Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 r A Þjóðhagsstofnun: Hér fer á eftir greinar- gerd, sem Þjóðhagsstofn- un hefur tekið saman um áhrif hinna nýju kjara- samninga sjómanna. Kerfisbreytingin Við gerð samninga urrt^kaup og kjör sjómanna á bátaflotanum í marzmánuði 1975 óskuðu samn- inganefndir Sjómannasambands Islands og Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna eftir því, að ríkisstjórnin hlutaðist til um gagngera endur skoðun á gildandi lögum og reglum um sjóði sjávar- útvegsins, auk þess sem samhengi • milli sjóðanna og skiptaverðs sjávarafla og þar með aflahluta áhafna yrði tekið til rækilegra skoðunar. I samræmi við þessar óskir skipaði ríkisstjórnin á siðast Iiðnu vori nefnd manna til þessa verks og til þess að gera grein fyrir hugsanlegum, samræmdum breytingum á starfsemi sjóðanna og gildandi hlutaskiptareglum. 1 nefnd þessari áttu sæti sex full- trúar sjómanna og þrir fulltrúar útvegsmanna auk forstöðumanns þjóðhagsstofnunar, sem var for- maður nefndarinnar. Hinn 19. janúar siðast liðinn skilaði nefndin sameiginlegu áliti sínu í ítarlegri skýrslu, þar sem settar voru fram tillögur og á- bendingar nefndarinnar umbreyt- ingar á útflutningsgjöldum, sjóð- um og hlutaskiptareglum. Kjarninn í tillögum nefndar- innar var, að færa skyldi nálægt fjórum milljörðum króna á árí úr fjárráðstöfun sjóða sjávarútvegs- ins yfir i fiskverðsgreiðslui til sjómanna og útvegsmanna, með því að fella niður gjald til Olíu- sjóðs og lækka greiðslur iðgjalda úr Tryggingasjóði um þvi sem næst helming, auk þess sem greiðslur í Stofnfjársjóð skyldu lækka. Þessar breytingar fela í sér lækkun útflutningsgjalda úr rúmlega 16% í6% af heildarverð- mæti sjávaraflans. Ahrií þeirrar stórfelldu breyt- ingar, sem felst í tillögum nefnd- arinnar eru einkum tvenns konar. I fyrsta lagi lækkar hráefnis- kostnaður vinnslunnar vegna lækkunar útflutningsgjalda, og á jteirri forsendu, að ekkert af þess- um gjaldalétti falli vinnslunni í skaut, sem segja ma, að sé að því leyti til eðlilegt, að stærstum hluta sjóðanna hefur verið varið til þess að greiða útgerðarkostn- að, þá myndast svigrúm til þess að . hækka fiskverð sem þessari lækk- un hráefniskostnaðar nemur. I öðru lagi leiðir breytingin á sjóðakerfinu til stórlega aukins kostnaðar við utgerð. Mestu mun- - ar hér um, að gasolíuverðið hækk- ar úr kr. 5,80 í kr. 25,30 hver lítri, en beinn hlutur útvegsins í vá- tryggingarkostnaði eykst úr 25% í 70—75% af heildarkostnaði. Til þess að gera útgerðinni kleift að standa straum af auknum olíu-, trygginga- og stofnf járkostnaði taldi nefndin einkum þrjár leiðii koma til greina; að skiptaverð- mæti yrði skilgreint sem verð- mæti aflans á nýju Verðlagsráðs- verði að frádregnum brennslu- olíukostnaði; eða skiptaverðmæti yrði skilgreint sem verðmæti afl- ans á nýju Verðlagsráðsverði að frádregnum föstum prósentufrá- drætti mismunandi haum eftir stærð skipa; eða skiptaverðmæti yrði skilgreint sem verðmæti afl ans á nýju Verðlagsráðsverði og skiptaprósentur yrðu lækkaðar. Tillögur nefndarinnar um lækkun greiðslna til sjóða sjávar- útvegsins voru afgreiddar sem lög frá Alþingi hinn 13. febrúar síð- ast liðinn. Lög þessi skyldu taka gildi, þegar samkomulag hefði náðst milli sjómanna og útvegs- manna um þær breytingar á hluta skiptareglunum, sem fylgdu hverri þeirra þriggja leiða, sem valin yrði, og nýtt fiskverð hefði verið ákveðið í samræmi við til- lögur og ábendingar nefndarinn- ar. Áhrif kerfisbreytingarinn- ar á fiskverðið og nýtt fisk- verð frá 15. febrúar 1976. Við fiskverðsákvarðanir Verð- lagsráðs sjávarútvegsins er á hverjum tíma tekið tillit til út- flutningsgjalda og verðjöfnunar- greiðslna, þegar tekjur vinnsl- unnar eru metnar, og má því segja, að fiskverð sé þess vegna ákveðið lægra eða hærra en ann- ars væri. I framhaldi af tillögum nefnd- arinnar um lækkun greiðslna til sjóða sjavarútvegsins voru nefnd- armenn sammála um, að meðal- verðhækkun af völdum kerfis- breytingarinnar án tillits til markaðsaðstæðna eða annarra atriða, sem verðákvörðunina kynnu að varða, mætti meta sem næst 24% fyrir bolfiskafla. 28- 30% fyrir skelfisk og hörpudisk og 35% á loðnu. Þessar ábendingar um fisk- verðsbreytingar eru sem fyrr seg- ir eingöngu byggðar á tæknilegu mati á áhrifum breytingarinnar á sjóðakerfinu án tillits til ytri að- stæðna. Ahrif breyttra markaðs- aðstæðna og annarra atriða, er varða fiskverð, eru sem fyrr met- in á vettvangi Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins. Yfirnefnd Verðlagsráðsins ákvað á miðnætti s.l. sunnudag 29. febrúar fiskverðshækkun, Nýir kjarasamningar og fiskverðshækkun hafa fært sjómönnum verulega kjarabót Afar erfitt fyrir útgerð að standa undir kostnaðarauka :) Hrl.Vjii- IT- álrif t-1-estinf-j s-.ó\fterfisir.s a Ui" 'M*^ x hásítsr.L'itar í'.rir rre'". eft_r crv.*. j 1 sr utccrarar | a) m.v. ii nvenr: : air-:r. r) r..v. If. merji í alúíu 115,S lu?,2 ItærTÍ skuttogarsr ,Tnenr‘ fastakau;. háset á heiiu ári i kr.733.164 73t ,2 Heildai'kaup hasc-ta 1) , leitir rigVwmnóshaWo;* 3. «» '-\í ™ tií enr. frenari i<ö*unar a I.V.r*-- sjcBCTa.fr 1,7-:,« «•)»*, « «oíakerf«- iuww sjomairia á jKuttafurunœ gw S, tó-'eró'teíiii, mmr heiIdarnsMtunin a hlutw ha.e.e hre-.'tingin ein ser leífirtil. í Þeln- “Úq r>y sTarri. Hiuttrr.ix yrbu •■‘-■'-J.'ý: *;. hví « 7*9.000 kronit a irunni tcfnwrn. ^ url„f. „r UT 1.103.000 á stirri togurun* (.,.0v.u- ’<& orlofs) a' minni Tsgurunuj, "E yt* to&ir i heilu ári. ortofi), en fasTafaupiö a «« «*»« er w ^hí„Ta „.».,37 í minuti. =r verti pv ,, Hír er miöaö vi& at fastataur taWci um 6,7* fra nldandt fastakaup. / ' „_,7 o<- \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.