Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri: Frá borgarstjórn Ný rannsókn á mengun sjáv- ar við höfuðborgarsvæðið HOLRÆSAMÁL Reykjavíkur urðu tilefni umræðna á borgar- stjórnarfundi 21. október. Sigur- jón Pétursson bar fram fyrir- spurn sem hljóðaði: Á árinu 1973 var unnin á vegum gatnamálastjóra ítarleg greinar- gerð um holræsamál í Reykjavfk, sem miðaði að þvf að draga úr mengun við strendur borgar- landsins og sameina hinar mörgu útrásir. Spurði Sigurjón síðan: 1. Hefur þessi áætlun verið rædd við þau nágrannasveitar- félög sem málið varðar? 2. Er höfð hliðsjón að þessari áætlun við: a. Gatnagerð með ströndinni? b. Skipulagi nýrra bygginga- svæða? c. Áætlanir um holræsa- framkvæmdir f nýju skipulagi? 3. Hvenær má vænta að umrædd áætlun verði tekin til afgreiðslu f borgarstjórn. Borgarstjóri Birgir tsleifur Gunnarsson (S) svaraði og sagði að Reykjavíkurborg hefði haft frumkvæði að stofnun nefndar til samstarfs og f henni ættu sæti fulltrúar nágranna- sveitarfélaganna frá Hafnarfirði upp í Mosfellssveit. A fundum nefndarinnar náðist samstaða um meðferð tillögu borgarlæknis og heilbirgðismálaráðs um stefnu- mörkun hvað snertir hreinleika sjávar við strendur og voga vegna holræsaútrása á höfuðborgar- svæðinu. Við gatnagerð með ströndinni, skipulag nýrra byggingarsvæða og við áætlanir um holræsaframkvæmdir í nýju skipulagi hefur ávallt verið höfð hliðsjón af þessari áætlun. T.a.m. var við skipulagningu Eiðis- grandahverfis gert ráð fyrir tengiræsi milli Eiðisgranda og Skerjafjarðar. Við lagningu Sætúns hefur verið gert ráð fyrir safnræsi utan við þá akbraut sem nú er gerð. I Sundahöfn hefur verið lagður hluti af aðalræsi og skipulagningu hagað f samræmi við það. Við skipulagningu iðnaðarhverfis við Elliðavog hefur verið höfð hliðsjón af þvf að eftir er að leggja aðalholræsi yfir svæðið og við áætlanir um holræsaframkvæmdir á svæðinu hefur verið miðað við væntanlegt aðalholræsi. Mörg fleiri dæmi mætti nefna. Tillaga að stefnumörkun um hreinleika sjávar við strendur og voga vegna holræsaútrása á höfuðborgarsvæðinu. 1. Áður en skolp er leitt til sjávar skal for- hreinsa það f hreinsistöð. 2. Innan við 100 m fjarlægð frá strönd skal coligerlafjöldi í yfirborði hvergi vera meiri að jafnaði en 1000 pr. 100 ml ( B-flokkur). 3. Á bað- strönd eða þar sem skipulögð úti- vistarsvæði eru við fjörur eða þar sem matvælaiðnaður er í grennd skal coligerlafjöldi í sjó í 100 m fjarlægð frá strönd vera að jafn- aði minni en 100 pr. 100 ml (A- flokkur.) 4. Áður en staðsetning holræsaútrása er endanlega ákveðin skal framkvæma líffræði- lega rannsókn á botnsvæði, eftir því sem nauðsynlegt verður talið, umhverfis þá staði er til greina koma fyrir dreifistúta á útrásar- endum. Hafa skal hliðsjón af niðurstöðum slfkra rannsókna við ákvörðun á útrásarstað. Nú hefur nefndin ákveðið að endurtaka þær rannsóknir sem Iso- topcentralen gerði 1970 um- hverfis höfuðborgina til að fá samanburð við núverandi ástand. Samið hefur verið við Líffræðis- stofnun Háskólans, Hafrann- Niðurstöður munu liggja fyrir í vetur sóknastofnunina, Rannsókna- stofnun Háskólans og Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins um að þær tækju að sér þessar rannsóknir f Skerjafirði til að byrja með. Megintilgangur rannsóknanna er að afla þeirrar þekkingar sem teljast verður nauðsynleg við hönnun frárennsliskerfisins og kanna einnig hvort ódýrari lausnir kunni að vera mögulegar með sama árangri. Rannsóknir hófust í júní 1975 f Skerjafirði og lauk í apríl. Lokaskýrsla mun liggja fyrir í vetur. Reykjavfkur- borg greiddi 70% kostnaðarins en heildarkostnaður er nú orðinn 5.4 milljónir. Sigurjón Pétursson (Abl) þakkaði borgarstjóra svörin. Sagðist hann vilja vekja athygli á því að nú væri nauðsyn fyrir borgina að marka einhverja eina stefnu sem svo yrði unnið að þannig að tillit yrði tekið til þessa við verklegar framkvæmdir. Elfn Pálmadóttir (S) lét í ljós ánægju sína með að þetta mál væri komið f umræðu. Sagði hún að ekki væri hægt að rekja þessi mál til fyrri athugana sem gerðar hefðu verið þvf ,,mengun“ væri svo fljót að breytast. Menn hefðu lengi talið að hreinsistöðvarnar væru lausn- in en ekki útþynning úrgangs- efna. Vakti Elín athygli á því að hreinsistöðvar væru ekki bara til að hreinsa úr olíu eða þ.h. efni. I skolpi væri að finna t.d. ýmis lff- ræn efnasambönd. Elfn varaði við að ruglað væri saman tveim leiðum. Ef svo kynni að fara að skipt yrði á miðri leið yrði að hefja rannsóknir að nýju. Elfn sagði að hér lægi fyrir gífurlegt verkefni. Fjármögnun yrði án efa erfið. Þvf væri spurningin sem menn gætu velt fyrir sér hvort fórnandi væri einhverjum auka- skatti til að fá verulega drift f þetta verk. Það mál yrðu borgar- fulltrúar að hugleiða vel. Páll Gfslason (S) sagði að menn hug- leiddu kannski ekki holræsamál alvarlega heima f stofu en málin væru feimnismál meðal manna. Hann sagði að mikið hefði verið rætt um að hreinsistöðvar yrðu æskilegastar, en hér værum við staðsett þar sem straumar væru miklir og því mætti segja að mögulegar tillögur væru í raun þrjár. Sagði Páll að þetta yrðu dýrar framkvæmdir og að gera þyrfti langtfmaáætlanir sem vinna ætti eftir. Nauðsynlegast yrði að hreinsa Elliðaárvoginn. Borgarstjóri Birgir lsleifur Gunnarsson tók aftur til máls og sagði að svokölluð lausn sex hefði helst komið til greina eða þ.e.a.s. þrjár meginútrásir. Þær rann- sóknir sem nú standa yfir eiga m.a. að svara hvort unnt verði að leysa málin á ódýrari hátt. Kristján Benediktsson (F) sagði að engin von væri til að sveitar- félög gætu leyst þessi mál í hvelli. Ein allra brýnasta framkvæmdin væri að koma áfram ræsi í Elliða- árvogi. Þá sagði Kristján að for- senda þess að halda Elliðaánum hreinum væri að ganga endanlega frá ræsum frá sumarbústöðum umhverfis Elliðavatn. Fossvogs- Birgir tsl. Gunnarsson. ræsið sagði Kristján hafa sýnt þýðingu sína nú þegar. Einn væri þó galli þess og það væri að ræsið næði ekki nógu langt út. Þá tók hann undir orð Páls Gíslasonar um að þetta væri feimnismál fyrir Reykjavíkkurborg hvernig þessum málum væri háttað. Páll Gfslason (S) sagðist vilja geta þess að hætta á eitrun umhverfis matvælaframleiðslu sem oft væri stundum nálægt sjó væri ekki eins mikil og f suðlægari löndum. Hér sæi kuldinn og hafstraumar um það. Hins vegar væri mönnum ljóst að nú væri þegar nokkur hætta fyrir hendi. I lok máls sfns sagði Páll að æskilegt væri að ákveðinn hluti af fjárlögum Reykjavíkurborgar næstu árin yrði látinn renna f holræsafram- kvæmdir. Ragnar Júlíusson: Útgerðarráð telur æski- legt að kaupa annað togskip — þegar Þormóður goði hefur lokið hlutverki sínu Kristján Benediktsson (F) borgarfulltrúi gerði fyrirspurnir varðandi rekstur og annað f sam- bandi við Bæjarútgerð Reykjavík- ur á sfðasta borgarstjórnarfundi. Fyrri spurningin hljóðaði þannig: 1. Hvenær má gera ráð fyrir að lokið verði við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á Bakka- skemmu þannig að hægt verði að flytja löndun úr togurum BUR f Vesturhöfnina? Formaður Ut- gerðarráðs, Ragnar Júlfusson (S), svaraði og sagði að snemma á þessu ári hefði verið gerð teikn- ing af kaldri fiskmóttöku í rúm- lega hálfri Bakkaskemmu. Þegar teikningar og fjárhagsáætlun lá fyrir var haft samband við sjávar- útvegsráðherra, Fiskveiðasjóð, Framkvæmdasjóð og bankastjóra Landsbankans en hann er aðalvið- skiptabanki BUR. Alls staðar fékk málið jákvæðar undirtektir. Sfðla í september barst svo BUR bréf frá hafnarstjóra þar sem greint er frá að hafnarstjórn muni strax og fjármagn er fyrir hendi sjá til þess, að Bakka- skemma verði rýmd. Að vísu mun fjárveiting úr Fiskveiðasjóði ekki koma til á þessu ári en Bæjarút- gerðin treystir og veit reyndar að Landsbanki Islands muni fjár- magna Bakkaskemmufram- kvæmdir þar til fé úr Fiskveiða- sjóði kemur til útborgunar. Þetta mun þó skýrast næstu daga er það verður lagt fyrir borgarráð. Fyrstu framkvæmdir við skemm- una verða þó í höndum hafnar- stjórnar, þ.e. að setja loft f skemmuna. En síðari hluta fram- kvæmda sem talið er að muni taka Frá borgarstjórn Ragnar Júlfusson um þrjá mánuði að ljúka mun BUR sjá um, þetta er þó háð því að ekki verði tafir á afgreiðslu tækja. Síðari spurning Kristjáns vár hvort einhverjar breytingar væru fyrirhugaðar á rekstri togara BUR. Þá kom fram í svari Ragn- ars Júlfussonar að togaraeign BUR er nú þrfr stórir skuttogar- ar, Bjarni Benediktsson, Snorri Sturluson og Ingólfur Arnarsson. Þá er einn lítill togari, Hjörleifur, og svo annar af tveimur sfðutog- urum sem enn er rekinn hérlend- is, Þormóður goði. I sambandi við skuttogarana er það að segja, að allur fiskur mun verða ísaður f fiskkassa um borð f veiðiskipun- um og munu togararnir hér eftir sem hingað til afla hráefnis fyrir fiskverkunarstöðvar BUR. — Notkun á svartolíu hefur ekki enn verið ákveðin en ákvörðun mun verða tekin að lokinni svart- olfu-ráðstefnu sem sjávarútvegs- ráðuneytið heldur 13. nóv. Varð- andi Þormóð goða er það að segja að á næstu vikum verður að taka ákvörðun um hvort hann verður gerður út áfram sem sfðutogari. Nú þegar er mjög erfitt að manna hann og því verður senn að taka ákvörðun um hvort selja eigi skip- ið f núverandi ástandi sem er þokkalegt. Þá væri hægt að selja skipið í brotajárn fyrir 10 milljón- ir en ýmis kostnaður vegna þess yrði um 5 milljónir svo lítið yrði upp úr því að hafa. Ennfremur væri möguleiki á að breyta skip- inu f nótaskip eða búa skipið til veiða á úthafsrækju. Utgerðarráð samþykkti síðan að fela fram- kvæmdastjórum BUR að annast könnum sem 'myndi leiða f ljós hver væri besti valkosturinn. Ráð- ið telur ennfremur æskilegt að stefnt verði að kaupum á öðru togskipi þegar Þormóður goði hef- ur lokið núverandi hlutverki sfnu. Kristján Benediktsson þakkaði Ragnari Júlfussyni svör- in og sagði að ljóst virtist að tog- araútgerð frá Reykjavík væri erf- iðleikum bundin. Kristján sagðist svartsýnn á að framkvæmdir varðandi Bakkaskemmu stæðust. Almenn skoðun væri að endur- bæta þyrfti fiskmóttökuna og þá væri fyrsta skrefið að flytja lönd- un f vesturhöfnina, með fisk- vinnslu f Bakkaskemmu. Sagði hann síðan að Hafskip hf hefði haft um hríð geymslu í Bakka- skemmu og hefði hvað eftir annað sótt um lóð. Fyrir nokkru hefði fyrirtækið fengið vilyrði fyrir lóð við Sundahöfn sem sfðan hefði verið rifin af þvf og afhent Eim- skip. Sfðan hefði Hafskip fengið lóð við Sundahöfn á uppfyllingu sem reyndar væri enn langt úti í sjó. Nú liti þvf út fyrir að reka þyrfti Hafskip í sjóinn. Ölafur B. Thors, formaöur hafnarstjórnar (S), svaraði að það hefðu verið eigin aðstæður Hafskips hf sem leiddu til þess að Eimskip fékk lóðina umræddu í Sundahöfn. Sagðist Ólafur vilja mótmæla því mjög kröftuglega að það væri stefna borgaryfirvalda að reka Hafskip í sjóinn. Þá sagðist hann vilja mótmæla því sem fram væri haldið að lóð sem Hafskip hefði átt að fá hefði beinlínis verið rifin af því og afhent Eimskip. Hann sagði að mál Hafskips ætti ekki að ræða á kostnað Eimskips. Menn gætu augljóslega séð að góðir samningar hefðu náðst við Skipa- deild Sambandsins og hann sæi ekki hvers vegna góðir samningar ættu ekki að nást við Hafskip. Ólafur fullyrti að hafnaryfirvöld vildu leysa vandann sem nú væri fyrir hendi og sagði að mál Haf- skips hf. yrðu leyst svo fljótt sem verða mætti. Kristján Benedikts- son sagði sýnt, að nú stæði málið fast nema með einhverjum afar- kostum. Hann sagðist ekki vera að fjandskapast út f Eimskip en hann legði áherslu á að vandamál Hafskips yrðu leyst sem fyrst. Ól- afur B. Thors sagði að eðlilegast hefði verið og best ef Reykjavík- urhöfn hefði sjálf byggt skemmur á hafnarbökkum og síðan leigt út, en fjárhagurinn væri nú ekki svo sterkur að slíkur möguleiki væri fyrir hendi. Nú síðustu ár hefði höfnin aðeins getað úthlutað lóðum. Eimskip hefði byggt á þeim tfmum sem Hafskip hefði ekki getað það og þvf væri þróun- in orðin sem raun bæri vitni. Og þegar Kr. Benediktsson segir að við hefðum átt að gera ráðstafanir f tfma vil ég segja það eitt, að fjármagn var ekki fyrir hendi, því var þelta getuleysi en ekki vilja- leysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.