Morgunblaðið - 03.10.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.10.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÖBER 1976 3 Málverkauppboó Klausturhóla í dag Frá Hraðavatni. Olfumálverk á striga eftir Kristfnu Jónsdóttur. Frá Vestmannaeyjum. Olfu- máiverk á strifa eftir Sverri Haraldsson. Málað 1951. Sæbarið andlit eftir Kjarval. Þetta er kola- teikning, frum- mynd myndar f Kjarvals- bðk útgef- inni 1950. LISTMUNAUPPBOÐ hvers konar hafa löngum verio snar þáttur f borgarlífinu og kringum þau hefur rpyndazt viss kjarni fólks, sem alltaf mætir til leiks. Upphaf listmunauppboða má rekja til Sigurðar Benediktssonar og starfsemi hans Sigurður hélt fyrsta listmunauppboðið I Listamannaskál- anum á árunum um og eftir 1 950, I þeirri góðu trú að slík einkauppboð væru leyfileg Það reyndist hins veg- ar ekki og var stöðvað af fógeta, sem taldi sig hafa einkaleyfi til sllkra uppboða Það leið þó ekki á löngu þangað til gefin voru út 5 uppboðs- leyfi, sem heirpilaði einstaklingum að halda sllk uppboð Sigurður var einn þeirra manna og var hann næstum einráður á þessu sviði þar til hann lézt árið 1 972. Listmunauppboð Klausturhóla Skömmu seinna stofnuðu þeir Knútur Bruun og Guðmundur Axels- son Klausturhóla en seinna hætti Knútur þessari starfsemi og í dag er eigandi Klausturhóla Guðmundur Axelsson Fyrsta uppboð Klausturhóla á síð- ari helmingi þessa árs fór fram s I laugardag, en það var bókauppboð í Tjarnarbúð Þar seldust ýmsar merk- ar bækur og m.a. seldist rit Arn- gríms lærða á 95 þús. „Eitt bezta uppboðið" Á morgun, sunnudag, verður svo fyrsta málverkauppboð þessa árs- helmings og fer það fram á Hótel Sögu og hefst kl. 15.00 Af því tilefni heimsótti Mbl Guðmund og ræddi við hann og Braga Kristjóns- son um þetta málverkauppboð og málverk yfirleitt Bragi sagði að þetta uppboð væri sennilega eitt það bezta sem Klaust- urhólar hefðu staðið að hingað til. Kæmi það fyrst og fremst til af því að þarna yrði boðinn upp fjöldi verka eftir marga fremstu listamenn þjóðarinnar fyrr og síðar Nefndi hann sem dæmi að auk verka gömlu meistaranna s.s Kjarvals, Þórarins B Þorlákssonar, Jóns Stefánssonar, Ásgríms Jónssonar, Blöndals o.fl., væru þarna margir hlutir, sem sjald- an væru á ferðinni, eins og myndir Kristjáns Magnússonar og gamlar myndir eftir Sverri Haraldsson N/erðið hefur 60 faldazt á 25 árum ,,Það er mikill og vaxandi áhugi á listmunauppboðum,” sögðu þeir Bragi og Guðmundur, ,,og þá sér- staklega á málverkum. Áhuginn beinist kannski fyrst og fremst að g.ömlu meisturunum, en þó er eins og áhuginn sé að færast út á breið- ara svið og menn séu að fá áhuga á verkum yngri listamanna. Árið 1958 hefði ekki þýtt að selja mörg þeirra listaverka, sem i dag seljast á hæsta verði, fyrir eitthvað sem heitið gat En það er þó fyrst og fremst verk gömlu meistaranna, sem hafa hækkað verulega. Sem dæmi má nefna um 1958 voru vænar myndir Kjarvals boðnar upp hjá Sigurði fyrir 6 og i hæsta lagi 14 þús Þá var kaup blm. 6 þús , þannig að með samanburði við sömu hluti i dag sést að kaupið hefur 20-faldazt, en verð myndandanna allt að þvi 60- faldazt Þetta er kannski ekki nema eðlilegt, því það er ekki til nema eitt eintak af þessum listaverkum, — og verður aldrei. Stór tækifæri • — mikil áhætta Skapast ekki oft mikið fjör og stemning á listmunauppboðum? ,,Jú, það er sjarmi yfir þessu," sögðu þeir „Það er áhættan sem menn taka og tækifærin, sem við- staddir eiga Kjarninn af fólkinu, sem kemur, er fólk sem hefur stund- að uppboð frá þvi þau byrjuðu hjá Sigurði Benediktssyni, fólk sem kemur til að kdupa og fjárfesta i listaverkum, — og njóta þeirra en einnig kemur fólk til að skoða og drekka kaffið sitt og til að sýna sig og sjá aðra " Svartkrítarmálverk eftir AI- freð Flóka. Myndin heitir Óvænt heimsókn. Friðrik vannbið- skákina FRIÐKIK Olafsson sigraði Popo- vic f biðskák þeirra úr 1. umferð skákmótsins f Novi Sad f Júgósla- vfu. Hefur Friðrik þvf I vinning og biðskák eftir 3 umferðir. Guð- mundur Sigurjónsson er efstur ásamt Smeijkal með 2 vinninga. Leiðrétting I minningargrein um Julíönu Guðrúnu Einarsdóttur hér í blaðinu i gær, varð meinleg prentvilla er orðið ranni misritað- ist og varð að manni. Málsgreinin á að hljóða svona: Eftir að ég kynntist Gúrúnu man ég, sem gestur, ekki eftir heilsteyptari jólagleði en í þeim ranni sem Guðrún réð. Jólin voru ekki tildursleg hátiðarhöld held- ur sannur fögnuður með vinum og vandamönnum, börnum og fullorðnum, sem þar hittust" o.s.frv. Djúprækjumið fundin á mið- línu milli Græn- lands og Vestfjarða ÞEGAR rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var í þorskleiðangri við A-Grænland fyrir skömmu fundust góð rækjumið á miðlinu milli fslands og Grænlands. Rækj- an sem fannst þar er mjög stór og góð úthafsrækja. Sigfú- Schopka leiðangursstjóri á Bjarna Sæmundssyni í þessari ferð sagði í samtali við Morgun- blaðið i gær, að þeir hefðu ekki neitt sérstaklega verið að kanna ný rækjumið, heldur fengið marg- ar körfur af gullfallegri rækju upp með bobbingatrollinu á mið- linu útaf Vestfjörðum, en þetta svæði er islaust á þessum tíma árs. Hér gæti því verið um góð rækjumið að ræða, sem nauðsyn- lega þyrfti að kanna sérstaklega á næstunni. Með TJTSÝN til annarra landa ■ Sólarfrí í skammdeginu ' á Kanarí: 27. okt. Uppselt. 18. nóv. 2. des. 9. des. Brottför til áramóta: 1 2. des Uppselt. 16. des. Uppselt. 29. des. Uppselt. 30. des. Uppselt. Verð frá 64.300 i 1 5 daga Vikuferðir til LONDON Brottför alla laugardaga _ frá 1 . okt. '76 til 31. marz '77 Verð frá kr. 44.200. Helgarferðir til u GLASGOW Costa del Sol hálfsmánaðarlega frá 24. sept. til 18. des. Verð frá kr. 35.900. TORREMOLINOS Lengið sumarið. Athunið hin hagstæðu kjör á síðustu ferð Útsýnar til Costa del Sol á þessu hausti. Brottför 10. október 3 vikur. Heimferð um London. AUSTU RSTRÆTI 17 I* Ferðaskrifstofan ll SIMI 26611 ______jr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.