Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Útg«fandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasólu 40.00 kr. eintakið. Hlutskipti fjölmargra smáþjóða, þjóðarbrota og þjóðflokka, sem eru hluti stærri ríkisheilda, fer yfirleitt framhjá hinu svo- kallaða almenningsáliti í heiminum a.m.k. þegar um einræöisríki er aó ræða. Um þetta mætti nefna mörg dæmi, svo sem um örlög þjóða, sem innlimað- ar hafa verið i Ráðstjórnar- ríkin, en frá þeim heyrist lítt og svo virðist sem bar- áttuþrek þeirra hafi verið kæft að langmestu leyti. Þaö verður hins vegar ekki sagt um Kúrda, þessa tveggja milljón manna þjóð, sem býr fyrst og fremst í írak. Barátta Kúrda hefur vakið heims- athygli við og vió á undan- förnum árum, þegar hún hefur komizt á viss úrslita- stig og er því fólki víða um lönd vel kunn. Fyrir um það bil einu ári urðu Kúrdar, sem þá höfðu háð harða baráttu við her- sveitir íraksstjórnar um nokkurt skeið, að gefast upp og var þeim heitiö því, að réttur þeirra yrði virtur meö ýmsum hætti. En eins og svo oft vill verða, hefur ekki verið staðió vió þau heit. Hér á íslandi hefur verið starfandi sérstök nefnd til hjálpar Kúrdum og fyrir nokkru kom hing- að fulltrúi frá sams konar nefnd í Svíþjóð og skýrði frá hlutskipti Kúrda, eftir að styrjöldinni í írak lauk. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem sænska og íslenzka nefndin hafa borið á borð, hefur kerfisbundið verið unnið að því að upp- ræta kúrdískt þjóðerni. Til þess er beitt gamalkunnum ráðum. Mikill fjöldi Kúrda er fluttur til innan íraks til héraöa þar sem meginhluti íbúanna eru Arabar. Þessir flutningar hafa aö sjálf- sögðu verið nauðungar- flutningar, en síðan hafa Arabar verið fluttir til hér- aða Kúrda. Þessa aðferð við að uppræta þjóðerni þekkja menn vel frá Ráð- stjórnarríkjunum og er skemmst að minnast þjóða þeirra, sem bjuggu í Eystrasaltslöndunum. Þá hefur einnig verið unnið að því að eyða tungumáli Kúrda með því að hætta að kenna á kúrdísku í skólum og í borg sem hefur verið algerlega kúrdísk hefur verið lagt blátt bann við því, að kennsla fari fram á tungumáli Kúrda. Enn- fremur hefur háskóladeild í Bagdad í kúrdískum fræð- um verið lokað. Það er dáh'tið misjafnt hvaða málefni þaó eru sem vekja athygli um heims- byggðina og grípa hugi fólks. En víst er, að hlut- skipti þessarar tveggja milljón manna þjóðar, sem aðallega hefur búió í Irak, hefur ekki vakið þá athygli um heimsbyggðina sem vert væri. Svo lítill áhugi hefur verið í veröldinni á málefnum Kúrda, að sjaldnast hefur málstaður þeirra fengið að hljóma í sölum hinna Sameinuðu þjóöa. Hvað veldur því að styrjöldin í Víet Nam tröll- reið fjölmiðlum um allan heim í meira en áratug, og að Sovétríkin geta gert Angóla að áhrifasvæði sínu án þess að nokkur taki eft- ir? Hvað veldur því, að stjórnvöld í írak geta kerfisbundið skipulagt og framkvæmt þjóðarmorð á tveggja milljón manna þjóð án þess að eftir því sé tekið og án þess að nokkur þjóð, sem aðild á að hinum Sameinuðu þjóðum, sjái sér fært eða sjái ástæðu til aó vekja athygli á málstað þeirra á þeim vettvangi? Slíkar spurningar og fjöl- margar aðrar leita á hug- ann, þegar menn kynna sér hlutskipti þessarar þjóöar í írak. Er það olía Arabanna, sem veldur því, að enginn þorir að taka upp hanzkann fyrir Kúrda? Eru það hinir stærri hagsmunir stórveld- anna, sem ráða ferðinni í þeim efnum? Hvað hefur breytzt í þessari veröld til hins betra á okkar tímum, ef neyðaróp slíkrar þjóðar má hvergi heyrast, þar sem fulltrúar þjóðanna koma saman? Mörgum kann að finnast, að málefni Kúrda séu okk- ur íslendingum fjarlæg og aö ekki sé ástæöa til að við gerum örlög þeirra að sér- stöku baráttumáli okkar. Vel má vera að svo sé, að minnsta kosti sýnist ýms- um, að við höfum nóg meö okkar hlut um þessar mundir en vissulega er það hlutverk smáþjóðanna, sem ekki eiga sömu hags- muna aö gæta og stórveldin að taka upp réttlætismál af því tagi, sem hér er á ferð- inni og gera veröldinni grein fyrir því hvað er að gerast. Það er eðlilegt, að Norðurlandaþjóðirnar beiti sér fyrir því, að mál- efni Kúrda verði tekin upp á þingi Sameinuðu þjóð- anna og þrýstingur lagður á stjórnarvöld í irak til þess að þau leyfi Kúrdum að lifa i friði á sínum land- svæðum. Tvöfalt siðgæði dugar ekki. Við getum ekki gagnrýnt kynþáttamisrétti i Bandaríkjunum eða Suð- ur-Afríku og þagað þunnu hljóði yfir þjóðarmorði í írak. Hlutskipti Kúrda Þorsteinn Sigurðsson sérkennslufulltrúi: Samfélagið og hinir þroskaheftu HVERT «r viðhorf almennings til afbrigðilegra einstaklinga? Hvaða tilfinningar vekur það hjá okkur ef slíkt fólk verður á vegi okkar? Fyllumst við vorkunnsemi, vaknar hjá okkur viðbjóður eða setur að okkur hlátur? Það fer sjálfsagt eftir þekk- ingu hvers og eins á fötluninni sem um er að ræða og e.t.v. persónulegum tengslum við slíkt fólk. Það á við um þetta eins og allt annað, að því meiri vitneskju sem við öðlumst um fyrirbærið þeim mun eðlilegri verða við- brögð okkar gagnvart þvi. Hér á landi hefur skort almenna fræðslu um eðli og orsakir hinna ýmsu tegunda þroska- heftingar og í skjóli vanþekk- ingarinnar sem af þvi leiðir verður svo til hið rikjandi mat samfélagsins á vanheilu fólki sem endurspeglast í fáránlegu viðhorfi almennings til þessara einstaklinga og ófullnægjandi og fálmkenndum aðgerðum hins opinbera til að veita þá samféiagslegu þjónustu sem öðrum þegnum þjóðfélagsins stendur til boða. 1 þessu greinarkorni ætla ég einungis að ræða þá tegund þroskaheftingar sem nefnd er vangefni. Hvað felst í því að vera vangefinn? Fyrst og fremst það að tiltekin líffæri sem annast svokallaða greindarstarfsemi hafa skaddast eða ekki náð eðlileg- um þroska af einhverjum ástæðum — stundum þekktum, oft óþekktum. Afleiðingarnar eru þær að einstaklingur sem fyrir slíku áfalli verður (oftast i fósturlífi eða við fæðingu) á í örðugleik- um með móttöku, úrvinslu og varðveislu hvers konar skyn- áreita; með öðrum orðum hann á mjög erfitt með að skilja og læra. Af þessu leiðir sam- svarandi örðugleika við að hag nýta sér tákn sem er forsenda hvers kyns máls og þar af leið- andi nær allrar tjáningar; þ.e.a.s. einstaklingurinn á mjög erfitt með að láta í ljós þarfir sinar og tilfinningar. Vangeta af þessu tagi spannar allt bilið frá algeru starfsleysi til þess sem talin er eðlileg greindarstarfsemi. Það er svo aftur skilgrein- ingaratriði hvenær einstakl- ingur er talinn vangefinn og hvenær ekki. Uppeldis- aðstæður sumra þroskaheftra barna geta beinlínis ráðið úr- slitum um það, hvort þau verða á fullorðinsaldri skilgreind vangefin eða normalgreind. En hvað er annað um hinn vangefna að segja en það að Þorsteinn Sigurðsson greindarstarfsemi hans sé skert? Hver er skoðun þeirra vísindamanna sem gerst mega um þetta vita? Dr. Ingrid Liljeroth sem stundað hefur rannsóknir á persónuleika vangefinna hátt á annan áratug leggur höfuðáherslu á það að hinn vangefni sé manneskja með tilfinningar, þarfir og lifanir eins og annað fólk, og hann hafi möguleikatil að þróa sérstæðan persónuleika eins og aðrir — ef við gefum honum tækifæri til alhliða þroska. For- sendur þess að slíkt sé unnt eru þær að hinum vangefnu séu búnar uppeldisaðstæður í sam- ræmi við niðurstöður vísinda- legra rannsókna á sálarlífi og þroskamöguleikum vangefinna — og skal nánar vikið að þessu síðar. Það sem á hinn bóginn kemur í veg fyrir að vangefnir þrosk- ist eins og þeir hafa raunveru- lega möguleika til að mati dr. Liljeroth eru fáránleg viðhorf okkar byggð á fordómum og svörtustu vanþekkingu: — við metum manngildi eftir greind eða framleiðslu- afköstum, — við lítum á vangefna sem sjúklinga, — við álítum að einhver hafi ekki mannlegar þarfir af því að hann krefst þess ekki að þeim sé fullnægt, — við álítum að einhver upplifi ekkert af því að hann sýnir þess engin merki, — við ákveðum uppeldis- markmið og kennsluaðferðir eftir læknisfræðilegri grein- ingu, — við vorkennum þessum vesa- lingi, — við notum hinn vangefna til að stunda góðgerðarstarfsemi, — við sviptum hinn vangefna almennum mannréttindum. En nvað ber okkur þá aó gera? Svarið er: að taka upp þá stefnu sem felst í hugtakinu „normalisering", en í þá átt er nú stefnt í þeim löndum sem lengst eru komin á þessu sviði. Einn helsti frömuður þessarar nýju stefnu, Bengt Nirje, segir grundvallaratriði normaliseringar vera: „að gera vangefnum kleift að búa við lífsskilyrði sem séu eins lik lifsskilyrðum annarra þjóð- Æskulýðs- og fórnarvika 1976 CjU() þarfnasl þiiina félagsþegna og framast sé unnt. Þessi kenning á við um alla vangefna, hvort sem þeir eru mikið eða lítið vangefnir og hvort sem þeir búa heima hjá sér eða á stofnunum með öðru vangefnu fólki. Kenningunni má framfylgja við öll þjóð- félagsskilyrði og meðal fólks á öllum aldri, og unnt er að aðlaga hana að breyttri þjóð- félagsstöðu og þeim þroska sem einstaklingurinn kann að taka. Þar af leiðandi ætti þessi kenn- ing að geta verið eins konar leiðarljós fyrir allt það starf sem unnið er fyrir vangefna, þ.e. alla læknisfræðilega, uppeldisfræðilega, sálfræði- lega, félagslega og stjórnmála- lega viðleitni á þessu sviði.“ Það sem í normaliseringu felst er m.a. að hinir vangefnu búi innan um aðra, og séu þátt- takendur i samfélaginu að svo miklu leyti sem þroski og geta leyfir. Hinn vangefni á að búa á heimili sínu ef þess er kostur, annars á fámennu vistheimili eins líku venjulegu heimili og hægt er. Hann á að fara daglega af heimili sinu I skóla eða til vinnustaðar síns, hvort sem um er aó ræða almennan vinnu- stað, verndaðan vinnustað, eða stað þar sem stunduð er afþrey- ingariðja,. allt eftir þvi sem aldur og geta segir til um. A kvöldin og um helgar á honum að gefast kostur á tóm- stundaiðju eða hvíld í félags- skap sem hann sjálfur kýs ýmist á heimili sinu, í almennu eða vernduðu tómstundaum- hverfi. Helgar og hátíðisdagar eiga að hafa persónulega þýðingu fyrir hinn vangefna eins og annað fólk og hann á að fá leyfi frá námi sínu eða störfum eins og allir aðrir. Þá eiga hinir vangefnu að njóta eðlilegra samvista við gagnstætt kyn á nákvæmlega Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.