Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÖBER 1976 15 þarna töldu þeir vissulega ástæðu til að ná í lækni. KEMUR ÚTLITIÐ HEIM VIÐ ANASTASIU? Hvað er þá að segja um lýsingu Utkins læknis á útliti stulkunnar. Hann hafði lýst sjúklingi slnum dökkeygðum. Anastasia hafði grá- blá augu. Hári hinnar leyndar- dómsfullu stúlku er ýmist lýst brúnu eða dökku. Hin rétta Anastasia hafði brúnt hár, eða kannski öllu heldur jarpt. Nákvæmni um hár og augu virðist töluvert undir birtu komið. Það er athyglisvert að hár dularfullu stúlkunnar var klippt á svipaðan hátt og Natalya Mytnyhk lýsti að hefði verið á að minnsta kosti tveimur keisaradætranna þegar hún sá þær. / Utkin talar um þrýstinn vöxt og kemur það heim við vaxtarlag hinnar réttu Anastasiu. Spaugað var með hvolpafitu hennar innan fjölskyldunnar. Utkin læknir veitti og eftirtekt sérstaklega fall- egum fingrum stúlkunnar. Romanovkonurnar voru orðlagð- ar fyrir fallegar hendur. Eitt kemur fram sem má teljast að sé ekki vafa undirorpið. Bolsé- vikkar voru að herða leitina hvar- vetna og leituðu af kappi að ein- hverjum og það hlýtur að hafa verið mikilsháttar manneskja. Kommúnistar í þessari borg hefðu varla varið tíma og kröftum til að leita að þeim sem engu máli skiptu, né heldur hefðu þeir leitað hertogaynju, sem þeir vissu að hefði verið drepin mörgum vikum áður í Ekaterineburg. Því að bolsévikkarnir, sem höfðu stjórnina í Perm voru hinir sömu og höfðu farið með tjórn mála I Ekaterineburg. Bezta staðfestingin á því að bolsévikkar hafi beinlinis verið að leita að Anastasiu Nikolayevnu kemur frá hcimild sem verður að teljast óháð og traust. Fulltrúi sænska Rauða krossins i Rúss- landi, Carl Bonde greifi, ferðaðist um þetta landsvæði í járnbrautar- lest. Nokkrum árum siðar skrifaði hann bréf um truflun sem hefði orðið á ferðalaginu: „1 krafti stöðu minnar ferðaðist ég í einkajárnbrautarvagni. Á stað sem ég hef nú gleymt hvað heitir var numið staðar án þess það væri á áætlun og leitað vand- lega i vögnunum til að ganga úr skugga um hvort Anastasia Nikoayevna hertogaynja, dóttir keisarans, kynni að vera með lest- inni. Svo reyndist ekki vera. Enginn vissi hvað af henni hafði orðið.“ GÁTAN UM ROMANOVKONURNAR Hvað varð um Romanovkon- urnar eftir að þær höfðu verið í varðhaldi í Perm? Harvardskjölin leiða söguna ögn lengra. Vitni segja þar að „keisarafrúin og þrjár dætur hennar" hafi verið fluttar úr bænum þremur vikum áður en hann féll í hendur hvít- liða um jólaleyti 1918. Þær voru fluttar með lest til þorpsins Glazov, sem er I 150 km fjarlægð og að því er síðast er vitað eru þær á leið til Moskvu. En síðan hverfur slóðin gersamlega og kemur hvergi upp framar. Hafi Lenin haldið í fyrstu lifi í fjölskyldunni til að eiga hægara með að gera samninga við Þjóð- verja, hefur sú forsenda nú verið með öllu horfin, þegar hér er komið. Þjóðverjar höfðu beðið ósigur og Vilhjálmur keisari er oltinn úr sessi. Við getum því gizkað á að Lenin hafi nú annað- hvort þvegið hendur sínar af allri ábyrgð á Romanovkonunum eða einfaldlega falið þær forlögunum á vald. En af öllu er ljóst að þær mættu ekki örlögum sínum í Framhald á bls. 18 —Lesum Biblíuna Framhald af bls. 19 hjálpa heiðingjum til trúar. Verst eru þeir þeiðingjar staddir, sem heyrt hafa fagnaðarerindið, eru frjálsir að valinu, en setja sig sjálfir í gapastokkinn. Þeir þurfa vissulega hjálpar með, Guð hefir alltaf og enn I dag, beint samband við einstaka „innblásna menn“. Ég nefni hér aðeins einn sem Guð hefir látið gera „kraftaverk", Bandaríkjamanninn William Branham. Hann er fæddur 1909. Honum birtist fyrst engill Guðs — 1 skinandi klæðum — að kvöldi dags 7. maí 1946 og flutti William Branham skilaboð frá Guði. Þessi atburður endurtók sig. Á nefndu kvöldi var William á bæn, áður en hann samdi trúboðsræðu. Eftir þennan atburð gerði hann mörg kraftaverk í bæn til Guðs og Jesú Krist og i Hans nafni. Kæru lesendur!Ég hvet okkur öll, til athafna og ástundunar i þessu máli allra mála. Enda svo þessar fáu línur með setningu Páls Postula, í bréfi hans til Fillipimanna (4.8.): Allt sem er satt, allt sem er sómasam- legt, allt sem er rétt, allt sem er hreint, allt sem er elskuvert, allt sem er gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert. Drottinn hjálpa oss að hugfesta það.“ — Útvarp Framhald af bls. 5 20.30 Dulskynjanir Ævar R. Kvaran flytur sjöunda og síðasta erindi sitt: Vfsindaleg rannsókn. 21.10 Svíta nr. 2 f c-moll eftir Bach Julian Bream leikur á gftar. 21.30 Utvarpssagan: „Breyskar ástir“ eftir Óskar Aðalstein Erlingur Gfslason leikari les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþáttur Matthfas Eggertsson bænda- skólakennari talar um kjara- mál bænda f Noregi o.fl. 22.35 Kvöldtónleikar Fflharmonfusveitin f Berlín leikur Sinfónfu nr. 7 f e-moll eftir Anton Bruckner; Eugen Jochum stjórnar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Haustlaukakynning% sunnudag k/. 2-7 50 tegundir tú/ípana ÍÉeA. Ék 131 Látið fagmenn aðstoða við val haustlauka Jólahýasyntur Jólatúlípanar sími, 36770 — 86340 — Minning Inga Framhald af bls. 38 hans dó og varð þvi að hætta námi. Hann er póstfulltrúi við póst- húsið hér í Reykjavík. Þau hjón hafa orðið fyrir djúp- um sorgum, en þar sem ég er Ingu náskyld þótt hún hafi allt mitt líf verið mín bezta vinkona get ég með engu móti fest allar þær hörmungar á blað, það má telja undrun að hennar sálarlíf skyldi vera heilbrigt eftir allt það sem þau hjónin hafa liðið. Ásgeir er mesta ljúfmenni og stóðu þau hjón saman sem ein persóna i öllum sorgum — og gleði, — fram til hennar hinztu stundar reyndist hann henni sem einstakt göfugmenni og vil ég votta honum og hans skylduliði mína dýpstu samúðð. Vegna skyldleika hennar við mig langar mig til þess að þakka presti hennar, öllu tónlistarfólki og söngfólki sem fram kom bæði við kistulagningu hennar og i Fossvogskapellu við minningarat- höfn hennar þar og einnig vil ég þakka„ hinar höfðinglegu móttök- ur að Melgraseyri. Það sýnir hve marga vini Inga átti að kapellan var full til dyra. Hún var til moldar borin að Mel- graseyri við Isafjarðardjúp við hlið þriggja sona sinna og tengda- foreldra. Aldrei heyrði maður æðruorð frá hennar vörum meðan hún barðist við hinn banvæna sjúk- dóm. Svo vil ég kveðja hana með þeim orðum sem við heyrum svo oft en fela svo mikið í sér ef að er gáð: Drottinn gef dánum ró hin- um líkn er lifa. Vinkona. 'Allsherjar AIISI \ rýmmgar- og bútasala afs/áttur. einstakt tækifæri Opió til hádegis á laugardag. vegna fyrirhugaðs flutnings verzlunarinnar bjóðum við nú margar gerðir gólfteppa á stórlækkuðu verði. Gólfteppabútar á gjafverdi. Allt á að seljast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.