Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. NÖVEMBER 1976 BIRGIR Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, svaraði á fyrsta hverfafundinum, sem hann efndi til í Langholts- og Laugarnes- hverfi sl. laugardag fjölda spurninga frá fundarmönnum. Verður hér á eftir greint frá nokkrum þeirra og svörum borgarstjóra. Af hverfafundi borgarstjðra f Langholti og Laugarneshverfi. Birgir tsl. Gunnarsson, borgarstjóri, Hulda Valtýsdóttir, fundarstjóri, og Garðar Ingvarsson, ritari fundarins. Fyrsta spurning var frá Jakobi Tryggvasyni, sem lýsti þakklæti sínu með þennan ágæta fund. Kvað hann það mjög ánægjulegt fyrir borgarbúa að fá greinargóð- ar upplýsingar um það, sem er í bígerð og það sem hefur verið gert. Hann kvaðst vera svo lán- samur að búa á fögrum stað í Reykjavík. En nú væri búið að úthluta lóðum gegnt þeirrí byggð, neðan Kleppsvegar upp af Sunda- höfn, og vildi hann spyrja hvort von væri á því að þarna myndað- ist sams konar veggur og vestar við Kieppsveginn, sem ekkert augnayndi væri fyrir þá íbúa, sem þar búa. Borgarstjóri kvaðst geta svarað þessu á þann veg, að skipulagið hefði tekið tillit til þess að miklar kvartanir hefðu borizt um að nefndar byggingar mynduðu alltof þéttan vegg, sem skyggði á útsýnið við sundin. í því skipu- lagi, sem nú ér gert ráð fyrir, eigi húsin bæði að liggja lægra, þann- ig að meiri möguleiki verði á að sjá yfir þau, og einnig verði þau brotin upp, þannig að þau myndi ekki eins samfelldan vegg og þau hús, sem kvartað var yfir. Þá svaraði borgarstjóri bréfi frá áhugasömum foreldrum í Álf- heimahverfi, sem Hildur Jóns- dóttir afhenti honum og las upp. Var þar spurt um framkvæmdir við leikvalla-, starfsvalla- og knattspyrnuvallasvæði, sem ráð- gerðar eru á túninu milli Holta- vegar og Álfheima. Við könnun, sem íbúarnir gerðu á'barnafjölda undir 12 ára aldri í Álfheimum 26—72, höfðu börnin reynzt vera 120, auk þess sem á þetta svæði mundi sækja börn annars staðar að. Borgarstjóri kvað það alveg rétt, að samkvæmt skipulagi ættu að koma leikvellir neðan við Álf- heimablokkirnar, bæði starfsvell- ir og knattspyrnuvellir. — Ég skal segja það alveg eins og er, sagði hann, að ég hefði kosið að við værum byrjuð á þessum fram- kvæmdum nú þegar. En eins og allar okkar framkvæmdir, hafa þessar goldið þess að tekjur Reykjavíkurborgar — og reyndar annarra sveitarfélaga og annarra aðila í þjóðfélaginu — minnkuðu. Efnahagsástandið, sem hér ríkti, einkum á árinu 1975 og raunar að hluta af þessu ári, gerði það að verkum, að við urðum verulega að draga úr framkvæmdum á öllum sviðum. Og þessi málaflokkur hef- ir goldið þess einnig. En við höf- um mikinn áhuga á að reyna að byrja á þessu verki og koma svæð- inu í endanlegt horf. Ég þori ekki alveg að tímasetja það hér og nú, en þessa dagana erum við einmitt að fjalla um fjárhagsáætlun. Þetta er eitt af þeim verkefnum, sem við höfum mikinn hug á að koma inn á framkvæmdaáætlun næsta árs. Arni Bergur Eiríksson vék að upplýsingum borgarstjóra um hitaveitukostnað, þar sem fram kom að hitaveita kostaði ekki nema fjórðung af kyndingar- kostnaði með olíu. Spurði hann borgarstjóra hvort hann hefði frekari tölur um muninn á kyndi- kostnaði með hitaveitu og oliu. Birgir Isl. Gunnarsson svaraði þessu á þann veg, að ef reiknað væri í kílówattstundum, þá kostaði olían um 4.26 á kwst, en hitaveitan rúma 1 kr , þannig að hlutfallið væri um 24 á móti 100. Ef tekið væri sem dæmi 420 rúm- metra einbýlishús og reiknað með ákveðinni notkun á ári, þ.e. 40 þús. kw.st., þá mundi olíukynding kosta um 225 þúsund á ári, en hitaveita 59 þúsund á ári. Áf því mætti sjá hvílíkur geysisparnaður væri af hitaveitunni. Þarna sparaði hún borgarbúum og raunar landsmönnum öllum, því hér væri um mikinn sparnað á gjaldeyri að ræða. Þá svaraði borgarstjóri spurn- ingu Gunnars Péturssonar um það hvenær væri fyrirhugað að ljúka til fulls lagningu og frá- gangi EUiðavogs austan Eikju- vogs. Kvaðst borgarstjóri gera ráð fyrir að þar væri átt við akrein Dalbraut hverfur neðan Laugarásvegar — Laugardalur þar óskertur ÞAÐ KOM M.A. FRAM ER BORGARSTJÓRI SVARAÐI FJÖLDA SPURNINGA HVERFISBÚA í LANGHOLTS- OG LAUGARNESHVERFI númer tvö. Þarna væri nú aðeins ein akrein að mótum Reykjanes- brautar. Ekki væri enn búið að tímasetja þessa framkvæmd, og það eitt vitað að hún væri ekki á framkvæmdaáætlun næsta árs. Einnig spurði Gunnar Péturs- son hvort það væri ætlunin að þeir, sem búa upp af fínpússn- ingsgerðinni og sandsölunni, yrðu að þola stöðugt sandfok þaðan um alla framtíð, ef hreyfði vind. Borgarstjóri kvaðst hafa heyrt kvartað yfir þessu áður. Þetta væri nokkuð erfitt viðureignar, en sjálfsagt að kanna til þrautar hvort unnt væri að ganga þarna betur frá, svo sandur ryki ekki. En samkvæmt skipulagi væri ætlunin að öll sandlöndun í fram- tíðinni flyttist yfir að norðurhluta Grafarvogs, þar sem komin væri slík starfsemi að nokkru leyti. Pjétur Þ. Maack spurði hver bæri kostnað af því þegar flytja þyrfti stórt hitaveiturör og raf- magnskapal fyrir heilt hverfi. Spurningin væri í sambandi við safnaðarheimili Laugarnessókn- ar, sem fékk lóð milli Hofteigs 4 og Kringlumýrarbrautar. Sagði borgarstjóri það fasta reglu, að þegar flytja þyrfti slíka aðalæð til að rýma fyrir nýjum húsum, þá bæri viðkomandi borgarstofnun kostnaðinn. Borgarstjóri svaraði annarri spurningu frá Pjetri um það, hvort nokkuð hefði verið aðhafzt í byggingu reiðhjólastiga, sem var eitt af markmiðum „grænu bylt- ingarinnar" á sínum tíma. Sagðí hann, að allmikið hefði verið byggt af þessum göngu- og reið- hjólastigum í nýju hverfunum. Hefði verið gert mikið átak nú í sumar í Breiðholti I og Breiðholti III, en í eldri hverfum hefði, enn ekki verið hafizt handa um þetta. Lúðvík Guðmundsson spurði hve langur timi þyrfti að liða skv. reglugerðum borgarinnar frá því að flutt er í nýtt hús þar til lóð er frágengin, án þess að borgaryfir- völd skiptu sér af því. Borgarstjóri kvað erfitt að svara til hlítar. Þetta færi eftir því hvenær lóð var úthlutað. Nú reyndi borgin að setja mun strangari skilyrði um þetta en áður var. Það mundi vera nokkuð sammerkt með öllu þessu hverfi að ekki hefðu verið sett við út- hlutun ákveðin skilyrði um það hvenær menn þyrftu að hafa gengið frá lóðum sinum. Þvi væri ekki hægt að fylgja eftir með öðru en fortölum við viðkomandi íbúðareigendur. Þar sem keyrði úr hófi, eins og virtist af spurn- ingu Lúðvíks nr. 2, er hann spyrði hversu lengi nágrannar við Barðavog 17 þyrftu að bíða eftir að hið opinbera hefði afskipti af lóðinni, þá væri hægt að krefjast hreinsunar á slikum lóðum. Raunar væri það gert á hverju sumri. Léti viðkomandi sér ekki segjast, þá gæti borgin hreinsað á kostnað eiganda. Hins vegar gæti borgin ekki gert eiganda að ganga frá lóð sinni í endanlegt horf og hefði ekki heimild til að gera það á hans kostnað. 1 nýju hverfunum væri þetta breytt, því i úthlut- unarskilmálum væru mun strang- ari reglur. Kristin Úlafsdóttir spurði hve- nær og á hvern hátt borgarstjóri og borgarstjórnarmeirihlutinn hygðist ráða bót á dagvistunar- málum borgarinnar með tilliti til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.