Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÖVEMBER 1976 45 VEL.VAKAIMDI Velvakandi svarar I slma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- degi til föstudags. 0 Fúavarðar taugar Eins og öllum er kunnugt hafa fjölmargir Islendingar sem eru búsettir í Vesturheimi, leitað til íslands og haft samband við ættingja sína. Stundum kemur það fyrir að þeir vita ekki nógu mikið um forfeður sína til að ná sambandi við skyldmenni sín hér á landi og er þá leitað til f jölmiðla og þeir beðnir um hjálp. Velvak- anda barst á dögunum bréf frá Gísla Guðmundssyni með beiðni um að hafa upp á ættingjum manns, sem búsettur er í Banda- ríkjunum. Fer fréfið hér á eftir: „Kæri Velvakandi. Til min barst bréf fyrir nokkr- um dögum frá manni af íslenzk- um ættum sem búsettur er i Bandaríkjunum. 1 því biður hann um aðstoð við að hafa upp á ætt- ingjum sínum hér á landi, ef einhverjir eru, og þó að upplýs- ingar hans séu rýrar og því borin von um árangur finnst mér þó ræktarsemin sem hann sýnir eiga skilið að tilraun sé gerð til þess. Vil ég nú biðja þig liðsinnis og birta eftirfarandi þýðingu á þeim hluta bréfsins sem máli skiptir: Ég mun heimsækja ísland næst- komandi janúar og dvelja þar i 3 daga og því langar mig til að athuga hvort þar muni vera á lífi einhverjir ættingjar uppáhalds framku minnar. Hún mun hafa fæðst á árunum 1870—80 og flutt- ist til New Jerseyfylkis í Banda- ríkjunum um 16 ára gömul. Síðar heimsótti hún ísland 1912, ‘13 og 14. Mig minnir, en er þó ekki viss, að hún hafi heitið Jóhanna Jóhannesdöttir og hún giftist móðurbróður mínum, Hans Floistrup. Þau áttu heima i Sayre- ville, New Jersey, og áttu son, Neil, og dóttur, Mamie. Hún missti manninn og giftist aftur og bar nafnið Johanna Hansen er hún heimsötti Island. Mér þótti mjög vænt um hana því að hún sagði mér svo margar sögur og sagnir frá lslandi og þá ekki síður man ég góða íslenska matinn sem ég fékk hjá henni. t.d. Kjiva (kæfa). Svo mörg eru þau orð sem stað- festa enn einu sinni hve rækilega fúavarðar þær eru taugarnar sem tii íslands liggja. Ég treysti því að þú komir þessu á framfæri og ef einhver eða einhverjir kannast við þessa konu eða vita einhver deili á henni bið ég þá að hafa samband við mig. Gísla Guðmundsson, Sogavegi 126, sími 32999. Vinsamlegast, Gísli Guðmundsson." ur ólfkum heimum. Dagurinn I gær skipti ekki máli. Það sem víð vorum hvort öðru var sfðasti sæti dropinn, ekkert annað og meira... Jamie... — A morgun er nýr dagur og framtfð þfn á ekki að vera bundin miðaldra sérvitringi, sem hefur ekki annað en blek f æðum. Skil- urðu mig? Hún lagði vanga sinn að öxl hans. Henni þótti svo fjarska vænt um hann og það myndi aldrei breytast. — Mér þykir svo vænt um þig, sagði hún og hún vissi að nú myndi hann ekkí misskilja orð hennar. Þau sátu við borðið f morgun- sólinni. Handan sundlaugarinnar var lögreglumaður á verði við sjúkraherbergi Dwaght Percy. Jack var að Ijúka við appelsfnu- safann sinn, sem Rosalie hafði skenkt honum. Jamie var að fá sér kaffi f bolla. Jack leið vægast sagt ömurlega. Hann var aumur f öllum lfkaman- um. — Það verður náttúrlega gefin út handtökuskipun á Dwight, sagði hann. ’i-fSrv V'"“ -ítt'- # Trjáklippingar Tvö svör hafa borizt við fyrirspurn um trjáklippingar frá „strák" sem var nýlega hér i dálk- unum og þau ba>ði fara hér á eftir: „Það er óhætt að klippa tré eftir að þau eru sofnuð sinum vetrarsvefni, sama hvort er að hausti, vetri eða snemma að vori. Þeir sem hugsa sér að taka stikl- inga af trjám t.d. ösp, víðitegund- um og ýmsum runnum klippa yfirleitt seinast i marz eða apríl og á að geyma í rökum mosa. Mín reynsla er sú að verst sé að klippa eftir að trén fara að lifna að vorinu. Vrnis limgerði og runna má laga og snyrta að sumrinu. Eg er búin að fást við þetta i um 27 ár og ég vildi segja „stráknum" að hann geti lika sjálfur prófað sig áfram með þetta. Þó að bókin sé dýrmæt að fara eftir er lífsreynslan dýrmæt- ust. Karlinn." Og meira um trén „Mín reynsla er sú að runna megi klippa hvenær sem er á árinu þó sízt að vorinu þegar þeir eru nýlaufgaðir. Sé um limgerði að ræða þá þarf að klippa það tvisvar til þrisvar á ári til þess að það verði þétt og líti snyrtilega út. Þó skal varast að klippa birki síðar en í marz og þangað til eru þau allaufguð orðin því að á þessu tímabili rennur safi úr sárinu, sem tafið getur vöxt þeirra. Það sama gildir um flest önnur tré, nema þá verður að muna, sérstak- lega ef um gildar greinar er að ræða, að klippa eða saga þær alveg upp við stofninn svo að börkur gröi fyrr yfir sárið. Skal þá bera tjöru eða feita olíumáln- ingu, sem likasta að lit og börkur- inn, yfir sárið. 1 Skrúðgarðabök- inni. sem er nýútkomin, er ágad lýsing á því hvernig klippa á tré og runna. V. Siglr.‘‘ Velvakandi þakkar fyrir þessi ágætu svör um umhirðu trjá- gróðursins og vonar að „strákur" sé nú nokkurs vísari um þetta. HOGNI HREKKVISI Kvenstúdentar Opna húsið verður að Hallveigarstöðum, mið- vikudaginn 3. nóv. kl. 3 — 6. Sigríður Haralds- dóttir talar um tilbúning jóladrykkja. Seld verða UNICEF jólakortin. Stjórnin. PLOTUJARN Höfum fyrirliggjandi plötujárn i þykktunum 3,4#5og6mm. Klippum nidur eftir máli ef óskad er. Sendum um allt land F ■31 STALVER HF FUNH.ÖFÐA 1 7 REYKJAVÍK SÍMI 83444. DRÁTTHAGI BLYANTURINN Kalmar! Skápamarkaður — Hurðamarkaður Nú er tækifærið til þess að eignast skápa í q11 horn eða þar sem þörf krefur. Við seljum næstu daga á niðursettu verði eftirfarandi: Stakar furuhurðir fyrir fataskápa, ódýra skápa í geymslur eða f bflskúrinn, fataskápa. Ennfremur — og til afgreiðslu fyrir jól baðskápa og síðast en ekki sist „Kalmar“ eldhús. Komið og sjáið hvað við höfum. mar innréttingar Intertör, Grensásvegi 22, Reykjavfk. s: 82645. o . \ - - - 36 P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.