Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976
29
Guðjón Styrkársson:
V ængir aftur í
gang eftir helgi
Ekki leitað álits á atvinnuleyfi er-
lends flugvirkja hjá stéttarféiaginu
LOFTFERÐAEFTIRLITIÐ mæl-
ir ekki með þvi að flugleyfi
Vængja verði framlengt eða
endurnýjað eins og nú standa sak-
ir. Skipulag verður fyrst að kom-
ast á skoðanir og viðhald loftfar-
anna og yfirflugvirki með fullan
rétt að taka við stjórn viðhalds-
deildar. Annað er ekki forsvaran-
legt frá öryggissjónarmiði.
Ofanritað er samþykkt, sem
Loftferðaeftirlitið lagði fyrir
Flugráð sfðastliðinn föstudag og á
grundvelli þess var flugleyfi
Vængja h.f. ekki endurnýjað en
það féll úr gildi nú 1. nóvember.
Mun félagið ekki fá flugleyfi sfn
endurnýjuð fyrr en uppfyllt hafa
verið þessi ákveðnu öryggisatriði.
Guðjón Styrkársson, stjórnar-
formaður Vængja, sagðist búast
við því að rekstur Vængja myndi
stöðvast í um það bil eina viku,
þar sem væntanlegir væru sér-
fræðingar frá Bandarfkjunum.
Myndi því starfræksla komin í
samt lag eftir næstu helgi. Guðjón
sagði að félagið væri að fá erlenda
sérfræðinga til landsins vegna
þess að hér innanlands væru ekki
til flugvirkjar, sem kynnu á þess-
ar vélar. Það var einn til, sagði
Guðjón, en hann er farinn. Hann
var með 550 þúsund krónur f laun
á mánuði, en taldi sig geta fengið
meira annars staðar. Flugvirkinn,
sem kemur, hefur starfað hjá Air
New England í Boston en það
fyrirtæki á 10 Twin Ottera. Mun
flugvirkinn starfa hér f hálft til
eitt ár til að byrja með.
Þá mun Guðjón Styrkársson
hafa komið að máli við Flugleiðir
h.f. um miðja síðustu viku og átt
viðræður við félagið um mögu-
leika á að það tæki að sér viðhald
og viðgerðir á Twin Otter-vélum
Vængja. Viðræðurnar voru
óformlegar með öllu, könnunar-
viðræður og samkvæmt upplýs-
ingum Sveins Sæmundssonar,
blaðafulltrúa Flugleiða, mun ekki
hafa verið tekið neikvætt í þessa
málaleitan. Unnt væri að fram-
kvæma ákveðna vinnu hjá Flug-
leiðum, en hún yrði að vera á
ábyrgð yfirflugvirkja Vængja, þvi
að Flugleiðir hafa ekki flug-
virkja, sem réttandi hafa á Twin
Otter. Talsvert langan undirbún-
ing þarf þó til þess að unnt sé að
framkvæma viðhald Twin Otter
hjá Flugleiðum.
Valdimar Sæmundsson, for-
maður Flugvirkjafélags Islands,
sagði er Mbl. spurði hann, hvaða
skilyrði flugvirki, sem kæmi frá
Bandarfkjunum, þyrfti að upp-
fylla, að hann þyrfti að hafa þrjú
leyfi f lagi. I fyrsta lagi þyrfti
hann að hafa atvinnuleyfi á Is-
landi. I öðru lagi þyrfti hann að
vera sveinn eða meistari f flug-
virkjun og síðan þyrfti loftferða-
eftirlitið hér að samþykkja flug-
virkjaskfrteini hans. Valdimar
sagði að sér væri ekki kunnugt
um að gengið hefði verið frá þess-
Framhald á bls. 47.
— Verður á
hreinu...
Framhald af bls. 48
næst hafi verið spurt um
Robert Fischer, en hann var
ekki viðlátinn fremur venju.
Daginn eftir hafi svo enn verið
hringt og að því sinni hafi sfm-
inn verið gefinn upp á herbergi
Fischers, sem ekki var við, en
Campomanes þá svarað síman-
um af því að hann var þar
staddur, en þá hafi enginn
viljað við hann tala. (Mbl. var
einmitt að reyna að ná sfmleiðis
f Campomanes fyrir skömmu
en tókst ekki. Er þá fundin
skýringin, en greinilega hefur
orðið einhver misskilningur
með sfmtalið — innsk. Mbl).
Við innum nú Campomanes
nánar eftir Fischer, ástandi
hans og skákformi um þessar
mundir.'Campomanes segir allt
gott um það. Fischer sé
hraustur og vel á sig kominn,
bæði andlega og líkamlega.
Þeir hafi ferðast nokkuð mikið
saman m.a. til Malasfu og
Thailands. En af því góða fæði
sem á þeim hótelum hafi verið
sem þeir gistu, hafi þeir bætt á
sig nokkrum kflóum en Fischer
muni verða fljótur að ná þeim
af sér aftur með tennisiðkun og
sundi, annað mál væri með sig.
Campomanes getur þess og —
svona til frekari sanninda-
merkja — að meðan á dvöl
Fischers stóð í Manilla hafi
hann m.a. farið í leikhús og
setið þá við hlið forsetafrúar-
innar (the first lady). Eftir
sýningu hafi hann ásamt fleira
fólki farið að tjaldabaki og
skálað í kampavfni við leikhús-
fólk. Hafi myndir af þessum
atburði verið teknar og birst f
blöðum. Hvað skákina snertir
tefli Fischer engar alvöruskák-
ir opinberlega en hraðskákir
hafi hann teflt við sterkustu
skákmenn Filippseyja. Fischer
væri nú á leið heim til Pasa-
dena í Californíu með smá við-
komu f Japan.
En hvað um hið margumtalað
einvígi milli Fischers og
Karpovs?
Campomanes staðfestir að
miklar og tímafrekar
samningaumleitanir hafi átt
sér stað að hans undirlagi, bæði
á Spáni og Filippseyjum þar
sem kapparnir hafi hitzt.
Samningarnir séu mjög marg-
háttaðir og enn ekki
fullfrágengnir. Peningar séu þó
ekki mesta vandamálið (tæpur
hálfur milljarður fslenzkra
króna hefur heyrst nefndur)
en enda þótt Karpov láti í veðri
vaka að hann sé fús til að tefla
við Fischer; verður þá ekki
kippt í spotta einhvers staðar á
síðustu stundu?
Hugsanlega, það er nú mein-
ið, mátti lesa úr svip
Campomanesar, sem kvaðst þó
vera vongóður um að þetta
næði fram að ganga, þó vissu-
lega væri þessi möguleiki fyrir
hendi. Þetta komi allt i ljós
innan tíðar, um áramótin ætti
þetta alla vega að vera komið á
hreint.
Tekur Fischer þátt í
áskorendaeinvfginu á næsta
ári, eins og hann hefur rétt til?
Nei, það tel ég alveg af og frá.
Hann byrjar ekki neðan frá aft-
ur. Komi hann aftur fram á
sjónarsviðið opinberlega til að
tefla verður það f honum
„stóraslag" (the big match),
segir Campomanes.
Hvað um framtfð FIDE
alþjóðaskáksambandsins?
Campomanes hristir höfuðið.
Um það verður engu spáð sem
stendur. Togstreita og sundur-
þykkja allsráðandi innan þess.
Dr. Max Euwe hefur verið allt
of linur og eftirgefanlegur, vin-
ur þessa f dag og hins á
morgun. Menn verða að geta
barið í borðið.
ATRIÐI úr „SkollaIeik“: Hér eru fyrirmenn landsins, iögmennirnir Þorleifur Kortsson (Arnar
Jónsson) og Gfsli ð Hlfðarenda (Jón Júlfusson), ásamt Runðlfi biskupi lærða (Þráinn Karlsson).
Hið víðförula Alþýðuleikhús:
í fyrsta skipti í Rvík
ALÞVÐULEIKHUSIÐ hefur
verið á stöðugu ferðalagi sfðan
um miðjan október, en þá var
leikritið „Skollaleikur“ frum-
sýnt á Borgarfirði eystra. Hafa
leikararnir sfðan ferðast um
Austfirði og haldið alls átta
sýningar og auk þess tvær á
Akureyri.
Nú eru leikararnir hins veg-
ar komnir til Reykjavfkur og
hyggjast halda sýningar bæði á
„SkolIaleik“ og „Krumma-
gulli", sem var fyrsta verkefni
leikfélagsins.
Bæði leikritin, „Krumma-
gull“ og „Skollaleikur" eru ís-
lenzk og er höfundur þeirra
Böðvar Guðmundsson. Bæði
fjalla leikritin um mál, sem eru
ofarlega í hugum fólks og birt-
ast vfða í daglegu lífi.
„Krummagull" fjallar um þann
vanda, sem þjösnaskapur
.aannsins við umhverfið sitt
hefur valdið, og á eftir að valda,
ef fer sem nú horfir. „Skolla-
leikur“ er hálfsögulegs eðlis, er
látið gerast á miðri 17. öld og
fjallar um galdraofsóknir og
valdbeitingu á þeim tíma, en
höfðar um leið til ofbeldisað-
gerða og misbeitingar valds,
sem víða tfðkast enn í dag.
Alþýðuleikhúsið er ungt að
árum, var stofnað í júlí 1975.
Markmið þess að að setja upp
leiksýningar og sýna á sem
flestum stöðum á landinu. Sýn-
ingarnar eru því gerðar þannig
að þær séu sem hreyfanlegast-
ar. Fjármagn sem leikfélagið
hefur haft úr að spila hefur
verið með minnsta móti, eftir
því sem forráðamenn þess
segja, en þó hafa hins svo-
nefndu styrktarkort gefist
nokkuð vel. Styrktarkortin
kosta 5.000 krónur og gegn
framvísun þess er hægt að fá
fjóra miða, og í raun kemur
þetta þannig út að styrktarmeð-
limur borgar aðeins meira fyrir
hvern miða en annars.
Sex leikarar eru nú fastráðn-
ir við Alþýðuleikhúsið. Það eru
þau Arnar Jónsson, Evert
Ingólfsson, Jón Júlfusson, Þór-
hildur Þorleifsdóttir, Kristín A.
Ólafsdóttir og Þráinn Karlsson.
og taka fimm þeirra þátt í þess-
um leiksýningum, auk leik-
stjórans, sem er Þórhildur Þor-
leifsdóttir. Höfundur tónlistar-
innar er Jón Hlöðver Áskels-
son, en Messfna Tómasdóttir
hefur gert leikmynd, búninga
og grfmur.
Almennar sýningar verða
haldnar f Lindarbæ, þær fyrstu
á miðviku- og fimmtudag. Auk
þess er ráðgert að fara með
verkin I ýmsa skóla á höfuð-
borgarsvæðinu og sýna þau þar.
Treflaf jöldinn rétt-
lætir verdmismuninn
MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá þvf
á sunnudag, að Álafoss h.f. hefði
gert samning um sölu trefla til
Sovétrfkjanna f allverulegu
magni. Samkvæmt útreikningum
blaðsins var verð hvers trefils 443
krónur og til samanburðar var
birt verð á treflum, sem Hilda h.f.
selur til Bandarfkjanna og
Kanada. Kom þá f ljós allveruleg-
ur verðmunur og var verð á hverj-
um trefli til Rússa aðeins 40 til
50% af verði hvers trefils, sem
seldur var vestur um haf. For-
ráðamenn Álafoss telja að stærð
pöntunarinnar frá Sovétrfkjun-
um sé svo mikil að hún réttlæti
verulegan verðmismun.
Magnús Pétursson, sölustjóri
Álafoss h.f. kvað verð á treflum,
sem fyrirtækið seldi til Banda-
rákjanna og Kanada vera frá 3,20
dollurum og allt upp í 10 dollara
eftir stærð, þyngd, breidd og öðr-
um breytileik f gerð treflanna.
Innifalið í verðinu eru umboðs-
laun sölumanna. Magnús sagði að
sölumennskan á Bandarfkjamark-
aði væri allt öðru vfsi en i Sovét-
ríkjunum. I Bandarfkjunum væru
sölumenn á ferð og pakkað væri í
5 skip selja fisk í Bretlandi í vikunni
GLÖFAXI VE seldi afla sinn f
Cuxhaven f gærmorgun. Var bát-
urinn með rúm 49 tonn af fiski,
sem hann seldi fyrir 86,788 þýzk
mörk eða um 6,8 milijónir
fslenzkra króna. Meðalverð er 138
krónur fslenzkar, sem er ágæt
sala. t þessari viku selja 5 skip
afla í Bretlandi, Hjörleifur og
Dagrún f dag, ögri og Hrauney
VE á morgun og Ársæll Sigurðs-
son á fimmtudaginn.
litlar einingar til hinna ýmsu
verzlana.
Sölustjóri Alafoss sagði að fyr-
irtækið væri langstærsta fslenzka
fyrirtækið á svokölluðum vestur-
markaði. En hins vegar væri það
ljóst að enginn og sízt af öllu
Álafoss framleiddi fyrir Rúss-
landsmarkað og tapaði — vegna
þess að fyrirtækið hefði hvorki
efni á því né vilja. Stór hluti
treflanna er boðinn út til hinna
ýmsu saumastofa f landinu.
Magnús sagði að í Tfmanum sfð-
astliðinn sunnudag hefði verið
viðtal við Zophanfas Zophanfas-
son, kaupfélagsstjóra á Blöndu-
ósi, þar sem hann segir réttilega
að vissulega fáist minna fyrir þá
vöru, sem framleidd er fyrir Rúss-
landsmarkað heldur fyrir vöru
sem framleidd er fyrir markað á
Vesturlöndum. En hitt er annað
mál — sagði Magnús að það þarf
ekki að koma verr út, hvorki fyrir
seljanda eða framleiðanda, þar
sem magnframleiðslan skiptir
töluverðu máli. I þessu tilfelli
Alafoss er framleiddur mjög
verulegur fjöldi trefla og því er
unnt að hanna þá framleiðslu á
allt annan hátt en unnt er að gera
fyrir vesturmarkaðinn.
Þegar ullin selst í formi trefils
þá losar ullarkfíóið um 2.600
krónur í þessum viðskiptum við
Sovétríkin — sagði Magnús Pét-
ursson, sem er alls ekki slæmt,
t.d. í samanburði við værðarvoða
samning Sambandsins á sfnum
tfma. Magnús sagði þó að ljóst
væri að verðið f Sovétríkjunum
væri alltaf lægra, en hagræðing í
sambandi við stærð samningsins
gæfi mikla möguleika. Hann kvað
það óvanalegt ef t.d. kæníi 2000
stykkja pöntun frá Bandaríkjun-
um frá einhverjum einum aðila.
Þá kvað hann gott ef næðist fram-
leiðsla á 15.000 stykkjum af ein-
hverri tegund yfir árið. Eins og
fram kom f frétt Morgunblaðsins
á sunnudag, var samningurinn
við Sovétríkin um 600 þúsund
trefla.
Fékk virka
djúpsprengju
í vörpuna
LANDHELGISGÆZLAN fékk til-
kynningu um það f sfðustu viku,
að togbáturinn Ágúst Guðmunds-
son GK hefði fengið tortryggi-
legan hlut f vörpuna, líklega
sprengju. Var Pálmi Hlöðversson
skapherra og sprengisérfræðing-
ur sendur f Hafnir, þar sem
báturinn lá.
Pálmi gerði sprengjuna óvirka,
og var hún sfðan brennd. Þetta
reyndist vera brezk djúpsprengja
og var hún virk. Báturinn var á
togveiðum 27 sjómilur frá Stapa-
felli, þegar hann fékk sprengjuna
í vörpuna.