Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÖBER 1976 25 eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON EIRIS OG MÉR SÝNIST Með ástar- kveðju til Bólivíu Eins og það sé ekki ærinn starfi að fangelsa sína eigin landsmenn þúsundum sam- an sem eru ekki nógu auð- sveipir í pólitíkinni, þá hef- ur hin ófrýnilega herfor- ingjastjórn Pinochets suður í Chile nú tekið upp á því að lána stjórnvöldum þeirra grannríkja sinna sem ástunda svipað ofbeldi pláss í tukthúsum sinum fyrir þá af þegnum fyrrnefndra grannríkja sem ekki þykir „hagkvæmt" að kvelja á heimaslóðum. Svo segir í ný- legum „Guardian“ sem ég var að fá í hendurnar, að nú sé til dæmis óttast um heilsu og jafnvel lif fimmtíu verka- lýðsleiðtoga og mennta- manna frá Bólivíu sem stjórnvöld þar létu handtaka fyrir tæplega þremur mán- uðum og sendu síðan i tveimur hópum rakleitt til ■höfuðborgar Chile þar sem lögreglan tók við föngunum og „umskipaði" þeim í snatri suður í land, til harðbýlustu og afskekktustu svæðanna sem þar er að finna, að segir í skýrslu Amnesty Inter- national sem ég hef líka ver- ið að glugga í. Raunar á svo að líta út sem Bóliviumennirnir séu land- flótta menn sem stjórnvöld- in í Santiago hafi bara verið svo elskuleg að skjóta skjóls- húsi yfir, en nokkuð óvenju- leg virðist sú gestrisni nú samt, þvi að „Guardian“ staðhæfir (og Amnesty tek- ur þar undir með blaðinu) að þessir útlendingar séu beittir nákvæmlega sömu harðneskjunni og hinir óþjálu af innlendu bergi brotnir: þeim sé til dæmis visvitandi meinað um nauð- synlega læknishjálp, en mennirnir eru bæði sjúkir og meiddir eftir þá harka- legu meðferð sem þeir hlutu i heimalandi sínu áður en þeir voru sendir í útlegðina. í þessum hópi er aðalritari námamannasambands Bóli- víu, maður að nafni Victor Lopes, sem mætti kannski helst likja við það að framá- menn sjómannasamtakanna okkar hér heima, sem standa einmitt um þessar mundir í dálitlu stappi við vestlægari Matthiasinn, væru fangels- aðir fyrst og þá fluttir í út- legð fyrir að vera ekki nógu undirgefnir. Bólivíustjórn rauf raunar grið á Lopes og félögum hans með því að láta handtaka þá og varpa í fangelsi aðeins tveimur dög- um áður en hún þóttist samt ætla að setjast að samninga- borðinu með þeim, en náma- menn i Bólivíu hafa rétt einu sinni verið að ókyrrast: það verða alltaf gos þarna annað slagið þegar eymdin er búin að gera fólkið við- þolslaust — gos sem eru jafnharðan barin niður af fullkomnu miskunnarleysi. „Gestgjafarnir" í Chile (hermir „Guardian“ enn) sem nú hafa semsagt brugð- ið á þann leik að lána lendur sinar til geymslu á erlendum andófsmönnum, hafa skikk- að aðkomumennina til erfiðisvinnu þarna suður í sinni Síberiu, og eru þeir notaðir sem vinnukraftur við „opinberar framkvæmd- ir“ eins og það er svo sak- leysislega orðað. Einungis um eina hlið þessa verknað- ar ber breska blaðinu og Amnesty ekki saman: af frá- sögn blaðsins mætti jafnvel ráða að Bóliviumennirnir séu geymdir i einhverjum af þeim forkastanlegu fanga- búðum sem herforingjaklíka Pinochets er fyrir löngu orð- in alræmd fyrir, en Amnesty telur aftur á móti líklegra að útlendingarnir séu i svipinn að minnstakosti hýstir í hreysum utan girðingar og gert að tilkynna sig til yfir- valdsins á staðnum daglega og forboðið að auki að við- lögðu fangelsi að draga fram lífið við annað en „líkamleg störf“. 1 þessum hópi er eftir á að hyggja ein kona sem vegna skoðana sinna sýnist hafa verið talin jafn verð þessarar ómannúðlegu með- ferðar og námamennirnir landar hennar. Og á kven- þjóðin þannig sinn fulltrúa meðal þessara manna sem hafa verið fluttir nauðugir frá föðurlandi sinu til fram- andi lands að fá að kynnast vistinni undir byssukjöftum valdhafanna í öðru lögreglu- ríki. Hlutverka- skipti Það þarf ekki nema mið- lungs mannvonsku ætla ég til þess að njóta þess i tölu- vert ríkum mæli eftir allt sem á undan er gengið hvernig aumingja Bretinn með Crosland í broddi fylk- ingar reytir nú hár sitt úti í London og þykist hart leik- inn af vinum sínum og bandamönnum sem gefa honum bara langt nef þegar hann vill fá að færa fisk- veiðilögsöguna sína út í svo- sem tvö hundruð milur og síðan að sitja aó nokkru leyti einn að krásunum: að minnstakosti út að fimmtíu mílna mörkunum, elsku vin- ir. Bretinn ber nú fyrir sig orðrétt sömu rökin sem hann ætlaði að ærast útaf þegar við vildum nota þau — og hann fær framan í sig nákvæmlega sömu svörin og enn upp á orð sem hann fleygði þá svona karlmann- lega framan í okkur! And- stæðingar hans i landhelgis- málinu tala meira að segja fjálglega um „gamla hefð“: halda þessir lordar þarna úti í London að það sé hægt að banna mönnum að vaða i fisk sem menn eru búnir að vaða í öldum saman? Það er semsagt engin vit- leysa þetta sem oft er sagt: að sagan endurtaki sig. Og óþekktarormum sem fást ekki til að skilja jafn einfaldan hlut gefur hún meira að segja duglegt spark — í óæðri endann. r Islenzk menning Rétt til þess að þetta verði ekki allt upp á útlendinginn i dag langar mig að geta þess að ég kannaði nýverið í fjöl- sóttu sumarhóteli hvaða lesning væri þar helst á boð- stólum handa gestum. svona innan um dagblöðin og viku- pressuna. Ég bjóst að vísu ekki við neinum nóbels- skáldum, en við erum samt annað veifið að hvísla því hvert að öðru að sú gamla góða íslenska menning tóri víst helst i sveitunum. Þarna skipuðu öndvegi þrjár bækur úr sama bóka- flokknum: Gálurnar, Porn- opia leggst á bakið og Dular- fulla heilsuhælið. Flokkurinn heitir Rauðu bækurnar, en kápan er að vísu nærbuxnableik. tíundar skattamál Lúðvíks Jósefs- sonar, sem blaðið segir að hafi eitthvað á sjötta hundrað króna í tekjuskatt og kveðst nú bíða eftir hinu mikla samtali við talsmann Alþýðubandalagsins í skattamál- um, Lúðvik Jósefsson, en margir hafi saknað þess, að málgagn Alþýðubandalagsins hafi ekki tekið skatta leiðtogans rækilega fyrir. Allir biði með öndina i háls- inum eftir samtalinu við Lúðvfk Þjóðviljinn krefst þá, að Halldór E. Sigurðsson segi af sér vegna húsakaupa — og þykist þar með hafa svarað fyrir sína (!). Vil- mundur Gylfason minntist á lána- mál Einars Ágústssonar i grein í Dagblaðinu og á nú i ritdeilu við Alfreð Þorsteinsson, sem fullyrð- ir að Vilmundur hafi verið á upp- boði hjá Visi og Dagblaðinu og tekið hæsta boði. Vilmundur hef- ur svarað hér i Morgunblaðinu og borið þetta af sér, um leið og hann hefur ýtt enn dálítið við þeim framsóknarmönnum, en Alfreð Þorsteinsson hefur svarað, einnig hér í Morgunblaðinu, og m.a. full- yrt í svari sínu, að Gylfi Þ. Gísla- son hafi fyrir löngu fengið sér- staklega hagstætt lán, þegar hann byggði, en vextir siðan verið veru- lega lækkaðir. Dagblaðið krefst þess i ritstjórnargrein, að allir ráðherrar Framsóknarflokksins segi af sér, en Timinn svarar full- um hálsi og fullyrðir, að það séu afturhaldsöflin í Sjálfstæðis- flokknum, sem nú reki haturs- pólitik á hendur framsóknar- mönnum, þ.e. Visis- og Dag- blaðsmenn. Þannig ganga klögu- málin á vixl. Loftið er lævi blandið og má nú hver þakka sin- um sæla meðan hann heldur lífi í „drullupollinum“. Það er athyglisvert að þegar deiluaðilum lá mest á að koma boðskap sinum til skila leituðu þeir til Morgun- blaðsins og hafa margir túlkað það svo, að deiluaðilar treysti því betur, að lesendur trúi málstað þeirra ef greinarnar birtast hér í blaðinu. Morgunblaðið hreykir sér ekki af því að vera opið og frjálst blað, það telur slikt sjálf- sagðan hlut. En það fer sér hægt I fullyrðingum og byggir á örugg- um heimildum einunt, enda er ábyrgð stærsta blaðs þjóðarinnar mikil. En það fagnar því trausti sem því er sýnt, bæði af lesendum og þeim, sem þurfa að koma mál- stað sínum til ■skila. Vonandi á þessi pólitíska laxer- ing hér á landi eftir að bæta þjóð- félagið eitthvað, svo að þjóðar- lfkaminn margnefndi verði við dálitið betri heilsu, þegar kemur fram undir næstu kosningar og hin raunverulegu átök byrja. Stundum eru menn að þakka hinum og þessum allskyns „nýmæli“ i islenzkri blaða- mennsku. En i raun og veru er fátt nýtt í hasarblöðunum undan- farin tvö ár og margt af þvi má rekja til upphafsins, þ.e. Agnars Bogasonar og Mánudagsblaðsins. Hvað sem öðru liður, þá hefur Agnar haft veruleg áhrif á íslenzka blaðamennsku, þótt þeirra sjái ekki stað i Morgun- blaðinu. Jón Hjartarson kemst m.a. svo að orði i grein hér I blaðinu I vikunni: „Það er með hálfum huga, sem ég sest niður til að skrifa þessa grein. I blöðunum er svo mikið rifist og menn eru svo reiðir yfir leitt í öllum „kjallara“greinunum sinum og „Lesendur hafa orðið“ pistlunum, að margir venjulegir menn, sem annars myndu nota dagblöðin sem vettvang undir skoðanir sínar, fælast þau, og svo hefur oft verið um mig.“ Og Jóhannes Helgi rithöfundur segir einnig í grein hér í blaðinu í vikunni: „Þvi miður selja sum blöð glæpi eins og hverja aðra neysluvöru handa brengluðu fólki, krefjast undir alls kyns yf- irskini nafnbirtingar löngu áður en sök hefur verið sönnuð og hafa uppi ýmis falsrök kröfu sinni til framdráttar, að almannarómur hafi ranga menn fyrir sök o.s.frv. Það er rangnefni, það er ekki almannarömur, þetta eru róg- smiðjur, einangruð fyrirbæri sem enginn siðaður maður tekur mark ;á.“ Ástæða er til að veila orðum þessara manna athygli og íhuga það hvernig skrif ýmissa blaða undanfarið hafa verkað á ábyrgt jfólk en við skulum þó einnig huga ,að þvi, sem Indriði G. Þorsteins- !son sagði i ræðu sinni á ráðstefnu jsem haldin var á vegum Norður- landaráðs nú i vikunni. Indriði segir: „Enginn maður er fullkom- inn og ekki stjórnmálamaðurinn heldur. En vegna stöðu sinnar og þeirrar tiltrúar sem hann nýtur, verður það þyngra á metunum láti hann blindar hvatir ráða gerð- um sínum, en þótt almennur borg- ari misstfgi sig í daglegu lífi.“ Og að lokum er ástæða til aó vitna í bréf, sem Sigfús Daðason skáld skrifar til Þjóðviljans I gær, þvi að það gefur til kynna, að ábyrgu fólki í þjóðfélaginu er tek- ið að blöskra æsiskrifin í blöðun- um, og margir eru farnir að staldra við og ihuga, út í hvaða ógöngur dagblöðin eru komin með skrifum þessum. Sigfús segir m.a., að það sé hlut- verk bankastjóra að taka ákvarð- anir um útlánastarfsemi bank- anna, talar um „árvisst óráð“ Þjóðviljans um það leyti sem skattskráin birtist og ávarpar þá félaga með þessum orðum: „En góðu Þjóðviljamenn! Það eru mörg ár siðan þau kaup voru gerð sem Þjóðviljinn vill nú láta Halldór E. Sigurðsson gjalda fyrir með ráðherrastöðu sinni. Það eru rétt um þrjú ár síðan. Halldór var þá meira að segja ráðherra I ann- arri stjórn en nú situr. Hvernig stóð á þvi að Þjóðviljinn hóf ekki sókn á hendur Halldóri þá. þegar réttur tími hefði verið til þess? Mér þætti mjög vænt um að fá svar við þeirri spurningu. . .“ Sigfús segir enn fremur, að blaðið hafi verið að stinga upp á því, „að blaðamenn komi sér upp tölvukerfi, að því er helst má skilja til þess að geta haft alveg nákvæmt eftirlit með fjármála- legu hátterni sérhvers manns- barns á landinu. . . Ég veit ekki hvort Þjóðviljinn hefur aðeins fallið í þá freistni að „gelta með hinum hundunum". Hann er nú farinn að sýna þess nokkur merki að hann sé að hallast að glist- rúpsku lýðskrumi. Þegar vissum punkti er náð á þeirri braut, er pólitíkin vön að taka beina stefnu á svokallað „moral order“- stjórnarfar. Gleggsta dæmið hér nærlendis um þvilíkt stjórnarfar er Pétain-stjórnin f Frakklandi 1940-1944. Gætum að þessu." Allt eru þetta orð i tíma töluð og mættu menn íhuga þau, ekki sist blaðamenn, áður en þeir hafa breytt blöðum sinum i þann eina og æðsta dómstól landsins, eins og virðist einmitt æðsta ósk sumra þeirra sem i blöð skrifa um þessar mundir. Þessar hugleiðingar eru fram bornar vegna þess menningarlega hlutverks, sem Jóhann Hannes- son gegndi í islenzku þjóðfélagi. Reynt hefur verið að minna á mismunandi aðferðir hans og þeirra, sem hæst láta nú um stundir. Allt, sem Jóhann Hannesson skrifaði, bar vott um menningarlega hneigð og virð- ingu fyrir máli og stíl, og þá ekki sízt viðfangsefninu. I fyrrnefnd- um Þankarúnum sagði hann enn- fremur m.a.: „Heiðingjar hötuðu Gyðinga m.a. vegna þess, að þeir höfðu ekkert skurðgoð og neituðu að tilbiðja þau sem voru. Og eins og einn fremsti rabbí meðal núlif- andi Gyðinga segir: „Þegar heið- inginn blossar upp f kristnum manni, þá ofsækir hann Gyð- inga.“ Og með slikum ofsóknum erum vér ekki á réttri leið. ef vér viljum, að mannkynið verði ein heild eða biðjum með Jesú, að verða skuli ein hjörð og einn hírð- ir." Með slikum samanburði veitti Jóhann Hannesson samfélagi sinu nauðsynlegar ákúrur. Hann not- aði samanburð úr sögunni til að hirta okkur, en gerði það á þann hátt, að eftir var tekið til lang- frama, en einnig var haldió fast við þá frumskyldu almennrar sið- fræði að láta einkalif manna i friði. Honum datt aldrei í hug að nota rökleysur eða hrottaskap i samskiptum við náungann, held- ur samanburð, sem fólk gat dregið ályktanir af. Þess vegna m.a. voru greinar hans eftir- minnilegar og munu lifa. Þær eru hafnar yfir dægurþrasið, þær „brutu ekki blað“ i ómerkilegum málatilbúnaði né vegna pólitískr- ar heiftúðar eða af pólitískri nauðsyn, heldur vegna óskar um bætt siðferði og batnandi tíð, þar sem menntun og upplýsing væri hvati og forsendá. Við skulum vona, að orð manna eins og Jóhanns Hannessonar gleymist ekki í þvi ölduróti illyrða og mannskemmandi tortryggni, sem nú fer um þjóðlif okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.