Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1976 T Börnin 1 Bjöllubæ eftir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR mamma hans vildi endilega senda henni fáeina kökumola vafða inn i lauf. Hún festi laufió vel á bakið á bjöllunni og kyssti hana í kveðjuskyni. — Sonur minn, sagði mamma. — Farðu með molana til ömmu þinnar og mundu mig nú um að fara með húsveggnum og alls ekki tala við önnur dýr. — Skal gert, mamma, sagði litli Bugg- ur. — Þú felur þig fyrir fuglunum, vona ég? — Skal gert mamma, svaraði litli Bugg- ur. Einmitt þegar hann var kominn hálfa leið meðfram húsveggnum, en viö enda gaflsins bjó amma hans, kom falleg sól- skríkja hoppandi yfir túnið. Sólskríkjan sá litla Bugg og heilsaði kurteislega. — Góðan daginn, sagði litli Buggur, en hann hélt sig við húsvegginn. Hann var þó ekki að hugsa um það, sem mamma hans hafði sagt honum, því að hann hugsaði ekki um neitt annað en hvað þetta væri fallegur herramaður, sem hefði látið svo lítið að heilsa ómerkilegri brúnni bjöllu. Og að hugsa sér það, þessi fíni maður, sem gat bæði flogið og hopp- að hratt áfram á tveim fótum! Ef ég hefði nú fengið að vera fugl en ekki bjalla, hugsaði litli Buggir, þá hefði ég aldrei lagst svo lágt að tala við smá bjöllu. Nei, ekki aldeilis. Ég hefði verið mikils til of fínn til þess. — Það er blessuð blíðan, herra fugl, sagði litli Buggur. Blessuð bliða og indælt sólskin. — Það er það og það er það, bí, bí, sagði fuglinn, því að þannig tala fuglar alltaf, þegar þeir vilja gera sig blíða. — Það er blessuð blíða, vinurinn litli. Hvert er leið þinni heitió, ef mér léyfist að spyrja? spurði hann ekkert nema kvakið og söng- urinn. Litli Buggur steingleymdi aðvörun mömmu sinnar, þegar hann heyrði þetta kurteisiskvak. Hann hagaði sér eins og hann vissi hvorki upp né niður í heiminum og það mega bjöllur aldrei Ég sagði ykkur, að við myndum sleppa undir! MORÖdKí KApfinu GRANI göslari Mundu að slökkva Ijósiö hér inni. — En fyrir alla muni ekki skella hurðinni. Launahækkun get ég ekki látið þig fá, en ég gæti vel boðið konunni þinni út að borða öðru hverju. Anna litla var að bvrja að læra að skrifa stafina. Kennarinn: En hvar er punkturinn yfir i-ið? Anna: Hann er ennþá í blý- antinum. Kennarinn: Tommi, þér hef- ur farið mikið fram f reikningi, nú eru heimadæmin þfn alltaf rétt reiknuð. Tommi: Já, pabbi fór í ferða- lag. Hún: Ó, guð, þú ert búinn að tala við pabba? Hann: Nei, ekki ennþá. Ég lenti bara í bflslysi. Málarinn Whistler var f kvöldboði, þegar heldur leiðin- legur maður kemur til hans og segir: „Vitið þér það, hr. Whistler, að ég gekk fram hjá húsi yðar f gærkvöidi.“ „Þakka yður fyrir,“ svaraði málarinn. Framhaldsuga aftir. Roaamary Gatanby Jóhanna Kriatjónadóttir þýddi 37 anum á enni sér og var svo niðtir- sokkinn að hann hrökk í kút þeg- ar harið var að dyrum. — Kom inn. Hann leit við og sá Miguel standa f dyrunum. Var hann þá ekki farinn af stað enn? ' — Senor? — Já. Hann leit á armbandsúrið og rak f rogastanz þegar hann sá hversu langur tfmi var liðinn. Klukkan var að verða hálf f jögur. Miguel brosti. Var það góðs eða ills viti. — Vinur yðar Senor Feex bjó f Posada de Baja, en hann er far- inn. — Og hvar er hann núna? Miguel yppti grönnum öxlum. — Vertinn sagði mér að vjnur yðar hefði aðeins stoppað hálfan dag. Hann fór burt á miðviku- dagskvöldið var. Jack fékk sterklega á tilfinn- inguna að Miguel væri að leyna hann einhverju. Vern hafði farið alla leið hingað til að veiða og taka myndir. Hann hefði ekki rokið f burtu fyrirvaralaust nema þvf aðeins að hann hafði orðið einhvers vfsari. — Hvað sagði hann þér fleira? — Hann sagðist hafa orðið undrandi á þvf að senor Feex var ekki um kyrrt að veiða eins og hann hafði sagt f upphafi. Jack leit aftur á hikandi augna- ráð Miguels. Eitthvað var saman við þetta. — Það hefur eitthvað farið úr- skeiðis, Miguel, annars hafði hann ekki farið svona skyndilega. Hann kom hingað til að veiða. Hverju ertu að leyna? Það hlýtur að vera eítthvað sem máli skiptir. Olettnisglampi var f brúnum augunum. — Vinur yðar fór af stað um miðja nótt, tók farangur sinn með og bflinn sem hann hafði á leigu og gleymdi að borga. Nokkur andartök hélt Jack að hjarta hans myndi hætta að slá. A miðvikudag. Síðan voru liðnir fimm dagar. Og daginn áður hafði Tom Krug sagt honum að hann hefði ekki heyrt hósta né stunu frá Vern. Um miðja nótt og án þess að borga. — Viltu koma inn og loka hurð- inni Miguel. Eg verð að tala við þig- Miguel gerði eins og honum var sagt, stóð á miðju gólfi og horfði hálf vandræðalega á hann. — Heyrðu mig nú Miguel. Eg þarf á hjálp þinni að halda... Fyrst Walter C’arrington, hugs- aði hann, sfðan Sue Ann og núna kannski Vern Fix. Hann gat ekki leyft sér að pukrast lengur með þetta. — Sjáðu nú til Miguel, sagði hann. _ ♦>.Vinur minn hefði aldrei rok- ið f burtu án þess að borga. Hon- um hlýtur að hafa verið rænt... Hann sagði Miguel hvað fram færl á sumarhúsi Everest. Andlitssvipur Miguels sýndi f senn vantrú og skelfingu. — Eg talaði við piltinn sem þér sáuð. Hann var að vökva blómin. Eg talaði Ifka við systur hans. Hún færði mér baunir og brauð. — Kom hún frá húsinu? — Nei, ekki úr stóra húsinu. Heldur úr litla húsinu, sem við keyrðum framhjá. Rosalia sagði mér að henni fyndist skrftið að hvorki hún né móðir hennar mega koma lengur f stóra húsið þar sem þær hafa gert hreínt f mörg ár. Nú mega þær aðeins vinna úti. Þær segja að það sé eitthvað að senoritu Everest að hún sé sjúk á sálinni. En hljómar þetta ekki furðulega þegar þess er gætt að Rosalia og fjölskylda hennar hafa alltaf gert hreint f stóra húsinu? — Þetta kemur heim og saman við annað. Hr. Everest og systir hans eru fangar á þeirra eigin heimili. Þjónustufólkið má ekki komast á snoðir um hvað er á seyði, svo að þau hjálpi þeim ekki að flýja. — Senor. Ég hugsa bara að þetta sé rétt. — Viltu hjálpa mér Miguel? Við verðum að reyna að frelsa þau. Miguel horfði hugsandi niður fyrir sig. — Kannski senor Feex hafi reynt að hjálpa þeim. — Nei, hann hafði bara áhuga á að taka myndir. Hann er Ijós- myndari. Og ef hann hefur horfið á miðvikudag er þess að gæta að þá var hvorki Everest né systir hans komin hingað. — Haldið þér að hann hafi ver- ið drepínn, senor? — Ég veit það ekki... Það eina sem Jack vissi var að ef Vern var í sumarhöllinni var hann bundinn og keflaður ein- hvers staðar f kjallaraholu, þvf að hvergi hafði hann sézt þar á ferli og ekki hafði verið minnzt á að hann hefði komið þangað. — Miguel. Þú mátt ekki segja neinum frá þvf sem ég var að tala um við þig. Alls ekki. Þú verður að heita mér þvf. — Já. — Og sfðan verðum við að reyna að komast að þvf hvað hef- ur komið fyrir Fix.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.