Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Kaupmannahöfn 8. marz—NTB HINN kunni danski rithöf- undur Tove Ditievsen er látinn, 57 ára að aldri. Hún fannst lát- in f fbúð einnar vinkonu sinnar á sunnudagskvöld. „Ég lifi að- eins þegar ég skrifa," sagði hún eitt sinn. „Mér er það nauðsyn að skrifa. Eg skrifa til að tjá sjálfa mig og þar með einnig til að skilja aðrar manneskjur." Strax f fyrstu bók sinni, Tove Ditlevsen látin „Pigesind**, tók hún fyrir stef sem átti eftir að ganga sem rauður þráður gegnum Ijóð hennar, skáldsögur og smásög- ur lffsskilyrði konunnar og ást- arinnar, en einnig lét hún stöðu hinna veikbyggðu f samfélag- inu, einkum barna, til sfn taka. Meðal bóka hennar voru „Man gjörde et barn fortræd", og „Barndommens Gade“. 1 minn- ingabókum sfnum var hún op- inská, og ein þeirra, „Gift“, vakti mikið umtal vegna áhrifa- mikillar lýsingar á baráttu hennar við eiturlyfjasýkina. Tove Ditlevsen hlaut mikinn fjölda viðurkenninga fyrir rit- störf sfn. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins: Tundurskeytabátur til Islands pólitísk ákvörðun Ási, Noregi 8. marz | Frá fréttaritara Mbl. Guðmundi Stefánssyni: STA VANGER Aftenblad birti um helgina viðtal við Guðmund Kjærnested skipherra. Segir Guðmundur þar, að hann fagni því að styrkja eigi landheigis- gæzluna. Hann telur þó vafasamt að Noregur eða: önnur Norður- lönd vilji lána okkur eða selja tundurskeytabáta. Segir Guðmundur að hann hafi í Tromsö séð tundurskeytabáta þá sem til greina komi og hefur eftir áhöfn slfks báts að þeir komi varla að fullum notum í slæmum veðrum við strendur Islands. Guðmundur segir að lokum að helzt sé að leita fanga hjá Bretum því þeir hafi alltaf viljað selja vopn, jafnvel til andstæðinga ERLENT Þá hefur Stavanger Aftenblad það eftir Eigil Helle, blaðafull- trúa utanrikisráðuneytisins, að engin fyrirspurn um kaup eða leigu á tundurskeytabátum hafi borizt frá Islendingum. Segir hann að Noregur selji einungis vopn og annan striðsútbúnað til annarra NATO-landa, en þótt Island sé í NATO þá eigi það í deilum við annað NATO-land, og þvi sé það spurning hvort styðja eigi annan aðilann. Það sé pólitísk ákvörðun og sú ákvörðun verði ekki tekin fyrr en íslenzk fyrir- spurn liggi fyrir. Þá kannast Helli ekki við að íslenzkur skipherra hafi verið i Noregi að skoða tundurskeytabáta. Odýrar feröir til gagns og gleði Kaupmannahöfn Tískusýning (Skandinavian Fashion Fair) Brottför 1 7. mars__ Gull og silfurvörusýn- ing Brottför 30. apríl Húsgagnasýning Brottför 1 1. maí. Verð frá kr. 38.000.00 París (Pret a Porter) London (Int. Fashion Fair) Alþjóðlegar kventískusýningar Brottför 2. apríl 9 daga ferð með gistingu og morgunverði Verð frá kr. 59.900.00 Costa Blanca 2ja og 3ja vikna ferðir Brottfarardagar 9. apríl 25. apríl 12. maí 31. mai 14. júní 28. júní 19. júlí 9. ágúst 23. ágúst 13. sept. Leipzig Alþjóðleg vörusýning Brottför 1 2. mars Verð með gistingu í viku Kr. 55.200.00 Alþjóðleg vörusýning Brottför 27. apríl m Feröamiöstöðin hf. Aðalstræti 9, símar 28133 og 11255. Reykt trippakjöt Leyfilegt verð 380.- Tilboðsverð Svínalifur Leyfilegt verð 450.-^ Tilboðsverð Ljóma smjörlíki 500 g Leyfilegt verð 1 29,- Tilboðsverð I 2«““ Niðursoðnar ferskjur 1/1 Leyfilegt verð 240 - jE*l*Í Tilboðsverð 1 80 ■ Vals ávaxtasafi 2 lítrar Leyfilegt verð 833.- Tilboðsverð 390.------- Extra Sítrón þvottalögur 2 lítrar Leyfilegt verð 293.- Tilboðsverð 209.— Glös 4 stk. frá Libbey Leyfilegt verð 690.- 498.— Tilboðsverð Baðmottusett 3 stk. Leyfilegt verð 6.900.- Tilboðsverð 3.900. 1 B Brautryðjendur lækkaðs vöruverðs og alltaf í fararbroddi. IfMlnÍMÓ) llSK SKEIFUNN115

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.