Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 18
Jg MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1976 Að virkla vlndlnn r'. , ■MtÆsmk ■ 'V' -A /''if/ árar 70 hæða vindvélar á hafi úti gætu framleitt egilegt rafmagn fyrir 10.000 manna þorp. Vindmylla á húsi Henry Crews framleiðir nægilegt raf- magn til að fullnægja orkuþörf heimilisins. Hí'inismarkaðsvprií á bcns- íni hefur sem kunnugt er margfaldazt að undan- föii.u, og ovissa er um tramboð á olíu vegna alþjóðlegra stjórn- málaátaka. I ýmsum heimshlut- um standa fyrirtæki og heimili frammi fyrir vaxandi hættu á alvarlegum orkuskorti. í Bandaríkjunum hefur Orku- rannsóknar- og orkuþróunar- stofnunin (ERDA) hafið ákafa leit að nýjum orkugjöfum — t.d. frá sólinni, frá hafstraum- um, frá jarðhita — og ekki sízt frá vindinum. Á 19. og 20. öld gátu gamlar vindmyllur ekki keppt við ódýra olíu, og gufu- og benzín- vélarnar. Um heim allan voru vindmyllur rifnar eða þeim breytt til annarra nota. En hinn endurnýjaði áhugi bandariskra stjórnvalda á vindorkurann- sóknum speglast ekki hvað sízt í auknum fjárveitingum til þeirra, en þær hafa hækkað úr 200.000 dollurum árið 1972 í 12 milljónir dollara árið 1976. Nálægt 50 vindorkuathuganir eru nú styrktar af ríkisfé i Bandaríkjunum. Þá má geta þess að hin virta Tæknistofnun Kaliforniu hefur nú byrjað kennslu í „vind- mylluverkfræði", og Ríkis- háskólinn i Nýju Mexicó hyggst halda námskeið í viðgerðum á gömlum vindmyllum. Enn þann dag i dag eru um 150.000 gaml- ar vindmyllur um gervöll Bandarfkin, og eru þær einkum notaðar til að dæla vatni. Hugsanlegt er að um 50,000 gamlar vindmyllur til viðbótar geti hafið starfsemi að nýju eftir viðgerðir, að því er talið er. Hins vegar er nú verið að gera teikningar að nýrri kyn- slóð vindmyllna i hinum ýmsu rannsóknarstöðvum og háskól- um. Ef þetta starf ber tilætlað- an árangur munu vindmyllur þessar geta framleitt ótak- markað rafmagn. Henry Clews, verkfræðingur einn i Maine, sem selur vindorkurafla til heimilisafnota, segir: „Fólk sem þarf að borga 150 dollara á mánuði í orkureikninga hefur vitaskuld mikinn áhuga á vind- myllum." Hann fær þúsund fyrirspurnir um tæki þessi hvern mánuð, en fáar þeirra leiða hins vegar til sölu. „Fólk hugsar kannski með sjálfu sér að það myndi fegið verja þúsund dollurum til þess arna og vera svo laust,“ segir Crews. „En í dag yrði upphæðin sem borga þyrfti nær 10.000 dollarar." Verð á vindorkuraf- ölum fer hækkandi. Flestir þeirra koma frá Ástralíu eða Evrópu, en það er ekki fyrr en nýverið að Bandaríkjamenn hafa að nýju sett á markað vélar sem geta framleitt orku fyrír heimili. Vindmyllur geta jafnvel komið að notum við olíuleit. Olíuleitarmenn á Mexikóflóa hafa komið fyrir litlum eins til tveggja metra vindhverflum (túrbínum) til að sjá borpöll- um úti á sjó fyrir raforku. Á fjarlægum stöðum eins og Hawaii eða Aljútaeyjum, þar sem flytja verður inn oliu en vindurinn gnauðar af miklu ör- læti, geta vindraflar haft miklu hlutverki að gegna. Vísinda- menn á þessu sviði eru á hinn bóginn sammála um það að vindraflar muni ekki hljóta al- menna útbreiðslu fyrr en unnt verður að lækka verðið. Bandarlska geimvísinda- stofnunin (NASA) hefur lagt út í nokkrar mikilvægar orku- rannsóknir auk geimkönnunar- áætlana sinna. Ronald L. Thomas sem stjórnar rannsókn- um á vindorku í Lewisrann- sóknastöð NASA í Cleveland segir: „Vindurinn er að vísu ókeypis en ekki vélarnar sem eiga að nýta hann.“ Þótt vind- orkurannsóknirnar í Cleveland fari ekki hátt og láti litið yfir sér er NASA engu að síður fúl- asta alvara með þeim. Stofnun- in telur að árið 2000 gætu vindraflar fullnægt allt að 5—10% raforkuþarfar banda- rísku þjóðarinnar. NASA bindur vonir sínar við 100 kW tilraunavindrafal á Plum Brook-tilraunasvæðinu í Ohio. Hin tvö grönnu skrúfu- blöð hans spanna 38 metra, og snúast á 100 kílówatta rafali. Hugsanlegt er talið að rafall þessi geti séð um 30 heimilum fyrir raforku. Viðleitnin til að lækka kostnað við vindrafla hefur knúið menn til að gera ýmsar tilraunir með útlit og lögun vindmyllna. I Langley- rannsóknastöð NASA í Virginíu er þannig verið að reyna eina gerð af vindmyllum sem minnir á hin ávölu blöð eggjaþeytara sem stendur upp- réttur. Og John Strickler flug- vélaverkfræðingur sem er að byggja sér hús nálægt Seattle í Washington-ríki hyggst fá raforku frá tveimur vindraföl- um, og segir hann að fjölda- framleiddir myndu slíkir raflar ekki kosta meir en stórt lita- sjónvarp. Og áfram mætti telja ýmsar útgáfur af þessum orku- framleiðslutækjum. En hvaða útgáfa virðist lík- legust til að tryggja sig í sessi? Því getur enginn svarað á þessu stigi, en vindorkurannsókna- menn við Ríkisháskólann í Oklahoma veðja á SST (Super Speed Turbine) sem líkist einna helzt risavaxinni útgáfu af hjóli reiðhjóls, og reyndar var það einmitt þaðan sem hug- myndin kom. Hjól SST eru með léttum álblöðum sem fest eru við hjólspæla og bregðast rétt við vindbreytingum. Enn er þó sá vandi óleystur hvernig unnt verði að „geyma“ vindorkuna til notkunar í logni. Því er þó spáð að lausn finnist á þessu innan fárra ára. Prófessor William E. Heronemus við Massachusetts- háskóla hefur áhuga á beizlun vindorkunnar á hafi úti, þar sem reistir yrðu hundruð hárra vindturna. Þessir turnar (sjá meðfylgjandi teikningu) myndu rlsa upp úr haffletinum og efst yrðu þrír vindraflar, 60 metra að fermáli hver. 13000 slíkir vindturnar gætu risið undan strönd Nýja-Englands, að áliti Heronemus, til að fanga hina ríkjandi vestanvinda á þessu svæði. Sumir yrðu reistir á hafsbotninum, aðrir yrðu fljótandi. Raforkan frá vindraf- ölunum yrði leidd í eins konar neðansjávarrafstöðvar og þar notuð við framleiðslu vetnis. Síðan yrði vetnið flutt til lands eftir pípum á hafsbotni. Heronemus telur að þetta kerfi geti framleitt 2'A sinnum meira rafmagn en fylkin í Nýja- Englandi notuðu á sfðasta ári, og kostnaðurinn yrði 45% minni en kostnaður við bygg- ingu kjarnorkuvera með sömu afkastagetu. En myndi ekki slík turnaröð á hafi úti stinga í augun? Og annað vandamál sem nauðsyn- legt er að finna svar við er hvort þúsundir slíkra vind- turna gætu hægt svo mikið á vindhraðanum aó það gæti haft umtalsverð áhrif á veðurfar. Sérfræðingar telja þó að ekki séu miklar líkur á því. Og fleiri áhyggjuraddir hafa heyrzt frá fuglavinum, sem benda á að vindturnarnir og blöð þeirra gætu haft skaðsamleg áhrif á flug farfugla. En verkfræðingar og vísinda- menn sem starfa á þessu sviði eru sammála um það að vanda- mál vindorkunnar séu yfir- stíganleg. Og frá vindrafolum, burtséð frá stærð þeirra eða fjölda, kemur enginn geisla- virkur úrgangur og nýta ekki þverrandi náttúruauðlindir, svo nefnd séu tvö helztu vanda- mál af notkun annarra orku- gjafa. Vindurinn hefur um aldaraðir verið vinur mannsins og lagt sitt af mörkum til að gera líf hans þægilegra. Það er skoðun margra að vindurinn muni áður en langt um líður gegna mikilvægu hlutverki á því sviði á nýjan leik. <úr liorizons USA). Verda vindmyllur lausnin á raforkuskortinum? — Afdrif . . . Framhald af bls. 15 kjallara keisarahallarinnar eins og lengst af var talið. Þær voru fluttar á brott og lifðu mun lengur en sagnfræðingar hafa haldið. Spurningin sem um fram allt vekur áhuga er: hvað varð af Anastasiu? Vitnisburðurinn frá Perm gefur til kynna að eftir flóttann og síðan handtökuna hafi hún verið endanlega aðskilin frá móður sinni og systrum. Það er sérkennilegt að í síðustu fréttum af fjölskyldunni er aldrei talað nema um þrjár dætur. Ef Anastasia hefur ferðast sérstak- lega gæti það lika verið möguleiki i því öngþveiti sem ríkti í Rúss- landi á þessum tímum að henni hefði gefist færi á því að komast undan. Konan Anna Anderson sem i meira en hálfa öld hefur haldið því fram að hún væri Anastasia býr nú öldruð og í einveru i Bandarikjunum. Lögmæti fram- burðar hennar er tvírætt og i aug- um almennings er hún sama ráð- gátan og áður. Málið um Romanovfjölskylduna og þó sérstaklega um Anastasiu er þvi enn opið og alls ekki til lykta leitt. — V-Þýzkaland Framhald af bls. 1 Helmut Kohl, leiðtogi kristilegra demókrata og þar með stjórnar- andstöðunnar, og Franz-Josef Strauss, leiðtogi kristilegra demó- krata í Bæjaralandi, allir stjórn á skapi sinu, en Hans-Dietrich Genscher, leiðtogi frjálsra demó- krata, sem aðild eiga að stjórn Schmidts, var sá eini, sem hélt ró sinni. Talið er, að þessi framkoma Genschers geti jafnvel riðið baggamuninn fyrir samsteypu- stjórn jafnaðarmanna og frjálsra demókrata. Meðal þess, sem athygli vakti í sjónvarpsþættin- um, var að Stauss hreytti út úr sér þeirri spurningu, hvort Schmidt væri með öllum mjalla, en Kohl brigzlaði kanslaranum um mont. S.l. föstudagskvöld héldu jafnaðarmenn mikinn kosninga- fund á knattspyrnuleikvanginum í Dortmund, þar sem um 40 þús- und manns voru saman komnir. Á leið sinni til fundarins lenti Helmut Schmidt i árekstri. 15 bif- reiðar með leiðtogum jafnaðar- manna voru á leið til fundarins, og lentu sex þeirra í árekstri þess- um, sem varð þegar einn hemlaði skyndilega. Meðal bifreiðanna, sem skemmdust var farkostur kanslarans. Þrír slösuðust í árekstrinum, en kanslarann sak- aði ekki. — Grænland Framhald af bls. 2 hefðu hann verið á Dohrnbakka, og siðan haldið suður á bóginn. Því væri ekki útilokað að A- Grænlandsþorskurinn væri upp- haflega kominn frá íslandi. Seið- in frá 1973 yrðu ekki kynþroska fyrr en 1981 og ómögulegt að leiða getur að því hvað af þeim kæmi til baka til íslands sem kyn- þroska fiskur. I leiðangri Bjarna Sæmunds- sonar var farið 100 mílur norður fyrir Dohrnbanka til að kanna nyrstu mörk þorskins en þar fannst Htið af þorski. Þar fannst fullvaxin loðna, en dreifð og ekki í veiðanlegu ástandi. Á Dohrn- banka varð vart við mikið af kol- munna og fengu skipverjar á Bjarna góð köst í flotvörpuna. Sagði Sigfús Schopka að grund- völlur væri fyrir veiðum á þessum slóðum með flotvörpu, en meðal- stærð kolmunnans væri um 23 cm. Skipstjóri á Bjarna Sæmunds- syni i þessari ferð var Sæmundur Auðunsson. AUCLVSINCASÍMINX ER: 22480 IRortttmblabib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.