Morgunblaðið - 03.10.1976, Page 22

Morgunblaðið - 03.10.1976, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1976 22_______ DJÁSN OG DÝRIR STEINAR Vinsamlegast endursendid Koh-i-Noor KOH-I-NOOR er frægastur allra gim- steina Viktoría Bretadrottnmg fékk hann að gjöf frá brezka Austurindíu- félaginu árið 1850 Átti gimsteinninn að vera tákn undirgefni Indverja við hátignina Um KOH-I-NOOR var sagt, að sá sem eignaðist hann, mundi ráða öllum ríkjum Það var því ekki að ástæðu- lausu, að Pakistanar rituðu Bretum nýlega og báðu þá vinsamlega að skila steininum Pakistanar eiga lika nokkurn siðferðilegan rétt til hans Austurindiufélag- ið rændi hinum nefnilega frá Punjab á sínum tíma og Pakistanar ráða nú á þeim slóðum. Bréfið frá Pakistönum setti Breta i tvennan vanda. KOH- l-NOO.R hefur lengi verið aðal- djásnið i brezku kórónunni Og hvar ættu Bretar að fá hæfilegan stein í stað hans, ef þeir skiluðu honum? Hinn vandinn er þó öllu meiri. Ef Bretar skiluðu KOH-I-NOOR er hætt við þvi að margar þjóðir færu að dæmi Pakistana Ótaldir dýrgripir eru samankomnir í söfnum i Bretlandi — og þeir eru ekki allir vel fengnir Það á reyndar við um safngripi fleiri þjóða Frönsk söfn eru full dýrmæta frá Egyptalandi og Ítalíu frá því að Napóleon var þar á ferðinni og lét greipar sópa Til skamms tíma voru þýzkir fornleifafræðingar mjög illa séðir í Egyptalandi fyrir gripdeildir og var þeim lengi bönnuð landvist þar Bandaríkjamenn eru ekki heldur sak- lausir Margir dýrgripir bandarískra safna eru sjaldan eða aldrei sýndir vegna þess, að þeir eru i söfnin komnir með vafasömum hætti í British Museum er höggmynda- safn, kennt við Elgin lávarð Mun það vera dýrmætasta einstakt myndasafn á Vesturlöndum En myndirnar urðu ekki til í Englandi; þær eru frá Grikklandi Grikkir spyrjast fyrir um myndirnar sínar á reglulegum fresti en Bretar svara ævinlega því sama til og þeir svöruðu árið 1815, er Grikkir heimtuðu myndirnar fyrst aftur. Segja Bretar, að Elgin lávarður hafi bjargað myndunum frá tortímingu; tyrkneskir embættismenn hafi nefnilega ætlað að mylja þær i steinlím og nota í íbúðar- hús Þetta mun mega færa til sanns vegar. Jafnan hefur farið afleitt orð af Tyrkjum í þessum efnum En hitt er svo annað, að nú er liðin hálf önnur öld frá því að Grikkir endurheimtu sjálfstæði sitt, svo varla er stætt á þvi að halda myndun- um öllu lengur fyr- ir þeim Og Grikkir fyrir sitt leyti hata Elgin sáluga lávarð jafnmikið og þeir dá Byron stéttar- bróður hans. Það hefur jafnan verið gróðavegur að ræna fornminj- um, því kaupendur hefur ekki skort Sjaldan hefur ráns- skapur þessi staðið með meiri blóma en á þessari öld. Það er ekki heldur von á góðu þegar virt og mikils met- m söfn kaupa þjóf- stoina muni um- yrðalaust Stórtækastir munu Banda- rikjamenn Eru víst einhverjir illa fengnir munir i flestum bandarískum söfnum bæði almenningssöfnum og einkasöfnum En ekki er gott við þessu að gera Forstöðumenn almennings- safna verða auðvitað að standa í stykkinu og búa söfnin sem bezt, og kaupi þeir ekki nema strangheiðarlega fengna gripi er hætt við þvi að hægt bætist i söfnin Þess vegna stilla jafn- vel beztu safnverðir hnýsni sinni stundum í hóf, þegar vafasamir menn kom og bjóða þeim fornminjar til kaups. Viðskiptahættirnir á alþjóðlegum listaverka- og fornleifamarkaði eru slík- ir, að manni fer að finnast KOH- l-NOOR tiltölulega vel fenginn, þegar maður hugsar um þá Líklega megnar þessi röksemd nú ekki að sefa Pakistani — MICHAEL MCNAY Koh-i-Noor trónar fremst á kórónu brezku drottingarmóðurinnar. MYNDLIST Einum of mikið ? LISTIN hefur oft átt erfitt uppdráttar á umliðnum öldum og er svo enn. Enskur listamaður tók sig til og málaði heljarmikla veggmynd, 13 m á hæð og 20 á breidd, á gafl húss eins f Voelasstræti í Toxteth í Liverpool. Myndin var af Guðsmóður með Jesúbarnið. Var hún svo stór, að listamaðurinn treystist ekki til að mála hana einn, heldur fékk hann með sér átta atvinnulaus ungmenni og gekk verkið bæði fljótt og vel. Áður en byrjað var á myndinni fékk listamaðurinn blessun borgarráðsins í Liverpool og ótalinna um- hverfis-, skipulags og fegrunarnefnda. Leizt þeim ollum vel á fyrirætlunina. Aftur á móti gleymdist að spyrja ibúana I Voelasstræti um hana. En nú eru þeir búnir að láta álit sitt I Ijós. Hafa þeir ritað borgaryfir- völdum, allir sem einn, og krefjast þess, að „allt draslið", þ.e. veggmyndin, verði rifin niður umsvifa- laust. Frú Olwen Moran, sem stóð fyrir undirskrifta- söfnuninni, komst svo að orði við blaðamenn: „Emb- ættismenn geta svo sem sagt, að þetta sé frábært listaverk. Ekki þurfa þeir að búa við það. En min skoðun er sú, að „listaverkið" sé blettur á hverfinu. Það hefði verið nær að nota alla þessa málningu á dyrnar og gluggakarmana hjá gamla fólkinu hérna í götunni!" Og hananú. Ritari fegrunarnefndar, frú Betty McGorry, varðist hins vegar eftir megni; kvaðst hún vita, að mörgum hefði fallið myndin illa — en sér heyrðist, að dregið hefði úr óánægju sumra, enda ynni myndin ábyggilega á við kynningu. Menn þyrftu oft tima til að venjast listaverkum. . . Listamaðurinn sjálfur, David Vaughan, brást illur við hinni neikvæðu gagnrýni. „Ég hef málað fleiri en 100 veggmyndir, bæði í Evrópu og Bandarlkjunum," sagði hann. „Og þetta er þjóðþrifaverk i fleiri en einum skilningi. Ég hef atvinnulausa unglinga mér til aðstoðar, borga þeim sæmilega og kenni þeim jafn- framt sitthvað nýtilegt um myndlist. Yfirvöldin eru farin að skilja og meta þessa viðleitni mína og styrkja mig til dáða. Mér finnst fólk furðu ósvifið að kvarta yfir þessu. í þessari mynd f Voelasstræti eru margvís- legur fróðleikur um Ifffærafræði, byggingarlist og sögu og gætu sumir margt af henni lært, ef þeir hefðu áhuga á þvf. En það er bersýnilegt, að þeir eru til, sem geta ekki hugsað sér neitt fegurra en gráa múrveggi f endalausum röðum. . ." Frú Moran, sú mikla baráttukona, lét þó ekki segjast. „Þetta á bara ekki við hér," sagði hún fastmælt. „Það má vel vera, að þurfi að Iffga hverfið svolítið — en þetta er nú einum of mikið. . ." Og aðrir fbúar við Voelasstræti standa ótrauðir með henni. Er nú verið að velja menn f sendinefnd á fund þingmanns hverfisins. Aldregi víkja. . . — THE GUARDIAN. Rosalynn ög Jimmy Carter: Kynntust í æsku. Verða þau nú samferða inn í Hvíta húsið? Konan hans Carters VERÐI Jimmy Carter, fram- bjóðandi demókrata forseti Bandarfkjanna verður Rosalynn, eiginkona hans, Ifklega áhrifa- mesta forsetafrú frá þvf að Eleanor Roosevelt var á dögum. Þá fá bandarfskar góðan málsvara. Rósalynn er kona vel gefin og aðlaðandi, góð eiginkona og móðir, og jafnframt sjálfstæð og einbeitt. Þau Jimmy og Rosalynn hafa þekkzt frá því í æsku. Þau gengu í hjónaband skömmu eftir að Jimmy lauk prófi frá liðsforingja- skóla sjóhersins. Rosalynn var þá 19 ára og hafa þau nú verið gift f 30 ár. Au hjón eignuðust þrjá syni á sjö fyrstu hjónabandsárunum. Á þeim árum stjórnaði Jimmy kaf- báti og var oft langdvölum að heiman. Það kom þvf a ð mestu á Rosalynn að ala drengina upp. Auk þess varð hún sífellt að stofna heimili á nýjum stöðum þar sem Jimmy hafði bækistöðvar hverju sinni. Rosalynn vandist því snemma að hafa nokkuð fyrir Iffinu. Faðir hennar lézt, þegr hún var 13 ára. Móðir hennar framfleytti svo fjöl- skyldunni með kjólasaumi, en Rosalynn hjálpaði henni og vann jafnframt f snyrtistofu. Hún stóð straum af námi sfnu f gagnfræða- og menntaskóla og utskrifaðist frá menntaskólanum f Americus, sem er skammt frá heimabæ hennar, Plains f Georgfufylki. Rosalynn kom fyrst fram opin- berlega að marki í annarri kosningaherferð Jimmys; hann var þá f kjöri til rfkisstjóra- embættis. Rosalynn gerði sérfljót- lega grein fyrir því, að betra væri a ð hún færi ein á atkvæðaveiðar fremur en að fylgja eiginmanni sfnum. Nú var hún heldur feimin og hlédræg, en lét þó til skarar skrfða og áður en varði var hún farin að halda ræður, ræða við blaðamenn og hrista hendur blá- ókunnugra manna f stórum stfl um allar trissur. Þar með var hún komin f slaginn. Nú f for- kosningunum fór hún kosninga herferðir um 34 fylki. Um þessar mundir er hún f kosningaleiðangri fyrir mann sinn um allt land og flykkist fólk að hvarvetna þar sem hún kemur. Hún fellur mönnum vel í geð, er lagleg kona og ung- leg, hárið brúnt og augun skær og Ijós og brosið hlýlegt og heillandi. Helztu áhugamál hennar eru hagsmunir hugfatlaðra og aldraðra. Hún fékk áhuga á þeim efnum, þegar hún var að berjast fyrir Jimmy f rfkisstjóra- kosningunum í Georgfu. „Fólk kom oft til mín og rakti raunir sinar fyrir mér," segir hún. „Eg hitti margar mæður þroskaheftra barna, eiginkonur drykkjumanna og fjölskyldur fatlaðra eða aldraðra og fæst þetta fólk átti kost á nokkurri aðstoð f vanda sínum. Dag nokkurn var ég snemma á ferli og ræddi við fólk, sem var að koma af vakt f baðmullarverksmiðju. Meðal þess var kona ein, sem sagði mér að eiginmaður hennar hefði svo lág laun að þau nægðu fjölskyldunni ekki til lífsviðurværis. Þau hjónin áttu þroskaheft barn. Gætti konan þess þangað til maður hennar kom heim á kvöldin, en þá tók hann við og hún fór á næturvakt. Það vildi svo til að Jimmy átti að halda ræðu þarna f borginni um kvöldið eftir. Ég slóst f hóp áheyrenda og lét berast með straumnum, þegar fólkið ruddist að til þess að heilsa Jimmy með handabandi. Þegar hann kom að mér spurði hann forviða: „Hvað f ósköpunum ert þú að gera hér?" „Ég ætlaði að spyrjast fyrir um það, hvað þú hygðist gera fyrir hugfatlað fólk, þegar ef þú yrðir kjörinn rfkisstjóri," svaraði ég, en hann sagði að bragði: „Ég ætla að búa svo vel að þvf, að til þess verði tekið um allt land. Og ég ætla að setja þig yfir þau mál." í stjómartfð Carters varð geysileg framför í málum hugfatlaðra og aldraðra f Georgíu og átti Rosa- lynn ekki sfztan þáttinn f því. Var hún óþreytandi að leggja til breyt- ingar á lögum um þessi efni, virkja starfskrafta manna og vinna almenning til fylgis við ýmsar um- bætur. Hún er fyrst og fremst fram- kvæmdamanneskja eins og maður hennar. Hún er vön þvf að treysta helzt á sjálfa sig og hefur tamið sér ýmsa mannkosti sem oft koma í góðar þarfir, þegar áætlanir fara úr skorðum eins og oft verður f stjórnmálum. Hún lætur ekki bugast þótt blási á moti. Til skamms tfma var mikil fátækt í sveitum í Suðurríkjunum. Fólk þar um slóðir þurfti jafnan að vinna hörðum höndum fyrir brýnustu nauðsynjum, enda varð þarna til seigur, hagsýnn og dug- mikill stofn. Rosalynn Carter er komin af slfku fólki. Aðal hennar er styrkur og samúð. Sigri þau Carterhjón f þessum kosningaslag verður það m.a. vegna þess, að þau eru búin „gömlum og góðum" eiginleikum, sem almenningur kann nú vel að meta, orðinn lang- þreyttur á stjórnmálamönnum, sem skeyta ekki um almennt siðgæði og fornar dyggðir. — WILLIAM W. SHANNON VANGASVIPUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.