Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 3 SkipulagGufuness og Geldinganess til sýnis á Kjarvalsstöðum í haust Frá hverfafund- um borgarstjóra BORGARSTJÓRINN f Reykjavfk, Birgir tsleifur Gunnarsson, efndi um sfðustu helgi til tveggja hverfafunda með fbúum Reykjavfkur. Var fyrri fundurinn á laugardag með fbúum Laugarness- og Heimahverfis f Giæsibæ og hinn sfðari á sunnu- dag f Domus Medica fyrir fbúa Hlfðahverfis og Austurbæjar. Fundina sðttu alls rúmlega þrjú hundruð manns og barst borgar- stjðra fjöldi fyrirspurna um hina ýmsu þætti borgarmálefna að lokinni framsöguræðu. Þriðji hverfafundur borgarstjðra á þessu haust var f gærkvöldi. Birgir lsfeifur Gunnarsson svarar fyrirspurn á fundinum f Domus Medica. Ljósmynd Ol.K.M. Á fundinn f Glæsibæ, sem haldinn var kl. 14:00 á laugar- dag, komu um tvö hundruð manns. Fundarstjóri var Hulda Valtýsdóttir og fundarritari Garðar Ingvarsson. I Domus Medica var fundur haldinn kl. 15:30 á sunnudag og sóttur af rúmlega eitt hundrað manns. Fundarstjóri var Jónas Elfasson og fundarritari Unnur Jónsdóttir, og var fundurinn fyrir fbúa Hlíðarhverfis, Holta- hverfis, Norðurmýrar og Austurbæjar. I anddyri var komið fyrir líkani af svæði þvf í Gufunesi og Keldnaholti sem búið er aó skipuleggja og verður sýnt á Kjarvalsstöðum nú í haust, eins og kom fram f ræðu borgarstjóra. Einnig var á fundinum í Domus Medica sýnt líkan af nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut, en byggingarframkvæmdir þar eru að hefjast um þessar mundir. Birgir Isleifur Gunnarsson sagði f framsöguræðum sínum að fundir sem þessir hefðu lengi tfðkazt og hefði fyrir- rennari hans f starfinu Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, hafið þá. Væri venja að halda tvo fundi á kjörtfmabilinu, annan þegar helmingur þess væri liðinn og hinn sfðari við lok kjörtímabilsins. Reykjavfk næstu' 20 árin nefndi borgarstjóri ræðu sfna og þar rakti hann hugmyndir um framtíðarskipulag í Reykjavfk. Sagði hann að nú væri verið að vinna að endur- skoðun aðalskipulags Reykja- víkur, sem hefði verið sam- þykkt f borgarstjórn árið 1965 og staðfest af ráðherra 1967. Borgarstjóri sagði að nokkur frávik hefðu þegar orð- ið frá aðalskipulaginu eins og það var samþykkt árið 1965, aðallega í sambandi við fbúa- f jölda. Aðalskipulagið gerði ráð fyrir að árið 1975 yrði íbúa- fjöldinn i Reykjavfk um 90 þúsund en væri ekki nema taep- lega 85 þúsund. Arið 1983 gerði aðalskipulagið ráð fyrir T10 þúsund fbúum í Reykjavfk en spá Þróunarstofnunar Reykja- víkur nú fyrir sama ár væri um 97 þúsund og myndi íbúum fjölga um 1% árlega næstu ár- in. Hins vegar gat borgarstjóri þess að á næstu fjórum árum væri lokið við að úthluta þeim byggingarsvæðum sem borgin hefði yfir að ráða og þar væri mun fyrr en aðalskipulagið hefði gert ráð fyrir. Hefði það gert ráð fyrir að um 600—900 fbúðir þyrfti að hefja byggingu á árlega en t.d. hefði verið byrj- að á um 1100 fbúðum árið 1973. Því hefði byggingarstarfsemin verið mun meiri en upphaflega var ráðgert. Þau svæði sem eftir á að út- hluta lóðum á eru I Breiðholti II og III, Eiðsgrandasvæðinu, í nýja miðbænum og f svonefndri Mjódd við Breiðholt I, samtals um 1200—1300 fbúðum. Á fundunum sýndi borgar- stjórinn nokkur línurit og töfl- ur til skýringar máli sínu og það kom fram á einni töflunni að meðalaldur íbúa er mjög mismunandi eftir hverfum. T.d. er meðalaldur langlægstur í Breiðholti III, 20.3 ár, en hæstur f Vesturbæ, um 40 ár, og 36 og 33 ár í Laugarnesi og Heimunum. Sagði borgarstjóri að á næstu árum, þ.e. til ársins 1995, myndi íbúum í eldri borgarhverfunum fækka um 10 þúsund. Borgarstjóri gat þess í ræðum sínum, að það hefði verið hug- myndin að Reykjavík byggðist á næstu árum meira til suðurs en gert hefði verið. Hefði hins vegar ekki orðið af því vegna þess að nágrannasveitarfélögin hefðu ekki verið við því búin að taka við svo örri þróun f byggðamálum og eins hitt að með tilkomu hins nýja Vestur- landsvegar hefðu augu manna opnazt frekar fyrir svæðum í þeirri átt fyrir framtfðarfbúða- hverfi fyrir höfuðborgina. I framhaldi af þessu kynnti borgarstjóri með nokkrum orð- um það skipulag sem gert hefur verið af Gufunesi, Keldnaholti og Grafarvogi, svo og á Geldinganesi og í landi Korpúlfsstaða. Á þessum svæð- um er búið að skipuleggja i grófum dráttum byggingar- svæði fyrir 50 þúsund manns f tíu skólahverfum. Er eitt þessara svæða í Hamrahlfð, undir Ulfarsfelli, en þar er gert ráð fyrir um 15 þúsund manna byggð. Á Gufunesmelum er ráð- gert eitt skólahverfi með um 5 þús. ibúum, en loftskeytastöðin verður flutt þaðan. 1 Gufunesi, við Áburðarverk- smiðjuna og sorphaugana, sem þar eru, er gert ráð fyrir fram- tfðarhafnarsvæði og f næsta nágrenni við það er gert ráð fyrir svæði fyrir hafnsækinn iðnað, eins og borgarstjóri orð- aði það. Borgarstjórinn sagði að eftir væri að deiliskipuleggja þetta svæði, þetta væri aðeins heildarskipulag þess. Ekki er gert ráð fyrir eins þéttri byggð á þessum svæðum eins og er t.d. í Breiðholtshverf- um og verða aðallega byggð einbýlishús, raðhús og keðju- hús, en minna af stórum fjöl- býlishúsum. Borgarstjóri gat Framhald á bls. 35 Þetta Ifkan sýnir aðalskipulag svæðisins á Gufunesi og Geldinga- nesi. Á svæðunum f kringum litlu dökku fletina er gert ráð fyrir fbúðahverfum. Dökku, stóru svæðin eru hafnar- og iðnaðarsvæði, Frá fundinum f Glæsibæ á laugardag. sjá t.d. það stærsta kringum Áburðarverksmiðjuna. MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI Aðalstræti 9, sfmar I 2940 og 11255 ÓDÝRAR LUNDÚNAFERÐIR ÓDÝRAR GLASGOWFERÐiR KANARÍEYJAFERÐIR Brottfor hvern laugardag Brottfor hvern fostudag Byrja27 október Verð frá kr 44 200 Verd frá kr 35 900 Pantlð timanlega Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.