Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKT0BER 1976 1 fyrri greininni var frá því sagt hvernig höfundar bókarinnar öfl- uðu efnis síns og nýrra sannana um afdrif keisarafjölskyldunnar. Nú verður vikið að þætti keis- aradótturinnar Anastasiu í mál- inu. „Rannsóknarmenn hersins í Perm hafa einnig dottið ofan á nýtt atriði í málinu: sem sé að ein Romanovdóttirin gerði tilraun til að flýja. Flóttamaðurinn er jafn- an nefndur Anastasía stórher- togaynja. Allur framburður sem um það snýst, meðal annars úr Harvard- skjölunum var tekinn á fullkom- lega lögmætan hátt áður en kon- an, sem þekkt er undir nafninu Anna Anderson skaut upp kollin- um í Berlín laust eftir lok heims- styrjaldarinnar fyrri með þá stað- hæfingu að hún væri Anastasia keisaradóttir. Þar er að finna frásögn um at- burð sem gerðist þann 21. septem- ber við Siding 37, við járnbrautar- línuna norðvestur af Perm. Framburður Maxims Grigoryevs, sem vann við járn- brautina segir: „Klukkan var um tólf á hádegi, þegar ég var við Sidíng 37 og einhver sagði mér að hermenn Rauða hersins hefðu náð á sitt vald dóttur keisarans, inni i skóginum. . . Ég sá unga stúlku sem leit út fyrir að vera átján eða nitján ára gömul, hvar hún sat á stól við arininn í varð- mannaklefa. Hún var ekki grát- 0 Anna Anderson sem skaut upp kollinum f Berlfn árið 1920 og lýsti þvf yfir að hún væri Anastasia Keisaradóttir. Ára- tugum saman stóð hún f mála- ferlum vegna þessa, en árið 1957 var þvf lýst yfir af dóm- stóli að hún væri pólskfædd og hvergi skyld keisarafjölskyld- unni. Ilöfundar bókarinnar vilja þó ekki útiloka þann möguleika f Ijósi þess vitnis- burðar sem fundist hefur nú, að hún kunni að vera Anastasia. • Keisarahjónin Aiexandra og Nikulás. Anastasia keisaradóttir. • Löngu eftir að talið er að keisarinn hafi verið tekinn af lffi er nokkurn veginn vfst að Alexandra og dætur hennar voru f haldi hjá bolsévikkum. Myndin er af keisarafrúnni. Anastasia keisaradóttir reyndi flótta andi, en það var fljótséð, að henni leið ákaflega illa. Hún var klædd hvítri blússu sem var ötuð blóð- blettum á brjósti. Hún var ekki með trefil um höfuð. Hárið var dökkt á lit og stuttklippt. Á and- liti hennar var blóð og hún var hrufluð við aðra augabrún og var með skurð við munninn. Hún horfði óttaslegin í kringum sig en sagði ekkert. Ég tók eftir því að hún var með kúlu á nefinu. . . Eg var ekki nema skamma stund við varðmannaklefann, því að her- mennirnir sögðu mér að fara það- an. Þeir sögðu áður við stúlkuna: „Klæddu þig“ Þeir skildu hana eftir i klefanum um það bil klukkustund og eftir að hafa klætt hana í hermannajakka og sett hettu á höfuðið á henni leiddu þeir hana meðfram járn- brautarlínunni í áttina til Kama- brúarinnar. AÐSKYGGNAST INN í VARÐ- MANNAKLEFANN Saga manns þessa er stutt frá- sögn annars vitnis á staðnum, Tatiönu Sitnikova: Eg reyndi að komast inn í varð- mannaklefann til að geta kíkt á handteknu konuna, en hermenn- irnir meinuðu mér aðgang. Samt sem áður tókst mér að sjá henni bregða fyrir. Ég sá hún sat við ofninn úti i horninu. Hún var með dökkt hár, bólgu á nefi og sár við augun og ég tók líka eftir að blússan hennar var blóði ötuð. Hermennirnir voru að hlæja að henni og voru greinilega að hrella hana. Þeir sveipuðu hermanna- jakka um axlir henni og leiddu hana síðan í áttina til Perm. Eftir því sem ég fregnaði viðurkenndi konan meðan hún sat inni í klef- anum að hún væri dóttir Nikulás- ar keisara." Sonur Sitnikovu, sem var her- maður, bætti við frásögnina um það hvernig Anastasia hefði náðst: „Ég heyrði það hjá nokkrum hermönnum, sem þarna voru að þeir hefðu haft hendur í hári Anastasiu, dóttur fyrrverandi Rússakeisara. Hefðí það verið í útjaðri skóganna, hérna megin stöðvarinnar. Ég spurði hvernig það hefði borið til. Hermennirnir sögðu að þeir hefðu farið inn í skógana til þess að veiða og hefðu þá séð til konu sem var þar á gangi. Þeir hrópuðu til hennar og skipuðu henni að nema staðar, en hún tók þá til fótanna. Þeir hleyptu af byssum sínum og hún féll við. Því næst gripu þeir hana og fluttu hana hingað." önnur þrjú vitni, öll járnbraut- arstarfsmenn, koma og við sögu í þessum atburði. ÖIl Siding 37 vitnin voru spurð síðla marz 1919. Flest var óbrotið bændafólk og einlægni sú sem einkennir fram- burð þeirra gerir hann mjög trú- verðugan. Anastasiuflóttinn er svo einnig staðfestur af vitni, sem var af öðru sauðahúsi. Þar var á ferð læknir í Perm. Tveimur mánuðum áður en Sid- ing 37 vitnin voru yfirheyrð hafði hann sagt sögu sína. Maður þessi var Pavel Ivanovich Utkin, 44ra ára gamall. Hann segir svo frá: „I sepeember, dag einn síðdegis kom maður til mín frá leynilög- reglunni og sagði við mig: „Lækn- ir farið samstundis til Malkov." Mér var kunnugt um að Mal- kov var yfirmaður Cheka á staðn- um. Maðurinn fylgdi mér upp á þriðju hæð f byggingu þar sem bolsévikkar sem unnu fyrir leyni- lögregluna höfðu aðsetur sitt. Malkov Lovov, Vorobtsov, Shelenov og fleiri. 1 næsta herbergi lá ung kona á bekk. Ég skildi það að þeir höfðu beðið mig að koma til að huga að sjúklingi. Einn bolsévikkanna, sem kom inn með mér, sagði við mig. „At- hugió hvort þér getið hjálpað henni." Ég fór að skoða konuna sem lá á bekknum. Ég man vel að undir öðru auganu, þvf vinstra var stórt sár. Hún hafði skorizt illa við vinstra munnvik. Sárin voru hvorki alvarlegs eðlis né djúp. En ég fékk það sterklega á tilfinninguna að hún hefði verið barin... Hún var meðvitundarlaus þegar ég kom að henni. Allir karlmennirnir fóru nú út úr herberginu, en kona ein varð eftir. Skömmu síðar tók stúlkan að ranka við og leit á mig. Ég sagði við hana: „Hver ert þú?“ Skjálfandi röddu en mjög skýr- mæltri sagði hún: „Ég er Anastasia, dóttir keisarans. Ég vildi halda áfram að skoða hana og bjó mig undir að lyfta upp fötum hennar. En konan sem hafði verið þarna á næstu grösum allan tímann kallaði þá upp: „Fél- agar." Samstundis þustu nokkrir menn inn í herbergið og við mig var sagt: „Læknir þetta er ekki í yðar verkahring." Ég fór nú inn f næsta herbergi og bað um pappfr, til að geta skrifað út lyfseðil. Þeir létu mig fá óskrifaðan lyfseðil með nafni dr. Ivanovs. Ég skrifaði út joð og blývatn, græðandi smyrsl og mixtúru, sáraumbúrðir og fleira. Shlevov skrifaði sfðan aftan á seð- ilinn til staðfestingar og einhver var sendur af stað eftir lyfjunum. Ég fór nú til míns heima og einn bolsévikkanna sagði við mig: „Við sendum fljótlega eftir yður.“ Og það var eins og við manninn mælt að ég hafði naumast tíma til að fá mér tebolla, er ég var kvadd- ur á ný til CHEKA- bækistöðvanna. Enn á ný hélt ég til sjúku konunnar. Ég þvoði sár- in, bar smyrsl á sár hennar og gaf henni lyfin. Eftir það var ég við beð hennar til að fylgjast með að hún fengi lyfin. Eg geri ráð fyrir ég hafi verið hjá henni í klukku- stund eða svo og gaf henni fjórar skeiðar af mixtúrunni... Sjúka konan var hálfmeðvitundarlaus allan þann tíma. Konan sem var hjá henni sýndist mér greinilega að myndi vera njósnari CHEKA. Vék hún ekki frá okkur. Ég hafði því engin tök á því að ræða við Anastasiu Nikolayevnu. Um klukkan tíu um kvöldið fór ég á ný að líta til Anastasiu Niko- layevnu, nú að eigin frumkvæði. Ég sagði bara að ég hefði komið til að aðgæta hvort hún hefðist eðlilega við. Konan, þ.e. njósnar- inn, var enn 1 herberginu. Ég spurði hana: „Jæja, hvernig líður sjúklingnum núna?“ Mér virtist þá eins og Anastasia Nikolayevna rumskaði við orð min. Hún opnaði augun og leit á mig. Mér fannst hún vilja tjá þakklæti sitt þögulu augnaráði. Ég sagði við hana: „Jæja yður liður kannski illa núna, en þetta lagast." Við þessi orð mín rétti Anastasia mér hönd- ina og sagði: „Ég er yður afskap- lega þakklát, góði bezti læknir." Daginn eftir fór ég enn á ný til að sjá Anastasiu Nikola- yevnu.Shlenov og nokkrir aðrið bolsévikkanna voru á staðnum. Einn þeirra sagði við mig: „Sjúka konan þarf ekki lengur á yður að halda." Svo að ég sá Anastasiu Nikolayevnu ekki framar. STUTTKLIPPTA HÁRIÐ Ég get þar af leiðandi lýst ytra útliti stúlkunnar, sem sagði mér að hún væri Anastasia Nikolay- evna. Þessi stúlka var rösklega meðalmanneskja á hæð, bersýni- lega ágæta vel menntuð, um það bil átján eða nítján ára. Hún hafði brúnt hár, nefið var beint, en dálítið bólgið á þessari stundu, augun voru stór og dökk. Eg man ekki hvernig augabrúnir hennar voru lagaðar, enni var hátt, ívið kúpt. Ég get ekki lýst munnsvipn- um, enda afmyndaðist hann i sl- fellu, varir hvorki þunnar né þykkar. Ég tók ekki eftir eyrna- lagi. Hálsinn var stuttur. Hárið var stuttklippt og- náði ekki niður á axlir. Hvort hún hafði fyrr haft einhvers konar greiðslu eða snyrtingu I hárinu get ég ekki dæmt um — man aðeins að hún hafði stutt hár. Andlit hennar var ljúft og fallega lagað. Ég sá engin sérstök lfkams- lýti á henni, hún var vel vaxin og með góða líkamsbygginu. Hún var þrýstin en ekki um of ef miðað er við hæð. Brjóst snotur, en ekki mikið þroskuð. Þegar Anastasia Nikolayeva rétti mér höndina og ég leit á hana sá ég að höndin var þykk en falleg, kringlulaga, fingur falleg- ir, meðallangir, neglur klipptar og hreinar. Ég sá ekki hvort hönd- in var snyrt. Þegar ég var að fara heim eftir að hafa skrifað lyfseðil handa Anastasiu Nikolayevu sagði einn Bolsévikkanna við mig: Hvað haldið þér að ami að henni? Hver er greining yðar?“ Ég svaraði: „Hún er brjáluð. Hún hefur verið gripin stórmennsku- æði. Sendið hana á geðsjúkra- hús.“ Enginn virti mig svars. Shelnov leit á mig út undan sér eins og til að geta sér til um hverjar væru hugsanir minar. Að sjálfsögðu sagði ég þetta við bolsévikkana að yfirlögðu ráði. Hún hefði átt hægara með að komast undan af geðsjúkrahúsi. Ég efaðist ekki um það eitt andar- tak — hvorki þá né nú — að hún væri keisaradóttirin. Stjórnvöld í Perm litu svo á að framburður dr. Utkins væri svo mikilvægur að þeir sendu hann á fund Sokolovs í Ekaterineburg. Sokolov tók niður framburð hans — en stakk honum undir stól og birti hann aldrei. Eftir að Utkin læknir bar vitni var hann beðinn að reyna að hafa upp á lyfseðlinum sem hann hafði skrifað og tókst það. Við þá leit mundi Utkin læknir eftir einu sem hann hafði gleymt 1 fyrra framburði sínum. Hann minntist þess að hann skrifar lyfseðilinn skömmu eftir að sjúklingurinn hefur tjáð honum hver hún var. Vegna þess hafi hann ekki gjörla vitað hvaða nafn ætti að setja á hann. „Ég braut heilann um hvernig ég ætti að fara að þessu — hvort ég ætti að gefa seðilinn út á nafn Romanovfjölskyldunnar, eður ei. Eg man lika að ég spurði bolsé- vikkana og var sagt að nota bara bókstaf. Ég setti aðeins stafinn N. 1 lyfjabúðinni vakti þetta dálitla athygli og þótti einkennilega frá gengið.“ Formlegt nafn Anastasiu var auðvitað Anastasia Nikolayevna — Anastasia Nikulásdóttir. Það gæti skýrt N-ið. Hver svo sem hún var, fór ekki á milli mála að Cheka taldi hana mjög mikilvæga. Leynilögreglan var þekkt að öðru en sýna föngum sínum umönnun og veita þeim læknishjálp — en Afdrif rússnesku keisaraf jölskyldunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.