Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1976
29
| raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
Vélbundið hey
Til sölu að Vífilsstöðum, Garðabæ. Upp-
lýsingar veittar í síma 4281 6.
Til sölu
nokkrir VW 1303 árg. '75 á tækifæris-
verði.
Uppl. hjá Faxa h.f. Faxatúni 5, Garða-
kaupstað, sími 41 660.
Toyota
Seljum og sýnum næstu daga Toyota
Carina árg. '76, ekinn 13. þús. km. og
Toyota Carina '74, ekinn 45 þús. km.
Toyotaumboðid,
Nýbýlavegi 8, sími 44 144.
Námsflokkar
Seltjarnarnes
Innritun á haustnámskeið fer fram
dagana 4. og 5. okt. í Valhúsaskóla eða í
síma 20007 kl. 17 — 19.
Eftirtalin námskeið verða haldin:
Enska — Þýzka — Franska — Spænska
— Sænska byrjenda og framhalds-
flokkar. Ennfremur bókfærsla — vélritun
— ræðumennska og fundarsköp —
hnýtingar — bifvélavirkjun (bóklegt og
verklegt) hjálp í viðlögum.
Skíðadeild
4
Þrekæfingar eru á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 7 í Laugarnesskóla.
Stjórnin.
Rafverktakar — Rafvirkj-
ar
Þar sem ekki hefur fengist sú fjárveiting
sem til þurfti, falla niður fyrirhuguð nám-
skeið fyrir rafvirkja og rafverktaka á veg-
um Eftirmenntunarnefndar rafiðnar á eft-
irtöldum stöðum:
Vestmannaeyjum — Reykjavík, — Sel-
fossi — Akranesi, — Akureyri, — Kefla-
vík — Egilsstöðum— ísafirði.
Eftirmenntunarnefnd rafiðnaðar.
Skíðafólk
Verðlaunaafhending fyrir Reykjavíkur-
mót, Stefánsmót, Í.R.-mót og firma-
keppni á skíðum 1976, verður haldin í
Kristalsal Hótel Loftleiða fimmtudaginn 7.
október og hefst kl. 20:30. Á eftir verður
kvikmyndasýning.
Skíðaráð Reykjavikur
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri gengst fyrir
almennum fundi í sjálfstæðis-
húsinu (litla sal). n.k. þriðju-
dagskvöld kl. 20.30.
Alþingismennirnir Jón. G. Sólnes og Lár-
us Jónsson koma á fundinn og ræða um
stjórnmálaviðhorfið í upphafi þings og
svara fyrirspurnum.
Fundurinn er öllum opinn.
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
á Akureyri.
Hvöt
félag sjálfstæðiskvenna
heldur bingó að Hótel Borg miðvikudaginn 6. okt. kl. 20.30
Margir glæsilegir vinningar.
Stjórnin.
tifkynningar
Almennur
stjórnmálaf undur
Byggingarfyrirtæki '76
Aðilar í byggingariðnaði hafa ákveðið að
stofna stórfyrirtæki. Hlutafjárloforð sem
þegar hafa borist eru um 12 millj. Þeir,
sem hefðu áhuga að gerast þátttakendur
leggi inn tilboð með upplýsingum fyrir
n.k. föstudaq merkt: „Framtak '76 —
2519".
Aðalfundur Varðar F.U.S.
á Akureyri verður haldinn mánudaginn 4. október kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi ræðir bæjarmálin.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna.
Stjórnin
Aðalfundur kjördæmis-
ráðs Norðurlandi-eystra
| verður haldinn. i Sjálfstæðishúsinu Akureyri, litla sal. laugar-
daginn 9. okt. og hefst kl. 1 0 árdegis.
Dagskrá:
i 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
! 2. Félags og skipulagsmál.
3. Önnur mál.
Þingmenn kjördæmisins, Jón G. Sólnes og Lárus Jónsson,
mæta á fundinum.
Stjórnin.
Leshringir Heimdallar
0
/
Hannes H.
Gissurarson.
Karl Marx
Kjartan G.
Kjartansson
J.S. Mill
Leshringur um kenningu
Marxs.
Leiðbeinandi verður Hannes H. Gissurar-
son, fundir leshringsins hefjast miðviku-
dag 6. okt. Efni fundanna verður sem hér
segir:
1. Karl Marx og kenning hans — alm.
inng.
2. Þráttarhyggja (Dialectics).
3. Sögustefna (Historicism).
4. Söguleg efnishyggja (Historical
materialism)
5. Sporgöngumenn Marxs — heima og
erlendis.
6. Kenning Marxs metin.
7. Kenning Marxs nú á dögum.
Fundirnir verða með því sniði. að einhver
þátttakenda hefur framsögu um fundar-
efnið, það er síðan rætt í Ijósi ýmissa
kafla í verkum Marxs og gagnrýnenda
hans og reynt að orða einhverja niður-
stöðu. Fengnir verða gestir, félagsfræð-
ingar, hagfræðingar og heimspekingar,
eftir efnum og ástæðum, á fundina.
Bókakostur i leshringnum verður þessi:
Karl Marxs og Friedrich Engels: Urvals
rit 1---2, útb. Heimskringla, Karl R.
Popper. The Open Society and Its
Enemies 1—2, H. B. Acton: The
lllusion of the Epoch — en tvö
síðarnefndu ritin eru helztu gagnrýnisverk
um kenningu Marxs nú á dögum. Reynt
verður að útvega þátttakendum í les-
hringnum þessar bækur á sæmilegum
kjörum.
Fundir verða hálfsmánaðarlega á mið-
vikudögum.
Leshringur um Frjálshyggju
(Liberalisma)
Viðfangsefnið verður kannað með svipuð-
um hætti og hjá leshring um Marxisma.
Litið verður á hugmyndir frjálshyggjunnar
frá mismunandi sjónarhornum og gerð
grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir nútím-
ann. Efnistök og lesefni verður ákveðið á
fyrstu fundum hópsins. Leiðbeinandi
verður Kjartan G. Kjartansson, og fund-
irnir hálfsmánaðarlega á laugardögum sá
fyrsti 9. okt.
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
ÞÚ Al’GLÝSIR l’M ALLT
LAND ÞEGAR ÞÚ AIG-
LÝSIR í MORGl’NBLAÐINl
Davið
Oddsson
Leshringur um borgarmálefni
Reykjavikur.
Fundir hópsins verða annan hvern laugar-
dag sá fyrsti 16. okt. Hinir ýmsu þættir
borgarmálanna verða teknir fyrir. Leið-
beinandi verður Davíð Oddson.
Til þess að auðvelda skipulagningu og
undirbúning eru áhugamenn hvattir til
þess að hafa samband við skrifstofu
Heimdallar i Bolholti 7 (Sjálfstæðishús-
inu) s. 8 29 00.
— Stjórnin