Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÖVEMBER 1976 33 Fyrirlestrar um nútímalist að Kjarvals- stöðum HAFINN er að Kjarvalsstöðum flutningur á fyrirlestrum um nú- tfmalist. Flytjandi þeirra er Aðal- steinn Ingðlfsson, listfræðingur, og fara þeir fram I fundarsal Kjarvalsstaða. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir og hefjast þeir kl. 17.30 hvern fimmtudag. Tveir þeirra hafa þegar verið fluttir og fjölluðu þeir um forvera, þá Van Gogh, Gaugin og Cézanne og um fau- visma. Fyrirlestrarnir sem eftir eru eru þessir: Expressjónismi í Þýzkalandi 4. nóv.; Kúbismi: Píkassó, Braque, Gris og Léger 11. nóv.; Fútúrismi og Vortex 18. nóv.; Dada 25. nóv.; Súrrealismi 2. des.; Ný plastík: Mondrian, van Doesburg 9. des.; Amerískur afstrakt- expressjónismi 16. des.; Amerísk list 1950—65 13. jan.; Minimal og Concept 20. jan.; Skúlptúr á 20. öld 27. jan. (Fréttatilkynning). Gítar stolid frá Stuðmanni STUÐMAÐURINN Tómas Tóm- asson varð fyrir þvi óláni í Stykk- ishólmi nýverið að gleyma for- látum bassagítar þegar hann var þar að spila. Forráðamenn dans- hússins á staðnum ætluðu að senda honum gltarinn en áður en það tókst, var búið að stela gripn- um. Hefur lögreglan I Stykkis- hólmi ekki náð að upplýsa málið, þrátt fyrir miklar yfirheyrslur. Þetta er Fender Precison bassa- gitar, en slíkir gripir kosta I dag 150—200 þúsund krónur. Sérein- kenni: Gitarinn er merktur núm- erinu 61991 á málmplötu, og milli 3. og 4. band á hálsi hefur kvarn- ast uppúr plötu. Þeir sem geta veitt upplýsingar um það hvar gítarinn er niðurkominn, eru beðnir að snúa sér til næstu lög- reglustöðvar. Á myndinni sést Tómas suðmaður með gítarinn sinn. StSMoUmagjMir Vesturgötu 16, sími 1 3280. Hjónín Magnús Kjartansson og Kolbrún Björgólfsdóttir við eitt verka Magnúsar. Málverk og leirker að Kjarvalsstöðum Magnús Kjartansson opnaði I gær sýningu á verkum sfnum á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru um 70 verk og sagði Magn- ús að þau hefðu veríð gerð á sfðustu þremur árum, og flest þeirra væru tvfmáluð. Þetta er fyrsta einkasýning Magnúsar Kjartanssonar en árið 1972 sýndi hann ásamt Sigurði ör- lygssyni f Norræna húsinu. Magnús stundaði nám f Mynd- lista- og handfðaskóla tslands f þrjú ár, en fór svo til Danmerk- ur til framhaldsnáms. Þar nam hann við listaakademfuna f Kaupmannahöfn og sagði Magnús að kennari hans hafi verið einn frægasti myndlistar- maður Norðurlanda, Mortensen. Sýning Magnúsar verður opnuð kl. 15 f dag. Kolbrún Björgólfsdóttir, sem er eiginkona Magnúsar, sýnir um þessar mundir hluti úr leir f veitingasal Kjarvalsstaða. Kol- brún, sem er leirkerasmiður, nam árin 1969—73 við Mynd- lista- og handiðaskólann og stundaði framhaldsnám i Kunsthandverker og Kunst- industriskolen í Kaupmanna- höfn 1973—75. Hún er nú kenn- ari við Myndlista- og handfða- skólann. Um sýningu sína segir Kolbrún m.a.: Ég bý til margs konar hluti úr leir, bæði hreina og beina notahluti, svo sem sett Verk Kolbrúnar eru til sýnis f skápnum f veitingasal Kjar- valsstaða. af skálum, sykur- og rjómasett svo og lokkrúsir af mörgum stærðum, einnig skálar og diska sem hafa notagildi en eru þó hugsuð sem sjálfstæð mynd- verk. Einnig má hér sjá stakar tilraunir með glerung og hug- myndir að skreytingum á blaut- an, þurran og brenndan leir. Ég nota japanska brennslutækni, sem nefnist Raku, á fjórum litl- um skálum á þessari sýningu og sömuleiðis sýni ég diska með lituðum leir, þ.e. postulinsleir sem litaður er með málmoxíð- efnablöndu. Sýningin á verkum Kolbrún- ar, sem hefur staðið yfir f nokkra daga, mun standa til 13. nóvember. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 e Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki, Austurbær Uthverfi Skiphölt 2 — 50 Blesugróf Uppiýsingar í síma 35408 Bæjarstjórn Eskifjarðan Mótmælir rafmagnslokun Eskifirði, 29. okt. BÆJARSTJÓRN Eskifjarðar mótmælir harðlega þeirri ákvörð- un stjórnar RARIK að loka fyrir sölu á raforku til upphitunar íbúðarhúsnæðis á samveitusvæði Lagarfossvirkjunar. Bæjarstjórn- in skorar á þingmenn kjördæmis- ins að hlutazt til um afturköllun á sölubanni þessu og að settar verði nú þegar upp díselstöðvar til tryggingar meiri raforkufram- leiðslu yfir veturinn. Þá væntir bæjarstjórnin þess að þingmenn kjördæmisans láti ekki í annað sinn samþykkja fjárlög án veru- legs framlags til orkuöflunar fyr- ir Austurland. — Ævar. Breytt símanúmer Frá og með mánudeginum 1. nóvember verð- ur símanúmer SKRIFSTOFU RÍKISSPÍTALANNA 24160 Gjaldkeri, launadeild og innkaupastjóri verða þó áfram með síma 11765 Skrifstofa ríkisspítalanna IFORMICA . BRAND laminated plastic Aukið vellíðan á heimilinu með FORMICA T.d. í eldhúsið, baðið, sólbekki og skápa. Ávallt fjölbreytt litaúrval. Fæst einnig í marmara, leður og viðarmynstr- um. Það kostar lítið meira að nota það besta. FORMICA G. Þorsteinsson og Johnson hf. Ármúla 1. sími 85533.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.