Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBF upp á síðari tlma. Þetta er svo óllkt öllu sem maður á að venjast. Þarna las ég engar nótur. Þar var eyrað svo mikilvægt. Maður getur tapað niður þjálfun eyrans, en hún kemur fljótt aftur. En það sem ég get sagt um þetta er, að ég leik á trommurnar, en þær leika ekki á mig. — Er hægt að eiga sjálfstæða tónlistarferil að auki við stúdló- vinnu og aðra sambærilega vinnu? Það er hægt. Ég er til dæmis hrifinn af vissum plötum og hefði gaman af að spreyta mig á tónlist I þeim dúr. En það væri bara gert vegna áhugans. Það gæfi ekki neitt af sér að sökkva sér i það. — Það sem ég'er beðinn um að spila I stúdíóum og annars staðar er ekki alltaf gott, en 80% af þvl er skemmtileg tónlist. Og af því að það er dýrt að reka hljómsveit og kostar mikla skipulagningu, þá myndi ég ekki vilja standa I þvl. Ég vil bara spila mitt, fá aurana og fara síðan heim að sofa. — Og I lokin, ef við Iftum á Islenzka poppheiminn: Er ein- hver munur á tónlistarmönnum hér og lEngiandi? Ég komst ekki á hljómleikana I Laugardalshöllinni og get þvi ekki eins vel dæmt um þetta og ella. En mér virðist tónlistin hér vera mjög I „country & western“ dúrnum, létt tónlist, sem er tilval- in til að koma fólkinu I gott skap. Mér virðist sem hljómsveitir hér leggi megináherzlu á að koma fólkinu I gott skap, láta það syngja og dansa, og velji tónlist i samræmi við það. — Hér vantar menn samkeppni, sem hvetur þá til að leita nýrra leiða, til nýrra afreka. Ég vona, að með tilkomu góðra stúdíóa vakni áhugi erlendra tónlistarmanna á að taka upp hér og þeir fari að veita Islenzkum hljómlistarmönnum þá samkeppni sem þeir þarfnast. Með samkeppninni kemur nýr stíll, menn fara að þreifa fyrir sér um eitthvað nýtt. — Hverjir eru að þinu mati möguleikar Islenzkra tónlistar- manna á að gera garðinn frægan erlendis? Þar mun stlllinn ráða úrslitum. Menn verða fyrst að ná vinsælu lagi eða stórri plötu úti og þar getur stúdíóið i Hafnarfirði hjálp- að. Þótt stíllinn hér sé einhliða, þá getur þessi tónlist alveg náð vinsældum I Bretlandi, Bandarlkjunum, á Norðurlöndun- um, og á slíkum vinsældagrunni væri kannski hægt að byggja eitt- hvað. Þegar stúdlóið I Hafnarfirði verður fullbúið tækjum, þá verð- ur það stúdíó í fremstu röð. En upptökumaðurinn er lykilmaður, hann getur allt eins eyðilagt allt fyrir stúdlóinu. í Englandi eru svo margir upptökustjórnendur (producers) sem velja upptöku- menn eftir mismunandi hljómi, sem þeir vilja fá fram. Hér er minni samkeppni og færri hljómatilbrigði, færri nýjungar i þeim efnum. „Enp breytt nema með mínn samþykki” — „Reynslan hefur kennt mér að fullyrða sem minnst i svona málum fyrr en samningurinn hef- ur verið undirritaður." sagði Gunnar Þórðarson er Slag- brandur hafði samband víð hann vegna fyrirhugaðra samninga víð bandariska umboðsmanninn Lee Kramer. „t>ó virðist mér þetta traustara núna en aður og er þvi vongóður um að úr þessu verði. Samkvæmt telex-skeytum frá Kramer er von á fulltrúa frá fyrir- tækinu nú einhvern næstu daga með samningana og ef hann kemur mun ég hiklaust skrifa undir þvi þetta er það bezta sem mér hefur boðist hingað til." — Hvað tekur þá við? — „Þetta eru tveir samningar, annars vegar um útgáfurétt á þeim plötum sem ég geri sjálfur og hins vegar um höfundarrétt á lögum sem ég hef samið og hugsanlega yrðu gefin út með öðrum flytjendum. Mér skilst að Kramer hafi áhuga á að endurút- gefa plötuna sem ég gerði í fyrra og ef það verður þarf ég að fara út þar sem hljóðblöndun verður endurbætt og nýtt umslag og nafn verður sett á plötuna. Ann- ars veit ég litið meira um þetta á þessu stigi." Slagbrandur spurði Gunnar um álit hans á þeirri fullyrðingu ákveðinna aðila, að Kramer og hans likar væru eins konar „skraddarar" sem sniðu tón- listarmönnunum stakk að eigin vild og sviptu þá frelsi til sjálf- stæðrar tónlistarsköp- unar: — „Það kann að vera i sumum tilfellum og þá kannski helst þegar tónlistarmennirnir sjálfir eru ekki með hlutina á hreinu. Hvað mig varðar kemur slikt ekki til greina enda verður gengið frá þvi í samningunum að engu verði breytt nema með minu samþykki. Hinsvegar sé ég ekkkert athugavert við það að þiggja góð ráð varðandi breyt- ingar á lögunum ef ég tel þær til bóta." Ef úr þessum samningum verð- ur eru þeir hinir bestu sem islenskur tónlistarmaður hefur fengið til þessa og verður vissu- lega spennandi að fylgjast með framgangi mála. V_______________________________^ ÞAÐ er auðveldara að setja heimsmet á Islandi en nokkurs staðar annars staðar I heiminum, bara ef mannfjöldinn er tekinn með I reikninginn. Og þegar ferill Lónll blú bojs er borinn saman við það sem gerist til dæmis I Bandarikjunum, þá sést fljótt, að Lónlf blú bojs eru margfaldir heimsmethafar — miðað við mannfjölda. I nýafstaðinni hljómleikaferð sinni um landið léku Lónli blú bojs fyrir 7—8 þúsund manns, líka starfsmenn veitingahúsa lög- regluþjónar og ýmsir boðsgestir. Þetta samsvarar því að I Banda- rlkjunum kæmu 7—8 milljónir manna á átta hljómelika einnar hljómsveitar. Og jafnvel Bítlarnir og Rolling Stones komast ekki nálægt þessu. Sú margrómarða Woodstockhátíð var sótt af hálfri milljón manna I mesta lagi. Ef litið er á plötusölu Lónlí Blú Bojs, kemur svipuð niðurstaða I ljós. Hingað til hafa selzt að minnsta kosti 18 þúsund stórar Ljósm. Rax. Heimsmetliaíaniir Lónlí bln bojs með n|ja plötn plötur með leik hljómsveitar- innar, um 10 þúsund eintök af hinni fyrstu og átta þúsund ein- tök af þeirri næstu. Hver þúsund eintök á islenzkum markaði sam- svara — samkvæmt höfðatölu- reglunni — einni milljón eintaka I Bandarlkjunum. Bítlarnir hafa náð að selja tíu milljón eintök af lltilli plötu, en nokkru minna af þeirri stóru pötunni sem bezt hefur selzt þar vesturfrá. Og nú er að koma á markað þriðja Lónlí blú bojs-platan. Fyrsta upplagið sem á markað fer er fjögur þúsund eintök og getur nú hver reiknað fyrir sig hvað slíkt myndi tákna á Bandaríkja- markaði. En heimsmet — miðað við höfða tölu — eiga Lónll blú bojs greinilega I plötusölu o.s.frv. Nýja platan nefnist „Lónlí blú bojs á ferð“ — I tilefni af hljóm- leikaferð þeirra á dögunum. Upp- takan var gerð I Hljóðrita hf. I Hafnarfirði I ágústmánuði og kemur platan þvl fljótt á markað. Þetta er fyrsta stóra platan sem Lónlí blú bojs hljoðrita hér á landi og á blaðamannafundi þeirra á dögunum sagði Gunnar Þórðarson á í raun væri enginn munur á að taka upp hér eða úti. Upptökumaður var Tony Cook. Auk þeirra Engilberts, Gunnars, Rúnars og Björgvins léku Terry Doe trommuleikari og Þórir Baldursson hljómborðsleikari stór hlutverk á plötunni, en ýmsir aðrir komu llka við sögu, m.a. Þorleifur Gíslason saxófónleikari, Jón Sigurðsson bassaleikari, Jón Sigurðsson trompetleikari, Björn R. Einarsson básúnuleikari, Gunnar Egilsson klarinettleikari og hljómborðsleikararnir Kari Sighvatsson og Magnús Kjartans- son. Tólf lög eru á plötunni, öll með Islenzkum textum. Þorsteinn Eggertsson samdi sjö texta, Ólaf- ur Haukur Símonarson tvo og þeir Rúnar Júlíusson, Jónas Friðrik og Magnús Ásgeirsson einn hver. Texti Magnúsar er raunar hinn gamalkunni texti „Laugardagskvöld á Gili“, en Lónlí blú bojs flytja lagið I nýrri, rólegri útsetningu á þessari plötu. Lagið er sænskt. Sex önnur lög eru erlend að uppruna, flest gamlir slagarar, en islenzku lögin eru eftir Gunnar Þórðarson (3), Björgvin Halldórsson (1) og Rúnar J úlíusson (1). Útlitshönnun umslags annaðist fyrirtækið Prisma sf., en Baldvin Halldórsson, bróðir Björgvins er þar annar aðalmaðurinn. Prentun umslags og pressun plötu var gerð I Bandaríkjunum. Ýmir, plötuút- gáfa Gunnars Þórðarsonar, gefur plötuna út — „af því bara“ segir Gunnar þegar hann er spurður hvers vegna einmitt hann en ekki t.d. Gimsteinn útgáfa Rúnars Júliussonar, gefur plötuna út. „Einhver varð að gera það,“ segir Gunnar — og brosir alla leið I bankann! — sh. „Fram og afttir blindgöttina” I (g. Hrím h/f MEGAS er vafalaust einhver um- deildasti listamaður sem fram hefur komið hér á landi á seinni árum og ef til vi11 ekki að ástæðulausu. í Ijóða- gerð og framsetningu fer hann eigin leiðir, — dregur fram skuggahliðar mannlffsins og hreytir oft á tfðum út úr sér orðum sem sómakærum mönnum þykja hvorki góð né fögur. Tjáningarform Megasar og innihald Ijóða hans má á vissan hátt rekja til áhrifa sem mjög settu svip sinn á rokktónlist á seinni hluta sfðasta áratugar þegar alda þjóðfélagsádeilu og gagnrýni reið yfir Vesturlönd. Þar stóð Bob Dylan fremstur f flokki og gætir áhrifa hans mjög f listsköpun Megasar einkum þó hvað varðar tjáningarmáta og efnisumf jollun Tónlistarlegar rætur Megasar liggja þó enn lengra aftur, — til gamla rokktfmabÝlsins þegar Presley skók sig við mikinn fögnuð uppvaxandi- rokkkynslóðar. En þrátt fyrir þessi augljósu áhrif ræður Megas yfir sjálf- stæðri sköpunargáfu þar sem hann fer ótroðnar slóðir en einmitt sá hæfileiki skipar Megasi á bekk með frumlegustu listamönnum þjóðarinn- ar á seinni árum. Fyrsta breiðplata Megasar kom út skömmu eftir 1970. Hún var aðeins gefin út í 650 eintökum og komst þvf aðeins f hendur tiltölulegra fárra útvaldra. Megas eignaðist þá trygg- an hóp aðdáenda einkum úr röðum háskólastúdenta, sem fór /rieð plötu Megasar eins og helgidóm enda kvað þar við annan tón en menn höfðu átt að venjast. Sfðan hefur töluvert vatn runnið til sjávar og með sfðustu breiðplötu Megasar, „Millilendingu", sem gefin var út f fyrra, var tónlist og kveðskap Meg- asar komið á framfæri við almenning en hvort tveggja hafði þá breyst nokkuð frá þvf sem var á fyrstu plötunni. Nú hefur þriðja breiðplata Megasar séð dagsins Ijós en hún ber nafnið „Fram og aftur blindgotuna . í fljótu bragði virðist „Blindgatan" vera beint framhald af „Millilend- ingu". Tónlistarlega séð er „Blind gatan" þó mun betri enda er undir- leikurinn unninn af mikilli fag- mennsku og útsetningar Megasar falla að textunum eins og flfs við rass. Tjáningarmáti Megasar nýtur sfn vel og hrjúf röddin á vel við kaldranalegt innihald textanna. Rödd Megasar á ekki upp á pallborð- ið hjá þorra manna og vissulega eru hljóðin ekki fögur. En persónulega er ég þeirrar skoðunar að röddin þjóni ákveðnum tilgangi í því sem Megas er að gera'og einmitt röddin ásamt hinum sérstæða framsagnarmáta komi f veg fyrir að textarnir falli steindauðir eins og oft vill verða. Þá hefur Megas og verið gagnrýndur fyrir efnismeðferð og neikvæð við horf svo maður tali nú ekki um þá botnlausu smekkleysu sem margir telja helsta Ijóðinn á ráði Megasar f textagerð. Ég skal játa að viðhorf mín til mannlffsins eru töluvert frá- brugðin þeim viðhorfum sem fram koma á plötum Megasar. Hins vegar rýrir sá skoðanamunur ekki álit mitt á gæðum þeirra. Maðurinn hefur fullan rétt til að segja álit sitt, — þetta eru jú hans plötur. í viðtali við Slagsfðuna fyrir u.þ.b. ári sagði Meg- as að þvf færi fjarri að hann gerði í þvf að hneyksla menn með grófu orðalagi. Hins vegar virtist svo vera, að það sem væri fullkomlega eðlilegt fyrir honum hneykslaði aðra. Hvað varðar efnistökin á „Fram og aftur blindgötuna" sagði Megas að hér væri um að ræða „nútímalegar fréttaskýringar". Tók hann sem dæmi, að textinn í „Jólnanáttburð- ur" væri byggður á frétt í Morgun blaðinu fyrir nokkrum árum og uppi- staðan úr flestum hinum textunum ættu við raunverulega atburði úr þjóðlffinu að styðjast. Hér skal ekki lagður dómur á réttmæti þessarar fullyrðingar né gert upp á milli ein- stakra laga eða texta á nýju plöt unni. Mig langar þó svona í lokin til að benda á tvö lög á þessari plötu sem ég tel meðal þess besta sem frá Megasi hefur komið fram til þessa, en það eru lögin „Gamla gasstöðin" og „Speglasalurinn". í þeim fer sam an góð laglfna, frábær undirleikur ásamt einstöku samspili framsagnar máta og texta. sv.g.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.