Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÖVEMBER 1976
19
Byggðafulltrú-
ar V esturlands
í Munaðarnesi
kvæmdastofnun ríkisins. Bjarni
Einarss, framkvæmdastjóri
byggðadeildar Framkvæmda-
stofnunarinnar, mun flytja erindi
um byggðaáætlun Vesturlands og
Baldur Kristjánsson félagsfræð-
ingur um landbúnaðaráætlanir.
Friðþjón Þórðarson alþingismað-
ur, formaður raforkunefndar
Vesturlands flytur erindi um raf-
orkumál á Vesturlandi. Formaður
samtaka sveitarfélaga í Vestur-
landskjördæmi er Húnbogi Þor-
steinsson frá Borgarnesi og fram-
kvæmdastjóri er Guðjón Ingvi
Stefánsson.
AÐALFUNDUR Samtaka sveitar-
félaga i Vesturlandskjördæmi
verður haldinn dagana 5.—6. nóv.
n.k. i Munaðarnesi. Til fundarins
eru boðaðir 50—60 fulltrúar frá
39 sveitarfélögum á Vesturlandi
auk gesta. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa verða aðalmál
fundarins samgöngumál, áætlana-
gerð og raforkumál. Halldór E.
Sigurðsson samgönguráðherra
mun flytja erindi um samgöngu-
mál á Vesturlandi, en fyrir fund-
inn verður lögð skýrsla um sam-
göngumál i kjördæminu, sem
unnin hefur verið af fram-
Leikarar ásamt leikstjóra og öðru aðstoðarfólki.
Fjölskyldunni
var vel f agnað
LEIKFELAG Þorlákshafnar sýn-
ir um þessar mundir nýtt leikrit
eftir Þorstein Marelsson, sem hef-
ur hlotið nafnið „Venjuleg fjöl-
skylda“.
Fór frumflutningur verksins
fram föstudaginn 22. okt. f félags-
heimili Þorlákshafnar við mikla
hrifningu frumsýningargesta.
I leikritinu tekur Þorsteinn
fyrir f jölskylduna og hvernig hún
tekur á vandamáli, er kemur upp
innan hennar og eiga hjónin bæði
hlut að máli. Er þarna tvinnað
saman á léttan og gamansaman
hátt, með alvarlegu ívafi, hvernig
fjölskyldan reynir að losa sig úr
vandanum. Óhætt er að segja að
Þorsteini takist vel að koma þessu
til áhorfenda.
Þorsteinn er, eins og segir í
leikskránni, á réttri leið, tæknin
enn f vexti og persónusköpunin
mjög athyglisverð.
Leikstjóri er Haukur J.
Gunnarsson, sem er ungur og
mjög efnilegur leikstjóri. Hefur
hann náð frábærum árangri
ásamt leikurum i þessu verki.
Albert Guðmundsson:
Reykjavíkur-
þingmenn
og fjárveit-
inganefnd
ALBERT Guömundsson kvaddi sér
hljóðs um þingsköp I SameinuSu
þingi fyrir helgi, vegna fréttar I
MorgunblaSinu, þess efnis, að fjér-
veitinganefnd hefði heimilaS þing-
flokki SFV aS hafa éheyrnarfulltrúa
meS mélfrelsi é fundum nefndar-
innar. Taldi Albert aS hér væri
gengiS þvert é þingsköp og mót-
mælti þessari heimild nefndarinnar.
Albert benti og é aS enginn Reykja-
vikurþingmaSur ætti sæti I fjárveit-
inganefnd. Ef þessi héttur væri
liSinn gagnvart þingflokki SFV færi
hann fram é aS Reykjavlkurþing-
menn fengju aS tilnefna áheyrnar-
fulltrúa Ifjérveitinganefnd.
Leikendur eru: Faðirinn er
leikinn af Ömar Waage, móðiran
er Bergþóra Arnadóttir, afann
leikur Björgvin Guðmundsson,
dótturina Guðrún Ketilsdóttir,
soninn Gissur Baldursson, vin-
konuna Gróa Hafdís Ágústsdóttir,
bokarann Vernharður Linnet og
maður er leikinn af Inga Inga-
syni.
Vegleg leikskrá hefur verið
gefinút. Fréttaritari.
afsláttur þessa viku.
Barnafataverzlunin Þumalína í Domus Medica, sem áður
var Mæðrabúðin, hefur engan útsöluvarning að bjóða
yður, en landsins ódýrustu bleyjur og þessa viku gefur
Þumalína 10% afslátt af öllum kornabarnafatnaði og
hvergi er úrvalið meira.
Geysilegt vöruval frá nærskyrtum til útigalla, sem eru
nýkomnir og fást í mörgum gerðum, stærðum og litum.
Leikföng fást einnig í mjög miklu úrvali.
Relax afslöppunarstóllinn fæst í Þumalínu. Kynnið yður
verð og greiðsluskilmála og hvað það er sem stóllinn
hefur að bjóða, óviðjafnanlegur og ómissandi segja þeir,
sem til þekkja.
Nóvafónninn, svissneska undratækið inn á hvert heim-
ili. Nóvafónninn er til leigu í mánuð eða lengur eftir
samkomulagi. Fáið uppJýsingar.
VELEDA jurtasnyrtivörurnar óviðjafnanlegu fyrir pabba,
mömmu og barnið. Einkaumboð á íslandi.
Heilsurit, blöð og bækur, ungbarnabókin, slökun og
eðlileg fæðing, slakaðu á að ógleymdu æfintýrinu um
Þumalínu eftir H C. Andersen fást einnig í Þumalínu.
Lítið inn og skoðið, sjón er sögu rikari.
Næg bílastæði við búðarvegginn.
Sendum einnig í póstkröfu sími 12136.
ÞUMALÍNA
búdin þín
DOMUS MEDICA
Egilsgata 3
Reykjavik.