Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 23 Trukknrinn á fullii - skoraði 42 aí 100 stigum KR gegn 11MF\ KR-INGAR með „Trukk“ f broddi fylkingar unnu góðan sigur yfir UMFN um helgina þegar liðin léku sfðari leik sinn. Tókst KR-ingum þar með að hefna fyrir ósigurinn í fyrri leik liðanna en þá töpuðu „Trukklausir" KR-ingar f Njarðvík. En nú var „Trukkurinn" mættur til leiks og var f miklum ham. Hann lofaði 40 stiga leik áður en hann hófst og við það stóð kappinn. Voru taktar hans f þessum leik oft með þvf betra sem hann hefur sýnt hér f vetur, og átti það ekki hvað sfst við um varnarleikinn. Það er ekkert grfn að fá þetta ferlfki á móti sér f vörninni, og þótt hann nái ekki alltaf að verja skotin þá truflar það mikið þegar hann reynir að ná þeim og brenna menn þá gjarnan af. Trukkurinn var aðgangsharður f leiknum, en þarna hefur þó tekizt að stöðva hann á sfðustu stundu. Fyrri hálfleikurinn var jafn og liðin skiptust á um að hafa forystu. HvorugB liðinu tókst þó að gera neitt afgerandi í þeim efnum, mesta forskot KR var 7 stig um miðjan hálfleikinn, en UMFN náði eitt sinn 4 stiga for- skoti. Staðan í hálfleik 52:48 fyrir KR. Fram eftir siðari hálfleik var sami barningurinn hjá liðunum, en þá náði KR mjög góðum kafla og skoraði 17 stig i röð án svars og staðan breyttist úr 68:66 í 85:66. Þar með voru KR-ingr búnir að veita Njarðvíkingunum rothöggið og úrslitin urðu síðan 100:90. „Trukkur" Carter var hinn sterki maður í þessum leik sem fyrr sagði, en aðrir sem stóðu sig vel hjá KR voru Eiríkur Jóhannesson og Gunnar Jóakim Jóakimsson. — I liði Njarðvik- inga bar Kári Marísson af öðrum, en Brynjar Sigmundsson var einnig góður. Lítið bar á þeim Gunnari Þorvarðssyni og Stefáni Bjarkasyni en Þorsteinn Bjarna- son átti mjög þokkalegan leik. Stighæstir hjá KR: „Trukkur" 42, Eiríkur Jóhannesson 16, Gunnar Jóakim Jóakimsson 14, Bjarni Jóhannesson 10. Hjá UMFN: Kári Marísson 25, Brynjar Sigmundsson 24, Jónas Jóhannesson 10, Stefán Bjarka- son 9. gk-. ÍS marði fáliðaða Hólmara Valur raufl 00 stiga múrinn VALSMENN rufu „100 stiga múrinn" í fyrsta skipti í yfirstandandi fslandsmóti um helgina þegar þeir sigruðu Snæfell með 105 stigum gegn 65 f leik liðanna á Akranesi. Valsmenn höfðu yfirhöndina í leiknum frá upphafi og staðan f hálfleik var 47:35 þeim í vil. t sfðari hálfleiknum kepptu Valsmenn einungis að því að komast f 100 stigin og það tókst þeim rétt fyrir leikslok. Þeir Torfi Magnússon og Rík- harður Hrafnkelsson voru bestu menn Vals í þessum leik, og Þórir Magnússon var góður meðan hans naut við en i siðari hálfleik yfir- gaf hann völlinn fljótlega með 5 villur. Kristján Agústsson var að venju atkvæðamestur „Hólmar- anna“ og oft í vetur hefur hann bjargað Snæfelli frá stórum ósigr- um með frammistöðu sinni. Þá var Lárus Svanlaugsson góður og lék sinn besta leik með liðinu til þessa. Stighæstir hjá Val: Torfi Magnússon 33, Ríkharður Hrafn- kelsson 22, Þórir Magnússon 18. Hjá Snæfelli: Kristján Agústs- son 32, Lárus Svanlaugsson 15. gk-. HELDUR þótti leikur IS og Snæ- fells vera þunn skemmtun. Þeir áhorfendur sem lögðu leið sfna f Iþróttahús Kennaraskólans yfir- gáfu flestir húsið að leik loknum heldur vonsviknir og hnussandi og einum þeirra varð að orði að flest væri nú hægt að bjóða upp á í 1. deild. Þrátt fyrir að Steinn Sveinsson léki ekki með IS og Bjarni Gunnar léki þennan leik veikur kom það ekki í veg fyrir að IS næði öruggri forustu i fyrri hálf- leik, en staðan að honum loknum var 44:30. En það segir sfna sögu um leik stúdentanna i síðari hálf- leik að „Hólmararnir“ sem þó voru með aðeins tvo skiptimenn unnu þann hálfleik með 46:42. Lokatölur þvi 86:76 IS i vil. Ingi D. Stefánsson var stighæst- ur stúdentanna með 20 stig, Jón B. Indriðason var með 18 stig, Bjarni Gunnar 14. Hjá Snæfelli var Kristján Agústsson stighæstur með 26 stig, Gunnar Svanlaugsson með 19 og Lárus bróðir hans með 14 gk-. Ármann 11—11—0 1032:834 22 ÍR 11—9—2 990:845 18 KR 10—7—3 889:790 14 UMFN 11—6—5 888:871 12 iS 11—5—6 790:899 10 Valur 12—4—8 1114:1017 8 Fram 11—2—9 744:868 4 Snæfell 11—0-11 648 951 0 Stighæstir: „Trukkur" Carter KR 313 Jimmy Rogers Á 286 Kristján Ágústss. Snæf. 251 Torfi Magnússon Val 250 Bjarni Gunnar ÍS 237 Þórir Magnússon Val 230 Jón SigurSsson Á 214 Kristinn Jörundsson ÍR 212 Kolbeinn Kristinsson ÍR 201 STAÐAN Fleiri leikmenn ná ekki 200 stig- um. Vltaskotanýting: MiSað viS 32 skot sem lágmark: RikharSur Hrafnkelsson Val 51:40 = 78% Jón Jörundsson ÍR 52:40 = 77% Kári Marlsson UMFN 50:37 = 74% Steinn Sveinsson ÍS 61:43 = 70% Kristinn Jörundsson ÍR 50:35 = 70% Jón Sigurðsson Á 44:30 = 68% Jón Héðinsson ÍS 32:21 = 66% Kristján Ágústsson Snæf. 55:35 = 64% Þorvaldur Geirsson Fram 33:21 = 64% Torfi Magnússon Val 77:48 = 62% Jimmy Rogers Á 52:32 = 62% Þórir Magnússon Val 36:22 = 61% Fleiri leikmenn sem hafa tekið fleiri en 32 skot ná ekki 60% nýtingu úr skotum slnum. gk —. BLAK Þróttarar nál sigri gegn Langdælnm ÞRÓTTARAR komu heldur betur á óvart á sunnudagskvöldið er þeir léku gegn UMFL I 1. deild íslandsmótsins I blaki. Á laugardagskvöld léku'þeir gegn ÍMA og sigruðu 3—0 I frekar daufum leik en þarna sýndu þeir þrumuleik og komust I 2—0 og burstuðu þeir Laugdæli I fyrstu hrinunni, en síðan unnu Laugdælir næstu þrjár hrinur og þar með leikinn 3—2. Þessi leikur var einn sá alskemmtilegasti f langan tfma og blakið sem liðin sýndu var á köflum mjög gott og margir Þróttarar léku þarna sinn besta leik í vetur. í lið Laugdæla vantaði einn aðal skellarann Harald Geir, sem skrópaði á leiknum, og hafði það sitt að segja f leik liðsins, enda var hann ekki upp á marga fiskana í fyrstu hrinu. Þróttarar léku mjög vel og sigruðu 15—3. Framspil og uppspil var nú það besta sem sést hefur til Þróttarliðsins í vetur og Guðmundur Pálsson með skelli sfna samsfða hliðarlfnu, og Jason Ivarsson, Valdemar Jónasson og Leifur Harðarson voru mjög ákveðnir f sókninni og sprengdu Laugdæli hreinlega. — í annarri hrinu náðu Laugdælir sér á strik og leiddu 7—6, en Þróttur jafnar 11—11 og sfðan komast Laugdælir f 13—12. Lok hrinunnar voru æsispennandi og boltinn gekk oft lengi lengi, því menn voru að redda út um ailt hús og oft var fallega bjargað í lágvörn. Þróttur hafði betur á endanum og marði sigur 16—14. — Þessir sigrar Þróttar í tveimur fyrstu hrinunum komu mjög á óvart og nú tóku Laugdælir á sig rögg, en þeir byrjuðu þriðju hrinuna ekki vel, 2—5, en minnkuðu muninn í 7—8 og leikurinn hélst jafn áfram 11 —12 fyrir Þrótt og nú fór fyrst að verða spennandi. Enginn hefði trúað því fyrirfram að Þróttur hefði getað unnið þennan leik 3—0, en það hefðu þeir svo sannarlega getað gert. Af einskærri óheppni töpuðu þeir hrinunni 15—12. Laugdælir voru nú komnir í stuð, Tómas Jónsson og Anton Bjarnason voru drjúgir, en skelltu oft út fyrir. Hjörtur Einarsson komst mjög vel frá leiknum, og eftir þvf sem leið á leikinn óx honum kjarkur, en hann, eins og flestir hinna klikkuðu oft og það gerði þennan barning. Laugdælir unnu fjórðu hrinuna 15—6 og voru Þróttarar alveg búnir. Þeir fóru þó vel af stað i úrslitahrinunni, en Laugdælir tóku brátt forystu 11 —5 og 1 2 — 9, en þrátt fyrir að Þrótturum tækist að minnka muninn í tvö stig, 11—13, þá náðu þeir ekki að jafna og sigur Laugdæla15—12 var staðreynd. PÓL. ÍMA hafði ekki roð við meisturum ÍS SEINNI leikur ÍMA í íslandsmótinu f blaki um þessa helgi var gegn ÍS á sunnudagskvöldið. ÍS sigraði auðveldlega 3—0. IMA menn voru mun daufari en gegn Þrótti daginn áður og náðu aldrei upp baráttu og gekk illa að sækja gegn stúdentum Fyrsta hrinan fór 15—4, en r byrjun annariar hrinu náðu þeir að halda í við ÍS og var jafnt 5—5, en sfðan ekki söguna meir og ÍS vann 1 5—7. Þriðja hrinan var líkt og hinar fyrri mjög dauf og engin spenna. ÍS sigraði auðveldlega 15—2 en þrátt fyrir þennan mikla mun á liðunum var spil stúdenta þunglamalegt og seinvirkt, en öruggt. — Stúdentar eru nú öryggir með sigur í þessu móti, þó svo þeir eigi eftir leik gegn UMFL fyrir austan. ÍMA er ansi hætt komið oq verður að teliast Ifkleqt til að falla f 2. deild. Þeir hafa ekki unnið hrinu f 6 leikjum en UMFB sem næst neðstir eru i deildinni hafa unnið 7 hrinur. PÓL. Víkingskonur unnu Þrótt 3:0 EINN leikur fór fram I islandsmóti kvenna I blaki ð sunnudagskvöld. Vikingur og Þróttur mættust og lauk leiknum me8 sigri Vikings 3—0. Þessi leikur var i forkeppni islandsmótsins og var aSeins spurning um hvort liðið hlyti efsta sætið I riðlinum, að visu á Vikingur eftir að leika við UBK. en telst sigurstranglegri og kemst þvi sennilega ásamt Þrótti i úrslitakeppnina um islandsmeistaratitilinn. Heldur blés byrlega fyrir Þrótti i byrjun leiksins. Þær komust i 6—2 og siðan 12—5, enda voru Vikingar eins og statistar á vellinum en Þróttararnir mjög friskir. Vikingsstúlkurnar tóku sig þó að lokum saman i andlitinu og tóku að vinna upp forskotið og á endanum höfðu þær jafnað og tókst siðan að merja sigur 16—14. Eftir þessar hrakfarir náðu Þróttarstúlkurnar sér ekki upp og töpuðu næstu hrinu stórt, 3—15, og siðasta hrinan fór 15—8 fyrir Viking og var sigurinn sanngjarn þvi Vikingsstúlkurnar voru mun ákveðnari og sóknin beittari hjð þeim. Þróttarlið átti frekar slæman dag en bestar i liðinu voru Sigurlin Óskarsdóttir og Sigriður Þorsteinsdóttir. Hjá Vikingi var Anna Aradóttir mjög góð og Karólina Guðmundsdóttir, Málfriður Pálsdóttir og Ágústa Andrésdóttir stóðu sig einnig ágætlega. Dómararnir, Haukur Valtýsson og Björgólfur Jóhannsson, voru vægast sagt mjög óákveðnir. PÓL. — Enska knattspyrnan Framhald af bls. 24 United, þar sem Ulfarnir eru jafnan nokkuð erfiðir heim að sækja og sjálfsagt hefur þessi ágæti árangur gefið liðinu byr undir vængi. Bradford City náði ekki þvi markmiði sinu að verða fyrsta 4. deildar liðið sem kæmist i undan- úrslit ensku bikarkeppninnar. Leikur liðsins við Southampton var ekki ójafn, og munaði þar mestu að leikmenn Bradford börðust af miklum krafti frá upp- hafi til enda. Það var Skotinn Jimmy McCaliog sem skoraði sigurmark Southampton i leiknum við mikinn fögnuð fjöl- margra áhangenda Southampton- liðsins sem fylgt höfðu því til Bradford. Þrátt fyrir þessi úrslit niá Bradford vel við sinn hlut í keppninni una, og komið hefur meira í kassann hjá félaginu fyrir þátttöku þess í bikarkeppninni en samtals fyrir alla leikina i 4. deild i vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.