Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÖBER 1976 36 TOYOTA SAUMAVELIN cr óskadraumur kontinnar. Toyota-saumavclin cr mcsl sclda saumavclin á Islandi XOYOTAvarahlutaumboðiö h.f Ármúla 23, Reykjavík, sími 81733. Einkaumboð á íslandi. tTJ* söfaseffió hittir beint í mark TODDÝ sófasettiö er sniðið fyrir unga tolkið Verð aðeins kr. 109.000,- Góðir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. ST. • AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 — Hús með reisn Framhald af bls.47 fasi I heimsóknir. Það var ekki bankað, heldur opnaðist útidyra hurðin hljóðlega, en I ganginum heyrði maður tónað: ,,Hér sé Guð og hér sé friður, er nokkuð að borða." Það komu líka margir gestir að Ofanleiti og þá bauð frú Lára til stofu og borð hlóðust krásum. Eitt sinn komu tvö skáld I heim sókn til séra Halldórs og frú Lára hafði lagt á borð I stofu. Fínustu stássdúkar voru á borði, silfur- borðbúnaður, postulínsstell af vönduðustu gerð og kristalsglös fyrir utan allar þær tegundir af meðlæti. Annað skáldið hóf að lesa úr verkum sínum undir borð- um, en til þess var leikurinn upp- haflega gerður. Klerkurinn ætlaði að láta álit sitt I Ijós að loknum lestri. En þar sem skáldskapurinn var feikn leiðinlegur og Iftið manneskjulegur þá fóru hitt skáldið og séra Halldór að rabba saman um þætti jarðlffsins. Sá er las upp hækkaði smátt og smátt róminn í upplestri sfnum án þess að hika og sama gerðu hitt skáldið og klerkurinn. Lfður svo unz upp- lesarinn er orðinn fúll yfir móttök- unum og f kafla f sögu sinni þar sem hann vill leggja áherzlu á og vekja athygli, tekur hann til þess ráðs f bræði sinni að hrifsa f eitt horn stássdúksins með heklverk- inu og þrffa hann af borðinu með öllu sem á þvf var og fór það autvitað f einn graut og allsherjar mask. Um hæl veitti séra Halldór upp- lesara sfnum þá athygli, sló á lær sér og hrópaði upp yfir sig með bros á vör: ,,Ho, ho, nú sé ég að þú ert skáld, mikið skáld. Mamma (frú Lára), meira postulfn á borðið kona, súkkulaði og rjóma." Nú er Ofanleiti horfið, vinur á braut, en enn lúrir minning f minni, gras í varpa. — á.j. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU AKiLVSINCA SÍMINN KK: 22480 Bergur með 100 tonn af síld til Eyja I GÆRMORGUN var vitað um einn bát með góðan síldarafla. Var það Bergur VE með 100 tonn og kom hann til Vestmannaeyja skömmu eftir hádegi. Síldina fékk Bergur á miðunum austan við Ingólfshöfða. Tveir eða þrlr aðrir bátar voru á sömu miðum, en ekki er vitað um afla þeirra. Brotizt inn í Röðul BROTIZT var inn í veitingahúsið Röðul í fyrrinótt og þaðan stolið skiptimynt og einhverju af áfengi. Skiptimyntin, sem hvarf, var talið hafa verið óvenjumikil, en ekki var fullkannað hversu mikið þýfið var, þar sem I gær hafði ekki náðst í alla þjóna og þjónustulið veitingahússins til þess að fá nánari upplýsingar um hvað var á staðnum. Málið er í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglunni. — Geysimikil ölvun Framhald af bls. 48 komið fyrir á upptökuheimilinu í Kópavogi. Að sögn Magnúsar Einarssonar aðalvarðstjóra var það áberandi í fyrrinótt hve drykkjuskapur var mikill meðal fullorðinna, en oftar eru það unglingarnir, sem hafa verið f fréttum eftir helgarnar vegna ölv- unar. Eins og undanfarnar vikur safnaðist hópur unglinga á Hótel íslandsplanið. Að sögn Erlends Sveinssonar varðstjóra voru ungl- ingarnir sem fyrr með ærsl og töluvert bar á ölvun. Löggæzla var með mesta móti, samtals 16 lögreglumenn á vakt í miðbæn- um. Varð að taka nokkra unglinga og færa þá heim til sín. „Við höf- um orðið að hafa afskipti af krökkum allt niður i 12 ára aldur vegna ölvunar. Og það alvarleg- asta er að mínum dómi, að oft þegar við komum með unglingana heim eru heimilin ekki undir það búin að taka við þeim vegna ölv- unar foreldra,“ sagði Erlendur varðstjóri. Töluvert bar á flösku- brotum eins og áður, en skemmdarverk voru með minnsta móti, líklega vegna öflugrar lög- gæzlu. Lögregluvarðstjórar, sem Mbl. talaði við, voru sammála um að ein helsta ástæðan fyrir mikilli ölvun væri sú, að á föstudaginn hefði farið saman útborgunardag- ur mánaðar- og vikulauna. TO° Bezti pappírinn^" kémur frá Finnlandi Finnska skóglendið er heimsins bezta hráefni. Finnskar pappírsvörur eru framleiddar af hinni alkunnu finnsku smekkvísi og vandvirkni. Aldagömul reynsla og háþróuð tækni sameina úrvals gæði og lágt verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.