Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 25 , .Island getur ekki og mun ekki gefast upp” — segir Geir Hallgrímsson forsætisráðherra í grein sem birtist í „International Dialogue,, í gær 0 1 gær birtist í brezka blaðinu The Guardian, og e.t.v. i fleiri blöðum, eftirfarandi gjrein eftir Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra. Greinin er rituð að ósk Victor Zorza, blaðamanns og dálka- höfundar við Washington Post, og birtist I vikulegum dálki undir ritstjórn hans, sem nefnist „International Dialogue“. Dálkurinn er seldur til birtingar í blöðum um allan heim. Hann byggist á þvf að tveir aðilar eru fengnir til að lýsa viðhorfum sínum til máls, sem er ofarlega á baugi alþjóðamála á hverjum tfma. Vitað var að Victor Zorza mundi leita eftir viðhorfum Breta við grein Geirs Hallgrfms- sonar og ritar Rov Hattersley fyrir þeirra hönd. • I grein sinni segir Hattersley m.a.: „Stvrkur okkar liggur f sanngirni okkar og þeirri vissu að fyrr eða seinna muni rfkisstjórn- irnar þurfa að ræðast við að nýju. Báðir aðilar munu verða að leggja fram og standa við raunverulegar tillögur. Báðar ríkisstjórnir munu verða að ganga að raunverulegri málamiðlun. Þetta er ekki deila sem unnt verður að leysa með hótunum og þrýstingi — ekki einu sinni af þeirri tegund sem smárfki geta beitt gegn stórum. Við erum enn reiðubúnir til að ræða málið hvenær sem er, hvar sem er og á hvaða embættisstigi sem er. Eina ósk okkar er samkomulag sem þjónar hagsmunum beggja landa." # Til fróðleiks má geta þess, að fyrir skömmu skiptust þeir Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og George Kennan, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna og núverandi prófessor á skoð- unum um afstöðuna til Sovétrfkjanna f þessum sama dálki. GREIN Geirs Ilallgrfmssonar, forsætisráðherra, sem birtist f „International I)ialogue“ undir ritstjórn Victors Zorza, mánu- daginn 8. mars 1976: Islenzka þjóðin, sem byggir efnahagsafkomu sína algjör- lega á fiskveiðum og ræður í raun ekki yfir öðrum náttúru- auðlindum, berst nú fyrir því að verja fiskstofnana við Is- land gegn ásókn Breta. Islenzkir fiskifræðingar hafa spáð því, að á árinu 1979 muni þorskurinn, mikilvægasta fisk- tegundin af íslenzku fiskstofn- unum, hrynja, et ekki er dregið úr veiðisókn. Það mundi hafa í för með sér hörmulegar afleið- ingar fyrir Islendinga. Til þess að komast af í nútímaheimi, verðum við að stunda útflutn- ing og 80% af útflutningi okkar byggist á sjávarafurðum og helmingur hans er þorskur. I þriðja sinn á 18 árum stönd- um við nú frammi fyrir flota samaðila okkar að Atlantshafs- bandalaginu á Islandsmiðum. Brezkir togarar undir vernd flota síns sækjast einkum eftir veiðum á viðkvæmustu hrygn- ingarsvæðum, sem íslenzka rík- isstjórnin hefur lokað fyrir öll- um togveiðum, þ.á m. veiðum íslenzkra togara. Þegar varð- skip okkar leitast við að halda uppi lögsögu, sigla brezkar frei- gátur á þau og valda á þeim alvarlegu tjóni. A siðasta ári færðum við fisk- veiðilögsöguna við Island út i 200 milur, í samræmi við þær meginreglur, sem hafa hlotið yfirgnæfandi stuðning á Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Á þeim vettvangi hefur brezka stjórnin sjálf lýst yfir fylgi sínu við þessa megin- reglu. Bandaríkin hafa ákveðið að færa út lögsögu sina á næsta ári og Mexikó á þessu sumri, í 200 sjómílur. Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra Enda þótt umræður á al- þjóðavettvangi hafi fram til þessa tafið fyrir þvi að þessi meginregla hljóti almennt sam- þykki, gátum við ekki beðið og séð þorskstofninn við Island hrynja. Við höfum lagt til að heiidarþorskafli á þessu ári verði takmarkaður við 230 þús- und tonn, en það svarar til ár- legs afla íslenzka fiskiskipaflot- ans. Bretar krefjast 85 þúsund tonna fyrir sig. Riki eins og Vestur-Þýzkaland og Belgía hafa hins vegar viðurkennt sér- stakan vanda okkar og fallizt á samkomulag, sem báðir aðilar sætta sig við. Lausn á deilu okkar við Breta finnst ekki nema það sé viður- kennt, að fiskveiðar skipta sköpum fyrir lífsafkomu okkar en mjög litlu máli fyrir efnahag Breta. A síðasta ári buðum við þeim 65 þúsund tonn. Þeir svöruðu því boði með kröfu um 110 þúsund tonn, sem er aðeins 20 þús. tonnum minna en áður hafði verið samkomulag um. Þeir höfnuðu tilboði okkar. Floti þeirra kom til sögunnar, samn- ingaviðræðum var hætt og við drógum tilboð okkar til baka. Þegar freigáturnar voru kall- aðar út úr lögsögu okkar í jan- úar, og viðræður hófust aðnýju lækkuðu Bretar kröfur sinar i 85 þúsund tonn. Ef við hefðum samþykkt það, hefði það þýtt, að við hefðum orðið að tak- marka veiðar okkar sjálfra svo mikið, að það hefði leitt til verulegs tjóns fyrir efnahag okkar. Þegar við skýrðum frá því, að við gætum ekki sam- þykkt þessa tölu, kom brezki flotinn aftur til sögunnar, að- eins tveimur dögum eftir að við höfðum gefið til kynna vilja okkar til þess að ræða sam- komulag til þriggja mánaða. tsland er smáríki. Það ræður ekki yfir neinum herafla. Við getum ekki beitt valdi til þess að bregðast gegn ólögmætri valdbeitingu. Eina gagnráðstöf- un okkar getur verið stjórn- málalegs eðlis, og við höfum þess vegna slitið stjórnmáiá- sambandi við Bretland þar sem allt annað hefur brugðizt. Brezku freigáturnar og könn- unarflugvélarnar, sem eru þeim til aðstoðar, tengjast Atl- antshafsbandalaginu í hugum margra Islendinga. Aðgeröir Breta gætu auðveldlega leitt til ómetanlegs tjóns fyrir aðstöðu Atlantshafsbandalagsins á Is- landi og framtíðaráhrif þess á þessu mjög mikiivæga svæði. Enginn vafi leikur á þvi að við stöndum nú á örlagaríkum timamótum í baráttunni fyrir lífsbjörg okkar. Island getur ekki og mun ekki gefast upp. Það sem er í húfi í Angóla HÆTTUÁSTANDIÐ í Angóla er ekki aðeins háskalegt gagnkvæmu trúnaðar- trausti ráðamannanna í Hvíta húsinu og Kreml, það er ekki aðeins háskalegt frið- samiegri sambúð — það sem er í húfi er miklu meira. Opinberlega halda Kremlverjar því fram, að það sé réttur þeirra og skylda að hjálpy „þjóðfrelsis- hreyfingum“, en óopinberlega gefa þeir til kynna, að þeir vilji ekki eiga í útistöð- um við Bandaríkjamenn út af Angóla. Nú er að því spurt í vestrænum höfuð- borgum, hvort þetta ber vott um raun- verulegan skoðanaágreining í Kreml eða hvort áherzlumunurinn er aðeins bar- áttuaðferð. Sú harða lína, sem greinilega kemur fram i skrifum sovézkra blaða um Angóla, kemur auðvitað betur heim við skoðanir sovézku haukanna en dúfn- anna. Til skamms tíma fannst Kreml- herrunum nóg að viðurkenna, aðeins á borði þá skyldu sína að hjálpa þjóð- frelsishreyfingum, en án þess að leggja nokkuð undir — eða lítið. Umræðum í Kreml um þetta efni hefur ekki alltaf lyktað með sigri haukanna. Umræður, sem fram fóru á síðustu valdaárum Krúsjeffs, voru aðeins sýni- legar milli línanna í sovézkum blöðum, en þá var sú greinilega stefnuákvörðun tekin að halda i lágmarki þátttöku Rússa í Víetnamstríðinu. KCVENDING Eftir fall hans tók við alger kúvending og Kremlherrarnir 1 tóku að styðja vietnamska kommúnista í vaxandi mæli, en jafnframt kviknuðu efasemdir hjá sovézkum forystumönnum um stuðning þeirra við aðrar „frelsishreyfingar“. Þeir vörðu til hans háum fjárhæðum og lögðu mikið af pólitísku áliti sínu að veði og afraksturinn var lítill. I Ghana höfðu þeir reynt að tryggja sér örugga fótfestu í Afriku, en herinn steypti Nkrumah af stóli. Svipað gerðist í Alsir, þar sem herinn kollvarpaði Ben Bella, sem hafði opnað iandið fyrii sovézkum áhrifum, og í Indónesíu, þar sem gífurleg aðstoð Rússa fór i súginr þegar Sukarno féll og eftirmenn han? neituðu stöðugt að greiða skuldir hans Meira að segja Nasser var Rússum erfið ur milli þess sem hann brosti til þeirr; og að lokum tók Sadat við af honum o{ rak rússnesku hermennina úr landi, ei nú reynir hann árangurslaust að fá fres. hjá Rússum til að greiða gifurlegar skuldir Egypta við þá. Sum þessi áföll komu af stað umræð- um í Moskvu og niðurstaðan varð sú, að forystumenn Sovétríkjanna drógu í land á árunum 1966—67. Aður hafði sú bjart- sýna skoðun verið ríkjandi, eins og fram kom í blöðum, að þriðji heimurinn væri i upplausn eftir endalok nýlendustefn- unnar og að valdamenn i Kreml gætu Eftir Victor Zorza flýtt fyrir þessari þróun með beinum eða óbeinum þrýstingi hér og þar, en við tók raunsærra mat á þeim möguleikum, sem voru fyrir hendi. Rússar héldu áfram moldvörpustarfsemi á ýmsum stöðum og þótt Víetnam væri sérstakt tilfelli hættu þeir öllum meiriháttar aðgerðum til að seilast til áhrifa i Þriðja heiminum — þangað til Angóla kom til sögunnar. Kúbanskir hermenn ásamt nokkrum hermonnum I MPLA í bænum Ambrizete, sem þeir tóku úr höndum FNLA, sem Bandaríkjamenn stvðja. Vigorðið á vegg flugstöðv- arbvggingarinnar þýðir: „Ambrizete styður FNLA.“ ÚTTEKT Fyrir því eru margar augljósar ástæð- ur, að Rússar ákváðu að hreiðra um sig í Angóla, en þær skýra þó ekki þá meiri- háttar breytingu, sem hefur orðið á stefnu þeirra. Rússar höfðu áður skuld- bundið sig til að styðja MPLA, þeir töldu að þeir yrðu að bregðast hart við þegar Bandaríkjamenn svöruðu í sömu mynt, þeir vildu reyna að gripa tækifærið til að hjálpa blökkumönnum i baráttu þeirra gegn Suður-Afríku — en allt þetta eru aðeins takmarkaðar skýringar. Ný stefna getur þróazt hægt og hægt í Kreml eins og í stjórnarskrifsíofum ann- arra landa, einfaldlega vegna þess að margar smærri ákvarðanir hlaðast upp og útkoman verður stærri, en í þessu máli benda sterkar líkur til þess, að i Kreml hafi verið gerð rækileg úttekt á stefnunni og hún sé hafin langt yfir Angóla. Öllum fyrri stefnubreytingum i Kreml hefur fylgt úttekt á þeim pólitísku og hugsjónafræðilegu forsendum, sem fyrri stefna hefur grundvallazt á. Venjulega kemur þetta fram i alvarlegum sovézk- um ritum, sem flokksstarfsmenn og sér- fræðingar, sem eru nátengdir mótun stefnunnar, skrifa i. I greinum þeirra má sjá ýmislegt gefið í skyn um stefnu- markandi umræður æðstu valdamanna í Kreml, þótt það sé svo loðið, að það fer hæglega fyrir ofan garð og neóan hjá þeim, sem þær lesa. Stundum kemur þetta þó berlega í ljós. Þess eru líka dæmi, að þátttakendur í umræðunum noti jafnvel biöðin til þess að styrkja málstað sinn og klekkja á andstæðingun- um, þótt venjulega feli þeir sig á bak við dulmál, sem er aðeins á færi sérfróðra að stauta sig fram úr. UMRÆÐUR Síðustu umræðurnar i Kreml um nauð- syn harðari stefnu vestrænna kommúnistaflokka í Evrópu hófust með svo óljósum bendingum, að margir utan- aðkomandi sérfræðingar neituðu að trúa því, að þær væru raunverulegar, en nú er almennt litið svo á, að í þeim hafi speglazt meiriháttar endurskoðun á sovézkri utanríkisstefnu. Svipaðar um- ræður fóru fram eftir síðari heims- styrjöldina, og þá stóð veldi Stalíns meira að segja sem hæst, og önnur um- ræða fór fram á millibilstímanum þegar Krúsjeff tók við og fjöldinn allur af fyrri Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.