Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 39 Mafía merkir klíka Framhald af bls. 2 Föstudaginn 30 jan 1975 ritaði Vilmundur grein I blaðið, þar sem hann setti fram ásakanir á hendur Ólafi Jóhannessyni dómsmálaráð- herra vegna embættisfærslu hans. Taldi Vilmundur ráðherrann hafa haft óréttmæt afskipti af rannsókn tiltekinna afbrotamála. Ólafur Jóhannesson ráðherra, sem jafnframt er formaður Fram- sóknarflokksins kom fram I útvarps- þættinum „Bein llna" sunnudags- kvöldið 1. febrúar 1976. Þáttur þessi er þannig upp byggður, að ákveðinn aðili er fenginn til að sitja fyrir svörum. Gefst hlustendum slð- an færi á, að hringja I síma rlkisút- varpsins og leggja fyrir gest þáttar- ins spurningar, sem hann svarar jafnharðan. Er þættinum útvarpað beint. Nokkrir hlustenda báru upp við Ólaf Jóhannesson spurningar vegna ofangreindra skrifa Vilmundar Gylfa- sonar Áttu þá m.a eftirfarandi orða- skipti sér stað: Ólafur Jóhannesson:....Annars er það ekki Vilmundur, sem þarna er við að eiga, heldur auðvitað sú Mafla, sem stendur ð bak við þessi skrif, og henni mun ég svara siðar " Stjórnandi þáttarins: „Hvaða Mafia er það?" Ólafur Jóhannesson: „Það er Visis Maflan." Og siðar I þættinum: Hlustandi: „Gott kvöld ráðherra, þú ert búinn að segja tvisvar I kvöld að Visismenn séu I Maflunni. Áttu þá við þann alheims glæpahring sem vaðið hefur uppi I Bandarikjun- um og á ítallu, eða hvað áttu við með þessu?" Ólafur Jóhannesson: „Ætli það séu ekki ýmiss konar tegundir til " Hlustandi: „Nei, ég vil fá svar við þessu sko. Þetta er svolitill ábyrgð- arhlutur að segja að menn séu I Mafiunni þvi allir vita, að Mafían er einhver mesti glæpahringur, sem um getur í sögu heimsins." Ólafur Jóhannesson: „Ji það horfir þannig fri mfnu sjónarmiði, að það sé glæpahringur, sem æ ofan I æ kemur með aðdróttanir, rangar, I minn garð. Hér hafa ummæli þau, sem krafizt er ómerkingar á verið auðkennd. Af öðrum orðum Ólafs Jóhannes- sonar I útvarpsþætti þessum kemur fram, að hann beinir ofangreindum Mafiu- og glæpahringsummælum slnum að ritstjóra dagblaðsins Vlsis, sem er Þorsteinn Pálsson og að meirihluta stjórnar útgáfufélags dagblaðsins Vlsis, Reykjaprents hf., en þann meirihluta mynda þeir Guð- mundur Guðmundsson, Ingimundur Sigfússon og Þórir Jónsson. Strax 2 febrúar 1976 ritaði Þor- steinn Pálsson ritstjóri grein, sem birtist á forsiðu Vísis, þar sem Ólafi Jóhannessyni var gefinn kostur á að draga ummæli sln til baka, ella yrði ekki um annað að ræða en að fá ummælin ómerkt með dómi Við þessu brást ráðherrann þannig, að I þingræðu slðar sama dag endurtók hann ummæli sln, efnislega að mestu óbreytt. Er þannig fullreynt, að hann mun ekki sjálfviljugur draga ummæli sin til baka Er málssókn þessi því óumflýjanleg Fyrir þvl stefnist hér með Ólafi Jóhannessyni með vinnustað I dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavik til að mæta á bæjarþingi Reykjavikur, sem haldið verður I bæjarþingsstofunni að Tún- götu 14 fimmtudaginn 4 marz 1976 kl 10 fyrir hádegi, til þess þar og þá, ef ekki verður sátt I málinu, að sjá skjöl og skilrlki I rétt lögð, á sókn sakar og dómkröfur að hlýða, til sakar að svara og dóm að þola I ofangreinda átt ' Stefnufrestur skal vera 1 sólar- hringur. Reykjavlk, 26 febrúar 1 976 Jón Steinar Gunnlaugsson hdl. Rós I hnappagatið i upphafi greinar sinnar segir Ólafur Jóhannesson m.a.: Jæja, loksins er stefnan frá þér komin. Eg ætla að geyma hana, innramma og hengja upp á vegg I heiðurssæti til minningar um mál- frelsisáhuga og baráttuvilja islenzks blaðstjóra á tuttugustu öld. Það er sem létt af mér þungu fargi. Ég átti von á reiðarslagi, reidd- um refsibrandi, bótakröfum og margskyns kárlnum öðrum, ekki hvað sízt eftir hínar dramatizku lýs- ingar Alþýðublaðsmanna á þvl, hver örlög biðu mln, er sverði dóms og laga yrði brugðið gegn mér, en I þvl efni hafa þeir verið ærið óþolinmóð- ir og eftirgangssamir, sbr hina frægu vantraustsræðu dr. Gylfa. En svo sendir þú mér, góður drengur, stefnu, sem er eins og viðurkenning eftir allt moldviðrið — eins konar rós I hnappagatið Eftir mánaðarleit margfróðra lög- fræðinga og uppslátt Tynesar I Webster er uppskeran borin á borð Og hver er þá árangur erfiðismann- anna? Látum stefnuna sjálfa tala. Samkvæmt henni neyðist þú til að höfða mál „til ómerkingar á eftirtöld- um ummælum, sem Ólafur Jóhann- esson viðhafði I þættinum „Bein llna" þ. 1. febrúar 1 976: 1. „heldur auðvitað sú Mafla, sem stendur á bak við þessi skrif" 2. „Það er Visismafian" 3. „Já, það horfir þannig við frá mlnu sjónarmiði, að það sé glæpahringur sem æ ofan I æ kemur með aðdróttanir, rangar, I minn garð." Þetta er allt og sumt. Engar sak- fellingarkröfur, engar refsikröfur, engar bótakröfur, ekki neitt nema ómerking og málflutningslaun. Já, ekki er nú reisninni fyrír að fara. Þrjú óskiljanleg setningaslitur rifin út úr öllu samhengi. Þetta stendur þá eftir af þeirri pólitisku aftöku, sem átti að fara fram á mér. Það verður oft lltið úr þvi högginu sem hátt er reitt Er nú allur vindur úr Visismönnum, og þú stendur uppi, eins og maðurinn, sem missti glæpinn Varla getur þú ætlazt til þess, að ég fari að standa I pexi við þig fyrir dómstólum út af fáeinum krónum upp I herkostnað, fyrst þeir góðu drengir Ingimundur I Heklu og Þórir bllakóngur þurfa á aurum að halda Menntaskólakennari nokkur Það segir Ólafur Jóhannesson: f stefnunni segir svo: „Málavextir eru þeir, að mennta- skólakennari nokkur I Reykjavik hefur á undanförnum mánuðum skrifað vikulegar greinar I dagblaðið Vlsi um margvisleg málefni". Að réttu lagi hefði þarna átt að standa: Menntaskólakennari nokkur I Reykjavlk hefur á undanförnum mánuðum skrifað vikulegar greinar I dagblaðið Visi, sem geymt hafa dylgjur og aðdróttanir I garð ýmissa tiltekinna mann^ Alþýðuflokksmenn þó undanskildir. Mér finnst ekki laust við litils- virðingu eða vanþóknun I þessu orðalagi: Menntaskólakennari nokkur i Reykjavtk. Þvl spyr ég þig. Þorsteinn Páls- son Vilt þú lýsa þvi yfir, að þú hafir andstyggð á skrifum margnefnds menntaskólakennara? Vilt þú biðjast afsökunar á þeim og þvl, sem blað þitt hefur frá eigin brjósti lagt til málanna? Vonandi vilt þú ekki lýsa þig sammála dylgjum menntaskóla- kennarans og gera hans málstað að þlnum. Mafía og klíkur Ólafur Jóhannesson segir ennfremur: Þú hefur sent Tynes til að fletta upp I Webster. Þar hefur hann fund- ið að mafla þýði bófafélag Já ekki er nú fallegur félagsskapurinn, og varla við þvl að búast, að þér sé glatt I geði. En þetta er nú heldur þröng skýring á orðinu mafía, eins og það er notað nú til dags. Ætli Tynes hafi ekki lent á skakkri bók? Þú manst nú, hvernig fór fyrir honum I Brússel forðum? Orðið mafla er nú alþjóðlegt orð, sem notað er I allt annarri og vlð- tækari merkingu en Tynes og Webster vilja vera láta Mafla er eiginlega orð eins og inflúensa In- flúensa er a.m.k. I daglegu máli, notað um margs konar sjúkdóma, allt frá vægu kvefi og upp i llfs- hættuleg veikindatilfelli Það er eins um mafiu, svo sem ég og sagði I „Beinni línu", að af henni eru til margvislegar tegundir, bæði tiltölulega meinlausar og illkynjaðar Þetta ber ekki svo að skilja, að ég llki V'sismafiu við magaplnu. Mafla merkir I máli nútlmamanna nánast það sama og orðið klika, og er þannig notað um viða veröld, bæðí I daglegu tali og rituðu máli Nú skal ég netna þér nokkur sýnishorn. Lest þú ekki amerlsk blöð? Kannski ekki nógu gömul? Þar mátti æði oft sjá talað um Irsku mafluna, en með þvl var átt við Kennedyana Sem sagt Irska maflan = Kennedy- klikan, en engum myndi hafa dottið I hug bófafélag I þvi sambandi. Mætti ég benda þér á að lesa tlmaritið Time frá 2. febrúar 1976, bls 29 Þar er rætt um, hve mörg ung gáfnaljós Roosevelt hafi á slnum tlma fengið til starfa I Washington frá háskólunum Harvard, Yale og Princeton. Ennþá sé þar hópur þeirra, en eftir sjö ára stjórn Republicana I Hvita húsinu séu svo margir komnir til Washing- ton til stjórnarstarfa frá Chicago- háskóla, að I höfuðstaðnum séu menn farnir að tala um Chicago- háskóla mafiuna (that Washington has begun to talk about „a University of Chicago Mafia"). Þú skalt lesa þessa grein. Eftir það muntu llta maflu öðrum augum en áður. Næst vil ég nefna Morgunblaðið 25, febrúar sl. Þar er á 11. síðu viðtal við sænska leikstjórann Vilgot Sjöman. Þar talar hann I 3. dálki um kvennamafiu Tæplega bófafélag það. _______, , ,------ — Hvað fellst Framhald'af bls. 3 eigi eftir að endurtaka sig í dálitið breyttri mynd? Ég vil leyfa mér að beina þeim varnaðarorðum til hæstv. utanrrh, að hann fari hér að með fullri gát.“ I svari við þessari fyrirspurn Gils Guðmundssonar sagði Einar Ágústsson m.a.: „Um landhelgisgæzluna er það að segja, að ég fyrir mitt leyti a.m.k. hef hug á þvi, að land- helgisgæzlan taki að sér björg- unar- og leitarflugið, sem varnarliöið hefur nú með hönd- um og það gæti orðið til mikill- ar aðstoðar við framkvæmd þess atriðis, ef gott og náið sam- komulag og samstarf yrði við varnarliðið að þessu leyti.“ — „Snekkja” Framhald af bls. 2 milljón dollara eða 2,3 milljarða islenzkra króna. En þegar Nkrumah var steypt var pöntunin afturkölluð og konunglegi brezki flotinn keypti freigátuna. Þá varð freigátan til- efni umræðna í neðri málstofu brezka þingsins og þar fékk hún viðurnefnið sem hér er getið að ofan. Henni var hleypt af stokkunum 1966 eða sama ár og Nkrumah féll. Lá hún nafnlaus i 7 ár, unz hún var seld 1973. — Hrognkelsi Framhald af bls. 38 þá, er stunda hrognkelsaveiðar að halda um þær nákvæmar skýrslur, sem þeir skulu senda Fiskifélagi islands, sem leggur jafnframt til skýrslueyðublöð i skýrslur þessar skal færa netafjölda, sem vitjað er um I veiðiferð, veiðimagn í hverri veiðiferð, og veiðisvæði og skal þar sérstaklega geta þess, hvort veitt er innan eða utan netlaga og veiðitlma Skýrslur þessar skulu sendast Fiski- félagi íslands eigi siðar en einum mánuði eftir að veiðum var hætt Að lokum skal Itrekað, að þessi skýrslu- skylda hvllir á öllum þeim er hrogn- kelsaveiðar stunda, hvort sem þeir stunda þær samkvæmt sérstökum leyfum eða ekki. — Stórslasaður Framhald af bls. 40 átök eða hávaða, þannig að- svo virðist sem þessi árás á piltinn hafi verið gerð mjög skyndilega og honum á óvörum. Virðist hon- um hafa verið veitt mikið högg á kviðinn. Salernisvörðurinn man eftir pilti sem hann sá hraða sér út úr snyrtiherberginu. Vegna þess hve pilturinn sjálfur er mikið slasað- ur hefur ekki reynst unnt að yfir- heyra hann ennþá. Rannsóknar- lögreglan hefur beðið Morgun- blaðið að koma því á framfæri, að allir þeir sem telja sig geta gefið einhverjar upplýsingar um þetta mál hafi strax samband við sig, svo finna megi árásarmann- inn og komast megi að tilefni þessarar fruntalegu árásar. — Snjó-rall Framhald af bls. 38 um. I öðru sæti varð Lárus Halldórsson og þriðji varð Georg Magnússon. Athygli vakti islenzki sleðinn og er hann fyllilega sam- bærilegur erlendu sleðunum. Það voru lionsklúbbarnir Njörður og Freyr sem stóðu að mótinu og nutu aðstoðar björgunarsveitanna Ingólfs, Kyndils og flugbjörgunarsveitar- innar. Mun ágóði af mótinu renna til tækjakaupa fyrir þessar sveit- ir. Reykjavíkurmótið var eitt svæðamótanna i vélsleðaakstri. snjó-ralli, sem fram fara um þessar mundir víða um land. Is- landsmótið mun síðan fara fram í nágrenni Reykjavikur á næstunni á vegum sömu aðila og héldu Reykjavíkurmótið. r — Attu að myrða Framhald af bls. 1 á laugardag með byssur og hand- sprengjur. Verkefni þeirra var að leita uppi Honi majór sem fór frá Kairó sama dág áleiðis til Parísar með viðkomu í Róm að sögn sendi- ráðsins. Egypsk yfirvöld segjast hafa vitað allt um ferðir þessara manna fyrirfram. Vart hafi orðið ferða nokkurra hópa frá Líbíu að undanförnu. Hver hópur hafi haft 2.000 dollara meðferðis og Libýu- mennirnir hafi þótzt vera skemmtiferðamenn. Vitað hafi verið að ferðir þeirra stæðu í sam- bandi við dvöl majóranna Meheishi og Honi í Kaíró og þeir því settir undir nákvæmt eftirlit. Meheishi mun hafa verið viðrið- inn tilraun til að steypa Gaddafi ofursta í ágúst í fyrra og fékk hæli sem pólitískur fréttamaður í Egyptalandi í síðasta mánuði. — Mestu verkföll Framhald af bls. 1 Vitoria heldur verkfallið áfram og þar sóttu nokkur þúsund verkamenn minningarguðsþjón- ustu um fjórða verkamanninn sem beið bana í óeirðunum þar i síðustu viku. Hann lézt af sárum á sunnudag. Níu spænskir liðsforingjar voru leiddir fyrir rétt í dag, ákærðir fyrir uppreisn gegn stjórninni. Rannsóknardómarinn i málinu sagði réttinum að við leit á heimil- um þeirra hefðu fundizt til- kynningar heraflahreyfingar- innar í Portúgal og kommúnista- rit. Hann sagði að einnig hefðu fundizt skjöl samin af leynifélagi liðsforingja, UMD (félagi lýð- ræðissinnaðra hermanna). Dómarinn sagði að tveir hinna ákærðu, Jesus Ruiz höfuðsmaður úr flughernum og Antonio Garcia höfuðsmaður úr stórskotaliðinu, hefðu játað að þeir væru félagar í UMD og hefðu haldið fundi með hinum sakborningunum. Hinir sakborningarnir, þar á meðal Luis Otero, majór úr verk- fræðisveitunum, sem er þeirra háttsettastur, neituðu því að þeir væru i tengslum við UMD. Sam- tökin voru stofnuð fyrir tveimur árum og þau halda því fram að félagsmenn séu 500. Þau segja að þar við bætist 500 stuðningsmenn og að tilgangur þeirra sé að koma á lýóræði. — Pundið Framhald af bls. 1 lokun á föstudag. Við opnun kauphallarinnar streymdu inn fyrirmæli frá Mið- austurlöndum, Austur-Asíu og Evrópu um að selja pund og svo miklar voru gjaldeyrissveiflurnar á timabili að menn áttu fullt i fangi að fylgjast með við- skiptunum. Síðan á fimmtudag hefur pund- ið lækkað um 8.25 cent gagn- vart dollar og heildarlækkunin gagnvart helztu gjaldmiðlum nemur þremur af hundraði. I kvöld hafði pundið lækkað um 33.1% gagnvart tiu helztu gjald- miðlum heims siðan i desember 1971. I Frankfurt lækkaði pundið í fyrsta skipti niður fyrir fimm mörk en stuðningur Englands- banka treysti stöðu þess nokkuð. Á Italiu lækkaði pundið um þrjá af hundraði gagnvart lírunni, en dregið hefur úr þrýstingnum á hana i bili. Franski frankinn lækkaði með pundinu og Frakklandsbanki varð að verja um 50 milljónum dollara til að treysta stöðu hans. Frankinn lækkaði þó niður að neðstu leyfilegu mörkunum sem gert er ráð fyrir i gjaldeyrissam- vinnu Evrópuríkja og 176.425 frankar voru skráðir fyrir 100 mörk. Margir furðuðu sig á þvi i dag að Englandsbanki var tregur að láta til skarar skriða en töldu að hann gæti sætt sig við nokkra lækkun þar sem hún gerði brezk- an útflutning samkeppnishæfari. Efnahags- og framfarastofnun- in, OECD, segir í skýrslu í dag að lækkun pundsins muni stuðla að bata brezks útflutnings, OECD segir að ef pundið lækki ekki mið- að við skráninguna i árslok 1975 muni brezkur útflutningur sennilega glata samkeppnisað- stöðu sinni. I skýrslunni segir að Bretar standi andspænis meiri verðbólgu en flestar viðskiptaþjóðir þeirra og hagvöxtur á þessu ári verði að miklu leyti kominn undir eftir- spurn eftir útflutningi. — Frumvarpið Framhald af bls. 2 hið lága ullarverð ráðið mestu. Margir bændur telja það ekki svara kostnaði að rýja fé sitt og hefur i þessu sambandi verið bent á að unnt væri án verulegrar fyrirhafnar að auka magn óþveginnar ullar úr 1,7 kg á kind eins og nú er upp í 2,1 kg á kind af ull. Landbúnaðarráðherra sagði að ef þessi breyting á niður- greiðslunum yrði tekin upp, væri óhjákvæmilegt að taka upp skráningu á verði ullar til ullar- verksmiðjanna. Meginatriðið við þessa breytingu sagði Halldór vera að verðmæti sauðfjárafurða i heild til bænda héldist óbreytt en hlutfallinu milli kjöts og ullar og gæra yrði breytt þannig að hlutur ullar i afurðaverðinu hækkaði úr 3,5% i 8,5%. — Stúdentaráðs- kosningar Framhald af bls. 3. Stðdentaráð. Vaka telur það ekki rétta stefnu hjá Stúdentaráðsmeirihlutanum að eyða dýrmætum fundartímum sfnum í yfirborðslega vinnu við úrlausn alþjóðamála. Það skal gert á öðrum vettvangi. Stúdentaráðsmeirihlutinr. er skip aður vinstrimönnum sem er nú einangraður pólitiskur sértrúar- söfnuður sem svífur um I þoku- kenndum draumi langt fjarri öll- um hræringum þjóðlífsins og Háskólans. Minnihlutanum, full- trúum Vöku (um 45% stúd.), er vandlega haldið utan við allar ákvarðanir og þess er gætt að Vökumenn fái sem allra minnst að vita hvað er að gerast i starfi ráðsins. Vökumenn flytja all oft tillögur á ýmsum fundum sem haldnir eru á vegum ráðsins, en oftast „týnast" þær í meðferð stjórnar S.H.I. Þessi þróun er for- dæmanleg og ólýðræðisleg, en henni er haldið við af gangandi hópi atvinnustúdenta, sem þiggja há laun fyrir. Til úrbóta telur Vaka eftir- farandi breytingar nauðsynlegar. Að minnihluta stúdentaráðs hver sem hann er, verði á hverjum tíma sköpuð viðunandi starfsað- staða og aðgangur að upplýsing- um sem Stúdentaráð hefur yfir að ráða verði opinn öllum meðlim- um Stúdentaráðs. Þá telur Vaka að kosningar til Háskólaráðs og Stúdentaráðs skuli verða aðskild- ar. Þá álítur Vaka að taka beri upp póstkosningar meðal stúdenta hið fyrsta og lýðræði þar með aukið til muna. Vaka átelur harðlega birtingar á „fræðilegum" innbyrðis deilum Maóista, Marxista, Lenínista og fl. i Stúdentablaðinu. Stefna Vöku er, að Stúdentablaðið verði stúdentablað heilsteypt og heiðar- legt en ekki ómerkilegur og ill- málgur áróðurs- og óhróðurs- snepill. Nú þykir Vökumönnum mál til komið að Gestur Guðmundsson og félagar hans, afturhalds vinstri menn i H.I., verði stöðvaðir á eyðimerkur- göngu Marxismans og nýju lífi verði blásið i hagsmunabaráttu, félagslif og menningarlif stúdeuta við Háskóla Islands. Fyrir þessu munu Vökumenn beita sér nái þeir meirihluta i komandi kosningum. f.h. Vöku Magnus Asgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.