Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976
JAFNTEFLI í BARÁTTULEIK
KAOGKR
ÞAÐ var gífurleg stemmning i Skemmunni á Akureyri á laugar
day þegar KA og KR mættust í 2. deildinni i handbolta
Fyrirfram var leikurinn talinn einn af úrslitaleikjum deildarinnar
og vi að var að geta liðanna væri mjög ámóta. Það gekk og
eftir, leikurinn var yfirleitt mjög jafn, þó svo KR hefði oftast
frumkvæðið, en þegar upp var staðið var jafntefli staðreynd. 21
mark gegn 21.
Nokkurs taugaóstyrks gætti hjá leikmönnum beggja liða i
byrjun og voru heimamenn þó öllu óoruggari. Enda fór svo að
KR skoraði þrjú fyrstu mörkin og það var ekki fyrr en um ntu
mín. voru af leik sem KA komst á blað. KR leiddi síðan framan
af með þetta tveimur til þremur mörkum, en þegar um 25 mfn.
voru af leik jafnaði Hörður Hilmarsson, 8 gegn 8, fyrir KA, og á
síðustu minútum hálfleiksins sigu KA menn fram úr og höfðu
einu marki betur i hléi, 11 gegn 10. Snemma i sfðari hálfleik
tókst KR að jafna metin, 1 3 gegn 1 3 og gerði betur komst i 1 6
gegn 13, siðan 18 gegn 14 og lifðu þá um 14 mínútur af
leiknum. KA rétti örlitið úr kútnum náði að minnka muninn í tvö
mörk, 19—17, einmitt þá var Sigurði Páli i KR visað af velli
fyrir afar vanhugsað brot og KA náði þá að jafna metin, 1 9 gegn
19, og sjö mín. eftir. Ingi Steinn náði forystu fyrir KR, en
Jóhann jafnaði, þá skoraði Simon og staðan 21 gegn 20, og
stemmningin í hámarki. KA — sókn rann út f sandinn og KR
fékk vítakst, en Magnús Gauti varði frá Hauki Ottesen og KA
hafði boltann og Jóhann Einarsson jafnaði enn, 21 gegn 21, og
leiktfminn rann út án þess að liðin skoruðu frekar
Eins og að framan greinir var leikur þessara liða, sem eru
álitin hvað sigurstranglegust i deildinni ásamt Armanni afar
jafn. KR ingar höfðu þó oftast frumkvæðið og höfðu þó oftast
frumkvæðið og hefðu, ef skynsemin hefði setið i fyrirrúmi, átt
að sigra, þegar til þess er litið að þeir höfðu fjögurra marka
forystu um miðbik siðari hálfleiks. En æsingur og rangt stöðu
mat ýmissa leikmanna KR kom sem sé í veg fyrir sigur i þessum
mikilvæga leik.
Staða KR-inga eftir þennan leik er þó ákaflega góð. KA-liðið
hefir ætíð reynst KR erfiður Ijár í þúfu fyrir norðan, alla vega hin
sfðari ár, svo að stigið sem KR krækti i fyrir norðan getur reynst
þeim dýrmætt þegar fram i sækir. Að minnsta kosti er KR-liðið
afar Ifklegt til að vinna sér sæti að nýju f 1. deild, en skammt er
á mótið liðið og þvi auðvitað erfitt að spá um úrslit.
Hjá KA-liðinu komu fram nokkrir veikleikar í þessum leik.
Ýmsum leikmanna liðsins hættir til að velja óheppileg augnablik
til aðgerða, hafa rangt stöðumat. Menn verða að kunna að vega
og meta stöðuna, þ.e.a.s. hvort vert sé að taka talsverða áhættu
i aðgerðum við vissar aðstæður. í sumum tilvikum er ekkert við
það að athuga að áhættan sé tekin, i öðrum er hins vegar
fáránlegt að taka mikla áhættu og getur hreinlega ráðið
úrslitum í leik. Hitt má svo til sanns vegar færa að ef til vill eru
allar eða flestar sóknaraðgerðir f handknattleik áhættusamar,
en þó misjafnlega. Ég hygg að helsta meinsemdin i KA-liðinu sé
i þvi fólgin að sumir leikmanna ,,lesa" leikinn ekki nægjanlega
vel, sem ef til vill má rekja til skorts á reynslu.
Maður leiksins: Það er erfitt að gera upp á milli þeirra Harðar
Hilmarssonar i KA og Inga Steins Björgvinssonar i KR, svo það
skal ógert látið að þessu sinni.
Dómarar leiksins voru Björn Kristjánsson og Kjartan Stein
bach og komust þeir með prýði frá erfiðu hlutverki. Mörk KA:
Ármann Sverrisson, Jóhann Einarsson og Þorleifur Ananíasson
4 hver, Halldór Rafnsson, Hörður Hilmarsson og Sigurður
Sigurðsson 3 mörk hver.
Mörk KR: Sfmon Unndórsson 6, Haukur Ottesen 5, Hilmar
Björnsson og Ingi Steinn Björgvinsson 4 hvor, Kristján Ingason
og Þorvarður Guðmundsson sitt markið hvor.
Sigb. G.
Á mvndinni til vinstri stekkur Gunnar Björnsson upp og skorar fyrir Stjörnuna, en myndin til hægri sýnir
Eyjólf Bragason, markhæsta leikmann Stjörnunnar brjóta sér leið gegnum Leiknisvörnina.
■ ■
VARIÐ VITAKAST SKIPTISKOPUM
OG STJARNAN SIGRAÐ119-17
STJAHNAN baMli tveimur dýrmætum stigum í safn sitt í
2. deildar keppninni í handknattleik á sunnudaginn, er
lióið bar sigurorð af I.eikni f sögulegum leik sem fram fór
f Asgarði í Garðabæ. íirslit leiksins urðu 19:17 fyrir
Stjörnuna, eftir að I.eiknir hafði hafl forystuna lengst af í
leiknum. Var ekki nema rúm mínúta til leiksloka er
Stjarnan náði loks forystunni 18:17, en upp úr þvf var
einum leikmanna Stjörnunnar vfsað af velli. I næstu sókn
Leiknismanna fékk Jón Ólafsson gott færi að fara inn úr
horninu, hvað hann og gerði. En Jón var óheppinn og
missti knöttinn. Dómararnir virtust hins vegar ekki vel
með á þvf hvað gerðist og dæmdu vítakast á Stjörnuna.
Markvörður liðsins, Brynjar Kvaran, mótmælti dómi þess-
um og var rekinn af velli, þannig að Stjörnumenn voru
orðnir tveimur færri. En Kristinn Rafnsson sem kom f
markið í stað Brynjars gerði sér lítið fyrir og varði vftakast
Hafliða Péturssonar, Stjarnan náði hraðaupphlaupi og
Guðmundur Ingvason innsiglaði sigur liðs síns með 19.
marki þess.
Leikurinn á sunnudaginn var heldur slakur, en hins
vegar oftast mjög jafn og spennandi. Mótaðist hann tölu-
vert af því hversu slælegur dómararnir tveir, Helgi Þor-
valdsson og Eysteinn Guómundsson, stóðu sig, en þeim
urðu á hver mistökin af öðrum og eru sýnlega algjörlega
æfingalausir. Það eina sem þeir gerðu verulega vel í
þessum leik var að stöðva hann, og hóta að hefja hann ekki
aftur fyrr en áhorfendur væru farnir úr húsinu, ef ekki
linnti kasti smápeninga og dóts inn á völlinn. Slík fra'm-
koma áhorfenda er með öllu óþolandí, en rétt er að taka
fram að börn og unglingar áttu þarna hlut að máli.
Þrátt fyrir að Stjarnan væri lengst af undir í mörkum,
virkaði lið þeirra mun heilsteyptara og betra en Leiknislið-
ið. Aðalgalli Stjörnuliðsins í leiknum var hversu leikmenn-
irnir fóru herfilega með fjölmörg uppljögð marktækifæri.
Virtist á stundum sem þeim væri með öllu fyrirmunað að
skora. Vörn liðsins er hins vegar mjög hreyfanleg og sterk
— má greinilega þekkja yfirbragð þjálfarans, Sigurðar
Einarssonar á leik hennar. Þegar Stjarnan nær að bæta
sóknarleik sinn og fá í hann meiri ró og festu, verður þetta
tvímælalaust hið ágætasta lið.
Leiknisliðíð sýndi oft allgóð tilþrif í leik þessum, og
baráttan í liðinu var betri en oftast áður. Bezti leikmaður
liðsins var tvímælalaust þjálfari þess, Ásgeir Elíasson, sem
var jafnan mjög ógnandi og opnaði fyrir félaga sína, auk
þess sem hann sýndi góðan leik í vörninni.
Maður leiksins: Ásgeir Elíasson, Leikni.
Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur Bragason 9 (3 vítaköst),
Gunnar Björnsson 3, Guðmundur Ingvason 3, Magnús
Teitsson 2, Magnús Andrésson 1, Viðar Halldórsson 1.
Mörk Leiknis: Hafliði Pétursson 9 (3 vítaköst), Ásgeir
Elíasson 4, Jón Olafsson 2, Guðmann Elíasson 1, Finnbjörn
Finnbjörnsson 1.
— sljl.
laÐ1Ð pRIDJUDAGUR 2. NOVEMBER 1976_25
VÍKINGAR FENGU FYRSTU
STIGIN EKKIÁTAKALAUST
Konráó Jónsson átti góðan leik gegn tR og skoraði 9 mörk. Hér hefur hann fundið smugu á lK-vórninni og sKorar.
VÍTAKAST MISTÓKST
Á LOKASEKÚNDUNUM
VÍKINGAR kræktu sér í fyrstu
stigin f Islandsmótinu á sunnu-
dagskvöldið er þeir sigruðu
Gróttu 26:21. Ekki var leikurinn
auðunninn fyrir Vfkinga, þvert á
móti áttu þeir f miklu basli með
Gróttu og það var ekki fyrr en á
sfðustu mfnútunum að Vfk-
ingarnir gerðu út um leikinn.
Fram að þvf hafði leikurinn verið
jafn lengst af og Gróttumenn
komust jafnvel f tveggja marka
forystu um tíma í seinni hálfleik.
Handknattleikur var ákaflega
slakur, mikið um mistök á báða
bóga og Iftil stemmning meðal
þeirra fáu áhorfenda, sem höfðu
lagt leið sfna f Laugardalshöll
þettakvöld.
Víkingarnir byrjuðu leikinn
betur og.um miðjan fyrri hálfleik-
inn höfðu þeir náð góðri forystu,
fyrst 6:2 og síðan 7:3. Síðan var
forysta Víkinganna þetta 3—4
mörk allt fram undir hálfleikinn
að Viggó Sigurðssyni var visað af
velli í 5 minútur og Víkingarnir
voru þann tíma einum færri. Náði
Grótta þá að minnka muninn nið-
ur i eitt mark, en*í hálfleik var
staðan 13:11, tveggja marka
munur Víkingum i hag.
í byrjun seinni hálfleiksins
náðu Gróttumenn fljótlega að
jafna og á 8. mínútu seinni hálf-
leiksins komust þeir í fyrsta
skapti yfir i leíknum, 15:14. Grótta
komst siðan á 16:14 og 17:15 þegar
11 mínútur voru liðnar af seinni
hálfleik. En þá tóku Víkingarnir á
sig rögg, skoruðu þrjú mörk i röð,
Grótta átti næstu tvö, Víkingar
þar næstu þrjú, Grótta skaut inn
einu marki en síðan gerðu Vík-
ingarnir enn þrjú mörk i röð og
tryggðu sér þar með fyrsta sigur-
inn í Islandsmótinu i ár. Lokatöl-
urnar urðu 26:21.
Víkingsliðið hefur átt mjög
erfitt uppdráttar í haust og
árangurinn ekki verið í neinu
samræmi við þann mannskaða
sem i liðinu er. Þessi leikur var sá
skásti hjá liðinu það sem af er
mótinu, en hann var þó langt frá
því að vera góður. Hefði Víkingur
mætt öðru 1. deildar liði en
Gróttu þetta kvöld, hefði liðið
vafalaust tapað honum. Sóknar-
leikurinn var lengst af fálm-
kenndur og vörnin opin. Aftur á
móti lofar ungur markvörður í
liðinu, Grétar Leifsson, góðu.
Fjögur vítaköst fóru í súginn hjá
Víkingunum i þessum leik og sex
I næsta leik á undan. Þarna er eitt
þeirra mörgu atriða, sem Vík-
ingarnir verða að kippa í liðinn á
næstunni, ef þeir ætla að fikra sig
upp stigatöfluna. Víkingana
skortir ekki mannskap heldur
betri liðsanda og betra skipulag á
hlutina.
Gróttuliðið var einnig mjög
slakt i þessum leik. Það er fremur
lítið um skyttur í liðinu og þvi var
það áfall fyrir Gróttu að missa
sina helztu skyttu, Björn Péturs-
son, útaf í fyrri hálfleik vegna
meaðsla. Beztu menn Gróttu i
leiknum voru þeir Grétar Vil-
mundarson og Árni Indriðason.
Grétar kom mjög á óvart i þessum
leik, skoraði 7 mörk, en fremur
litið hefur borið á honum I liði
Gróttu fram til þessa. Árni var
mjög öruggur í vítaköstum og að
vanda mjög drjúgur í vörninni.
Hann er sem fyrr kjölfesta Iiðs-
ins. Ef svo fer sem horfir, verður
róðurinn vafalaust þungur hjá
Gróttumönnum i deildarkeppn-
inni i vetur.
Dómarar voru Hannes Þ. Sig-
urðsson og Karl Jóhannsson.
Þeim hefur oft tekizt betur upp,
sérstaklega þó Hannesi. Vítaköst
voru með alflesta móti hjá þeim
félögum eða 17 talsins í öllum
l'eiknum.
— SS.
ÞAÐ RfKTI gifurleg spenna 1
Laugardalshöllinni f lok leiks IR
og Þróttar á sunnudagskvöldið.
Þegar venjulegum leiktfma var
lokið var staðan 25:25 og Þróttar-
ar áttu eftir að taka vftakast,
þannig að þeir áttu möguleikan á
þvf að sigra f þessum mjög svo
spennandi leik. Halldór Bragason
tók vftakastið, skaut f gólfið, það-
an fór boltinn f þverslá og hrökk
af henni út á völlinn. fR-ingar
fögnuðu ákaft en Þróttarar voru
óánægðir með að sigra ekki fyrst
sigurinn var f seilingarfjarlægð.
Annars má segja að jafntefli hafi
verið réttlátust úrslit þessa deild-
arleiks f Islandsmótinu f hand-
knattleik.
Leikurinn var skemmtilegur og
spennandi og í allt öðrum og betri
gæðaflokki en fyrri leikur kvölds-
ins, milli Vikings og Gróttu.
Agúst Svavarsson skoraði þrjú
fyrstu mörkin fyrir IR og korn-
ungur og stórefnilegur leikmað-
ur, Sigurður Sveinsson, skoraði
tvö fyrstu mörkin fyrir Þrótt. IR-
ingar höfðu yfirleitt frumkvæðið
i leiknum í fyrri hálfleik og höfðu
yfir þetta 1—2 mörk, en lengra
framúr hleyptu Þróttarar þeim
ekki. Staðan í hálfleik var 12:11
iR-ingum í vil. Framan af seinni
hálfleik höfðu iR-ingar frum-
kvæðið í leiknum alveg eins og í
fyrri hálfleik. Náði iR-ingar
nokkrum sinnum að auka muninn
í þrjú mörk og þegar 11 mínútur
voru til leiksloka hafði IR yfir
22:19.
En á þessum punkti snerist
dæmið við. Þróttarar gripu til
þess ráðs að elta Ágúst Svavars-
son, sem hafði verið iðinn við
skorunina og einnig þéttu þeir
smugu í öðru horninu, sem Bryn-
jólfur Markússon hafði notfært
sér með góðum árangri. Og mörk-
in létu ekki á sér standa hjá Þrótt-
urum, þeir skoruðu þrjú í röð og
jöfnuðu 22:22, IR breytti stöðunni
I 23:22 sér í vil en næstu þrjú
mörk gerði Þróttur og allt í einu
var staðan orðin 25:23 Þrótti í hag
og þrjár mínútur til leiksloka. Á
þessu tímabili voru þeir Konráð
Jónsson og Sigurður Sveinsson
aðalmennirnir í sókninni hjá
Þrótti. Tvö síðustu mörkin gerði
Hörður Hákonarson fyrir iR-inga
en 10 sekúndum fyrir leikslok var
dæmt vítakast á iR-inga og Þrótt-
ur gat þar með tryggt sér sigur-
inn, en Halldóri Bragasyni brást
bogalistin og iR-ingar sluppu með
skrekkinn. Var Halldór ekki of
sæll af hlutverki sínu sem vlta-
skytta. Miðað við gang leiksins
hefði það verið ósanngjarnt að
Þróttarar hefðu fengið bæði stig-
in út úr viðureagninni svo að
segja má að jafntefli hafi verið
réttlátustu úrslitin.
Lið IR hefur komið sterkar út
úr byrjun Islandsmótsins en
menn áttu von á, en liðið kemur
sem kunnugt er upp úr 2. deild. I
liðinu eru margir góðir einstak-
lingar sem mynda sterka heild. Á
síðari árum hefur IR aldrei náð
verulegum árangri i 1. deild þrátt
fyrir að liðið hafi lofað góðu, en
kannski verður þetta keppnis-
tfmabil iR-inga? Félagið hefur
endurheimt Ágúst Svavarsson frá
Svíþjóð, og virðist hann vera í
góðu formi þessa stundina. Hann
skoraði 6 glæsileg mörk og hefði
vafalaust bætt við fleiri mörkum,
ef hann hefði ekki verið í strangri
gæzlu mestan hluta seinni hálf-
leiks. Brynjólfur Markússon tók
lifinu með ró framan af leiknum
en í seinni hálfleik tók hann sig á
og var um tíma hreint óstöðvandi.
Það er gaman að sjá til Brynjólfs
þegar hann er i slíkum ham. Örn
Guðmundsson stóð sig vel i mark-
inu, eins og hann hefur reyndar
gert í öllum leikjum ÍR i Islands-
mótinu til þessa. I vörninni átti
Sigurður Gislason skínandi leak.
Þar er á ferðinni geysisterkur
varnarmaður en hann átti það til
að brjóta klaufalega af sér og var
af þeim sökum dæmdur í 7 min-
útna „kælingu" utan vallar. Þess-
ir menn voru beztir í liði lR í
leiknum, en i heild átti liðið góð-
an dag.
Þróttur hefur einnig staðið sig
með ágætum í haust og er það
merkilegast fyrir þá sök, að
markakóngurinn frá í fyrra, Frið-
rik Friðriksson, hefur enn ekki
getað hafið keppni með liðinu
vegna veikinda. Við hlutverki
Friðriks hefur tekið Konráð Jóns-
son, fjölhæfur og útsjónarsamur
sóknarleikmaður. Konráð lék
bæði fyrir utan vörnina og inni á
linu i þessum leik og skilaði báð-
um stöðunum mjög vel, var
reyndar markhæsti maður leiks-
ins með 9 mörk, og var bezti mað-
urinn á vellinum. Annar leikmað-
ur vakti einnig mikla athygli í
Þróttarliðinu, Sigurður Sveins-
son. Sigurður er kornungur, lék
með 3. aldursflokki i fyrra. Hann
er vinstrihandar skytta, óragur og
hittinn og mörg marka hans voru
glæsileg. Sigurður er bróðir
kunnra handknattleikskappa úr
Fram, Sveins og Guðmundar
Sveinssona, og þótt þeir séu báðir
sterkir handknattleiksmenn, sýn-
ist manni að „litli“ bróðir ætli
alveg að skáka þeim. Þá er ástæða
til að nefna Sveinlaug Kristjáns-
son, sem var mjög harður í horn
að taka á linunni. Það sama má
segja um lið Þróttar og iR-liðið,
það átti i heild góðan dag.
Dómarar voru Gunnar Kjart-
ansson og Ólafur Steingrimsson.
Þeir dæmdu vel en Ölafur mætti
temja sér meiri ákveðni við dóm-
gæzluna.
— SS.
Vltakastnýtingin hefur verið ákaflega slæm hjá Víkingi f leikjum liðsins I Islandsmotinu. A njóti
tR-ingum misnotuðu Vfkingarnir 6 vftaköst og 4 á móti Gróttu. Á móti Gróttu var það Vfkingsfyrir-
liðinn Björgvin Björgvinsson, sem tók til sinna ráða I seinni hálfleik, fór I hlutverk vftaskyttu og
skoraði úr öllum vítaköstunum sem hann tók. Hér skorar hann úr einu þeirra. Ljósm. Rax.
Elnkunnagiðfln
VtKINGUR: Rósmundur Jónsson 1, Grétar Leifsson 3. Björgvin
Björgvinsson 2 Ólafur Einarsson 2, Erlendur Hermannsson 1,
Ólafur Jónsson 2, Viggó Sigurðsson 2, Jón Sigurðsson 2, Magnús
Guðmundsson 2, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Einar Jóhannsson 1,
GRÓTTA: Guðmundur Ingimundarson 2, Friðrik Friðriksson 1,
Magnús Margeirsson 1, Björn Pétursson 1, Þór Ottesen 1, Gretar
Vilmundarson 3, Árni Indriðason 3, Magnús Sigurðsson 2,
Halldór Kristjánsson 1, Axel Friðriksson 1, Örn Stefánsson 1,
Gunnar Lúðvfksson 2.
ÞRÓTTUR: Kristján Sigmundsson 3, Sigurður Ragnarsson 2,
Sveinlaugur Kristjánsson 3, Trausti Þorgrfmsson 2, Gunnar
Gunnarsson 1, Halldór Bragason 2, Jóhann Frfmannsson 1,
Konráð Jónsson 4, Gunnar Árnason 2, Sævar Ragnarsson 1,
Sigurður Sveinsson 3, Bjarni Jónsson 2.
IR: Örn Guðmundsson 3, Guðmundur Gunnarsson 1, Bjarni
Ilákonarson 2, Hörður Arnason 1, Sigurður Svavarsson 2, Sig-
urður Sigurðsson 1, Agúst Svavarsson 3, Bjarni Bessason 2,
Vilhjálmur Sigurgeirsson 2, Brynjólfur Markússon 3, Sigurður
Gfslason 3, Ilörður Hákonarson 2.
í STUHU MÁLI
r r 36. Þorbergur 37. 38. 14:13
VIKINGUR - GROTTA 14:14 Magnús Sig. 14:15 Magnús Sig.
39. 14:16 (irótar
IVIfn. Víkingur Mörk órótta 40. Björgvin (v) 15:16
5. VÍRRÓ (víti) 1:0 41. 15:17 Arni (v)
6. 1:1 Magnús Sig. 42. ÓlafurJ. 16:17
7. Þorbergur 2:1 43. ólafur E. 17:17
8. 2:2 Björn (v) 44. Björgvin 18:17
9. Björgvin 3:2 45. 18:18 (irétar
10. Jón 4:2 47. 18:19 Magnús M.
12. Viggó (V) 5:2 49. Viggó 19:19
14. ÓlafurE. 6:2 50. Þorbergur 20:19
15. 6:3 Arni (v) 53. Björgvin (v) 21:19
16. OlafurE. 7:3 53. 21:20 Halldór
17. 7:4 (irétar 55. Viggó 22:20
18. 7:5 (iunnar 56. Björgvin 23:20
19. Jón 8:5 57. Þorbergur 24:20
20. 8:6 Arni (v) 58. 24:21 Axel
21. VÍRRÓ (V) 9:6 59. Jón (v) 25:21
22. 9:7 (irótar 60. Jón 26:21
23. Ólafur J. 10:7 MÓRK VÍKINÍiS : Björgvin Björgvinsson
24. ólafur J. 11:7 5. Þorbergur Aóalsteinsson 5, Viggó Sig-
25. 11:8 Arni (v) urósson 5. Jón Sigurósson 4. Ólafur
26. 11:9 Arni (v) Einarsson 4, ólafur Jónsson 3.
28. Þorbergur 12:9 MÖRK (ÍRÓTTII: (irétar Vilmundarson 7.
28. 12:10 (irótar Arni Indrióason ! >. Magnús Sigurósson 3,
29. 12:11 (irótar (iunnar Lúóvíksson 2. Björn Pótursson 1.
30. Ólafur E. (v) 13:11 Ilalldór Kristjánsson 1. Axel Frióriksson
llálfleikur ' 1. Magnús Margeirsson 1.
31. 13:12 (iunnar MISNOTLIÐ VlTAKÖST: (iuóinundur
35. 13:13 (irétar Ingimundarson. (iróttu varói vítaköst
Viggós Siguróssonar á 33. og 40. mfnútu 36. 14:13 Konráó
og Ólafs Einarssonar á 4. mfnútu. Þá átti 36. Brynjólfur 15:13
Ólafur Jónsson Vfkingi skot f stöng úr 37. Brynjólfur 16:13
\ ftakasti á 38. nifnútu. 38. 16:14 Konráó
BROTTVlSANIR ! AF VKl.I.I: Vírró Sír. 39. Agúst 17:14
urósson Vfkingi útaf í 7 mfnútur og Jón 40. 17:15 Halldór
Sigurósson. Vfkingi og (irótar Vilmundar- 40. Bjarni B. 18:15
son útaf í 2 mfnútur h vor. 41. 18:16 Sveinlaugur
42. Brynjólfur 19:16
ÞRÚTTUR — ÍR 43. 44. Brynjólfur 47. 19:17 Sveinlaugur 20:18 Konráó 20:19 (iunnar
Mfn. 1R Mörk Þróttur 48. Bryn jólfur 21:19
3. 0:1 Siguróur 49. Höróur H. 22:19
3. Agúst 1:1 49. 22:20 Konráó
6. 1:2 Siguróur 51. 22:21 Sveinlaugur
7. Agúst 2:2 54. 22:22 Konráó
9. 2:3 Bjarni 55. Villijálmur 23:22
9. Agúst 3:3 56. 23:23 Siguróur
10. 3:4 llalldór 57. 23:24 Siguróur
12. Ilöróur H. 4:4 57. 23:25 Konráó
12. 4:5 Konráó 58. Höróur 24:25
13. Vilhjálmur (v) 5:5 59. Höróur H. 25:25
13. Bjarni B. 6:5
16. Bjarni II. 7:5 MÖRK IR: Brynjólfur Markússon 7.
17. 7:6 Sveinlaugur Agúst Svavarsson 6. Höróur llákonarson
18. Vilhjálmur (v) 8:6 4. Vilhjálmur Sigurgeirsson 4. Rjarni
19. 8:7 Konráó Bessason 2. Rjarni Hákonarson 2.
20. 8:8 Siguróur MÖRK ÞRÖTTAR: Konráó Jónsson 9.
23. Brynjólfur 9:8 Siguróur Sveinsson 7. Sveinlaugur
24. Bjarni H. 10:8 Kristjánsson 4, Halldór Bragason 3.
26. 10:9 Halldór <v) Bjarni Jónsson 1. (iunnar Arnason 1.
27. Vilhjálmur 11:9 MISNOTl’Ð VlTAKÖST: Örn
28. 11:10 (iunnar (iuómundsson IR varói \ftakast Konráós
28. Agúst 12:10 Jónssonar á 8. mfnútu. Halldór Bragason
29. 12:11 Konráó skaut í þverslá á 60. mín.
Hálfleikur BROTTVlSANIR AF LEIKVELLI: Sig-
32. Brynjólfur 13:11 uróur (ifslason IR útaf í 7 mfnútur. Bjarni
33. 13:12 Siguróur Hákonarson IR í 4 mfnútur og Siguróur
34. Agúst 14:12 Svavarsson iR útaf f 2 mfnútur.