Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 5 Hluti þingfulltrúa á landsþingi FÍB lagðar til vega á meðan vegi vantar I landinu. Bent er á að aðeins tvær vörutegundir flutt- ar til landsins séu- hærra skatt- lagðar en bifreiðar, þ.e. áfengi og tóbak. Þá bendir þingið á að Færeyingar veiti svipuðum fjárhæðum til vegamála, heil- brigðismála og menntamála. Loks ályktar landsþing FlB að skora á yfirvöld að gera stórt átak i vega- og leiðamerkingum. Þingið telur ótækt að ekki skuli einu sinni hægt fyrir ókunnuga að komast á milli stærstu bæjarhluta á þéttbýlustu svæð- um landsins með því að fylgja leiðarmerkjum. . Hreinar tekjur rikissjóðs af bifreiðaumferð landsmanna verða 7 milljarðar króna á næsta ári, samkvæmt því sem fram kemur i síðari ályktun þings FlB um skattamál. Þingið tekur fram að af allri notkun vega er greiddur tollur og söluskattur, sem fram kem- ur í sköttum á allar rekstrarvör- ur bifreiða, sem um veginn aka, og með núverandi fyrirkomu- lagi sé um raunverulega tvi- sköttun að ræða. Bent er á að réttlátt verði að telja að ekki verði reiknaður söluskattur af verki vinnuvéla við vegagerð né efni og að Ljósm. RAX. Megn óánægja FÍB-þings með vegi og skattlagningu Á LANDSÞINGI FlB, sem lauk á Hótel Esju á sunnudaginn, voru gerðar samþykktir um skatta- og vegamál og kemur ( þeim fram megn óánægja með hversu háa skatta bifreiðaeigendur verða að greiða til rfkisins. 1 ályktuninni um vegamál er vikið að þvf hve mjög tslendingar hafi dregizt aftur úr við gerð varanlegra vega og bent á að Færeyingar standa okkur mun framar I þessu efni. Þingheimur harmaði að dómsmálaráðherra skyldi á yfirstand- andi Alþingi endurflytja frumvarp til laga um breytingu á skráningu bifreiða algjörlega óbreytt frá slðasta þingi. 1 ályktun þings FlB um þetta mál kemur m.a. fram, að frumvarp þetta kallar samkvæmt frumathugun á um 600 milljón króna útgjöld við uppbyggingu á aðstöðu fyrir Bifreiðaeftirlit rfkisins. Kostnaður við ný númeraspjöld myndi auk þess vart kosta undir 100 milljónum króna á núgildandi verðlagi. TILLAGA UM VEGAMAL í tillögu Landsþings FÍB um vegamál segir i upphafi að FlB fagni þeim skilningi á gerð góðra vega, sem fram hafi komið á Alþingi í þingsálykt- unartillögu alþingismannanna Ölafs G. Einarssonar og Jóns Helgasonar. Auk greinargerðar þingmannanna nefnir þingið að hvergi í Evrópu þekkist þjóð- vegir í jafn lágum gæðaflokki og langflestir vegir á tslandi séu. Einn höfuðþátturinn í óhóflegum reksturs- og við- haldskostnaði bifreiða hér á landi sé hið lélega ástand vega- kerfisins. Á það er bent að sú þjóð sem okkur sé næst og komið hefur tslandi í bílferjusamband við aðrar þjóðir, Færeyingar, leggi hjá sér afar dýra vegi, brýr og jarðgöng. Dugnaður Færeyinga sé svo mikill að árið 1975 hafi þeir lagt sem svarar 1200 mm á hvern fbúa, en 1976 hafi afköst íslendinga i þessum efnum að- eins verið 48 mm á fbúa, eða 1/25 af afköstum Færeyinga. Heildarafköst Islendinga sið- ustu 15 ár hvað viðkemur veg- um með góðu slitlagi séu um 750 mm, eða sem næst 2/3 af ársgetu Færeyinga. Telur FÍB eðlilegt að allar tekjur rfkisins af bílum og rekstrarvörum þeirra verði Alyktanir UM SKATTAMÁL Landsþingið ítrekaði og átaldi harðlega þá skattheimtu, sem felst I innheimtu sölu- skatts af innflutningsgjaldi bensins, sem sé sérskattur á umferðina til fjáröflunar fyrir vegasjóð en ekki söluskatts- stofn fremur en þungaskattur af diesel-bifreiðum. Bendir fundurinn á að eðlilegast sé að söluskattstekjur af vegagjaldi renni til vegasjóðs. Landsþingið itrekaði áskorun sína til ríkisstjórnarinnar og Alþingis um að leiðrétta þá tvi- sköttun söluskatts, sem fram- kvæmd sé með innheimtu sölu- skatts á vátryggingaiðgjöld bif- reiða. Bent er á að tryggingaið- gjöld af skipum og flugvélum séu undanþegin söluskatti. slikar vélar verði fluttar inn tollfrjálsar, hliðstætt og sé um virkjanir. HARMAÐ AÐ UMFERÐARLAGA- FRUMVARP SÉ ENDURFLUTT ÖBREYTT Eins og gat um í upphafi harmaði landsþingið að dóms- málaráðherra skyldi endur- flytja frumvarp til laga um breytingu umferðarlaga varð- andi Bifreiðaeftirlit ríkisins og breytingu á skráningu bifreiða óbreytt frá fyrra þingi. 1 álykt- un þingsins segir m.a.: „Landsþing F.I.B. 1976 harmar að dómsmálaráðherra skuli endurflytja frumvarp til laga um breytingu umferðar- Framhald á bls. 47. Forvitnilegar tölur frá ársþingi FÍB: Olíumalarvegur til Akureyrar myndi kosta tæpa 3 milljarða A LANDSÞINGI FlB, sem lauk um helgina, komu fram ýmsar forvitnilegar, tölulegar upp- lýsingar. Þar kemur m.a. fram að þjóðvegir hér á landi eru alls 8485 km langir, en þar af eru taldir ökufærir 8284 km og sýsluvegir eru 3208 km. Meðalkostnaður við undir- byggingu 7 ‘A m breiðs vegar undir malbik eða steypu var á þessu ári áætlaður af Vega- málaskrifstofunni um 35 milljónir króna hver km. Olíu- möl sem yfirborðsslitlag á veginn milli Reykjavikur og Akureyrar myndi kosta um 572 kr/m2, efni og vinna. Heildar- kostnaður við slíkan veg til Akureyrar yrði þvi tæpir þrír milljarðar, eða 2.925.000.000 krónur og yrði sá vegur 6.5 m á breidd. Skipting bensínverðs er þannig að innkaupsverð sif er 29.86%, rikissjóður (tollur, veggjald, landsútsvar, sölu- skattur) 56,85%, verðjöfunar- gjald 1.70%, álagning, uppskip- un, dreifing, kostnaður og fleira 11.59%. Áætluð heildar- sala bensíns árið 1977 er 100 milljón litrar. Rikið fær I sölu- skatt af 100 millj. lltrum af benslni 1.267.000.000 eða 12.67 krónur af hverjum litra. Tekjur ríkissjóðs af reksturs- kostnaði bifreiða samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 1977 er sem hér segir: Innflutnings- gjald af bensíni 2260 milljónir, gúmmlgjald 81 milljón, inn- flutningsgjald af bifreiðum 1500 milljónir, bifreiðaskattur 780 milljónir, skoðunargjald 21 milljón skrásetningargjald 35 milljónir. A landsþingi FlB var lagður fram verðútreikningur vegna kaupa á VW 1200 L. Þar kemur fram að verð þess konar bif- reiðar er 410.387.00 krónur I innkaupum frá V-Þýzkalandi. Ut úr verzlun hér á landi myndi þessi bifreið kosta tæplega VA milljón króna. Samkvæmt út- reikningum FlB myndu beinar tekjur rikissjóðs af þessari bif- reið nema tæplega 844 þúsund krónum. Bensínlítrinn hér á landi kostar nú 76 krónur en I nokkr- um þremur nágrannalöndunum kostar hann sem hér segir: Danmörk 72.94 kr. Noregur 77.12 kr. Svíþjóð 71.86 kr. Meðaltímakaup verkamanna i sömu löndum er sem hér segir: Danmörk 803,75 kr Noregur 825.01 kr Svfþjóð 1122.75 kr tsland 392.50 kr. Ef verkamaður ekur 500 km I sínu heimalandi er hann á Islandi 9.38 klst. að vinna fyrir bensíni á bifreið sem eyðir 10 lltrum af benslnu á 4Ö0 km; 4.5 klst. i Danmörku; 4.37 klst. I Noregi og 3.15 klst. i Svlþjóð. ATLAS — OG SÓLUÐ stærðum — Hagstætt verð Nýir amerískir snjóhjólbarðar með hvítum hringjum—Gott verð SMIÐJUVEGI 32—34 SÍMAR 4-39-88 & 4-48-80 ATH. Hjólbarðaþjónustan opin kl. 8 — 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.