Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTOBER 1976 — Hvenær hófst tónlistarferill þinn? Ég var 13 ára þegar ég byrjaði að leika í hljómsveit, en gerðizt atvinnumaður I hljómlistinni 16 ára gamall. — Og hvernig hefur ferill þinn verið frá þeim tlma? Ég sótti þá um vinnu eftir aug- lýsingu í tónlistarblaði og var ráð- inn trommuleikari í 15 manna danshljómsveit á stórum dans- stað. Síðan fór ég úr einni hljóm- sveitinni i aðra, lék með tríóum, stórum hljómsveitum og einnig nokkrum sinnum í stúdlóum og reyndi að afla mér reynslunnar á þvi sviði. En það er erfitt fyrir unga menn að fá slík störf vegna reynsluleysis og þar með geta þeir heldur ekki aflað sér reynsl- unnar, sem starfið krefst. Um tvítugt kynntist ég John Hawkins, sem vinnur mikið með Wilmu Reading. Ég fór með honum til Portúgals að spila á tónlistarhátíð og eftir þetta fór ég að vinna mikið með honum. Það var upp- hafið að reglubundinni vinnu í stúdíóunum f ein tvö ár. Þetta var alls konar vinna, kvik- myndatónlist, sjónvarpsþáttatón- list, sjónvarpsauglýsingar og margt fleira. En svo stoppaði þetta allt saman allt í einu. Maður er vinsæll kannski í eina viku eða eitt ár og síðan er ekkert. Og þá hugsar maður sem svo: Ef til vill er ég að gera eitthvað vitlaust eða er ekki nógu góður. En þetta er bara spurning um sambönd. Þeg- ar John Hawkins fór í burtu, þá datt ég út úr þessu. En síðan fór þetta að fara upp á við aftur og komst í 2—3 verkefni 1 viku og ég hélt þannig úlfunum frá útidyr- um mínum. Nú er þessi starfsgrein ger- breytt. Það eru mjög fáir hljóm- listarmenn sem geta haft þetta að aðalatvinnu vegna verkefna- skorts. Það hjálpast allt að, félags- samtök hljóðfæraleikara hækkuðu launataxtann fyrir þessa vinnu og plastverð til plötu- gerðar hækkaði vegna olfuhækk- ana og þetta hálfdrap plötuút- gáfufyrirtækin. Þegar kostnaður við gerð plötu hækkaði, þá ýtti það öllum hljómlistarmönnum á þessu sviði niður f launastigan- um. Þeir hljómlistarmenn sem verið höfðu á toppnum og fengið allt upp f 12—15 verkefni i viku færðust niður á við, verkefnunum fækkaði, og þar með ýttust hinir lægra settu enn lengra niður og sumir þeirra urðu að fara að leika á skemmtistöðum að nýju eða á hljómleikaferðum með söngvur- um og skemmtikröftum. Ég hef að undanförnu unnið talsvert fyrir sjónvarp og leikhús og einnig fyr- ir Gunnar Þórðarson. Hann tekur eiginlega við af John Hawkins, sem nú er komin til sjónvarps- fyrirtækis. Ef til vill vinn ég meira hér á landi, því að hér er gott stúdíó og góður upptökumað- ur, Tony Cook. Hann er með gott tónlistareyra. Ég vildi gjarna koma hingað aftur á næsta ári, m.a. til að vinna að næstu stóru plötu Halla, Ladda og Gísla Rúnars. — Hvernig er daglegur vinnu- dagur að jafnaði hjá stúdfóhljóð- færaleikurum? Hann er ákaflega fjölbreyti- legur. Kannski er maður ekkert verkefni búinn að fá þennan dag, en síminn hringir klukkan sjö um morguninn og sagt er: Komdu f þetta stúdfó klukkan hálf ellefu til að vinna þetta ákveðna verk- efni. í sumum tilvikum fær mað- ur kannski viku fyrirvara, en oft er fyrirvarinn minni en einn dag- ur. Maður í þessu starfi getur aldrei sagt: Þetta geri ég þennan daginn og þetta næsta dag þar á eftir o.s.frv. Ef maður er með einhverjar ráðagerðir um ferða- lög, fri eða eitthvað slíkt, þá fær maður yfirleitt nóg af pöntunum einmítt um þennan ákveðna tfma! Þegar maður kemur f stúdióið, þá þekkir maður gjarna tvo-þrjá hljómlístarmenn. Hljóðfærunum er stillt upp og sfðan skreppur maður út á krána til að brjóta niður streituna og reyna að slaka „Ég leik á írommnrnar - þær leika ekki á mig” Viðtal við Tem Doe trommnleikara Lónlí bln bojs nm stúiíóvinnu o.fl. TERRY DOE er enskur trommuleikari, hálfþrftugur að aldri. Hann er trommuleikari einnar vinsælustu hljóm- sveitarinnar á tslandi, Lónlf blú bojs, þ.e. a.s. hann hefur leikið á trommur á plötum hljómsveitarinnar og lék með henni á hljómleikaferð um landið á dögunum. Slag- brandur tók hann tali við lok hljómieikaferðarinnar á dögunum og spjallaði við hann, einkum um aðalstarf hans, en það er að leika á trommur f stúdfóum við alls kyns upptökur, plötuupptökur, hljóðritun tónlistar fyrir kvikmyndir og sjónvarp, auglýsingamyndir og margt fleira. á. 1 London getur maður farið á krá og á skömmum tfma hefur maður breytt morgundeyfðinni í kvöldstuð og er tifbúinn að fara að taka upp. Og þegar upptakan hefst, þá horfir maður á stjóranda hljómlistarinnar og veltir því fyr- ir sér hvort hann sé ljúfur eða reiður. Ef maður þekkir hann ekki, þá getur hann verið grimm- ur. Maður verður bara að vera rólegur og gera það sem manni er sagt, þvf að þessir menn borga manni kaupið. Þetta er bara pirringur í þeim vegna kostnaðar- ins. Stúdíóvinna er ákaflega dýr. Þeir vilja gjarnan fá tvö lög inn á band í þriggja tíma upptöku, en ef þeim tekzt að fá 3—4 lög, þá eru þeir mjög ánægðir. Nú gera menn yfirleitt stórar plötur á mun skemmri tíma en áður vegna kostnaðarins og vegna aukinnar pressú verða menn að vera enn meira á verði en áður. Þetta er alltaf magasársvaldandi starf! Og maður verður að taka því sem að höndum ber; ef þessum mönnum finnst það hjálpa að öskra, þá öskra þeir á mann. — Spilarðu eftir nótum 1 upp- tökum? Nú verður trommuleikari að geta lesið nótur til að ná árangri. En þegar hann fær nóturnar, þá segja þær honum ekki hvað hann eigi að gera. Það er hann sem á að túlka þær. Þetta er listin að spila á trommur. Það sem skiptir máli, er ekki hvað þú tekur af þessum nótum, heldur hverju þú sleppir. Þarna eru amerískir trommuleik- arar mjög góðir, þeir gefa góðan grunntakt og „ofleika" ekki. Maður æfir sig með þvf að hlusta á plötur. Helmingurinn af starfi trommuleikarans er að hlusta á tónlist og safna hug- myndum til að vinna úr. En ef hann getur ekki lesið nótur og tengt þær þessum hugmyndum sfnum, þá fær hann oftast enga vinnu. Nóturnar segja honum hvert hann á að fara, hve lengi hann spilar, hvenær hann hættir, hvar koma þagnir o.s.frv. En þær gefa ekki tilfinninguna. Hana leggur trommuleikarinn sjálfur til. Þetta er vandamál hjá ungum trommuleikurum vegna reynslu- leysis þeirra. Það er ekki fyrr en maður er orðinn 23—24 ára, sem stíllinn hefur myndazt. Beztu ár trommuleikaranna eru frá tvftugu til þrftugs, þvf að þá er stíllinn að mótast. — En það er mikijvægt að geta lesið nótur. Margir, sem ekki kunna það, gagnrýna það mjög að spila éftir nótum. En ég er þeim ekki sam- mála. Nótur geta gefið manni taktmynztur sem maður hefur aldrei hugsað um og ef maður getur notað sér þær, þá verður maður betri trommuleikari. — Þeir trommuleikarar sem ekki lesa nótur vinna bara með vinum og kunningjum sem þekkja þá og stfl þeirra, en það tekur þá lengri tíma að ná árangri f upptökunum. Ég get lesið nóturnar og fengið strax tilfinninguna fyrir tónlist- inni, en hinir þyrftu 15 mfnútum lengri tfma til að hlusta á lagið og læra það; sérstaklega er þetta erfitt ef erfiður taktur er í laginu og taktbreytingar. — Er ekki erfitt fyrir hljóm- listarmann sem leikur f mörgum upptökum á skömmum tfma að skipta snögglega úr einni tegund tónlistar yfir 1 aðra? Nei. Ekki ef maður hefur sem ungur maður reynt að spila allt, þótt maður spilaði það kannski ekki vel f fyrstu. Ég reyndi að vera opinn fyrir öllu, jazzi, þunga rokkinu, dixieland-stfl, poppi o.s.frv. Og það kemur mér til góða núna. — Hvernig gengur að gefa hverjum plötuupptökumeistara einhverja nýja hlið, nýtt tilbirgði f trommuleiknum? Þeir vilja auðvitað allir hafa sfna plötu fráburgðna öllum öðr- um sem gerðar hafa verið. En oft er það þó þannig, að það er sami takurinn og fyrr, en ekki sami hljómurinn. Maður sér kannski sams konar takt og áður á nótun- um, en svo vinnum við að þvf f sameiningu að finna hvernig þeir vilja fá þennan trommuleik. Við leysum þetta með því að tala sam- an og þá kemur það. — Eru launin góð 1 þessu starfi? Það er erfitt að segja um það. Þetta kemur í lotum. En yfir árið þá má segja, að launin séu ekki nógu góð. Ekki nógu há til að lifa af þeim. En þá spilar maður bara opinberlega meðfram þessu starfi. Og maður vill alltaf vera að bæta sig og þess vegna er slfk tilbreytni bara holl. Það eru margir hljómlistarmenn sem hafa eingöngu verið í stúdíóvinnu og eru búnir að eyðileggja sig á því. Þeir spila aldrei opinberlega og fá þannig enga svörun, engin við- brögð frá fólki. Og þeir ryðga i þeirri spilamennsku, geta ekki spilað eftir eyranu f hita augna- bliksins. Þeir eru orðnir hræddir við áhorfendur. Að mínu mati eru tengslin við áhorfendur nauðsyn- leg inn á milli. — Nú er staðan þannig f Englandi, að vart nema sjö trommuleikarar eða svo geta lifað eingöngu af stúdfóvinnu. Og þetta eru yfirleitt 45—50 ára gamalir menn með mikla reynslu. En þeir verða fyrr eða síðar að gefa eftir og þá koma yngri, fersk- ari menn til skjalanna. — Hversu löng getur starfsævi trommuleikarans orðið ( stúdló- vinnu? — Eins löng og f öðrum starfs- greinum. Þegar trommuleikarinn er orðinn 45 ára þá er hann kannski ekki samkeppnisfær við Keith Moon (trommuleikara WHO) og hann skortir þol, en þá snýr hann sér bara að annars kon- ar verkefnum, sem þó eru sam- bærileg við stúdfóvinnu. Það vantar menn til að leika f hljóm- leikaferðum, f útvarpsþáttum, f útvarpshljómsveitum. Kannski kemur einhver söngvarinn af eldri kynslóðinni frá Bandaríkjunum og vantar trommuleikara sem getur lesið nótur, kannski I heilan sjónvarps- þátt. — Ég gæti nefnt sem dæmi um slíka menn trommuleikarann Kenny Clare, sem kom til Islands f sumar með Johnny Dankworth og Cleo Laine. Kenny fór að spila með Dankworth og Laine á hljóm- leikaferðum hreinlega til að frjósa ekki inni f stúdfóunum. — Velurðu úr þeim verkefnum sem þér bjóðast eða tekurðu hvað sem er? Ég hef alltaf viljað taka allt sem býðst, innan vissra marka þó. Ég vil þá frekar útvega vinum mfn- um þessi verkefni en að hafna tilboðunum alveg. Með þessu þá held ég opnum sarúböndum og þekkist víðar en ella. — Spilarðu hvaða tónlist sem er? Ég er ekki alhliða trommuleik- ari, en ég vil hafa vald á vissum töktum. Ég hef spilað alls konar tónlist jafnvel þýzka og grfska. Maður verður að spila hverja tegund tónlistar með sérstöku við- horfi. Þetta er mjög frjó reynsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.