Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER 1976 21 hins geigvænlega ástand, en það tæki eitt ár að koma barni í leik- skóla i Langholtshverfi. Því svaraði borgarstjóri á eftirfarandi hátt: Við reyndum fyrir nokkrum árum að setja okkur það mark að byggja einn nýjan leikskóla, eitt nýtt dagheimili og eitt skóladag- heimili á hverju ári og um tíma tókst að standa við það. Ur þessu dró á okkar erfiðleikatímum, þannig að á síðustu árum hefur okkur ekki tekizt að standa við þetta, en nú vonast ég til þess að við getum aftur tekið til þar sem frá var horfið. Tveir leikskólar eru í byggingu sem hefja göngu sína fyrri hluta næsta árs og eitt dagheimili i undirbúningi. Að vísu er ekki á dagskrá að byggja leikskóla eða dagheimili i þessu hverfi á næstu árum. Hins vegar hefur okkur miðað allmikið áfram í þessum málum á siðustu árum. Eg minnist þess að um 1965, að ég held, áttu 14% af börnum á forskólaaldri kost á dagvistun á slíkum stofnunum. En í ársbyrjun 1974 voru börnin á forskólaaldri, sem áttu kost á dag- vistun, orðin 24% og nú er þessi tala komin upp í 30%. Okkur hef- ur tekist að mjaka þessu upp, þannig að um 'A barna á forskóla- aldri á kost á vistun í dagvistunar- stofnunum borgarinnar, Sumar- gjafar eða þeirra aðila, sem reka slík heimili með styrk frá borg- inni. Herdís Kristjánsdóttir spurði um viðhorf borgarstjóra til hliðar- gatna og botnlanga, sem liggja að bakhúsum í hverfinu. Töluvert væri af þessum götum t.d. við Barðavog, Skipasund, Langholts- veg og Laugarás. Götur þessar væru allar ófrágengnar eða ómal- bikaðar. Borgarstjóri kvað þessa botnlanga yfirleitt tilheyra lóðum viðkomandi húsa, þannig að gert væri ráð fyrir því að þeir væru frágengnir af íbúðareigendum, sem eiga aðliggjandi hús, enda væru þeir yfirleitt inni á einka- lóðum. Arnar Ingólfsson spurði hvort almenningur gæti fengið aðstöðu til að trimma í Laugardal, þannig að þeir fengju aðgang að búnings- klefum og sturtum. Borgarstjóri taldi að erfitt gæti reynzt að veita slíka aðstöðu á iþróttavellinum eða í íþróttahúsinu, því til þess þyrfti mannskap og gæzlu. Hins vegar hefði hann orðið var við að allmargir, sem sæktu sundlaug- arnar í Laugardal, færu' að trimma í Laugardalnum og not- uðu búnings- og baðaðstöðu þar. Þar væri því sú miðstöð, sem Arnar spyrði um. Sigríður Sigurðardóttir spurði hvenær yrði gert við svæðið bak við Bæjarleiðastöðina við Lang- holtsveg, sem markast af Dreka- vogi, Njörvasundi og Sigluvogi. Borgarstjóri svaraði: Skv. skipulagi á svæðið á bak við ný- bygginguna, sem er að rísa við Bæjarleiðastöðina, að vera leik- völlur. Ekki er búið að tímasetja þá framkvæmd. Ég skal láta kanna það sérstaklega hvort unnt er að hraða því með tilliti til þess- arar spurningar og áhuga, sem ég hefi orðið var við hjá íbúum þessa hverfis um að koma þessu í lag. Þá spurði Árni Bergur Eiríks- son hvenær gengið yrði frá svæð- inu fyrir neðan Barðavog og Eikjuvog, frá Elliðaám að Klepps- vegi. Um þetta auða svæði milli Elliðavogs og húsaraðarinnar, sem næst er götunni, kvaðst borgarstjóri telja óhætt að full- yrða að þetta verkefni yrði á framkvæmdaáætlun næsta árs og yrði reynt að Ijúka því á árinu. Spurt var um Holtaveg, hvort borgarstjórn hefði hugsað sér að leggja hraðbraut gegnum hluta Laugardals. Sagði borgarstjóri að Holtavegur i núverandi mynd ætti að hverfa þar sem hann ligg- ur frá Suðurlandsbraut að Lang- holtsvegi. Hins vegar væri gert ráð fyrir því i aðalskipulagi að nýr Holtavegur yrði lagður nokkru austar og kæmi þá til með að liggja nokkurn veginn frá mót- um Grensásvegar og tengjast nú- verandi Holtavegi nálægt Sunnu- vegi. Öráðið væri hvenær það yrði. Gantli Holtavegurinn yrði lokaður í vetur og e.t.v. fyrir fullt og allt. Hvað varðaði hraðbraut gegnum hluta Laugardals kvaðst borgarstjóri reikna með að þar væri átt við að Dalbrautin ætti að framlengjast fyrir neðan byggð- ina við Laugarásveg, eins og nú- gildandi aðalskipulag gerði ráð fyrir, en hann kvað óhætt að full- yrða að þessi gata hyrfi, skv. þvi aðalskipulagi sem samþykkt verður i vetur. Er því reiknað með að dalurinn verði óskertur að þessu leyti. Stefán Jónsson spurði um Reykjanesbrautina fyrirhuguðu frá Breiðholti til Hafnarfjarðar og hvenær hún yrði komin í gagn- ið. Borgarstjóri kvaðst ekki geta svarað því, þar sem þessi vegur teldist til þjóðvega og Vegagerð ríkisins ætti að leggja hann. Hann hefði hins vegar ímyndað sér að ekki yrði byrjað á þeim vegi fyrr en búið væri að ganga endanlega frá Hafnarfjarðarveginum, sem kominn er i tveimur akreinum suður fyrir Arnarnesið. En þar sem ýmsar blikur væru nú á lofti, eins og sézt hefði i blöðum, og Garðbæingar vildu ekki að braut- in færi lengra, þá væri ekki séð hvort það yrði til þess að hætt yrði við framlengingu vegarins þar og tekið í staðinn til við Reykjanesbrautina. Um það kvaðst borgarstjóri ekki geta sagt, en Garðbæingar hefðu mikinn áhuga á að sú yrði fram- kvæmdaröðin. Ölafur H. Ölafsson spurði hvers vegna bridgefélög borgarinnar nytu aðeins litils brots af þeirri fjárhagsaðstöðu, sem Taflfélag Reykjavikur nyti. Hvort borgar- stjóri teldi einhvern reginmun á þessum tveimur hugíþróttum. Kvað borgarstjóri erfitt að svara nákvæmlega hvað lægi að baki i hugum borgarfulltrúa, þeg- ar þeir hafa metið þetta. Rétt væri að skákíþróttin nyti mun meiri stuðnings en bridgeiþróttin. Oft hefði verið deildumál í borg- arstjórn hvort styrkja ætti bridge- íþróttina, en meirihluti borgar- fulltrúa talið að það ætti að gera. Ástæðan fyrir því að Taflfélag Reykjavíkur hefur fengið mikla aukningu á sínum styrkjum á undanförnum árum, væri hið mikla unglingastarf, sem það rek- ur og hefur sýnt fram á. Taflfélag Reykjavíkur hefur mjög um- fengsmikla unglingastarfsemi í félagsheimili sínu við Grensásveg og talið væri rétt að styrkja þá starfsemi. Ef Bridgefélag Reykja- víkur gæti t.d. sýnt fram á að það væri með slíka starfsemi til þess að stuðla að hollum tómstundum fyrir börn og unglinga, þá yrði það metið. Örn Þór Karlsson sagði: Um leið og fagna ber byggi/igarfram- kvæmdum á óbyggða svæðinu milli Sigtúns og Suðurlandsbraut- ar, vildi ég spyrja hvort ekki væri mögulegt að gera göngustíg og lýsingu frá gatnamótum Gullteigs að mótum Hallarmúla. Leið þessi er mikið notuð, bæði vegna lokun- ar akstursleiða hverfisins og góðra strætisvagnaleiða frá Hall- armúlabiðstöð. Kvaðst borgar- stjóri skyldu kanna þetta. Göngu- stígur væri ekki þarna á skipulagi og lóðum hefði e.t.v. verið úthlut- að þarna eða vilyrði gefin fyrir þeim. Sigmundur K. Ríkharðsson spurðist fyrir um rannsókn á neð- anjarðar vatnsbólakerfi í fólk- vanginum í Bláfjöllum. Meðan grunur léki á að það tegndist vatnskerfi borgarinnar, hefðu skálabyggingar verið bannaðar nema með óaðgengilegum skilyrð- um. Borgarstjóri sagði að meðan taldar væru meiri líkur á að sam- band væri milli vatnssvæðanna neðanjarðar og vatnsbóla yrði að gæta ítrustu varkárni. Endanleg- ar niðurstöður lægju ekki fyrir og yrði því enn um sinn að fara með fyllstu gát. Sigmar Pétursson spurði hvar Laugarnesbúar ættu að kaupa mjólkina eftir 1. feb. Borgarstjóri sagði að heilbrigðismálaráð borg- arinnar og borgarlæknir hefðu tekið þetta mál til meðferðar. Ekki lægi alveg fyrir ennþá hvaða verzlanir mundu taka mjólk til sölu. Ef hinsvegar kæmi í ljós að einhverjir stórir hverfishlutar yrðu útundan 1. febrúar, þá yrði reynt með einhverjiím ráðum, annaðhvort með fortölum við Mjólkursamsöluna eða einstaka kaupmenn, að bæta þar úr, svo heil hverfi yrðu ekki útundan. Endanlegar upplýsingar væru ekki fyrir hendi og því væri ekki á þessu stigi hægt að svara spurn- ingunni nákvæmlega. Þórunn Marteinsdóttir spurði hvort ekki væri hægt að breyta strætisvagnaferðum í Laugarnes- hverfi þannig að vagnarnir færu ekki allir á sama tima. Borgar- stjóri sagði það koma fram í fyrir- spurninni að vagnarnir kæmu mjög ört og siðan of miklar biðir á milli. En erfitt kynni að vera að breyta þessu á einstökum stöðum vegna þess að kerfið væri allt hannað eða byggt upp sem ein heild. Vagnarnir sem þarna ganga þjóna fleiri hverfum og farþegar þyrftu að fara úr og skipta um vagna á svokölluðum skipistöðv- um. Reynt hefði verið eftir beztu fáanlegum upplýsingum að hafa kerfið eins sveigjanlegt og hægt er. Einstök könnun hefði verið gerð fyrir nokkru og niðurstöður af henni myndu koma til með að liggja fyrir siðar í vetur. Hún hefði m.a. verið gerð til þess að athuga hvort hægt væri að breyta kerfinu og gera það meira aðlað- andi, sníða af agnúa, sem víða eru í borginni, en erfitt hefur reynzt að bæta úr vegna þess að á allt kerfið yrði að líta sem eina heild. Ef verið væri að lagfæra fyrir íbúa á afmörkuðu svæði, kynni það að hafa enn verri afleiðingar fyrir íbúa á öðru svæði. En borg- arstjóri kvaðst vona að upplýsing- ar þær, sem fengjust með könn- uninni, yrðu til þess að hægt yrði að breyta kerfinu og gera það meira aðlaðandi. Kristín Bjarnadóttir spurði hvað væri fyrirhugað að gera við sæðið, sem liggur vestan við Laugarnesveg frá afurðadeild SlS að Laugarnesi. Hún vildi síður vita af háum blokkum þar. Sagði borgarstjóri að skv. skipulagi og áætlun um umhverfi og útivist frá 1974 ætti ekki að byggja á Laugarnessvæðinu. Væri gert ráð fyrir auðu og opnu svæði þarna og þyrfti að gera svæðið aðlaðandi i náinni framtíð. M.a. hefði verið talað um lítinn golfvöll þarna, æf- ingavöll með nokkrum holum, svo borgarbúar gætu notið þessarar íþróttar i hjarta borgarinnar. Yrði væntanlega leitað samstarfs við Golfblúbb Reykjavíkur um skipulag á svæðinu. Öhætt mundi að fullyrða að þar kæmu ekki háar blokkir. Bergur Kristinsson spurði hvort mögulegt yrði að setja ein- stefnuakstur á Bugðulæk. Gatan væri þröng og ekki hægt að mæt- ast, ef bifreiðum væri lagt beggja vegna götunnar. Borgarstjóri kvaðst mundu kanna málið og biðja umferðarnefnd að athuga hvort grundvöllur væri fyrir ein- stefnuakstri þarna. Þá svaraði borgarstjóri annarri spurningu Bergs um það hvenær og hvernig yrði gengið frá hliðar- svæðum við neðanverðan Leiru- læk. Kvað borgarstjóri áform um að ljúka sem allra fyrst skv. áætl- un um umhverfi og útivist og láta hafa forgang frágang á auðum og óbyggðum svæðum, sem eru á eða innan um íbúðahverfin. Mikið hefði verið unnið að því í þessu hverfi i sumar, við Sundin og við Dalbraut og raunar viðar. Kvaðst hann vonast til að hægt yrði að ljúka á næsta eða a.m.k. þar næsta ári við auðu svæðin, sem víðs vegar eru í hverfinu og ekki sérstaklega ætluð til annars en vera auð og óbyggð. Haraldur Sigmundsson, sem býr á Kleppsvegi 34, sagði óánægju með að bifreiðum væri lagt upp að húsinu. M.a. lokaði það göngu frá útidyrum, sjúkra- bifreiðum og slökkvibifreiðum stafaði hætta af og vatnselgur og krap mæddi á bifreiðum. Einu sinni hefði verið talað um bila- stæði á auðu svæði fyrir sunnan Kleppsveg 40—44 með innakstri milli blokkanna, en verið horfið frá því. Einnig kvartaði hann undan hávaða af umferð þarna og spurðu hvenær aðrar tvær akrein- ar kæmu norðan Kleppsvegar, til viðbótar við þær akreinar, sem gerðar voru í fyrra og í ár. Borgarstjóri kvaðst reikna með að í nokkur ár mundi látin duga önnur akreinin, sem komin er, og ekki hægt að tímasetja hina ak- reinina. Um bílastæðin kvaðst hann mundu kanna nánar. Ein- hvern tíma hefði verið rætt um að setja bílastæði við Kleppsveg 40—44, einhver hluti íbúanna hefði óskað eftir að reisa þar bíl- skúra, sem ekki hefði verið heim- ilað. Taldi hann að enn væru þær hugmyndir uppi, sem hann mundi kanna Jóhann Magnússon spurði hve- nær lokið yrði frágangi Dalbraut- ar, þ.e. þeim hluta sem liggur að húsum við fiporðagrunn. Borgar- stjóri vísaði í fyrra svar um að verið væri að reyna að ljúka frá- gangi á auðum svæðum. Bygging- arframkvæmdir við Ualbraut og umrót af þeim kynni að valda þvi að eitthvað drægist að ganga frá svæðum, sem lægju allra næst þeim. Kvaðst hann vonast til að þessi svæði yrðu tekin fyrir fljót- lega. Carl Eiríksson spurði hvort borgarstjóri vildi beita sér fyrir því að borgarbúar fengju notið notið sjálfsagðs réttar við að fá i hendur afrit af öllum gögnum, sem um hann eða fjölskyldu hans fjalla og kynnu að vera geymd í fórum opinberra aðila, s.s. í fé- lagsstofnun eða barnaverndar- nefnd. Borgarstjóri kvað það sjálfsagð- an rétt hvers og eins að fá að vita um þau gögn, sem lægju til grund- vallar hans málum. Hins vegar væri barnaverndarnefnd lögum samkvæmt mjög sjálfstæður aðili í stjórnkerfinu. Hún hefði mjög mikið vald og samkvæmt lögum heyrði hún ekki beint undir borgarstjórn. Málskot frá barna- verndarnefnd ættu að ganga til barnaverndarráðs, stofnunar sem ríkið annaðist. Þannig að vald borgarstjóra og borgarfulltrúa væri aðeins fólgið í fortölum og áhrifum á þessa aðila. Kvaðst borgarstjóri gera sér fulla grein fyrir, að oft er þar um erfið og viðkvæm persónuleg mál að ræða. Hann kvaðst vita að fólk það, sem í barnaverndarnefnd væri, reyndi að vinna sín störf af beztu sam- vizku. Jóhannes Guðmundsson spurði hvenær ráðgert væri að ganga endanlega frá lóð Laugalækjar- skóla. Því svaraði borgarstjóri á þann veg, að gert væri ráð fyrir útbyggingu við skólann og þá mið- að við að hann yrði fjölbrauta- skóli. Ekki væri enn alveg ljóst hvaða námsbrautir yrðu starf- ræktar í skólanum og þvi ekki farið að vinna við lokaáfanga byggingarinnar. Af þeim sökum hefði ekki verið gengið frá leik- svæði lóðari-nnar, en hætta á að þar yrði um tvíverknað að ræða. Yrði það væntanlega ekki gert fyrr en viðbygging verður ákveð- in. Hins vegar kynni að vera hægt að gera einhverjar lagfæringar á lóðinni, sem ekki myndi þá hafa of mikil áhrif á væntanlega við- byggingu. Ekki væri þó gert ráð fyrir því í drögum af fjárhags- áætlun næsta árs, sem nú liggja fyrir. Ekki lágu fleiri spurningar fyr- ir og að lokum sagði Birgir lsl. Gunnarsson, borgarstjóri: C.óðir fundarmenn, ég vil að- eins þakka ykkur komuna á þenn- an fund. Hér hafa komið frani margar fyrirspurnir og ábending- ar, sem ég hef reynt að svara eftir beztu getu. Margt af því sem hér kemur fram, þarfnast frekari at- hugunar við. Ég þakka ykkur fyr- ir þátttökuna í þessum fundi. Það sem hefur komið fram er mér til leiðbeiningar i mínu starfi. Eg hygg að gott samband íbúa í hinum einstöku hverfum við borgarstjóra og borgarstjórn sé mjög mikilvægt til þess að starf okkar skili þeim árangri sem til er ætlazt og við viljum stefna að. Hildur Jónsdóttir ber fram fyrirspurn til borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.