Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 3. OKTOBER 1976 19 færum, fyrir allt heimilislíf, sem það er að kynnast Guðsorði. Þettað er ekki ritað hér út i blá- Lágu haustfargjöldin okkar lengja sumaríð hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býður upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15. september til 31.október, flucfélac LOFTLEIDIR ISLANDS Félög með eigin skrifstofur í 30 stórborgum erlendis „Látið orð hins smurða, búa rfkulega hjá yður„ Kól. 3, 16. Ég tel mig eiga margar bækur. Stöku þeirra, hefi ég ritað sjálfur. Ef ég ætti að sjá af þeim öllum nema einni, mundi ég ekki skoða huga rhinn um það, að halda eftir á biblíunni. Hún er mér meira virði en allar hinar samanlagt. Öll eigum við að lesa bækur okkar til uppbyggingar, menning- arlega séð. Til þess er biblían langhæfust allra bóka þjóðanna. Hún inniheldur allt sem okkur varðar í daglegu lífi og í fram- haldsllfinu. Hún segir frá því hvernig Guð starfar í fólkinu og með því og hvers Hann ætlast til af okkur mannanna börnum. Hún er þannig kennslubók okkar allra. Biblian er innblásin af anda og visku Guðs. Mér finnst hún eina bókin, sem aldrei er búið að lesa, aldrei hægt að leggja hana til hliðar. Þar talar Guð svo mikið við okkur og ef við lesum Hans orð þar, með aðdáun og í trú, gefur Hann okkur skilning. Án Guðs hjálpar getum við ekki lifað og náð þeim árangri, sem vér þurfum að ná og Hann ætlast til. En það er að við öll, verðum þegn- ar í ríki Hans og eignarlýður. Biblían er bók allra kristinna manna. Nytsöm til fræðslu, til umvöndunar i réttlæti" (2. Timót. 3.16). Lesefni Bibliunnar er vissulega dýrmætt fyrir fólkið. Það er i fullu gildi, í liðnum tíma, i nútímanum og I ókomnum tíma. Það er alveg sérstætt. En það er vegna þess að þar er að finna óbreytilegt, eilíft og lifandi Guðs orð. Þau orð eru ólfk hinum mörgu dauðu orðum mannanna. Biblían greini frá viðtali Guðs við einstaka menn — sem voru móttækilegir —. Hann lét Móse fá lagasafnið: Boðorðin 10, bæn blessunar orðanna o.fl. Guð lét spámennina segja fyrir um komu sonarins til jarðarinnar. Mjög mikið og merkilegt lesmál, er I Bibllunni um Jesúm Krist, merki- legustu persónu, sem stigið hefir fæti sínum á jörðina. Um æfi Hans og starf meðal fólksins, er rækilega skráð I bibliuntii og er stórkostlegt og dásamlegt aflestr- ar. Hann kom til þess að við öll hefðum „líf og nægtir". Lærðum að lifa og meira en það. Kristur sagði: „Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að leggja líf sitt i sölurnar til lausnargjalds fyrir marga“ (Matt. 20. 23.) (Alla sem trúa). Eins og biblían ber með sér, var Kristur tekinn af lífi með kross- festingu og spjótstungu I hjarta- stað. Þetta var honum ætlað til þess að fólkið fengi fyrirgefningu synda sinna. Gegn þvi bar því að trúa og breyta samkvæmt kenn- ingu Krists. Hann sagði: „Trúið á Guð og trúið á mig“ (Jóh. 14. 1.). Við Pílatus sagði Kristur: „Ekki hefir þú neitt vald yfir mér ef þér hefði ekki verið gefið það að of- an“ (Jóh. 19. 11.). Dauði Krists, upprisa Hans frá gröfinni, starf Hans eftir upprisuna og uppstign- ing Hans til himins — allt mjög vottfest — eru meginstoðir krist- inna manna I trúnni. Þá Hka kirkja Krists og fyrirheit um ei- lífa sælu, I himni Guðs, handa öllum þeim mönnum, sem trúa, samkvæmt Krists fyrirsögn. — Biblían greinir frá því, hvernig Kristur stofnaði kirkju sina. En hún er mikil hamingjugjöf fólki og stendur fremst allra félags- legra samtaka þess. Ekkert getur komið I stað kirkju Krists, sem gefur fólki þær lífseignir, sem hún. Biblian er stórt bókasafn. Hún inniheldur 66 bækur, skráð- ar af mörgum höfundum. Þar er vissulega margt til lesturs. Bibl- ian er bók bókanna og fjölþætt- ust, að efni allra bóka. Þar eru fyrst og fremst hin margháttuðu ' orð Drottins okkur öllum til leið- sögu. Svo má þar lesa: Upplýsing- ar siða reglur, fyrirmæli, fyrir- heit, spádóma, fyrirbænir, bænir, predikanir, likingamál, ævisögur, dæmisögur, sendibréf, helgisög- ur, píslarsögur, mannkynssögu o.fl. o.fl. Allt Guðs orð er uppspretta sannleikans og ekkert nema sann- leikur. Það sannar sig sjálft, i daglegu lífi alls fólks. Þeim, sem hugsa og breyta samkvæmt Guðs- orði, farnast vel, en þeim, sem lifa og breyta gagnstætt Guðsorði, farnast illa. Hinir síðarnefndu verða þó ver komnir í framhalds- lífinu. Samkvæmt kenningu Krists. Daglegur lestur I biblíunn I leit að Guði og fyrirmælum Hans til allra mannanna barna, leiðir okkur inn á nýtt viðáttumikið hugsjónasvið, viðkomandi guðdóminum. Við eignumst og njótum friðar og kærleika guðs. En þær lífslindir hugans færði Kristur okkur öllum. Ef allir hefðu þennan hátt á, mundi verða nýr himinn og ný jörð, í öllum mannheimi og fjand- inn yrði þar valdalaus. Daglegur lestur Guðsorða er efling og við- hald trúarinnar. Kristið fólk get- ur ekki verið án þess. Það verður að skiljast. Islendingar eru les- gefnir. Allur fjöldi þeirra les allt mögulegt prentmál, nema bibl- íuna, Guðsorð. Þótt hún sé til á heimilunum er hún allvíðast látin vera óhreyfð í bókaskápum, jafn- vel áratugum saman. Er þvi illa farið að sleppa svo góðum tæki- inn. Ég er gamall maður og hefi mína reynslu. Til ástundunar 6uðs orða og fyrirmæla Hans get ég rakið hæglega alla gæfu mina og gengi, sem Guð hefir veitt mér, rikulega, á minni löngu ævi. Mér var innprentað þetta ungum I for- eldra húsum, hefi lesið biblíuna og haft hana fyrir húslestrarbók við guðræknisstundir í heimahús- um. Þá hefi ég lagt mig fram um að kynnast trúuðu fólki, bæði I viðtölum og lestri bóka. — En lestur biblíunnar og bænir margvíslegar, hvorttveggja dag- lega stundað, er haldmest fyrir okkur öll, til þess að eignast þann fjársjóð, sem mölur og ryð fær ekki grandað, en verður okkar fjársjóður og vegnesti er við flytj- um héðan. — Kirkja Krists og trúað fólk gerir mikið að því að Framhald á bls. 13 Lesum Biblíuna Jón H. Þorbergsson:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.