Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 Nýir siðir og nýir herrar á Bandaríkjaþingi eftir kosningar SEGJA má að undirbúningur að kosningum til Bandaríkja- þings hafi fallið mjög I skugg- ann af forsetakosningunum sem fram fara I dag, en hvernig svo sem forsetakosningarnar fara er óhætt að fuliyrða, að hinn nýkjörni forseti fær nýja menn og breytt viðhorf að kljást við þegar þingið verður annars vegar. Almennt er við þvf búizt, að demókratar hafi áfram forystu á þingi, enda þótt Ifkur bendi til að ekki verði sú forysta jafn- eindregin og verið hefur að undanförnu. I kosningabaráttunni hefur Ford mjög haldið þvf á loft, að með beitingu neitunarvalds síns hafi hann sparað banda- riskum skattgreiðendum um niu milljarða dala, en á árinu 1976 einu hefur forsetinn beitt neitunarvaldi 15 sinnum. Fari svo að forsetinn verði endur- kjörinn má búast við því, að samskipti þingsins og Hvíta hússins verði stirð áfram. Jimmy Carter hefur heitið því að bæta samskipti þingsins og stjórnarinnar nái hann kjöri, en áform hans um miklar breyt- ingar á stjórnarstörfunum munu þó að líkindum verða honum til nokkurs trafala 1 þessu sambandi. Hvort sem Ford verður áfram húsbóndi í Hvíta húsinu eða Carter nær kjöri er ljóst, að nýir herrar verða í öndvegi i báðum deildum Bandaríkja- þings. Leiðtogi repúblíkana 1 öldungadeildinni, Hugh Scott, og leiðtogi demókrata þar, Mike Mansfield, hafa báðir dregið sig í hlé. Tveir þingmenn eru lík- legir til að taka við af Mans- field, — annars vegar Robert Byrd frá Vestur-Virginíu eða Hubert Humphrey, fyrrverandi varaforseti, nú öldungadeildar- þingmaður fyrir Minnesota. Hubert Humphrey hefur átt við veikindi að stríða að undan- förnu og gekkst nýlega undir uppskurð vegna krabbameins í þvagfærum. Hann kom sterk- lega til greina sem frambjóð- andi demókrata í forsetakosn- ingunum, og nú veltur það á heilsufari hans hvort hann get- ur tekizt á hendur hið erfiða hlutverk leiðtoga flokksins á þingi. Robert Byrd hefur verið hægri hönd Mike Mansfields. Framan af þótti hann nokkuð íhaldssamur, en á siðari árum hefur hann færzt nær miðju flokksins. Sjónarsviptir verður að Hugh Scott á þingi, og vlst er að eng- inn þeirra þriggja öldunga- deildarþingmanna repúblík- ana, sem líklegastir eru til að taka við leiðtogahlutverki hans, er jafnlitríkur og hann, en Scott er maður vinsæll og fynd- inn. Repúblikanarnir þrir, sem einkum eru nefndir í sambandi við leiðtogastöðuna eru Howard Baker frá Tennessee, Robert Griffin frá Michigan og John Tower frá Texas. Hinn síðast- taldi er einn helzti málsvari hægri sinna í þingflokknum, en Baker kom mjög til greina sem frambjóðandi repúblikana i varaforsetaembættið. Carl Albert lætur nú af störf- um forseta fulltrúadeildarinn- ar, og allt bendir til þess að James Buckley (efri myndin) og Patrick Moynihan, sem leiða saman hesta sfna 1 New York. eftirmaður hans verði Thomas O’Neill, demókrataþingmaður frá Oklahoma. O’Neill er maður fylginn sér, og þykir mun harð- skeyttari í störfum slnum og afstöðu en Carl Albert, sem hefur lagt áherzlu á mála- miðlunarlausnir þegar því hef- ur verið við komið. Enda þótt flest bendi til þess, að O’Neill verði eftirmaður Al- berts er ljóst, að hnossið hrepp- ir hann ekki átakalaust, því að ýmsir þingmenn demókrata hafa á því augastað. I báðum þingdeildum munu losna margar áhrifastöður eftir kosningarnar, þar á meðal for- mennska I ýmsum meiriháttar nefndum. Venja er að slikar stöður skipi gamalreyndir þing- menn I samræmi við aldur og reynslu, og ekki er búizt við þvi að brugðið verði út af þeirri hefð nú fremur en endranær. Meðal þeirra þingmanna, sem ekki verða I kjöri að þessu sinni, eru Wilbur Mills þing- maður demókrata frá Arkans- as, fyrrum formaður fjármála- nefndar Bandaríkjaþings, en nektardansmærin Fanne Fox varð honum að falli. önnur þokkadís, Elizabeth Ray, ásak- aði Wayne Hays, demókrata- þingmann og fyrrum formann stjórnarnefndar þingsins, fyrir að hafa greitt sér laun fyrir hvílubrögð af almannafé, og enda þótt Hays hafi staðfast- lega neitað þessu, verður hann ekki I framboði. I kosningunum er barizt um öll sæti I öldungadeildinni, sem eru 435 að tölu, og 33 sæti af 100 I fulltrúadeildinni. Viður- eign frambjóðendanna I New York — James Buckley, þing- manns repúblíkana, og Patricks Moynihan fyrir demókrata, hef- ur vakið hvað mesta athygli I kosningabaráttunni. Moynihan var áður sendiherra Bandarlkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum og verður skelegg frammistaða hans á þeim vettvangi lengi I minnum höfð. Moynihan keppti um framboðið við Bellu Abzug öldungadeildarþingmann, og eftir sigur hans 1 þeirri viður- eign var ljóst, að engin kona mun eiga sæti 1 öldungadeild- inni næsta kjörtlmabil. , ,Stígvélahælar þjódfélagsins” NÝTT sænskt leikrit verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins á þriðjudag. Höfundur leikritsins er Per Olov Enquist, en hann hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1969. Á íslenzku hefur leikritið hlotið heitið Nótt ástmeyjanna, en það heitir á frummálinu „Tribadernas natt“. Það fjallar um rithöfundinn og leikrita- skáldið Ágúst Strindberg og fyrsta hjónaband hans með Siri von Essen. Tribada er orð kom- ið úr grísku og þýðir lesbia, en I leikritinu heldur Strindberg því fram að eiginkona hans eigi vingott við danska stúlku. Leik- ritið gerist I Dagmarleikhúsinu I Kaupmannahöfn árið 1889, og er verið að æfa einþáttung eftir Strindberg en lítið verður úr þeirri æfingu þar eð skáldið kemur I heimsókn. Eiginkona Bessi Bjarnason, Erlingur Gfslason og Edda Þórarinsdóttir 1 hlutverkum sfnum Ljósm. Friðþj. Helga Bachmann leikur Siri von Essen, eiginkonu Strindbergs. hans fer einmitt með aðalhlut- verkið og fer æfingatlminn I uppgjör á milli hjónanna. Deiluefni þeirra eru mál, sem enn eru I brennidepli, jafnrétti kynjanna, sjálfstæði konunnar og staða karlmannsins I ljósi þessara hluta. Sjálfum hefur höfundinum, Per Olov Enquist, farizt svo orð um persónur leik- ritsins: „Öll bera þær með sér förin eftir stígvélahæla þjóðfé- lagsins I tílfinningum slnum. Þær vita I rauninni alls ekki sitt rjúkandi ráð en allar vilja þær samt taka áhættuna.” Helgi Skúlason leikstýrir, en þetta er fyrsta verkefni hans sem leikstjóra I Þjóðleikhús- inu. „Mér þykir það afskaplega gaman,” svaraði hann aðspurð- ur um hvernig honum llkaði. „Þetta er svo intressant leikrit og maður er alveg upptendrað- ur yfir þvl að vinna með svona góðu fólki. Annars er þetta meiri munur fyrir Helgu, sjálf- ur var ég jú hérna á árunum 1956 til ’60. En hún hefur að- eins einu sinni áður leikið I Þjóðleikhúsinu, gestaleik I verki eftir Agnar Þórðarson fyrir all mörgum árum. Við er- um bæði sérstaklega hrifin af Litla sviðinu og nálægðinni við áhorfendur, hún er jafnvel meiri en i Iðnó. Helga Bachmann fer með hlutverk Siri von Essen en Erlingur Gfslason leikur Strindberg. Edda Þórarins- dóttir leikur vinkonu Siri, og Bessi Bjarnason og Sigmundur Örn Arngrímsson leika til skiptis fjórða hlutverkið, leikarann Viggo Schiwe, Birgir Engilberts gerði leikmynd og búninga og Stefán Baldursson þýddi leikritið. Að sögn Helga Skúlasonar var leikritið frumsýnt I Dramaten-leikhúsinu I Stokk- hólmi I september I fyrra og þá einmitt á litla sviði þess líka. Reyndar varð síðar að flytja það á aðalsviðið vegna gífur- legrar aðsóknar. Þá sakar ekki að geta þess að leikritið hefur m.a. verið selt vestur um haf, á Broadway, og þar fer kvik- myndaleikarinn Jack Nicholson með aðalhlutverkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.