Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKT0BER 1976 38 t Systir okkar PÁLFRÍÐUR HELGADÓTTIR andaðist að Hrafnistu 1 okt Þorsteinn B. Helgason og systur. t Útför föður mins og tengdaföður okkar JÓHANNS GRÍMS GUÐMUNDSSONAR Faxaskjóli 1 8 fer fram mánudaginn 4 okt frá Fossvogskirkju, kl 1 30 Þeim, sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti Slysavarnafélag íslands njóta þess .. ... ., . Verna Jóhannsdóttir Halldór Auðunsson Sesselja Stefánsdóttir t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar GUÐRÚNAR FILIPPUSDÓTTUR Reynimel 76 Guðbjörg Einarsdóttir Jakobfna Björg Einarsdóttir Þórunn Einarsdóttir t Eigmmaður minn TRYGGVI SALOMONSSON fyrrv. fangavörður Meltröð 10, Kópavogi sem lézt 24 sept sl verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudag inn 5 okt kl 3 Bjarney Holm Sigurgarðsdóttir t Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vmarhug við andlát og útför JÓHANNS HANNESSONAR Norðurbrún 26 Astrid Skarpaas Hannesson Gunnhild og Sigurvin Ólafsson Hannes og Kristln Einarsdóttir t Við þökkum mnilega öllum er sýndu samúð og vinarhug við fráfall systur okkar KATRÍNAR SIGURJÓNSDÓTTUR Hellisgötu 22, Hafnarfirði Sérstakar kveðjur sendum við vinum hennar og samferðarfólki og biðjum því Guðsblessunar Soffia Sigurjónsdóttir Jónína Sigurjónsdóttir Kristinn Sigurjónsson Einar Sigurjónsson t Þokkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður og ömmu SIGRÍÐAR ELÍSABETAR GUÐMUNDSDÓTTUR Sigurður Hólmsteinn Jónsson Baldur Sigurðsson Hulda Þorláksdóttir Magnús Sigurðsson Kristjana Karlsdóttir Ólöf Helga Sigurðardóttir Ásmundur F. Brekkan Hólmsteinn Sigurðsson Guðný Pétursdóttir og barnaborn t Alúðarþakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför EINARS J. EINARSSONAR verkstjóra Bergþórugötu 9 Ásta Guðjónsdóttir Anna Hjálmarsdóttir Kristleifur Einarsson Jón Árnason Margrét Einarsdóttir og barnabörn Inga Markúsdótt- ir — Minning Fædd 23. aprll 1918. Dáin 8. ágúst 1976. Ilátl ég kalla, hæðir fjalla, hrópið með til Drottins halla. Mínum rómi, Ijóssins Ijómi, lyft þú upp að llerrans dómi. Fr vil kvaka, óg vil vaka, allt til þess þú vilt mig taka. Til þfn hljóður, (*uð minn góður, Kræt ég eins og barn til móður. M.Joeh. Ég stóð við iítið rúm sem venju- lega er kallað líkkista, litlum lin- dúk var svipt frá, ég sá silfurgrátt hár liðast í fögrum bylgjum yfir hvitann koddann og fagurlega skapað hátt kúpt enni — en aug- un voru lokuð. Nú sá ég hreinleikann og þá ró sem yfir öllu hvilir þegar lífs- stríði og baráttu þessa jarðlífs er lokið. Ung vann ég við slík störf sem kistulagningu, stundum tvær á morgni, líklega er það þess vegna sem mér finnst ég verða alltaf að sjá undir líndúkinn. Þar er feg- urð að sjá. Þessi lýsing hér að ofan er af vinkonu minni elsku- legri. hún hét Ingileif Guðbjörg Markúsdóttir fædd 23. april 1918 í Skáladal í Sléttuhreppi, foreldrar hennar voru Herborg Arnadóttir Sigurðssonar bónda í Skáladal og Markús Finnbjörnsson frá Sæbóli Áðalvík í sama hreppi. Foreldrar Ingu eins og hún var jafnan kölluð, eignuðust ellefu börn, en fjögur dóu i æsku. Árið 1928 dró dimmt ský yfir æsku- heimili Ingu þá voru aðeins tvö börn fermd, hinn hvíti dauði, berklarnir heltóku heimili hennar svo vaTt var foreldrum hennar hugað líf, móður sina missti hún eftir fjögurra ára sjúkrahúsvist á sjúkrahúsi tsa- fjarðar. Faðir Ingu komst til nokkurrar heilsu eftir fimm ár og dó hann í hárri elli, þá var ekkert sjúkra- samlag i þessu blessaða landi, hvað þá tryggingar. Faðir Ingu varð því að koma börnunum öll- um fyrir hingað og þangað, hann var maður stoltur og átti sjálfur útgerð og útvegaði mörgum at- vinnu í Aðalvík en litla hjálp var þar að fá. Hann seldi því allt sitt til þess að geta borgað þann kostnað sem af þessum veikind- um stafaði. Inga hafði þvi láni að fagna að komast til góðs fólks eftir nokkurra ára vinnu í vistum. Þetta góða fólk voru hjónin frú Petra Guðmundsdóttir og Höskuldur Jónsson bóndi í Tungu í Nauteyrarhreppi, þau tóku hana sem dóttur sína í orðsins fyllstu merkingu. Frú Petra sem fann fljótt að Inga hafði músíkgáfu og góða rödd kom henni því til náms til Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds, sem þá var fluttur til Grindavíkur, en eflaust hafa þau þekkst frú Petra og hann því hann gegndi læknisþjónustu i tsa- fjarðardjúpi en hún var ljósmóð- ir. Meiningin var að Inga lærði að spila á orgel en Sigvaldi sá að rödd hennar var góð og lét hana syngja þegar hann samdi sin yndislegu sönglög og oftar. Inga var Iíka kostuð af þeim hjónum í Tungu i húsmæðraskóla ísafjarðar. Frú Petra var mjög dugleg kona og hjálpfús, það þekki ég af eigin reynslu. Inga vildi heldur syngja en spila og söng hún í öllum óperett- um og óperum sem hér hafa verið fluttar þar til hún kenndi þess sjúkdóms er leiddi hana til hinztu hvílu. Hún var í Tónlistarkórnum, þjóðleikhúskórnum og fleiri kór- um hér í borg en kirkjukórar voru henni hjartfólgnastir, þar söng hún einnig með sinni björtu sópranrödd. Inga giftist Ásgeiri Höskulds- syni, elzta syni hjónanna í Tungu, hann var í fjórða bekk mennta- skólans á Akureyri þegar faðir Framhald á bls. 15 P VESTUR ÞÝZK GÆÐAVARA LT-SENDIBÍLLINN er nýjasti vöruflutningabíllinn LT-SENDIBÍLLINN er með vatns- kælda fjögurra strokka benzinvél, 75 ha., — stóra rennihurð á hlið og tvöfalda vængjahurc að aftan. LT-SENDIBÍLLINN er hagkvæmur, rúmgóður og auðveldur í hleðslu og afhleðslu. Lipur og léttur í borgarumferð og rásfastur úti á góðum vegum. Kynnið yður kosti nýja LT-sendibílsins. VW LT SENDIBÍLLINN er fáan legur af ýmsum gerðum til þess að uppfylla hinar margvíslegu vöruflutningaþarfir mismunandi fyrirtækja. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.