Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 ■Wirlit yfir afkomu )5 almennra hafna 1975 (Áælun) r SkyrS'U og gjalrlskrúrniál hafna, sem lögS var fr m, á '«• arsfund, Hafnasamhandsins 21 nóv 1975 Akranus .......... Akureyri ......... Bolungarvík . .. . Dalvík ........... ! Kskifjörður ..... (Irundurfjörður Hafníirfjörður ... Húsjivík ......... Höfn i Hornafirði ísafjörður ....... Óhifsvík ....... Siindgerði ........ Sanðárkrókur \'o|>nafjörður I’ingeyri ......... jVaxtajjreifislur (allarj Aafhorjíanir af (Ireirtsiuaf- ar^j«>J(| fös|uiii lánuin ■ —1 l»ús. kr. 2 ;i íh>(> 2,‘J 777 4 421 4 7<><) 5 2öí) 3 38! 27 1)35 1) 100 <S 041 14 395 7 895 5 5í)£ 5 291) 4 349 4 050 . kr. 9 283 20 300 14 074 3 983 2 050 1 205 12 037 4 401 4 035 8 779 0 134 5 800 5 789 5 881 4 137 l»ús. kr. } 7 093 }- 879 - 11 948 1 504 1 874 823 3 494 2 158 7 4 484 234 4 303 2 039 2 300 íireirtsluaf- konia JDT.i |)ús. kr. ' 2 725 + 1 108 — 4 502 -4- 1 259 + 072 73 + 403 + 308 2 030 -t- 729 2 000 1 104 2 030 5 730 704 Utsvör 1975 I>ús. kr. 103 043 350 155 35 901 31 249 27 801 25 588 427 700 07 393 45 423 122 898 45 058 35 030 52 821 25 911 14 201) ri<l rfkslríirgjölcl. v.-slir ,* ,.fl,„rs„„ir. ckkl hofna , frnm. I i l'.r. hcK.ir grciilcl l„if„ kvæmdakost nafii. : ' Mi,S‘rfi Viíí si>"w sl“l>‘- "H vöruumrrrcl ,i,n,,n,rl„ .... ,,,7, . vm.s „lí lilcur l„.,„li, ,||. h f ’’ ’ . K '',/4 hf '„ruumfrrð ),ef„r mínnkað, „n„,n.u.„ ini„,ik..|r u-kjur fisklhahmmm"^ »k„„i. ,Mi„„ki,» ^járhagsstaða fiskihafna: Greiðsluhalli fiskihafna allt að 33% af útsvars- tekjum sveitarfélaga Aðeins samningafundur með farmönnum í gær Sigurlaug Bjarnadóttir (S) og fleiri þingmenn (úr öllum þingflokkum) flytja tillögu til þingsály ktunar um stööu hafnarsjóða, svohljóðandi: „Al- þingi álvktar að skora á ríkis- stjórnina aó hlutast tii um nú þegar, aö gerð verði ítarleg athugun á stöðu hafnarsjóða í landinu. Skal sú athugun bein- ast sérst ak lega að: 0 1. Itiutdeild ríkisins i stofn- kostnaði hafnarmannvirkja 0 2. Mismunandi aðstöðu hafna vegna náttúruskil- yrða. 0 3. Arðsemi hafna með tilliti til framleiðslu og verðmæta- sköpunar. 0 4. Sérstökum ráðstöfunum tii að létta greiðslubvrði þeirra hafnarsjóða sem verst eru settir, sbr. bráða- birgðaákvæði giidandi laga um Hafnarbótasjóð. Athugun þessi skai enn frem- ur fela í sér endurskoðun á lögum um landshafnir. Niður- stöður og tillögur skulu liggja fvrir við upphaf næsta þings. I greinargerð kemur fram að ör uppbygging fiskiskipastóls okkar hafi kallað á fram- kvæmdir í hafnargerð, sem fært hafi sveitarfélögum veru- legan litgjaldaauka, sem mörg þeirra fái ekki undið risið. Fjárhagsstaða hafnarsjóða sé nú almennt slík, að endurskoða Jón Ármann Héðinsson (A) mælti í efri deild Alþingis i gær fyrir frumvarpi tillaga, sem fjall- ar um heimildir til ,,að bjarga mjólk frá eyðileggingu í vinnslu þegar verkfali er“. Samkvæmt t'rumvarpinu skal fo; stöðumanni mjólkurbús heimilt að kveðja til starfa nægilegt vinnuafl 3‘/4 sólar- hring eftir að vinnsla mjölkur stöðvast vegna verkfalls, svo mögulegt verði að bjarga og vinna mjólkina í smjör, ost og undan- rennu. Þær afurðir, sem kunna að /erða framleiddar undir slíkum verkfallskringumstæðum skulu „eldar í samráði við heilbrigðisyf- irvöld á hverjum stað. Hver sá, sem hindrar með einhverjum hætti af ásettu ráði vinnslu mjólk- ur vió þær aðstæður, er frumvarp- ið gerir ráð fyrir, skal sæta sekt- um minnst kr. 100.000.00 og varð- Sigurlaug Bjarnadóttir. þurfi hana sérstaklega, bæði skiptingu stofnkostnaðar og gjaldskrármál. Greiðsluhalli hafnarsjóða nemi nú víðast hvar umtalsverðum hluta útsvara sveitarfélaga, eða frá 5 til 10% og dæmi sé til um allt að 33%. Eigi þetta einkum við um ýmsar fiskihafnir, sem gegni veigamiklu hlutverki fyr- ir verðmætasköpun f þjóðarbú- inu, en séu viðkomandi sveitar- félögum óviðráðanlegir skulda- baggar að öllu óbreyttu. Frum- varpinu fylgir meðfylgjandi tafla, er sýnir fjárhagsstöðu 15 fiskihafna. haldi skv. hegningarlögum sé um endurtekið brot að ræða. Jón Armann sagði frumvarp þetta fjalla um viðkvæmt mál, en hins vegar væri naumast verjandi að hella niður mjólk með þeim hætti sern gert hefði verið í sið- asta verkfalli, og því væri frum- varp sitt flutt. Halldór E. Sigurðs- son, landbúnaðararráðherra, Steinþór Gestsson (S) og Ingi Trvggvason (F) fögnuðu frum- varpinu sem jákvæðu innleggi í viðkvæmt vandamál. Samkomu- lag aðila vinnumarkaðar væri að vísu æskilegur undanfari löggjaf- ar af þessu tagi og sjálfsagt væri að hafa samráð við þá í athugun þingsins á frumvarpinu. Geir Gunnarsson (K) taldi frumvarpið höggva að helgum rétti iaunþega til nauðvarnar í kjaramálum og furðu gegna, að SAMKVÆMT upplýsingum Torfa Hjartarsonar, sáttasemjara rfkis- ins, hófst f gær fundur klukkan 14 með farmönnum og fulltrúum skipafélaganna. Ekki hafði verið boðaður fundur með sjómönnum áAustfjörðum og sagðiTorfi að deilan þar væri I athugun. Þá hefur heldur ekki verið boðaður fundur f deilu sjðmanna á Stokks- eyri og ekki f deilu verkakvenna á Akranesi. 1 deiiunni á Austfjörðum hefur það sérstaklega komið fram að sérstök óánægja sé meðal sjð- manna með kjör manna á minni gerð skuttogara og að deilan snú- ist aðaliega um það. Kristján Ragnarsson, formaður LlÚ, sagði I viðtali við Mbl. I gær að fulltrú- ar sjómanna á Austfjörðum hefðu verið aðilar að þvf sam- komulagi, sem gert var um hluta- skiptareglurnar og þvf kvað hann þetta mál ekki vera sérstakt fyrir Austfirðinga. Kristján sagðist vera hissa, að óánægja skyldi koma upp vegna kjara á þessum skipum, þar sem meðalháseta- iaun á 38 skipum á sfðasta ári voru 199.600 krðnur á mánuði. Vegna fiskverðshækkana á sfðast- liðnu ári og vegna kerfisbrevting arinnar nú og miðað við óbreytt- an afla, yrðu meðalhásetalaun á sömu skipum 247.300 krónur á mánuði. Kristján kvað sjómenn á minni skuttogurunum tvfmæla- laust vera tekjuhæstu sjómenn á Islandi ( dag og þvf sagðist Kristj- án ekki sjá hvers vegna ætti að koma til sérstakra erfiðleika við þá aðiia. Þá barst Morgunblaðinu ( gær fréttatilkynning frá VSl vegna frásagna fjölmiðla af vcrkfalli kvennadeildar Verkalýðsfélgs Akraness og þess ágreinings, sem risið hefur á Akranesi um efnis- atriði nýs samnings um kaup- tryggingu verkafólks f fiskvinnu. 1 þvi sambandi vilja Vinnuveit- endasamband lslands og Vinnu- Sýnir í Keflavík STEINÞOR Marínó Gunnarsson hefur opnað málverkasýningu í Iðnaðarmannahúsinu í Keflavík og sýnir hann þar 45 málverk, olíumvndir, lágmvndir og vatns- litamvndir. Sýningin verður opin til 14. marz, þ.e. henni lýkur næst- komandi sunnudag. Steinþór Marinó hélt síðast sýningu á Kjarvalsstöðum í ágúst síðastliðnum. Þessi sýning hans í Keflavík verður opin daglega frá kiukkan 18 til 22 dag hvern, nema um helgina, þá verður hún opin frá klukkan 14 til 22. r máiasamband samvinnuféiag- anna taka fram eftirfarandi: „1. Hráfenisöflun til fisk- vinnslustöðva er víða skrykkjótt og óstöðug, og getur af hlotist margvís „ leg óvissa bæði fyrir vinnuveitanda og starfsfólk hans. Vegna sérstöðu fiskvinnslunnar að þessu leyti hafa lengi verið um það ákvæði í kjarasamningum verkafólks, að ekki þyrfti að greiða kaup ef vinna félli niður vegna skorts á verkefni. I febrú- arsamningum 1974 var í fyrsta sinn samið um að verkafólk f fisk- vinnu skyldi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum eiga rétt á að gera sérstakan ráðningarsamn- ing, er tryggði þvl kaup um nokk- urt skeið, þótt vinna félli niður vegna hráefnisskorts. Þó skyldi vinnuveitanda heimilt að segja samningum þessum upp með til- teknum fyrirvara, enda öðlast verkafólk rétt til atvinnuleysis- bóta með venjulegum hætti með- an kauptryggingarsamningur gildir ekki. 2. Fljótlega eftir að fyrrgreind- ur kauptryggingarsamningur hafði tekið gildi kom I Ijós, að sum ákvæði hans voru óskýr, auk þess sem bókstafstúlkun gat leitt til ástands, er braut gegn upphaf- legúm tilgangi samningsins, að eftir að vinna hæfist á ný, skyldi verkafólk njóta áunninna rétt- inda. Vinnuveitendur töldu að ef skýra ætti ákvæðið þannig, að vinnsla væri hafin á ný, þegar einungis væri um einstaka farma að ræða en ekki eðlilega vinnslu, gæti það orðið til þess, að fisk- vinnslustöðvar vísuðu tiifallandi förmum frá fremur en að kalla fólk út til starfa t.d. í einn dag gegn því að þurfa þá að borga kaup í marga daga áður en ný uppsögn tæki gildi. Vegna sllkra ágreinings- og vafaatriða hófust þegar á síðastliónum vetri samn- ingaumleitanir um skýrari reglur um framkvæmd og túlkun kaup- tryggingarsamninga. Báru þær að vísu ekki árangur fyrr en nú. 3. Samkomulag það, sem nú náðist við Verkamannasamband Islands, setur skýrari reglur um þau atriði, sem áður var um deilt. Vinnuveitendur hafa fallist á, að áunnin réttindi verkafólks skuli vakna við þegar vinnsla hefst á ný að yfirstaðinni vinnslustöðvun. Þá hafa samningsaðilar fallist á skilning stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs varðandi það við hvaða tíma skuli miða kaup- tryggingarréttindi, uppsögn ráðningarsamnings og gildistöku nýs ráðningarsamnings. slíkt frumvarp kæmi fram frá hendi þingmanns Alþýðuflokks- ins. Bændur nytu lögum sam- kvæmt góðs af þeim kjarabótum í kjarabaráttunni. -Frumvarpið „opnaði dyr“ fyrir öðrum og hættulegri breytingum á vinnu- löggjöfinni. Rétt væri hjá þeim, er bentu á samkomulag aðila vinnumarkaðarins sem undan- fara slikrar löggjafar, en sá und- anfari væri einfaldlega ekki fyrir hendi. JAH þakkaði undirtektir við frumvarpið. Hér væri einfaldlega um það að ræða að bjarga verð- mætum til hags fyrir alla, ekki sízt bændur, sem stæðu undir rekstrarkostnaði búa sinna þótt afurðir færu til spillis í verkfalli, sem þeir ættu þó enga aðild aó. Frumvarpinu var að lokinni umræðu vísað til landbúnaðar- nefndar deildarinnar. 4. Kvennadeild Verkalýðs- félags Akraness hefur ekki viljað una heildarsamningi Verka- mannasambands tslands og vinnuveitenda I fiskiðnaði og hefur m.a. gripið til ólöglegra verkfallsaðgerða til áréttingar kröfum sínum. Konurnar leggja áherzlu á tvennt: að uppsagnir kauptryggingar miðist við viku- skipti og að samningur, sem stofn- ast eftir að vinnsla hefst á ný, gildi frá og með vikubyrjun hvaða dag vikunnar, sem vinnslan byrjar að nýju. Þessar kröfur fælu það f sér, að konur, sem kvaddar hefðu verið til vinnu 2 daga, t.d. sl. föstudag og f dag, mánudag, vegna tilfailandi hrá- efnis, sem ekkert framhald yrði sfðan á, ættu kröfu á kaupi I 14 daga, þ.e. alla sfðustu viku, alla þessa viku og fjóra fyrstu daga næstu viku, þótt samningnum væri sagt upp I kvöld (mánu- daginn 8. marz). Skv. almennu samningunum yrðu greiddir sex dagar. Vart myndi slík samnings- tilhögun hvetja fiskvinnslu- stöðvar til tilfallandí hráefnis- öflunar, auk þess, sem slík fram- kvæmd á samningnum færi þvert á skilning stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs með þeim af- leiðingum væntanlega, að við- komandi vinnuveitendum yrði ekki endurgreitt úr sjóðnum þar til ákveðið hlutfall útlagðrar kauptryggingar. Ber og að hafa hugfast, að allar fiskvinnslu- stöðvar búa við sama fiskverð. 5. Það er allra hagur, að hrá- efnisöflun sé sem jöfnust og traustust. Hefur sízt á það skort á Akranesi, þar sem keyptir hafa verið 3 nýir skuttogarar og sá fjórði er í pöntun. Með kauptrygg- ingarsamningum í fiskiðnaði er verið að reyna að nálgast það mikla vandamál að tryggja svo sem kostur er, fasta vinnu þrátt fyrir að hráefnisöflun, eins og öllum Islendingum mun kunnugt, getur verið stopul á ýmsum tíma- bilum og ýmsum stöðum í land- inu. Kauptryggingarsamningur- inn hefur stuðlað verulega að festu I þessu sambandi og það leiðir af sjálfu sér að þegar náðst hefur heildarsamningur varðandi þessi vandmeðförnu málefni við Verkamannasamband Islands og þar með á landsmælikvarða, þá er ekki réttlátt að fámennur hópur verkakvenna geti með valdbeit- ingu knúið fram viðbætur og önnur kjör fyrir sig. Samtök vinnuveitenda myndu sannarlega ekki styðja hóp vinnuveitenda eins og t.d. á Akranesi I því að neita að veita verkafólki á staðn- um kjarabætur sem heildarkjara- samningar hefðu gert ráð fyrir gagnvart öðru verkafólki I landinu. Hliðstæðar kröfur varð- andi samræmingu verður að gera til kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness. Vinnuveitendasamband Islands. Vinnumálasamband samvinnufélaganna.“ Breytt hlutverka- skipan í ballettinum I KVÖLI) (þriðjudagskvöld) verður önnur sýning á listdönsum þeim sem frumsýndir voru í Þjóð leikhúsinu í síðustu viku. I sýningunni í kvöld er skipt um sólódansara I nokkrum hlut- verkum: Guðmunda H. Jóhannes- dóttir dansar stúlkuna í Dauðan- um og stúlkunni á móti Erni Guðmundssyni. 1 Þyrnirósu dansa hlutverk Áróru þær Ingibjörg Pálsdóttir og Ásdís Magnúsdóttir. Aðrir sólódansarar eru Guðrún Pálsdóttir, Nanna Ölafsdóttir, Auður Bjarnadóttir, Ölafía Bjarn- leifsdóttir, Helga Bernhard og Randver Þorláksson. Þingmannafrumvarp: Vinnsla mjólkur í verkfalli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.