bú- ast má við þvi, að þetta ófremdar- ástand aukist enn á næstunni." # Heimildir frá 1899 Vmsir hafa hringt vegna vísnanna, sem birtar voru í Vel- vakanda. Asdís Káradóttir á Garð- skagavita hringdi og hafði góðar heimildir um höfunda. Visan, sem hefst á visuorðunum „Satt og logið, sitt er hvað,“ er eftir Pál Ölafsson, birt í ljöðabók, sem Jón bróðir hans gaf út 1899, og sem Ásdís á. Einnig er sama vísa i afmælisdagabók frá 1906, sem hún á, en þar ritar Guðmund- ur Finnbogason formála. Er visan sögð eftir Pál Ölafsson. Hin vísan, „Forlög koma að of- an“, er birt í gamalli sálmabók til kirkju og heimasöngs. Asdis á 6. útgáfu hennar, sem kom út 1899. Þar er vísan sögð eftir Pál J. Vidalín, lögmann, sem dáinn er 1727. # Karlarnir huggulega edrú Helga, Rósa, Sigga og Lauga Skrifa: Við erum hér fjórar vinkonurn- ar samankomnur til að semja þetta bréf til þín I von um að þú birtir það I dálkum þinum I Morgunblaðinu. Okkur langar nefnilega til að koma á framfæri okkar innileg- ustu þökkum til hr. Ölafs Jóhann- essonar dómsmálaráðherra fyrir hans skynsamlega og lofsverða framtak að loka fyrir áfengissölu á meðan verkfallið var. Óskum við reyndar að svona bann hefði getað staðið Iengur, helzt alltaf. Loksins höfðum við mennina okk- ar huggulega edrú, kannski dálit- ið súra fyrst yfir banninu, en maður blæs nú á það. Gautier beið þegjandi þar til kaffið var fram borið. Slðan setti hann þrjá sykurmola út í bollann og horfði hugsandi niður í kaffið og tók loks vænan gúlsopa og þurrkaði sér um munninn. — Kg fór snemma á fætur, sagði hann til skéringar. — Kg verð að borða reglulega annars fer maginn allur I skrall. — Það er nauðsvnlegt að fvlgjast með heilsu sinni, sagði David. David horði á hann og hugsaði með sér að svo virtist sem ekkert kæmi þessum manni úr jafnvægi, ekki einu sinni hin skapheita Mme Desgranges. Hann spurði kurtcislega um heilsufar móður Gautiers og þakkaði enn á ný fyrir ánægjulega stund á heimili hans kvöldið áður. Eftir smáum- hugsun nefndi hann Heienu. Gautier brosti. — Hin heillandi •ngfrú Stewart. Eg þóttist vita þér my.'d- uð hafa ána'gju af þvl að hitta hana. -— Er hún góð og mikil leik- kona? Eg hef aldrei hevrt hana nefnda en það skal og játað að ég sækí leikhús harla sjaldan. — Helen, sagði Gautier — er I # Hægt að lifa lífinu friðsamlega Kannski hefur lika þetta bann orðið til þess að opna augu fólks fyrir þvi, að hægt er að lifa lífinu huggulega og friðsamlega (ekkert jag á heimilinu), sem sagt allt annað fjölskyldulíf. Við erum nú engar stúkukonur eða þessháttar, en óskum að mennirnir okkar láti ekki vínið sitja í fyrirrúmi og fjölskyldu sína koma einhvers staðar á eftir. Sjaldnast er al- mennilegt heimilislíf, þar sem vín er haft um hönd flestar eða allar frístundir, svo maður nefni nú líka hinn bágborna fjárhag heimilanna, sem af þessu leiðir. Vonum að hr. Ólafur Jóhannes- son fái þessar þakkir frá okkur og óskum honum gæfu og gengis í framtíðinni. Megi hann lifa vel og lengi. Astartþakkir til Ólafs Jó- hannessonar. # Skemmtileg stund Móðir skrifar: Sl. sunnudag fór ég með börnin mín á skemmtun brúðuleikhúss- ins á Frikirkjuvegi 11 og vil gjarnan koma því á framfæri, að sjaldan hefi ég hitt á betra skemmtiefni fyrir krakkana, bæði fallegt og liflegt. Sýningin er svo vel samansett, að fyrri hlutinn um fiskinn i sjónum, er meira fyrir eldri krakkana, og siðari hlutinn um meistara Jakob fyrir þau yngri. Bæði börnin mín nutu hennar þvi vel. Og það gerði ég raunar líka. Svo ég skýri mál mitt, þá er þátturinn um litla, Ijóta fiskinn nánast eins og falleg skrautsýning. Hún er þannig gerð, að stúlkurnar sem stjórna fiskunum í sjönum eru svart- klæddar og sjást ekki á sviðinu, sem lýst er mað bláum ljósum, er gefa þá hugmynd að þetta gerist á hafsbotni. Fiskarnir eru mjög fallegir og hreyfa sig skemmti- lega og söguþráðurinn er einfald- ur og skýr. Það liggur mikil vinna og hugvit i þessari sýningu, og mér er sagt að þeir sem að þessum sýningum standi leggi alla vinnu fram i sjálfboðavinnu og hafi ekk- ert fyrir sinn snúð. Vil ég þakka þeim fyrir mig og min börn. Það er ekki oft sem maður á kost á sliku barnaefni. Sögurnar um meistara Jakob, sem allan vanda leysir, eru vel við hæfi litlu barnanna og eins og þessi saga er upp sett, nær hún vel . til allra leikhúsgestanna. Börnin eru spurð og látin hjálpa til, leiðbeina Jakobi og segja hon- um til. Þetta gera þau óspart. Meistari Jakob, meistari Jakob, tröllkallinn er að koma, hrópa þau hvert í kapp við annað. Og auðvitað bjargar hann prinsess- unni frá tröllkallinum. Jakob og aðrar persónur í þessum leik eru brúður af hafðbundinni gerð, sem koma upp á þar til gert svið, en stjórnendur eru fyrir neðan og hafa hendurnar i brúðunum. Mjög vel gert. HÖGNI HREKKVÍSI Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur Hrauntungu 85, Kópavogi Andlitsböð, húðhreinsun, fót- og handsnyrting Megrunar- og afslöppunar- nudd og nudd við vöðvabólgum. VIL VEKJASÉRSTAKA ATHYGLI Á: 10 tlma megrunar- og afslöppunarkúrum. Nudd, sauna, vigtun, mæling og matseðill. OPIÐ TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD. Bílastæði. Simi 40609. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Verkfræðingar viðskipta- fræðíngar tæknifræðingar Stjórnunarfélag fslands gengst fyrir námskeiði mðnud. 15. 3. — föstud. 1 9. 3. kl. 1 5:00 — 1 9:00 alla dagana. Námskeiðsefnið er: LÍNULEG BESTUN ( LINEAR PROGRAMMING). Linuleg bestun er stærðfræðileg aðferð til að lýsa og leysa ákvörðunar- vandamál, þar sem velja skal hagkvæmustu rððstöfun framleiðsluþátta (svo sem hráefnis, vinnuafls, húsnæðis o.fl.) í þvi skyni að ná ákveðnu markmiði. Tilgangur námskeiðisins er að æfa framsetningu á viðfangs- efnum i linulegri bestun og kenna notkun á tölvuforritum við lausn á linulegum bestunarverkefnum. Fjallað verður um skilgreiningu á linulegri bestun, framsetningu viðfangsefna, reglur um notkun tölvuforrita við lausn á linulegum bestunarvandamálum. Notuð eru dæmi við kennsluna. Þátttakendur æfa uppsetningu verkefna fyrir tölvuforrit, verkefni keyrð á tölvu, niðurstöður kannaðar og skýrðar. Námskeiðið er einkum ætlað viðskipta- fræðingum, hagfræðingum, verkfræðingum, tæknifræðingum og öðrum, sem hafa stjórrv un með höndum og hafa áhuga á að kynna sér þessa nytsömu tækni. Rétt er að geta þess, að nauðsynlegt er að hafa stúdentspróf úr stærðfræðideild eða ígildi þess til að geta haft full not af námskeiðinu. Leiðbeinandi er Þorkell Helgason dósent. Þðtttaka tilkynnist I síma 82930. ÆJKTISTIjOÆ* i Lyf tara ’ dekk LYFTARADEKK, afgreidd samdægurs, allar stærðir. /1USTURBAKKI HF SUÐURVERI SÍMAR 38944»30107

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.