Morgunblaðið - 02.11.1976, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.11.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 Ekki jafngóð samvinna og áður Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar, stað festir í samtali við Þjóð- viljann sl. sunnudag, það sem hvað eftir annað hef- ur verið staðhæft hér í Morgunblaðinu, að ekki væri allt með felldu í sam- skiptum Þjóðviljans og helztu forystumanna Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni. Þannig segir Eðvarð Sigurðsson: „Samvinnan nú milli blaðsins og forystumanna verkalýðsfélaganna er ekki svipað því jafngóð og hún var á þeim tima, sem hér var verið að lýsa og reyndar miklu lengur. Ástæðurnar eru sjálfsagt fleiri en ein. Þó held ég að hvað blaðið varðar sé þetta fyrst og fremst vegna þess, að nú um æði mörg ár hefur það ekki haft neinn sem hefði á hendi þetta sérstaka verk- efni að skrifa um málefni verkalýðsfélaganna og að þvi leyti hefur mikið breyst af blaðsins hálfu. Nú yrði því sjálfsagt svarað til á blaðinu að það hefði lika orðið mikil breyting hjá okkur og út af fyrir sig vil ég ekki vikjast undan þeirri gagn- rýni. Ástandið mætti vera mun betra af okkar hálfu og við erum kannski ekki nógu vakandi fyrir því að gefa blaðinu upplýsingar. Það er ekki ásetnings- synd, — við höfum yfir- leitt i nægilega mörg horn að lita. Persónulega er ég ekki mikið fyrir að útbásúna mál fyrr en þá á áhersluaugnablikum. En mér finnst blaðamenn ekki i svipuðum mæli og áður hafa fylgst með i verkalýðshreyfingunni, hafa haft hugann opinn og skilning á málunum og hin siðari ár hef ég ekki ævinlega verið ánægður með hvernig Þjóðviljinn hefur staðið sig i þessum málum. Ég færist ekki undan þvi, að þetta sé okkar sök lika, en hún er það engan veginn ein- vörðungu." Hættulegt að gjá verði á milli Siðan segir Eðvarð Sig- urðsson: „Hér kemur líka til hin almenna þróun i þjóð- félaginu. Þessi almennu verkalýðsfélög eru ekki orðin eins rikjandi stétt og þau voru áður og komnar eru fram nýjar stórar starfsgreinar sem hafa af- gerandi áhrif. En þetta lakara sam- band Þjóðviljans og verkalýðshreyfingarinnar verðum við að laga. Það er nauðsynlegt ef við ætl- um að gera Þjóðviljann að virkilegu málgagni verka- lýðshreyf ingarinnar einsog hann hefur í sinum haus. Þetta verður að vera framkvæmd bæði blaðs, flokks og ekki sist okkar i verkalýðsfélög- unum og ég held að nauð synlegt sé að við tökum þessi mál meira til um- ræðu og rannsóknar en gert hefur verið. Það er hættulegt ef þarna fer að verða gjá á milli og hver fer sinar brautir. Þjóðvilj- inn hefur verið og á að vera skipuleggjandi afl i verkalýðsbaráttunni." Þingflokkurinn ekki æskilegt aridlit Þingflokkurinn ekki æski- legt andlit. Hinn gamal kunni forystumaður kommúnista á íslandi læt- ur einnig til sin heyra i Þjóðviljanum sl. sunnu- dag og er bersýnilegt að honum hugnast ekki þing- flokkur Alþýðubandalags- ins eins og hann er en llzt betur á blaðið. Brynjólfur segir um Þjóðviljann og Alþýðubandalagið: „Hann hefur alltaf haft blæ af sinni samtið og hefur enn. Núna finnst mér hann stundum vera meira þolandi en gerandi — vera meira undir áhrif- um sinnar samtíðar en að hann hafi áhrif á hana. Hann gengur mikið upp í að vera fullboðleg vara, en áður var hann fyrst og fremst baráttutæki. Hitt kom á eftir. Auðvitað þarf að koma blaðinu út meðal fólks, en stundum dettur mér það sama i hug og Jóni Múla um daginn i sambandi við hátið her- námsandstæðinga á Stapa, spurningin um til ganginn og meðalið. Samt hefur mér oft fundist Þjóðviljinn betri en flokkurinn sem gefur hann út. Betri í málflutn- ingi og með ákveðnari stefnu. Andlit flokksins er nú- orðið þingflokkurinn, sem ekki er æskileg þróun. Flokkurinn hefur stækkað og breikkað og komið i hann allskonar öfl. Mikil innanflokksbarátta i Sósialistaflokknum á löngu timabili kostaði lif hans. Og nú höfum við Alþýðubandalagið, sem þrátt fyrir allt eru einu stjórnmálasamtökin sem til greina kemur að vinna í, þannig að verkefnið nú er að gera Alþýðubanda lagið að þeim flokki sem okkur vantar. Þjóðviljanum vil ég óska allra heilla og að hann verði betra og skeleggara málgagn fyrir sósialismann." ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞL Al'GLYSIR LM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ ALGLYSIR I MORGLNBLAÐINL LANGMOE N □ parket BYGGINGAVÖRUVERZUJN KÓPAVOGS SF nvbyuwegi 8 síMiraoo 7 Iþróttahús Hauka Æfingatímar i íþróttahúsi Hauka í Hafnarfirði til leigu fyrir íþróttafélög, félagssamtök, starfs- mannahópa og aðra sem þess óska. Tilboð sendist tii afgreiðslu Mbl. merkt: „H — 2944", fyrir föstudaginn 5. nóvember. PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingagóöar Hagstætt verd. Nýborg Ármúla 23 — Sími 86755 Z 325 Electrolux ryksugan hefur 800 watta mótor, ■jf Snúruvindu, Rykstillir o.fl. o.fl. kosti VERÐ AÐEINS KR. 55.400 - húsg.drUd s. »6-112. Malvorudeild s. 86-111. vefnaðarvörud. s. 86-113. heimilistækjadeild s. 81680. Tann EMSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. j E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919 Landbúnadarsýning íLondon 4.—11. desember Gisting verður Mount Royal Hotel í herbergi með baði og sjónvarpi. Fararstjóri verður til aðstoðar kl. 17—19 daglega. Vikuferð með gistingu og morgunverði, verð frá kr. 48.000.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.