Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 229. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. STEMMNING — Það er venjan að íbúar Tjarnarinn- ar syngi í léttum tón fyrir vegfarendur en hér hefur þessu verið snúið við og af talsverðri innlifun eins og myndin ber með sér. Við þekkjum ekki deili á fiðlaranum né hvernig Tjarnarbúar tóku konsertin- um. Fulltrúar frá USA og Bretlandi til við- ræðna við Smith London, Salisbury, 2. okt. Reuter. Ntb. BREZKA og bandartska stjórnin senda fulltrúa til Salisbury að ræða við Ian Smith forsætisráð- mm Ian Smith Danir fall- ast á 200 mílur við Grænland 2. okt. NTB. DANSKA stjórnin er fús til að verða við kröfum um tvö hundruð sjó- mílna fiskveiðimörk umhverfis Grænland og ef danska þingið getur lokið afgreiðslu málsins í tæka tið mun útfærslan ákveðin þann 1. janúar 1977. Þetta upplýsti Jörgen Peder Hansen Grænlandsmálaráð- herra í dag. Útfærslan mun í fyrstu hafa mikla þýðingu fyrir sjómenn frá löndum sem eru ekki í Efnahagsbandalaginu. Þau lönd munu í framtiðinni að- eins geta veitt á Grænlands- miðum ef umtalsverð vannýt- ing verður í veiðikvóta. Hansen hefur boðið fulltrú- um í landráði Grænlands til fundar í Kaupmannahöfn á næstunni til að ræða möguleik- ana á sérréttindum Grænlands innan Efnahagsbandalagsins. herra, að þvf er tilkynnt var í London f dag. Sendimennirnir tveir, Ted Rowland ráðuneytis- stjóri f brezka utanrfkisráðuneyt- inu, og aðstoðarutanrfkisráðherra Bandarfkjanna, William Schauf- ele, mun fyrst fara til Dar Es Salaam og ræða þar við ráða- menn. Aðalmálið verður að fjalla um myndun bráðabirgðstjórnar f landinu. Þeir fulltrúarnir munu einnig hitta að máli leiðtoga svartra þjóðernissinna í Salis- bury. Þeir eru nú komnir til Mós- ambik og eiga viðræður við Marchel forseta fram eftir degi. 1 yfirlýsingu brezku stjórnarinnar var sagt að ekki væri vitað gjörla hversu lengi þeir yrðu f förinni. í fréttum frá Salisbury í morg- un sagði að Smith væri að kynna sér boð frá Bretum um hvernig bezt væri að standa að skipan mála þar i landi i allra næstu framtíð og myndi hann siðan gefa þeim Rowland og Schaufele svör sín við þeim hugmyndum sem þar væru fram settar. V-Þýzkaland: Ljósm Kristinn Ólufsson 41,6 milljón manns að kxMxiröinu í dag Bonn — 2. október — Reuter. ÞEGAR Vestur-Þjóðverjar ganga að kjörborðinu f dag, sunnudag, benda skoðanakannanir til þess, að stjórn jafnaðarmanna og frjálsra demókrata muni vinna nauman sigur — með 1—2% atkvæða mun. Búizt er við þvf, að úrslit muni liggja fvrir að verulegu leyti þegar f kvöld. 41.6 milljónir manna hafa kosningarétt. Þar af eru konur 22.5 milljónir. 3.3 milljónir kjósa nú f fyrsta sinn, en kosninga- aldur hefur verið lækkaður niður f 18 ár. Til þess að komast á þing þarf flokkur að hljóta að minnsta kosti 5% atkvæða, eða þrjú þingsæti, þvf eru flokkarnir ekki nema fjórir, sem geta gert sér vonir um þátttöku f þingstörfum, enda þótt 16 flokkar bjóði fram f kosningunum. Frambjóðend- ur eru alls 2700, þar af eru 415 konur. Atkvæðisréttur kjósenda er tvi- þættur. 1 fyrsta lagi er kosið um frambjóðendur einstakra kjör- dæma og í öðru lagi er kosið um flokka, en það eru sú atkvæða- greiðsla sem mestu máli skiptir. Helmingur þingsæta er skipaður þingmönnum, sem/.'kosnir eru beinni kosningu, en hinn helm- ingurinn er skipaður þingmönn- um, sem tilnefndir eru af flokk- unum sjálfum i samræmi við at- kvæðafjölda. Þá eiga fbúar Vest- ur-Berlfnar 22 fulltrúa á þingi. Þeir eru ekki kosnir beinni kosn- ingu, heldur kýs stjórn Vestur- Berlínar þá í samræmi við flokka- fylgið. Alls eru þingmenn 496 að tölu. 1 iok kosningabaráttunar, sem verið hefur sú harðvítugasta frá striðslokum, er enn óvist um af- stöðu um 10% kjósenda, en stjórnmálaskýrendur telja þó, að sjónvarpskappræður s.l. fimmtu- dagskvöld hafi haft mikil áhrif á skoðanir þeirra. I þættinum misstu Helmut Schmidt, kanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, Framhald á bls. 18 Hörð orrusta í Beirut í gær Beirut, Kairó 2. okt. Reuter. Ntb. ElN HARÐASTA stórskotaliðs- orrusta f tvær vikur skall á í Beir- ut f morgun, laugardag, og sprengikúluurnur kváðu við beggja vegna vfglínunnar sem skiptir borginni milli kristinna manna og Múhammeðstrúar- manna. Oljóst var hvort mannfall hefði orðið umtalsvert. í fjöllunum þar sem Palestfnu- menn heyja baráttu fyrir tilveru sinni munu hersveitir hægri manna hafa hægt framsókn sina til Aley, en sá bær er talinn sér- staklega mikilvægur fyrir Palest- inumenn. í fréttum útvarps Fal- angista sagði að reynt væri að koma á stað samningaviðræðum milli helztu leiðtoga til að koma í veg fyrir að bardagar héldu áfram í Beirut, en ekki var vitað hvort annað áhlaup er í undirbún- ingi á svæðinu við bæinn Aley. Ágreiningur milli Arabaland- anna virtist enn aukast í dag þeg- ar Saudi Arabiustjórn gaf út yfir- lýsingu um að hún hefði ákveðið að kalla heim herlið sitt frá Sýr- landi í mótmælaskyni við hernað- araðgerðir Sýrlendinga í Libanon. Hefur stjórnin í Saudi Arabiu skýrt Sýrlendingum frá þessari ákvörðun, en herlió þeirra hefur verið í Sýrlandi síðan í styrjöld- inni árið 1973. FBI finnur ekki sök hjá Ford Washington, 2. okt. Reuter. RANNSÓKNARNEFNDIN sem kannar hvort eitthvað sé hæft í þvi að Ford Bandaríkja- forseti hafi misnotað kosninga- sjóðafé meðan hann var þing- maður, mun ekki hafa komist að neinu sem rennir stoðum undir það, að sögn bandaríska stórblaðsins New York Times í dag. Times vitnaði í stjórnar- heimildir og sagði að í undir- búningi væri lokaskýrsla FBI um rannsóknir á ákærum á hendur forsetanum. New York Times sagði að rannsóknar- nefndin hefði kannað itarlega hverja vísbendingu, farið yfir alla reikninga og rætt við fjölda manns. Ekkert hefði komið fram sem benti til að framferði Fords hefði verið saknæmt á nokkurn handa máta. Segir blaðið að niður- stöðurnar verði gerðar opin- berar innan fárra daga. Rannsókn þessi hófst i júli- mánuði eftir að Ford var bor- inn þeim sökum að hafa verið flæktur í kosningasjóðamis- notkun árið 1972, þegar hann var i framboði til Bandaríkja- þings. Fleiri fórust en haldið var Mexicoborg, 2. okt. Reuter. NÚ ER vitað að 500 manns létu lífið í fellibylnum í borginni La Paz í Mexico og 500 til við- bótar er saknað. Skemmdir á eignum eru lauslega metnar á 100 milljónir dollara og 20 þús- und manns standa uppi heimilislausir. Vaxandi at- vinnuleysi á Grænlandi ATVINNU- og félagsmála- stjórn Grænlands segir að um 3.000 ófaglærðir Grænlending- ar muni vera atvinnulausir 1980 og 1985 verði þeir orðnir 4.500. Samsvarar það 15 til 20% af vinnuafli landsins. A síðastliðnu ári voru 318 ófag- lærðir Grænlendingar atvinnu- lausir. Veidimonn vid Jakobshöfn á vestur- strönd Grænlands gera ad veiðarfærum sfnum. Ljósm. Mbl. — á.j. Eldgos Moskvu, 2. október Reuter ELDFJALLIÐ Sarychev á eynni Matua á Norður- Kyrrahafi er byrjað að gjósa eftir 16 ára hlé, að því er Tass- fréttastofan skýrði frá í dag. A eynni er litið þorp, en Tass greinir ekki frá þvi hvort íbú- um þess er hætta búin vegna gossins. Hraun rennur nú til sjávar á tveimur stöðum á vesturhluta eyjarinnar. Hafa jarðskjálftar fylgt gosinu, ásamt sprenging- um, öskufalli og miklum reyk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.