Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTOBER 1976 23 ÁFENGISNEYZLA I>egar barnid verður víninu að bráð — fyrir fæðingu Æ FLEIRI börn fæðast van- sköpuð vegna drykkjuskapar mæðra sinna á meðgöngutím- anum. Þetta er orðinn svo út- breiddur og alvarlegur vandi, að vísindamaður í Frankfurthá- skóla, sem ég ræddi við ný- lega, jafnaði til thalídómidmáls- ins, sem flestir munu kannast við, og kvað afleiðingarnar af drykkjuskap verðandi mæðra jafnvel miklu verri en hin hörmulegu eftirköst thalídómídsins forðum. Ein hverra þriggja kvenna, sem neyta áfengis að staðaldri á meðgöngutíma, eignast að likindum vanskapað barn, ann- að hvort fatlað á sál eða likama nema hvort tveggja sé. Áfengi getur haft margvisleg áhrif á börn í móðurlífi. Nokkrar afleið- ingar eru þó algengastar. Það eru vanskapaðir fingur, eða höfuðkúpa, sjóngallar, ýmiss konar hugfötlun og óeðlilega hægur vöxtur og þroski. Ný- lega var birt athugun lækna í barnaspítalanum í Tubingen; á tveimur og hálfu undanförnu ári hafa komið þangað 40 börn, sem urðu „alkóhólistar í móðurlífi", þ.e.a.s. hlutu var- anleg mein af drykkju mæðra sinna á meðgöngutímanum. Læknar báru þetta saman við thalídómídslysið mikla til glöggvunar leikmönnum og kváðu áfengisáhrifin miklu uggvænlegri en áhrif thalídómídsins að því leyti, að fórnarlömb thalídómídsins hefðu verið „ákveðinn hópur" (rúmlega 5000 börn) en hins vegar fjölgaði vansköpuðum börnum drykkjukvenna sífellt. (Því má bæta við, að thalídómid var svo bannað og framleiðendurnir dæmdir til þess að greiða háar skaðabæt- ur Heldur er ósennilegt, að eins fari um áfengið. . .). Mjög miklar likur eru til þess, að barn, sem „neytir" áfengis í móðurlífi hljóti heilaskemmdir og fatlist til frambúar. En auk þess eru fósturdauði af völdum drykkju óhugnanlega algengur og einnig deyja börn drykkju- kvenna oft skömmu eftir fæð- ingu. Það er þvi ekki að ástæðulausu, að vísindamenn vilja vara verðandi mæður og konur með börn á brjósti við áfengisneyzlu. Þær ættu ekki aðeins að forðast ofdrykkju, heldur áfengi yfirleitt. — SIEGFRIED BUSCHSCHLUTER. Hinir for- dæmdu ÉG VARÐ dálítið undrandi, þegar ég hringdi í fangelsisráðið í Alabama í Bandaríkjunum og spurði hvort ég mætti koma og líta á nokkur fangelsi Mér var undir eins sagt, að það væri sjálfsagt. En blaðamenn víða um lönd eru vanastir því, að fangelsisyfirvöld taki allri „hnýsni" heldur illa. Þetta svar þeirra í Alabama kom mér því fremur á óvart, sem Ijótar sögur hafa gengið milli manna um fangelsin þar í fylkinu. Fyrir skömmu komu allmargir fangar fyrir rétt þar og skýrðu frá illri meðferð, sem þeir hefðu sætt í fangavistinni Kom þar fram margt Ijótt. Sums staðar var föngum troðið mörgum saman í allt of litlar kytrur, þeir látnir sofa á ónýtum dýnum á köldum gólfum og var þeim ekki einu sinni sýnt traust til þess að hleypa sjálfir niður úr klósett- inu í klefunum, heldur stjórnaði vörður þvi úti á gangi! Alvarlegast var þó, hve mikið var um líkamsárásir og meiðing- ar i fangelsunum. Viða fóru kynvilling- ar saman í hópum og nauðguðu sam- föngum sínum og komu jafnan margir til læknis í viku hverri skaddaðir eftir likarárásir. Fangelsislæknir nokkur bar það, að hann hefði athugað sjúkrasög- ur 2000 fanga og ekki fundið nema 40, sem aldrei hefðu hlotið meiðsl í fangavistinni. Margir fangar höfðu dá- ið af barsmiðum samfanga sinna, hnífsstungum, verið kyrktir ellegar lát- izt af „ókunnum orsökum". Og þessir atburðir verða í „þróaðasta" riki heims. Þetta ástand er svo sem ekki bundið við Alabama. Nýlega felldi dómari i Washington þann úrskurð, að sleppa skyldi öllum þeim, sem biðu dóms, og gengju þeir lausir þar til bót hefði verið ráðin á þrengslum i fangelsunum, svo að ekki þyrfti að hrúga refsiföngum saman í klefa eins og sild í tunnur og stofna heilsu þeirra og lífi þannig i stórhættu. Þá muna eflaust margir, að fyrir nokkrum árum fundust i Arkansas grafnar líkamsleifar fanga i garði eins fangelsisins. Höfðu verðir drepið þá og huslað þar. Og árið 1973 kom til uppþots i Atticafangelsi og verðir skutu fleiri en 30 fanga Það voru nokkrir embættismenn i Alabama, sem vöktu fyrst máls á illri aðbúð í fangelsum þar og fóru að berjast fyrir umbótum. Litur nú út fyrir það, að þeir komi baráttumáli sinu senn fram. Það er enda timi til kominn Fyrir fjórum árum höfðuðu nokkrir fangar mál og kvörtuðu aðallega um lélega læknisþjónustu i fangelsunum Kom þá i Ijós, að læknisþjónusta og hjúkrun þar var i meira lagi vafasöm Föngum var oft neitað um lyf Ólærðir fangar drógu tennur úr samföngum sinum eftir pöntun og skáru þá jafnvel upp við ýmsum kvillum. Þá kom ósjaldan fyrir, að sjúklingar lægju svo lengi hirðulausir, að þeir létust, þótt vel hefði verið hægt að bjarga lifi þeirra Einhverju sinni gat fangi nokkur ekki komið niður mat. Skipaði læknir þá, að honum yrði gefin næring í æð. Hann lézt svo skömmu síðar og kom þá i Ijós, að hann hafði alls enga næringu fengið i þrjá daga Annar fangi, gamalmenni, sem nýlega hafði fengið slag, var neyddur til þess að sitja allan daginn uppi á hörðum tré- bekk — til þess að hann óhreinkaði ekki rúmið sitt! Og mundi æra óstöð- ugan að rekja allar þær hryllingssögur, sem fangarnir sögðu fyrir réttinum Vitnisburði þeirra var í engu mótmælt, og felldi dómarinn strangan dóm og fyrirskipaði umbætur I fangelsunum Þremur árum seinna höfðuðu aðrir fangar annað svipað mál. Reyndu yfir- völdin ekki að verjast í þvi fremur en hinu og játuðu á sig skýlaust stjórnar- skrárbrot Voru þau dæmd til þess að bæta fyrir það og ekki einungis í Ala- bama heldur um allt land Nú er bráðum ár frá þvi að þessi dómur féll og ýmsar framfarir hafa orðið Einkum hefur verið reynt að draga úr þrengslum i fangelsum Breytingar til batnaðar hafa þó helzt orðið i fangelsum úti á landi, fangelsi í borgum verða æ fyllri og standa nú yfir málaferli gegn mörgum þeirra Er ekki sýnt annað en dómarar verði að fara að hægja ferðina og dæma færri i fangelsi a.m.k. um sinn. Það var raunar alltaf lokatakmark málsvara fanganna Það hefur komið i Ijós, að ofbeldi er minnst i fangelsum, þar sem rými er viðunan- legt Það er þó ekki nóg Það verður lika að stórbæta læknisþjónustu Þó er kannski mikilvægast, að fangarnir hafi ævinlega eitthvað skynsamlegt við að vera Aðgerðaleysi er ævagamalt vandamál i fangelsum. Víða eiga fang ar þess ekki kost að hafa neitt fyrir stafni, nema eitthvert dútl eða föndur, sem engan veginn fullnægir athafna- þrá fullorðinna manna. Drepa þeir svo timann með þvi að ráfa um, slást og skiptast á fúkyrðum, leggja á ráð um flótta eða afbrot, sem þeir ætla að fremja þegar þeir sleppa út! Betrunar- hús eru heldur kaldhæðnisleg heiti á farigelsum Þeir munu teljandi, sem orðið hafa betri menn við fangavist Flest fangelsi eru ekki nema geymslur Það hefur löngum vafizt fyrir mönnum að finna ráð til þess, að fangelsi þjón- uðu tilgangi sinum og bættu menn heldur en hitt, og ekki er vist, að Bandarikjamenn detti niður á þau ráð nú, þótt þeir séu af vilja gerðir En ekki er við þann vanda einan að glima Það eru nefnilega til menn, sem álita, að tugthúslimir eigi ekkert gott skilið Þegar yfirvöld í Alabama voru dæmd til þess að bæta aðbúnað refsifanga sinna brást George Wallace, rikisstjóri, illur við, og sakaði dómarann um það að vilja „breyta fangelsunum i hótel' Ætli rikisstjórinn mundi samt ekki seint leita skjóls i slikum hótelum, jafnvel þótt þau bötnuðu allmikið frá þvi sem sem nú er .? — JONATHAN STEELE. EITRIÐ í SEVESO Tíf aldur dauð- dagi 1 einum einasta punkti! Það er því heldur iskyggilegt til- hugsunar, að TCDD skuli vera i skepnum og gróðri sums staðar og komið þaðan í mat manna. Það er t.d. komið á daginn að skógar i Bandarikjunum er u margir úðaðir eitri blönduðu TCDD. Þó nokkur bandarisk fyrirtæki framleiða ill- gresisbana blandaðan TCDD. Þi hefur það fundizt I fuglum i Oregon fylki og i smádýrum i Virginiu. Enn fremur eru epli stundum úðuð efni sem i er TCDD. Og siðast en ekki sizt. hafa vísindamenn fundið vott um TCDD I móðurmjólk. TCDD heitir efni af dioxinflokki, eitt 60 slikra efnablandna. Nokkur dioxin eru hættuleg, en þó er TCDD lang hættulegast. Blettur af TCDD. sem næmi einum punkti i þessari grein, gæti orðið 10 manns að bana. Apa var gefið örlitið TCDD i tilrauna- skyni. Skammturinn var ekki meiri en einn þúsundmilljónasti af þyngd apans, en nægði þó til að bana honum. Og einhverjir visindamenn hafa reiknað það, að eitt gramm af TCDD gæti drepið fimm milljónir naggrisa. Þegar spengingarnar miklu urðu i Seveso á ítaliu ekki alls fyrir löngu komu upp rúm tvö kriló af TCDDgasi og dreifust yfir nærsveitirnar. Stafaði svo mikil hætta af þvi að italska stjómin lét flytja burt alla íbúa Seveso og héraðsins umhverfis. Og það var ekki að pstæðulausu. TCDD er Ifklega skæðásta eitur, sem til er ( heiminum, og er þá nokkuð sagt. Tveir starfsmenn svissnesku efnaverksmiðjunnar sem spjó eiturgufunum yfir italska bæinn. Myndin er tekin mánuði eftir atburðinn. -TCDD heitir „2, 3, 7, 8, tetrachlóródi-benzó-p-dioxín" fullu nafni. Hreint efnið er áþekkast ör- smáum krystalflisum. Gleypi maður TCDD, andi þvi að sér eða komi einungis við það á hann að minnsta kosti visar húðskemmdir, lifrarmein, skemmdir á þvagkerfi, sull, tauga- skemmdir, magabólgur, nýrna- eða lungnaskemmdir, en annars bráðan bana. Telja visindamenn að eitrið trufli frymismyndun I likömum og komi þannig i veg fyrir frumuskipt ingu. Lengi vel gerðu menn sér ekki Ijóst, hve öflugt TCDD var i rauninni. Þegar það kom svo á daginn trúðu margir þvi enn um sinn, að almenningi stafði engin hætta af eitrinu vegna þess. að hverfandi litið af því bærist i matvæli. Nú orðið hallast þó æ fleiri visindamenn að þvi að brýnt sé að rekja slóðir TCDD um allt vistkerfi manna og umhverfi og hefta útbreiðslu þess þegar. Eru bandariskir visindamenn þegar farnir að athuga matvæli i stórum stíl i þessu skyni og hafa fundið TCDD i nokkrum. Svo virist að menn geti litið við þetta geigvænlega eitur gert, nema reynt að halda því i skefjum. Það er ekki einu sinni hægt að nota það til tilrauna á rannsóknastofum, svo kröftugt er það. Það er nefnilega ekki hægt að skammta tilraunadýr um eitrið svo smátt, að þau lifi það af! — PAUL JACOBS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.