Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 Landhelgismálið á Alþingi: Óslóarsamningurinn styrkti stöðu okkar — sagði Geir Hallgrímsson SAMEINAÐ þing vísaði sl. föstudag til utan- ríkismálanefndar tillögu til staðfestingar á svo- kölluðu Öslóarsamkomulagi, sem fól í sér takmarkaðar veiðiheimildir frá 1. júní — 1. desember 1976, Bretum til handa, en að öðru leyti viðurkenningu þeirra á útfærslu okkar í 200 mílna fiskveiðilögsögu. Miklar umræður urðu á Alþingi um málið, er stóðu í tvo dag- parta. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, mælti fyrir tillögunni, en tveir aðrir ráðherrar, Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, og Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, tóku og þátt í umræðunni. Hér á eftir verður rakinn efnisþráður úr ræðu forsætisráðherra, fyrri umræðudaginn, en umræðurnar í heild raktar lauslega síðari daginn. fyrir yfirlýs- Betri staða á öllum sviðum eftir en fyrir óslóarsamkomulag. Forsætisráðherra, Geir Hall- grímsson, sagði m.a.: „I fyrsta lagi hefur það verið gagnrýnt, að samningarnir og sú till. til þál. um staðfestingu á sam- komulagi við ríkisstj. Bretlands um takmarkaðar veiðar breskra togara skuli ekki hafa verið Iögð fyrir Alþ., áður en hún kom til framkvæmda og Alþ. sérstaklega saman kvatt af því tilefni. Það er þó þessum hv. þm. Ijóst, að allir þm. stjórn- arflokkanna munu vera fylgj andi þessum samningum og jafnvel liggja ingar frá a.m.k. einum þm. stjórnarandstöðunnar, sem fellur á sama veg. Það er því enginn vafi á því, að þessir samningar voru byggðir á þingmeirihl. og það verulegum þingmeirihl. 1 annan stað hygg ég, að það verði ekki dregið í efa með nokkr- um rökum, að ekkert í þessum samningum er þess eðlis, að ís- lendingar hafi ekki betri stöðu eftir gerð þeirra en áður. Hér hefur engu verið fórnað, en í raun og veru allt orðið okkur til ávinnings. Enda hefur verið sagt, að þessir samningar, sem gerðir voru í Osló, séu einhver mesti stjórnmálasigur, sem íslendingar hafi unnið. Það er dregið í efa að vísu af þessum hv. þm., (Lúðvík Jóseps- syni) að í samningunum felist viðurkenning Breta á útfærslunni í 200 mílur, en í 10. lið samnings- ins segir:„Eftir að samningurinn fellur úr gildi, munu bresk skip aðeins stunda veiðar á því svæði, sem greint er í hinni íslensku reglugerð frá 15. júlí 1975 í samræmi við það, sem samþykkt kann að verða af tslands hálfu.“ Þeir hv. þm„ sem hér töluðu áðan, sögðu í vor, að í samningun- um fælist loforð um áframhald- andi veiðar Breta hér við land. En nú segja þeir, að það sé ýmist óþarfi að tala við Breta eða það sé það eitt við þá að segja, að þeir geti enginn veiðiréttindi fengið hér víð land. í síðast nefndu urrimælunum felst einmitt játning þeirra sjálfra á því, að í samningunum er um fullkomna vióurkenningu Breta að ræða á 200 milna fiskveiðilögsögu okkar. Þjóð lofar ekki að hlíta fyrirmæl- um annarrar þjóðar nema hún sé þar með að viðurkenna yfirráð hennar á viðkomándi sviði. Og það er einmitt það, sem bretar gera með þessu samningsákvæði. Auk þess hafa Bretar siðan lýst því yfir, að þeir muni beita sér fyrir yfirlýsingu allra Efnahags- bandalagsríkjanna um, að þau muni færa fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur á næstu áramótum og ef þeim takist ekki að fá slíka yfirlýsingu fram, lýsa yfir sjálfir einhliða 200 mílna fiskveiðilög- sögu. Þar með eru þeir búnir að viðurkenna hana scm gildandi alþjóðarétt, því að engin þjóð getur staðið að aðgerð sem slíkri nema hún telji hana vera lög- mæta. Við erum sem sagt ekki eingöngu búnir að fá fram viður- kenningu Breta á okkar eigin 200 milna fiskveiðilögsögu, heldur höfum við fengið Breta í lið með okkur gagnvart öllum öðrum, sem rétt okkar kunna að draga i efa og efast um að 200 milna fiskveiði- lögsaga sé lögmæt." Siðan ræddi forsætisráðherra um þá ávinninga, sem Oslóarsam- komulagið fól i sér, viður- kenningu samningsaðila á út- færðri fiskveiðilandhelgi okkar, verulegan samdrátt í afla hans, viðurkenningu á friðunarsvæðum — og islenzkum veiðireglum og lok hættuástands á miðunum, auk viðskiptasjónarmiða. Viður- kenning Breta á einhliða rétti okkar eftir 1. desemb. nk. auðveldar okkur að ræða hugsan- leg gagnkvæmnissjónarmið, þar sem endanleg ákvörðun er ótvírætt okkar og okkar ein \a. Þá ræddi hann þróun mála á haf- réttarráðstefnunni og þá styrktu stöðu, sem Óslóarsamningurinn hefði veitt okkar á þeim vett- vangi, ekki sizt varðandi ótvíræðan rétt strandríkis. Enn- fremur ræddi forsætisráðherra þá mótun fiskveiðistefnu EBE, sem á döfinni er og líkur, sem væru á óskum af þess háifu um viðræður í þeim efnum. Enn sem fyrr væri það okkur þýðingarmik- ið að geta komið sjónarmiðum okkar á framfæri, fiskifræði- legum rökum og efnahagslegum, auk þess sem rétt væri að hlýða á, hver boð aðrar þjóðir hefðu að gera. Við verðum að meta fram- vinduna og marka stefnu okkar í ljósi þess, hvað er bezt í samræmi við hagsmuni lslands í bráð og lengd, sagði forsætisráðherra að lokum. Mestu máli skiptir, hvað gerist eftir 1. desember nk. Efnisþættir í máli Lúðvfks Jósepssonar (Abl) vóru þessir helztir: 1) Óviðeigandi er að standa þann veg að af- greiðslu þessa máls (staðfest- ingu Alþingis á samningum við Breta frá 1. júní sl. til 1. desember nk), að gengið var fram hjá Alþingi, þegar samningsgerð fór fram, og staðfestingar þess þá fyrst leitað, er samningtiminn er nær útrunnin. Vera má að dæmi slíkrar málsmeðferðar finnist, byggðri á vitneskju um meiri- hlutafylgi á Alþingi, en það rétt- lætir engan veginn að taka slíka málsmeðferð upp sem fasta reglu. 2) Samkomulagið, sem gert var í Ósló, fól ekki einvörðungu í sér umsamdar veiðiheimildir til Breta, heldur framlengingu á samningunum við V-Þjóðverja, sem þá voru lausir orðnir. Það er því fjarstætt að tala um Oslóar- samninginn sem stórkostlegan íslenzkan sigur. 3) Engin formleg viðurkenning felst af Breta hálfu í Óslóar- samningum á ótvíræðum rétti okkar til 200 mílnanna, enda knýja þeir nú á dyr um nýjar samningaviðræður. 4) Rétt kann að vera að ræða við EBE-ríki, en aðeins á þann hátt, að afstaða okkar sé fyrir- fram skýrt mörkuð á þá leið, að við höfum eins og er og við núver- andi stofnstærð nytjafiska okkar um ekkert að semja og EBE-ríki ekkert að bjóða, sem réttlæti samninga. Aðalatriðið er, hvað gerist eftir 1. desember nk. 1 því efni vantar ríkisstjórnina stefnufestu og stefnumörkun og þar þarf þing og þjóð að veita nægilegt aðhald. Sigur í þjóðarsögu. Innlegg Tóm- asar Árnasonar (F) í umræðuna hyggðist á eftir- farandi rök- seindum, m.a.: 1) Með Öslóar- Síáiiirv omulaginu skuldbundu Bretar sig til að að veiða ekki innan 200 mílna markanna eftir 1. desember nk. nema að fengnu leyfi tslendinga. Hér er um ótví- ræða efnislega viðurkenningu að ræða á fullum yfirráðarétti lslendinga yfir 200 mílna lögsögu og hún er stærstur sigur okkar í landhelgisbaráttunni. Vitnaði hann í því efni í brezk blöð sem staðhæfðu, að Bretar hefðu beðið endanlegan ósigur í landhelgis- átökum við Islendinga. 2) Samningsdrögin voru rædd í þingflokkum, landhelgisnefnd og utanríkismálanefnd. Ljóst var að mikill meirihluti þingmanna var AIÞinGI þeim samþykkur. Þar af leiðir að óþarft var að kalla þing saman (úr fríi), enda mörg fordæmi fyrir því að leita samþykkis Alþingis eftir á, þegar fyrirfram er vitað um meirihlutafylgi, sem í þessu tilfelli er yfirgnæfandi. 3) Það er ekki einungis rangt, heldur og hættulegt, þegar islenzkir þingmenn túlka sam- komulagið á þá lund, að Bretar hafi ekki viðurkennt islenzkan yfirráðarétt yfir 200 milunum. Slík túlkun er ekki i þágu íslenzkra hagsmuna, og ber að víta hana. Engar viðræður ákveðnar. Einar Agústs- son, utanríkis- ráðherra, mót- mælti enn fréttaflutningi þess efnis, að viðræður við EBE-ríki væru ákveðnar 3. nóv- ember. Formlegar óskir um við- ræður hefðu enn ekki borizt. Við þeim mætti hinsvegar búast og þá yrði afstaða til þeirra tekin. Enskur og íslenskur texti samkomulags. Benedikt Gröndal (A) gerði saman- burð á texta 10 gr. samnings á fslenzku og ensku máli og taldi, að þar væri blæbrigða- munur á. 1 enska ekki um eins ótvírætt orðalag að ræða að sínu mati. Ekki formleg viðurkenning Lúðvík Jósepsson (Abl.) itrek- aði enn að ekki væri um formlega viðurkenningu að ræða í Óslóar- samkomulaginu á fullum íslenzk- um rétti. Hinsvegar vildi hann á engan hátt draga úr gildi óform- legrar viðurkenningar í orðsend- ingum milli ríkisstjórnanna, sem einmitt þyrfti að fylgja fast eftir. Valdið og ákvörðunar- rétturinn okkar. Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, sagði m.a. efnislega eftir haft. Ef einhver blæbrigðamunur er á íslenzkum og enskum texta 10 gr. samningsins, sem ég sé raunar ekki, þá er íslenzki textinn ótviræðari. Það hefur komið fram í máti Lúðvíks Jósepssonar hér á Alþingi, að eðlilegt sé að Bretar, eða aðrir, geti farið fram á við- ræður við islendinga um hugsan- Iegan gagnkvæman veiðirétt, er núgildandi samningur rennur út. Verði óskað eftir viðræðum við íslenzka rikisstjórn um veiðirétt innan 200 milna, þá er valdið okkar m.a. skv. viðurkenningu í Óslóarsamkomulaginu, að slík beiðni viðræðu undirstrikar þann rétt. 1 samkomulaginu felst, að mínu mati, ótvíræð og formleg viðurkenning, sem rangt er að efast um. Þegar Óslóarsamkomulagið var gert var það af sumum túlkað sem hliðstæða landráða. Nú telur Lúð- vík að efnisþættir samkomulags- ins, út af fyrir sig, skipti ekki máli, heldur hitt, sem gerist eftir samningslok. Óslóarsamkomu- lagið undirstrikar hinsvegar is- lenzkan rétt eftir samningslok, þann veg að viðurkenning Breta, sem í því felst, hefur framtiðar- gildi eftir að samningurinn fellur úr gildi. Á þeim grundvelli kunna að fara fram viðræður, án nokk- urra skuldbindinga af okkar hálfu, þar sem matsatriði verða látin ráða ferð, eftir því sem ís- lenzkir hagsmunir segja til um. Ekki Bretar — heldur EBE. Jón Armann Héðinsson (A) vitnaði til orða brezkra ráðherra, sem væru á þá lund, að ekki þyrfti að reikna með viðræðum við Breta, heldur EBE fyrir þeirra hönd. Ég studdi Óslóar- samninginn i þeirri trú, að öllum erlendum veiðiheimildum lyki, er gildandi veiðisamningar renna út. Að brezkum veið- um lyki á full- veldisdegi, 1. desember nk. Jón Ármann deildi og á sjávarútvegs- ráðherra fyrir flotvörpuheimildir til ákveðins landshluta, eins og hann orðaði það. Flotvarpan. Matthías Bjarnason, sjáv- arútvegsráð- herra, sagði það rangt hjá Jóni Ármanni að flot- varpa væri bundin við veiðiskip í ákveðnum landsfjórðungi. Um hana giltu að vísu ákveðnar regl- ur, sem nauðsynlegt væri, en veiðiskip skráð í öllum landsfjórð- ungum hefðu verið gerð út á þess- ar veiðar. Ráðherra, vék að Óslóarsamn- ingunum sem tryggði íslenzk yfir- ráð að fullu eftir 1. desember nk. Ef viðræður yrðu upp teknar yrðu þær fyrst og fremst kynningarvið- ræður, þar sem fram kæmi, hvað aðrar þjóðir hefðu okkur að bjóða. Það yrði síðan að skoða út frá íslenzkum hagsmunum, og þeim einum. Samanburður við samningana 1973. Guðlaugur Gíslason (S) gerði samanburð á Óslóarsamningun- um og fyrri samningum við Breta, frá í nóvember 1973, í tíð þáver- andi sjávarútvegsráðherra. Hvort sem litið væri á veiðimagn (veiðitíma og friðunarsvæði ) eða viðurkenn- ingu á íslenzk- um rétti kæmi í ljós, að íslenzkir hagsmunir væru mun betur tryggðir í Óslóarsam- komulaginu. Ef Lúðvík Jósepsson hefði lagt samningsdrög lík þeim sem fælust í Oslóarsamningunum, fyrir Alþingi á haustdögum 1973 hefði hver einasti þingmaður greitt þeim atkvæði. 200 mílna lögsaga EBE. Þórarinn Þórarinsson (F) sagði m.a. að Bretar hefðu tekið það fram við samningsgerð i Ósló, áð þetta væri síð- asti samningur- inn sem þeir gerðu við Is- lendinga. Þeir hefðu aldrei farið fram á framlengingu samningsins. Þvert á móti hefðu þeir tek- ið fram að næsti leikur væri Efnahagsbandalagsins. Þeir reyndu að fá það ákvæði inn í Óslóarsamninginn, að rætt skyldi við EBE er hann rynni út. Þessu neituðu íslendingar staðfastlega. Engu að síður tel ég rétt að hlýða á mál bandalagsins. Það er hins vegar skoðun mín að forsenda þess að hægt sé að ræ'ða i alvöru við Efnahagsbandalagið hafi áður tekið sér veiðilögsögu, j ..... að sér 200 mi , iskveiði’” Að lokinn: ályktunartillögu innar vísað til uiaiu ,.-usmála- nefpdar með 33 samhlj. at- kvæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.